Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þokukenndar hugsanir árla dags víkja fyrir skýrleika seinni partinn. Lykillinn að velgengni er ekki flókinn, gerðu meira af því sem gengur vel og minna af því sem gengur ekki. Ef þú þekkir ekki muninn skaltu leita ráða hjá meyju eða vog. Naut (20. apríl - 20. maí)  Fjölskylduböndin eru það sem nautinu lánast best að viðhalda. Maður á betra með að samþykkja sína nánustu ef maður man að enginn er fullkominn. Sumir eru reyndar nær því en aðrir, vissulega. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hvað starfsvettvang varðar er þetta einstakur dagur. Taktu í taumana og beindu atburðarásinni í þá átt sem kemur þér best. Ef þú sérð hvernig ein- hver sem „á allt“ býr, má vera að þú breytir markmiði þínu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þrautseigja er aðdáunarverð, en ef þú heldur þig við eitthvað eitt of lengi er hættan sú að þú brennir upp. Brjóttu upp rútínuna. Nýjasta tækni og að- gangur að nýjustu upplýsingum auka möguleika þína svo um munar. Kann- aðu málið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljóninu hættir til þess að mislíka við þá sem hafa ekki sömu venjur. Maður þarf ekki endilega að samþykkja lífsmáta annarra, en líka alveg óþarfi að vera á móti. Væri veröldin ekki annars fá- breytt án þeirra smekklausu? Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan blandar hugsanlega geði við einhvern sem deilir þekkingu, ríkidæmi eða sköpunarkrafti með henni. En hvernig á hún að vita hver það verður? Það er örugglega ekki sá sem bylur hæst í. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Maður hefur það sem er og á hinn bóg- inn það sem maður heldur að sé. Þarna á milli er himinn og haf. Hættu vanga- veltum þar sem þær eiga ekki við, og taktu ákvarðanir með hraði. Dóm- greind þín er góð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Himintunglin magna andlega orku sporðdrekans. Hið sama gildir um hæfni hans á efnislega sviðinu. Þú áttar þig á því hvaða verkefni eru þess virði og hvaða ekki, með því að nota skyggni- gáfu þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hugsun þín er ólík allra annarra. Reynsla þín, skoðanir, trú og tilfinn- ingar eru algerlega einstakar. Himin- tunglin hjálpa bogmanninum til þess að skapa verðmæti úr sérkennum sínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Skilaboðin berast úr öllum áttum og segja steingeitinni hvernig hún á að kljást við ástarsamband, vinnuna eða heimilislífið. Þú hugsar með öllum lík- amanum, ekki bara heilanum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er samsafn óstöðugrar og síbreytilegrar orku. Ástvinir skilja þig ekki og ná ekki að fylgja þér eftir, en það er ekki eins og þeir reyni ekki. Taktu breytingum með hinum vatns- merkjunum, það er tvíbura eða vog. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er erfiðara að finna jafnvægið á milli ástar og vinnu en að leiðrétta fjár- lagahallann. Verðlaunaðu þig ef það gengur vel. Ef þú heldur áfram á þess- ari braut verður þú heil manneskja, sjálfri þér samkvæm og stöðug. Stjörnuspá Holiday Mathis Mars, óþekktarormur him- ingeimsins, öskrar eins og uppreisnarseggur. Áhrif- unum má líkja við það er hávaðasamt mótorhjól á leið framhjá heimili þínu. Sumir vakna upp með andfælum, aðrir reiðast og enn aðrir fara út í glugga til þess að dást að í laumi. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 stirðbusaleg, 8 vagga, 9 kvenmönnum, 10 kvendýr, 11 álögu, 13 að því búnu, 15 gruggs, 18 brúnar, 21 blása, 22 bögguls, 23 ull, 24 létta- drengs. Lóðrétt | 2 helga, 3 slétt, 4 hosu, 5 atvinnugrein, 6 lof, 7 hneisa, 12 kaðall, 14 dimmviðri, 15 nætur- gagn, 16 innheimti, 17 vitra, 18 fiskur, 19 þving- að til, 20 ljómi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 renta, 4 fersk, 7 ylinn, 8 líður, 9 ill, 11 drag, 13 grun, 14 Aspar, 15 foss, 17 árás, 20 err, 22 grugg, 23 elgur, 24 nudda, 25 temji. Lóðrétt: 1 reynd, 2 neita, 3 asni, 4 fell, 5 ríður, 6 kýrin, 10 lipur, 12 gas, 13 grá, 15 fegin, 16 skuld, 18 rögum, 19 sorpi, 20 egna, 21 reit.  Myndlist Byggðasafn Árnesinga | Á Washington- eyju og Grasjurtir. Til nóvemberloka. Café Karolína | Aðalheiður S. Eysteins- dóttir sýnir ný verk og lágmyndir úr tré. Til 2. des. Energia | Kolbrún Róberts til nóvember- loka. Gallerí 100° | Einar Marínó Magnússon. Bryndís Jónsdóttir. Opið mán.–fös. 8.30 til 16. Gallerí 101 | Haraldur Jónsson sýnir til 26. nóv. Opið fim.–lau. 14 til 17. Gallerí I8 | Þór Vigfússon sýnir til 23. des. Gallerí Sævars Karls | Skúlptúr „Tehús og teikningar“ til 17. nóv. Gallery Turpentine | Arngunnur Ýr og Am- anda Hughen. Gel Gallerí | Jóhannes Rúnar til 25. nóv.. GUK+ | Hartmut Stockter til 16. janúar. Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. desember. Hrafnista Hafnarfirði | Guðfinna Eugenía Magnúsdóttir sýnir málverk í Menningar- salnum, 1. hæð, til 6. des. Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir til 13. nóv- ember.„Tehús og teikningar“ til 17. nóvem- ber. Jónas Viðar Gallerí | Sigríður Ágústs- dóttir til 13. nóv. Karólína Restaurant | Óli G. með sýning- una „Týnda fiðrildið“ til loka apríl 2006. sjá: www.oligjohannsson.com. Listaháskóli Íslands | Fyrirlestur í LHÍ, Laugarnesvegi 91. Jón Proppe, listfræð- ingur, kynnir myndlistarmanninn Jón Lax- dal en verk hans verða til sýnis á næstunni í Listasafni Akureyrar (yfirlitssýning), Safni við Laugaveg (ný verk) og á næsta ári í Berlín og í Færeyjum. Listasafnið á Akureyri | Helgi Þorgils Frið- jónsson til 23. des. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tími Romanov–ættarinnar. Til 4. des. Listasafn Reykjanesbæjar | Húbert Nói, til 4. des. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð- rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun- blóm til 27. nóvember. Listasmiðjan Þórsmörk Neskaupstað | 10 listakonur frá Neskaupstað sýna á Egils- staðaflugvelli. Sýningin stendur fram jan- úar 2006. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun- björk til 20. nóv. Næsti Bar | Sýning um Gamla bíó. Hug- myndir listamanna. Til miðs nóvember. Safn | Hörður Ágústsson til 10. nóv. Saltfisksetur Íslands | Hermann Árnason – Himinn haf og allt þar á milli. Til 20. nóv. Opið alla daga frá kl. 11–18. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Þorsteinn Otti Jónsson, sýnir „Börn Palestínu“. Myndirnar á sýningunni voru teknar á ferðalagi hans til herteknu svæðanna í Palestínu árið 2004. Svartfugl og Hvítspói | Björg Eiríksdóttir –Inni – til 13. nóv. Opið alla daga kl. 13–17. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Í veitingastofu sýnir Hjörtur Hjartarson málverk. Þjóðminjasafn Íslands | Tvær ljósmynda- sýningar. Konungsheimsóknin 1907 og Mannlíf á Eskifirði 1941–1961. Til 27. nóv. Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor- grímsson. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Sýnt er íslenskt bókband gert með gamla laginu, jafnframt nútímabókband og nokkur verk frá nýaf- staðinni alþjóðlegri bókbandskeppni. Sýn- ingin er afar glæsileg og ber stöðu hand- verksins fagurt vitni. Félagsskapur bók- bindara sem kallar sig JAM-hópinn setti sýninguna upp. Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminjasafnið – svona var það, Fyrirheitna landið, íslenskt bókband. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands eru fjölbreyttar og vandaðar sýn- ingar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17. Fundir Kvenfélagið Heimaey | Fundur í Ársal, Hótel Sögu, kl. 19.30. Líknarsamtökin höndin – sjálfstyrktar- hópur | Opinn fundur í neðri sal Áskirkju 8. nóv. kl. 20.30. Thelma Ásdísardóttir flytur hugleiðingu. Fundurinn er m.a. ætlaður fyr- ir einmana, sorgmædda, fíkla og þá sem þjást af þunglyndi og missi. Kaffiveitingar. Safnaðarheimili Breiðholts | Fundur 8. nóv. kl. 20. Lesið verður úr nýútkomnum bókum. Styrkur | Styrkur samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda verður með fræðslufund í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, Rvík. 4. hæð, 8. nóv. kl. 20. Dr. Sigmundur Guðbjarnarsson fjallar um rannsóknir og reynslu af ætihvönn. Kaffi- veitingar og allir velkomnir. Vinstrihreyfingin – grænt framboð | Reykjavíkurfélag VG stendur fyrir opnum félagsfundi kl. 20, á Suðurgötu 3. Á dag- skrá verður umræða um hlutverk borgar- málaráðs og skipan í það. Delta Kappa Gamma | 30 ár eru liðin frá stofnun Delta Kappa Gamma á Íslandi en þau eru alþjóðleg samtök kvenna sem starfa í mennta og mennigarmálum. Í til- efni þessara tímamóta mun Alfa deildin halda hátíðarsamkomu fyrir deildarkonur í Þingholti, í dag. Fyrirlestrar Kennaraháskóli Íslands | Fyrirlestrar um íslenskukennslu verður í KHÍ v/Stakkahlíð, 9. nóv. kl. 16.15–17.15. Ingibjörg Frímanns- dóttir lektor fjallar um hlutverk málfræði í móðurmálskennslu og Baldur Hafstað, pró- fessor fjallar um ævintýri í kennslu. Málþing Skipulagsfræðingafélag Íslands | Morgun- fundur Skipulagsfræðingafélags Íslands: Hvað er gott skipulag? verður 8. nóvember kl. 8.15, í húsi Verkfræðingafélagsins, Engjateigi 9 og er öllum opinn. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr og 500 kr fyrir nemendur HÍ, HR, LBHÍ og LHÍ. Nánari upplýsingar á www.skipulagsfraedi.com. Námskeið Fræðslumiðstöð sparisjóðanna | Spari- sjóður Hafnarfjarðar, SPH, stendur fyrir námskeiðum um fjármál einstaklinga 8. og 10. nóv. kl. 19.30–21 og eru þau viðskipta- vinum Sparisjóðsins að kostnaðarlausu. Fjallað verður um verðbréf, verðbréfa- viðskipti, og lífeyrissparnað. Námskeiðin fara fram í Fræðslumiðstöð sparisj., Rauðarárstíg 27. Norræna félagið | Nordklúbburinn heldur byrjendanámskeið í rússnesku 7., 14. og 21. nóv. kl 19–20.45. Námskeiðin eru ókeypis fyrir félaga Norræna félagsins, nýir félagar eru velkomnir. Ársgjaldið er 950 kr. fyrir fólk undir 27 ára. Skráning fyrir 7. nóvem- ber í síma 551 0165. Ráðstefnur Íslensk-kínverska viðskiptaráðið | Ís- lensk-kínverska viðskiptaráðið stendur fyr- ir hátíðarráðstefnu á Hótel Sögu, 8. nóv- ember kl. 13–16.30, í tilefni af 10 ára afmæli ráðsins. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Kín- verskir ferðamenn – ný viðskiptatækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu?“ Skráning og nánari upplýsingar: gudmunda@fis.is. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.