Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 9 FRÉTTIR Mán. 7.11. Speltpizza m/baunasalati Þri. 8.11. Aloo-Saag spínatpottur & buff Mið. 9.11. Próteinbollur m/chasewhnetusósu Fim.10.11. Ratatouille m/brokkolísalati Fös. 11.11. Fyllt paprika m/pastasalti Helgin 12.11.-13.11. Karrýkorma & naanbrauð Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Sparikápur með refaskinni Kærar þakkir! Ég vil þakka kjósendum í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir það traust, sem þeir sýndu mér með því að velja mig til þess að skipa 4. sæti Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Um leið vil ég nota tækifærið og þakka þeim harðsnúna hópi stuðningsfólks míns, sem lagði hendur á þennan plóg. Baráttan er rétt að hefjast, því við tekur kosningabaráttan um borgina. Ég veit að í henni munu allir sjálfstæðismenn leggjast á eitt og með fulltingi borgarbúa er okkur sigurinn vís í vor. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi. ALMENNT séð er mjög áhrifamik- ið að stjórna aðgengi og stýra notk- un áfengis til að hafa áhrif á neyslu þess. Er þá meðal annars átt við lágmarksaldur kaupenda, ríkis- einkasölu og takmarkaðan sölutíma en allar þessar aðferðir eru víðfeðm- ar, kostnaðarlitlar og skilvirkar. Kom þetta fram í máli Robins Rooms, prófessors við Háskólann í Stokkhólmi, en hann hélt nýlega fyrirlestur um aðgerðir og aðferðir í áfengisvarnarmálum og opinbera stefnumótun. Byggist fyrirlesturinn á bókinni Alcohol: No Ordinary Commodity – Research and Public Policy (Áfengi: engin venjuleg neysluvara – rannsóknir og opinber stefnumótun) en Robin er einn af höfundum þeirrar bókar. Í bókinni er þess freistað að leggja vísinda- legt mat á gagnsemi mismunandi aðgerða sem gripið hefur verið til í því skyni að koma í veg fyrir eða draga úr skaða sem rakinn er til áfengisneyslu, ekki síst með það í huga að niðurstöðurnar komi þeim að gagni sem eru að vinna að áfeng- isstefnu. Flestar aðgerðir gegn ölvunar- akstri fengu einnig góða einkunn fyrir árangur. Þessar aðferðir eru ekki eingöngu vel staðfestar með rannsóknum heldur virðast þær gera gagn í flestum löndum en eru jafnframt frekar einfaldar í fram- kvæmd og auðvelt að viðhalda þeim. Hins vegar er ekki hægt að búast við miklum árangri af skólafræðslu og upplýsingaherferðum um áfengi eða gegn því. Þrátt fyrir að auðvelt sé að ná til fjölda nemenda er ár- angurinn lítill svo að þessi aðferð svarar ekki kostnaði og skilar litlum árangri. 11% sjúkdómstilfella í Evrópu Talið er að neysla áfengis valdi um 4% allra sjúkdómstilfella í heim- inum og tæplega 11% sjúkdómstil- fella í Evrópu. Árið 2002 létust um 600 þúsund Evrópubúar vegna áfengisneyslu en þar af voru rúm- lega 63 þúsund á aldrinum 15–29 ára. Búist er við að á árinu 2005 muni um 1,8 milljónir manna um all- an heim látast vegna áfengistengdra vandamála. Unga fólkið áhyggjuefni Anna Elísabet Ólafsdóttir, for- stjóri Lýðheilsustöðvar, segir að að mörgu leyti standi Ísland ágætlega hvað áfengisstefnu varðar, en skatt- ar á áfengi hafi þó ekki hækkað í raun vegna verðbólgu, kaupmáttur hafi vaxið mikið og því hafi verð á áfengi í raun dregist saman. Segir hún helsta áhyggjuefnið unga fólkið og markmiðið sé að laga til drykkju- mynstur þannig að minna verði um fyllirí og að börn byrji seinna að drekka. Segir hún að þó neysla hafi minnkað meðal 10. bekkinga þá eru þeir sem drekka að drekka meira í hvert skipti. Því sé að verða til áhættuhópur og fylgjast þurfi vel með þessari þróun. Lýðheilsustöð hefur að tilefni komu Robins til landsins gefið út bæklinginn Áfengi – engin venjuleg neysluvara en um er að ræða þýð- ingu á úrdrætti bókarinnar sem Robin byggði fyrirlestur sinn á. Hægt er að nálgast bæklinginn í heild sinni á vef Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is. Robin Room prófessor fjallaði um áfengisvarnir og opinbera stefnumótun á ráðstefnu Áhrifamikið að stjórna aðgengi að áfengi Morgunblaðið/Árni Sæberg Robin Room segir að flestar aðgerðir gegn ölvunarakstri hafi einnig fengið góða einkunn fyrir árangur. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is SPÁ 365 Nýmiðla um gengi Gísla Marteins Baldurssonar í viðureign hans við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var ómarktæk vegna skorts á hefðbundnum og viður- kenndum aðferðum við gerð kannana að mati Ólafs Þ. Harðarsonar prófess- ors við HÍ. Spá 365 Nýmiðlunar gerði ráð fyrir sigri Gísla Marteins en spurt var hvorn svarendur vildu frekar sjá sem næsta borgarstjóra. Ólafur tekur fram að ekki hafi verið tekið slembiúrtak í könnuninni heldur stuðst við póstlista og því sé ekki hægt að ganga út frá því að úrtakið gefi rétta mynd af heildinni. Niður- stöður 365 Nýmiðlunar spáðu Gísla Marteini 52,6% fylgi en Vilhjálmi Þ. 47,4%. Niðurstaða úr prófkjörinu sjálfu var þveröfug og vel ríflega það. Ólafur segir einnig þann galla hafa verið á könnun 365 Nýmiðlunar að ekki hafi verið spurt meðal sjálfstæð- ismanna sérstaklega heldur án tillits til flokksstöðu. Ólafur telur langlík- legast að niðurstaða 365 hafi verið röng þar sem ekki hafi verið unnið á grundvelli hefðbundinna og viður- kenndra fræðilegra aðferða. Hann segist þeirrar skoðunar að þegar fjöl- miðlar ákveði að birta niðurstöður kannana sem ekki byggjast á viður- kenndum aðferðum, þá eigi að undir- strika það mjög vandlega. Ómarktæk könnun vegna rangra vinnubragða Mývatnssveit | Um helgina var vinnuflokkur frá Arnarfelli að fjar- lægja dælupramma Kísiliðjunnar, bæði þann búnað sem þessu til- heyrði og var geymdur á bakka Mý- vatns og einnig búnaðinn sem áður var notaður á miðlunarþrónni í Kringlu. Arnarfell keypti allan þennan búnað við lok verksmiðju- starfseminnar en hafði ekki sótt hann fyrr en nú. Þarna var meðal annars um að ræða tvo öfluga dælupramma með rana og geta þeir grafið upp sand eða leðju af nokkru dýpi. Konráð Vilhjálmsson hjá Arnarfelli var bjartsýnn á að fyrirtækið muni geta notað þennan búnað við hvers kon- ar efnisnám af vatnsbotni eða úr ár- farvegum. Það var ekki vandalaust að ná þessum stóru og þungu prömmum upp á flutningabíla og þá ekki síst við þær aðstæður sem voru á at- hafnasvæðinu; snjór, svell og hálka. Verkið tókst þó farsællega og undir kvöld héldu þeir Arnarfellsmenn brott úr sveitinni með allt dótið á þrem stórum dráttarvögnum og í lögreglufylgd. Morgunblaðið/BFH Vanir menn að verki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.