Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Enn eitt snilldarverkið frá Tim Burton (“Charlie and the ChocolateFactory”). Með hinum eina sanna Johnny Depp. Ein frumlegasta mynd ársins.  S.V. / MBL DV  hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Four brothers kl. 5.40 - 8 - 10.20 b.i. 16 ára Corpse Bride kl. 6 - 8 - 10 b.i. 14 ára Cinderella man kl. 5.15 b.i. 12 ára OKTÓBERBÍÓFEST Guy X • Sýnd kl. 6 Frozen Land • Sýnd kl. 8 Drabet (Morðið) • Sýnd kl. 8 La Marche De L´empereur • Sýnd kl. 10 The Merchant of Venice • Sýnd kl. 10,10 Voices Inocentes • Sýnd kl. 10,30 26. október - 14. nóvember “Meistaraverk!” - San Fran Chronicle “Fullkomin!” - The New Yorkera “Langbesta mynd ársins!” - Slate Mörgæsamyndin sem er að slá í gegn um allan heim og mun heilla alla Íslendinga upp úr skónum. ÞEGAR ÞÚ ERT ÞETTA LÍTILL ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ HUGSA STÓRT Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ var mikið stuð í Kaupmannahöfn þar sem Sálin hans Jóns míns tryllti lýð- inn á Vega tónleikastaðnum. Þetta voru fyrstu tónleikar Sálarinnar í Kaupmannahöfn í fjórtán ár og virtist sem fólk væri orðið þyrst í tóna þeirra því stuðið var gríð- arlegt að sögn viðstaddra. Virtist sem Íslendingar í Dan- mörku hafi fjölmennt á tónleikana því sagan segir að ekki hafi heyrst neitt annað tungumál en íslenska á staðnum, nema þá danska hjá dyra- vörðum og barþjónum. „Stemningin var eins og Íslend- ingar væru að halda árshátíð í Kaupmannahöfn,“ sagði einn tón- leikagesta og bætti við að staðurinn hafi verið stappfullur, enda löngu uppselt, og að allir hafi sungið með og dillað sér. Sálin naut sín á sviðinu og hélt uppi stuðinu langt fram eftir nóttu. Þeir spiluðu gömul lög sem ný og kynntu fólk fyrir lögum af nýju plötunni sinni „Undir þínum áhrif- um“ sem kom út í lok október, en platan var að mestu hljóðrituð í Danmörku síðasta sumar. Sérstakir gestaspilarar með Sál- inni í þetta skipti voru Samúel Sam- úelsson og Kjartan Hákonarson, lúðrablásarar úr Jagúar. Vega tónleikastaðurinn er einn besti og þekktasti staður sinnar tegundar í Danmörku, heims- þekktir listamenn troða oft þar upp og er Sálin nú komin í þeirra hóp. Tónleikar | Sálin hans Jóns míns sló í gegn í Kaupmannahöfn Sungið og dillað sér með Sálinni í Danmörku Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir Stebbi og Gummi í Sálinni keyrðu allt í botn í Kaupmannahöfn. Að sögn viðstaddra virtust flestir ef ekki allir tónleikagestir kunna sál- arlögin því fólk söng og dillaði sér mikið með tónlistinni. Anna Björk, eiginkona Stefáns Hilm- arssonar, var stolt af manni sínum enda hélt Sálin uppi ótrúlegu stuði. Margt fólk var á tónleikunum. Margir flugu frá Íslandi eingöngu til að fara á tónleikana, auk þess sem fjöldi Íslendinga er búsettur í Danmörku. Stórvinur Stebba í Sálinni lét sig ekki vanta á Vega, hér eru Eyjólfur Krist- jánsson og Sara, eiginkona hans, mætt í Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.