Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HÁTTVIRTUR mennta- málaráðherra þverskallast enn við varðandi málefni Listdansskóla Ís- lands. Það virðist ekki skipta ráð- herrann neinu máli að allir sem hér á landi hafa faglega þekkingu á starfsemi skólans og listdansi segja skýrum rómi að hug- myndir ráðherrans og embættismanna í menntamálaráðuneyt- inu gangi ekki upp, þá skal samt veita listdanskennslu á Ís- landi náðarhöggið. Einhvers staðar sá ég að ráðherrann vís- ar til þess að verið sé að breyta listnáminu yfir í það form sem það er á Norðurlöndum og sérstaklega í Svíþjóð. Ég held að hér sé um mikinn misskilning að ræða. Ég þekki aðeins til hvernig listdansnámi er fyr- irkomið í Svíþjóð, þar sem dóttir mín er í framhaldsnámi í Kon- unglega sænska ballettskólanum. Skólanum er skipt í grunn- skóladeild og framhaldsdeild og fara nemendur í gegnum inntöku- próf til að komast að, hvort heldur er í grunnskóladeild eða fram- haldsdeild. Grunnskóladeild skól- ans er á fjórum stöðum, þ.e. í Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og Piteå. Á hverju ári sækja fleiri hundruð manns um að komast í framhaldsdeild, en inn eru teknir milli 50 og 60 nemendur, til helm- inga strákar og stelpur og á braut fyrir klassískan ballett og braut fyrir nútímadans. Þegar dóttir mín hóf nám í ágúst 2004, var hún eini nemandinn í sínum árgangi á klassísku braut skólans sem kom ekki úr einum af grunnskólum Konunglega sænska ballettskól- ans. Alls var 154 stúlkum boðið að koma í inntökupróf fyrir klassísku brautina og var meirihluti þeirra úr einkaskólum í Svíþjóð. Hvernig sem á því stóð, slapp engin stúlka af nemendum einkaskólanna í gegnum nálarauga inntöku- prófsins. Ekki ein einasta. Þær sem komust inn voru 11 úr grunn- skóladeild skólans í Stokkhólmi, 3 úr öðrum grunnskóladeildum skól- ans og síðast og ekki síst eini nemandinn úr List- dansskóla Íslands sem sótti um. Er það virkilega að við viljum kippa fót- unum undan skóla sem við Íslendingar getum verið stoltir af og stenst alþjóðlegan samanburð. Teljum við okkur geta gert betur með því að dreifa námi grunn- skólanemenda til mis- jafnlega staddra einkaskóla sem geta ekki gert sömu kröfur til nemenda sinna og Listdansskólinn gerir. Ef Svíar telja sig þurfa að halda úti grunnskóladeild, af hverju ættum við Íslendingar að geta gert hlut- ina öðru vísi? Miðað við það sem sagt er að ofan, þá er grunn- skóladeildunum haldið úti til að tryggja að framhaldsdeild Kon- unglega sænska ballettskólans hafi úr nægum fjölda hæfra um- sækjenda að velja. Til að bæta gráu ofan á svart, hefur því verið fleygt að dans- kennsla framhaldsdeildarinnar eigi að færast inn í nýtt íþróttahús MH. Ég vona að þetta sé rangt, enda væri sú leið álíka vitlaus og að sameina kennslu í frjálsum íþróttum, handbolta og knatt- spyrnu og gera öllum að stunda íþróttina á grasvelli. Ég sæi FH- inga fyrir mér leika handbolta á grasvellinum í Kaplakrika. Það að leggja niður grunnskólann er svip- að og að leggja niður yngriflokka- starf íþróttafélaganna og láta skólunum það starf eftir. Síðan þegar grunnskóla væri lokið og ekki fyrr, gæfist áhugasömum tækifæri að sækjum um að komast t.d. í FH. (Ég vel náttúrulega FH vegna tengsla ráðherrans við fé- lagið.) Er ég hræddur um að knattleikni Hafnfirðinga hefði eitt- hvað farið aftur, væri þessi háttur hafður á. Skora ég á háttvirtan ráðherra að hverfa frá ákvörðun sinni eða að minnsta kosti tryggja grunn- skóladeild Listdansskóla Íslands sjálfstæða tilvist og varanlega starfsaðstöðu. Með ákvörðun sinni hefur ráðherrann vísað nemendum grunnskólans út á guð og gaddinn og kippt fótunum undan fram- haldsnámi í listgreininni hér á landi. Ballettnám er ólíkt öðru listnámi og verður því ekki steypt í sama mót. Þetta er líkamlega og andlega krefjandi nám sem krefst bestu leiðsagnar hæfra kennara við bestu aðstæður. Til að ná ár- angri þurfa nemendur að byrja snemma og leggja hart að sér. Daglegar æfingar í nokkra tíma á dag eru lykillinn að árangri. Sam- feldni náms er mikilvæg og sam- band verður að vera á milli kenn- ara yngra stigs og eldra stigs. Ef grunnurinn er ekki réttur, verður ekki byggt ofan á hann. Ég vona að þessu slysi verði af- stýrt, þó það væri ekki nema fyrir það, að ég á aðra dóttur sem mun hefja ballettnám eftir áramót og langar til að verða ballerína eins og stóra systir. Sé ég ekki, að ég geti látið drauma hennar ræst hér á landi, fái háttvirtur ráðherrann sínu framgengt. Til varnar List- dansskóla Íslands Marinó G. Njálsson fjallar um Listdansskóla Íslands ’Ég vona að þessu slysiverði afstýrt, þó það væri ekki nema fyrir það, að ég á aðra dóttur sem mun hefja ball- ettnám eftir áramót og langar til að verða ballerína eins og stóra systir. ‘ Marinó G. Njálsson Höfundur er faðir nemanda í ballettnámi. VIÐ þorum, getum og viljum eru orð sem títt eru nefnd þessa dagana. Undir þessu slagorði hafa konur sameinast í baráttunni fyrir bættum réttindum og kjörum. Við, bæði karlar og konur sem vinnum við uppeldis- og menntastofnanir landsins berum ekki einungis eigin hag fyrir brjósti heldur einnig nemenda okk- ar, barnanna í þessu landi sem þurfa öfl- uga talsmenn til að standa vörð um menntun þeirra. Það er undarlegt og jafnframt dap- urlegt að í landi þar sem velmegun er slík sem á Íslandi virðist lítill framkvæmdavilji yfirvalda í þá veru að ná hæfasta fólkinu í vinnu á þessar stofn- anir. Um uppeldi og menntun barna í leik- skólum eiga leik- skólakennarar að sjá. Við vitum hins vegar að fjöldinn allur af leikskólakennurum vinnur ekki í leik- skólunum heldur við eitthvað allt annað! Hvernig ætli standi á því? Jú, vegna lágra launa, þeir treysta sér ekki í slík lág- launastörf; hafa ein- faldlega ekki efni á því! Við leikskólakennarar með fag- legan metnað kærum okkur held- ur ekki um „einhvern“ af atvinnu- leysisskrá inn í leikskólann. Okkur er ekki sama hvernig staðið er að menntun og uppeldi barna í ís- lenskum leikskólum. Er við okkur að sakast? Klikk- uðum við kannski á slagorðinu? Það getur líka verið að úr okkur sé allur vindur. Því eftir margra ára metnaðarfullt vinnuframlag er eins og maður sé sleginn með blautri tusku í andlitið í hvert sinn sem maður fær launa- seðilinn. Skilaboðin eru skýr; lítilsvirðing fyrir starfinu okkar. Já, ég leyfi mér að taka þetta djúpt í ár- inni! Hvernig má skilja þetta öðruvísi? Það sem er vandað og fínt kostar peninga, það er eitthvað sem allir skilja. Við Íslend- ingar erum þekktir fyrir að vilja vera fínir og í vönduðum fötum, það kostar peninga. Við Íslendingar viljum líka hafa fína og vand- aða skóla og leikskóla, það kostar líka pen- inga. Eða viljum við kannski bara hafa þetta fallega útlítandi? Skiptir innra starfið engu máli? Er for- eldrum íslenskra barna alveg sama? Er foreldrum sama hverj- ir annast börnin þeirra stærsta hluta dagsins, fimm daga vikunnar? Nei, því trúi ég ekki. Mér er ekki sama og mér er nóg boðið! Ég er bæði foreldri og leikskóla- kennari og ég veit að ég tala fyrir munn margra þegar ég segi: við látum ekki bjóða okkur þetta lengur! Það er lúalegt hvernig yfirvöld fóru með og komu fram við kenn- ara fyrir ári síðan er þeir háðu sína baráttu. Við neitum að hlusta lengur á að ekki sé hægt að hækka launin vegna þessa og hins. Þetta er spurning um forgangs- röðun. Höfum við Íslendingar efni á tónlistarhúsi sem kostar tólf þúsund milljónir? Ef við eigum svo lítið af peningum í þessu landi að ekki er hægt að borga mann- sæmandi og góð laun þá skil ég ekki hvernig er hægt að fara út í slíkar framkvæmdir sem þessar. Það er lítilsvirðandi fyrir okkur almúgann í þessu nýríka landi að þurfa að hlusta á þessa gömlu tuggu aftur og aftur; að ekki sé hægt að hækka launin, og segja okkur svo að það sé okkur að kenna þegar verðbólgan hækkar og kaupmátturinn minnkar. Allt út af ómerkilegum launahækkunum sem mjatlað er út endrum og sinnum. Ráðamenn þjóðarinnar verða að taka saman höndum og við Íslend- ingar þurfum að skilgreina upp á nýtt hvað hefur forgang umfram annað í þessu landi. Fjárfestum í skólakerfinu! Borgum leikskólakennurum og öðrum kennurum svo há laun að þangað streymi vel menntað fólk og sláist um störfin. Við eigum auðvitað að setja markið hátt og stefna að því að eiga vandaðasta og besta leikskóla- og skólakerfi Evrópu! Það hlýtur að skila okkur hæfustu einstaklingunum inn í framtíðina. Verum fremst í Evrópu! Leikskólakennar- ar sameinumst í baráttunni fyrir bættum kjörum! Anna Jóna Guðmundsdóttir fjallar um launakjör leikskólakennara Anna Jóna Guðmundsdóttir ’Ráðamennþjóðarinnar verða að taka saman höndum og við Íslend- ingar þurfum að skilgreina upp á nýtt hvað hefur forgang umfram annað í þessu landi.‘ Höfundur er leikskólakennari og trúnaðarmaður á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.