Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 33 Stóra svið Salka Valka Lau 12/11 kl. 20 Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Su 4/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20 Woyzeck Fi 10/11 kl. 20 Græn kort Fö 11/11 kl. 20 Blá kort Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Kalli á þakinu Su 13/11 kl. 14 Su 20/11 kl. 14 Lau 26/11 kl. 14 Su 27/11 kl. 14 Id - HAUST Wonderland, Critic ´s Choice? og Pocket Ocean Su 13/11 kl. 20 Su 20/11 kl. 20 Mi 23/11 kl. 20 Aðeins þessar sýningar! Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Fi 10/11 kl. 20 Fö 11/11 kl. 20 UPPSELT Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Su 13/11 kl. 20 UPPSELT Su 20/11 kl. 20 UPPSELT Su 27/11 kl. 20 UPPSELT Má 28/11 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar! Manntafl Lau 12/11 kl. 20 Fi 17/10 kl. 20 Fi 24/10 kl.20 Miðasala á netinu Einfalt og þægilegt er að kaupa leikhúsmiða á heimasíðu Borgarleikhússins www.borgarleikhus.is Þar er einnig að finna ým- san fróðleik um verkin sem sýnd verða í vetur. BENJAMIN BRITTEN the turn of the screw ef t i r 25 ára og yngri: 50% afsláttur af miða- verði í sal Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 12. nóv. kl. 20 - 6. sýning www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Kynning fyrir sýninguna kl. 19.15 Kynningin fer fram á sviðinu og er innifalin í miðaverði. „Spennuhlaðið viðfangsefnið gerir sig bráðvel fyrir augu og eyru.” MORGUNBLAÐIÐ DV ATH! Allra síðasta sýning PARS PRO TOTO - Dansverkið VON & ÁRÓRA BÓREALIS - Brot úr nýju verki á gömlummerg Laugardaginn 19. nóv - kl. 20 - Sunnudaginn 20. nóv - kl. 20 Aðeins þessar tvær sýningar MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELAWW G.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Fullkomið brúðkaup kl. 20 Lau 12. nóv. kl. 21. 9. kortas. UPPSELT Sun 13. nóv. kl. 20 í sölu núna AUKASÝNING Fim. 17.nóv. nokkur sæti laus AUKASÝNING Fös. 18.nóv Örfá sæti Lau. 19.nóv kl. 19 UPPSELT Lau. 19.nóv kl. 22 Örfá sæti AUKASÝNING Sun. 20.nóv AUKASÝN. UPPSELT Fös. 25.nóv. í sölu núna Lau. 26.nóv. í sölu núna Lau. 26.nóv. í sölu núna 2/12, 3/12, 9/12, 10/12 Edith Piaf - gestasýning frá Þjóðleikhúsinu Fim. 10.nóv. kl. 20.00 1. kortas. UPPSELT Fim. 10.nóv. kl. 22.00 AUKAS. UPPSELT Fös. 11.nóv. kl. 20.00 2. kortas. UPPSELT Fös. 11.nóv. kl. 22.00 3. kortas. UPPSELT Lau. 12.nóv. kl. 16.00 4. kortas. UPPSELT JPV útgáfa hefur sent frá sér Játn- ingar Láru miðils eftir Pál Ásgeir Ás- geirsson. Þetta er opinská ævisaga byggð á hennar eigin frásögn og skjölum sem aldrei hafa komið fram í dagsljósið. Ingibjörg Lára Ágústsdóttir er einn þekktasti og umdeildasti miðill sem Ísland hefur alið og eina manneskjan sem hefur verið dæmd í Hæstarétti fyrir svik á miðils- fundum. Lára lét eftir sig handrit af sjálfs- ævisögu sem fært var í letur árið 1945 en aldrei gefið út. Handrit þetta er nýlega komið fram í dags- ljósið og var meðal annars stuðst við það við ritun þessarar bókar og því kemur innihald þess nú í fyrsta sinn fyrir almennings sjónir. Höfund- ur leitar líka fanga víða annars stað- ar, meðal annars í málsskjölum sem hafa ekki verið aðgengileg almenn- ingi frá árinu 1940. Höfundurinn, Páll Ásgeir Ásgeirs- son blaðamaður, er einkum þekktur sem höfundur vinsælla leiðsögu- bóka, en hefur áður ritað um sögu sálarrannsókna á Íslandi. Játningar Láru miðils TVÆR leiksýningar sem voru frum- sýndar um helgina setja bíómyndir á svið. Um sýningu Stúdentaleikhúss- ins á Magnolia er fjallað í öðrum dómi en þar er lýst þeirri skoðun að vandasamt sé að leikgera bíómyndir og hæpið að slíkt takist vel nema sérstök frumsköpun komi til. Sýning Listafélags Verzlunarskólans er ekki beinlínis endurgerð en styðst að stórum hluta við mynd Tarantinos, Pulp Fiction, og vísar líkar til Guð- föðurins. Ólafur S.K. Þorvalds skrifar leik- ritið og leikstýrir sjö leikurum ásamt hljóðfæraleikara sem tekur þátt í gangi verksins með kvik- myndatónlist sinni. Yfir sýningunni er skemmtilegur andi kæruleysis- legrar lífsgleði sem felst í því mót- sagnakennda at- hæfi að velta sér upp úr fyndni sem snýst um búksorgir, blóð og dauða þar sem allt er staðsett hér og nú á Ís- landi. En lífs- gleðin og akkur sýningarinn felst líka í því hvernig Ólafur nýtir sér töfra leikhússins til þess að fara yfir mörk raunveruleikans. Krakkarnir lífsglöðu áttu góða spretti í leik sín- um og hvíldu sumir fallega í kyrrum stundum. Framburðarvandi var hins vegar nokkur ljóður á annars ágæt- um leik. Sýningin er ólíkindaleg því að það tekst að fara alla leið í kaldhæðni sem dregur fram aumustu hliðar mannanna. Enn einu sinni verður þó að spyrja af hverju aðstandendur skrifa ekki nýtt leikrit saman frekar en að endurgera bíómynd; slíkt er alltaf þakklátt. Tarantino og Guðfaðirinn LEIKLIST Listafélag Verzlunarskóla Íslands Leikgerð og leikstjórn: Ólafur S.K. Þorvaldz. Verzlunarskólinn, 4. nóvember 2005. Guð og Tarantino Hrund Ólafsdóttir Quentin Tarantino TVÆR sálumessur á einum og sömu tónleikum, eins og buðust í þétt set- inni Hallgrímskirkju um helgina, eru trúlega sjaldgæft fyrirbrigði í ís- lenzku tónlistarlífi. Hversu sjaldgæft er aftur á móti á huldu nema elztu og stálminnugustu tónleikagestum, enda mér vitandi hvergi hægt að fletta slíku upp. Hitt var þó ljóst, að sálumessur W. A. Mozarts og Gabriels Fauré – í þeirri röð – fóru undravert vel sam- an, enda hæfilega ólíkar. Sú seinni var í þokkabót dável fallin til að róa niður hlustendur fyrir heimför eftir dómsdagsdramatísku þætti Mozarts, sem magnast kannski enn meir í vit- und þeirra er ósjálfrátt tengja til- drög þessa meistaralega torsó-verks (fullgert af nemanda Wolfgangs, Süssmayr) hinum átakanlegu loka- senum í Amadeus-kvikmynd Milosar Forman. Enda kom sá eðlismunur verkanna einnig fram í fróðlegum og vel skrifuðum tónleikaskrárpistli Halldórs Haukssonar – þ.e. að Fauré fer mun léttar yfir ógnir efsta dags en fyrri tíma requiemtónskáld; sleppir t.a.m. að mestu sekvenzunni Dies irae, en leggur í staðinn því meiri áherzlu á eilíft ljós og sælu. Í rauninni er til lítils að smágreina alþekkt verk og Requiem Mozarts, og því síður túlkun þess á umrædd- um tónleikum, er var til fyrirmyndar sannfærandi hjá jafnt einsöngv- urum, kór og hljómsveit. Hvað hröð- ustu kaflana varðar var aðeins óvið- ráðanlegum staðháttum um að kenna að glæsileg snerpa og sam- takamáttur flytjenda nutu sín ekki til jafnmikillar fullnustu og í almennt hæggengara verki Faurés. Hljóm- sveitin var nefnilega í einu og öllu óaðfinnanleg. Hraðavöl stjórnand- ans voru háklassísk fram í fing- urgóma, og hjá einsöngvurum var bókstaflega valinn maður í hverju rúmi, þó að bassahlutverkið hefði að mínum smekk mátt vera skipað heldur dýpri og feitari basso prof- ondo raddgerð en barýtonrödd Andreasar Schmidt var eiginleg, þótt annars væri vel með farin. Að því leyti virtist hann eiga aðeins bet- ur heima í Fauré. Mótettukórinn var að vanda stór- glæsilegur í öllu sínu, og fer raunar að draga úr eftirvæntingarspennu hvað hann reynist alltaf langt fyrir ofan meðallag. Nema kannski að einu leyti – þ.e.a.s. hvað virðist hafa fækkað í karlaröddum. Þar kann ég að vísu að vera fórnarlamb eigin mis- minnis, hafi ekki viðkomandi sjónar- mið nýverið færzt í aukana. En samt er ég ekki frá því að bassar og ten- órar hefðu víða mátt heyrast betur en raun bar vitni. Að þessu leyti virð- ist m.ö.o. jafnvel höfuðkór eins og Mótettukórinn eiga við nákvæmlega sama erkivanda karlaeklu að stríða og nánast allir blandaðir kórar lýð- veldisins. Requiem Faurés var hrein og ómenguð unun á að hlýða frá upphafi til enda. Ef það er einhver mælistika á snilld og frumleika, þá væri sér- staklega til takandi hvað franska tónskáldinu tekst ótrúlega vel að við- halda fullri athygli á í meginatriðum blíðum og hlustvænum nótum. Hafa sennilega fáir komizt jafnlangt, hvorki fyrr né síðar, í þeim efnum og hann. Aðeins tveir einsöngvarar komu hér við sögu. Andreas Schmidt var í bezta faglega formi í Hostias og Libera me, og drengjasópraninn í Pie Jesu, hinn kornungi Ísak Rík- harðsson sem nýlega vakti athygli sem Miles í Britten-óperunni Tökin hert, söng sitt kristalstæra hlutverk án minnstra misfellna. Það, ásamt bráðfallegum kórsöng og hljómsveit- arleik, gerði að verkum að hæst- ánægðir tónleikagestir gátu yfirgefið Hallgrímskirkju í beztu vímu sem til er – upphafningu sannrar listar. Morgunblaðið/Eggert „Hæstánægðir tónleikagestir gátu yfirgefið Hallgrímskirkju í beztu vímu sem til er – upphafningu sannrar listar.“ Ógn og sæla TÓNLIST Hallgrímskirkja Mozart: Requiem*. Fauré: Requiem**. Ísak Ríkharðsson S**, Jeanne Pascale Schulze S*, Alina Dubik A*, Gunnar Guð- björnsson T*, Andreas Schmidt B*/**. Mótettukór og Kammersveit Hallgríms- kirkju. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Laugardaginn 5. nóvember kl. 19:30. Kórtónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Innihaldið skiptir máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.