Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólöf Baldvinsfæddist á Grenj- um í Álftaneshreppi í Mýrasýslu hinn 6. maí. 1916. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð 29. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Baldvin Jónsson, bóndi á Grenjum í Álftaneshreppi, f. 21.9. 1874, d. 1.7. 1964, og Benónýja Þiðriksdóttir hús- móðir, f. 20.11. 1872, d. 8.2. 1969. Systkini Ólafar eru: Eiríkur, f. 3.4. 1906, d. 24.8. 2004; Helga, f. 12.6. 1907, d. 20.9. 2003; Guðjón, f. 26.7. 1908, d. 6.1. 1990; Þuríður, f. 28.2. 1910, d. 15.5. 2000; Þiðrik, f. 16.3. 1911, d. 26.9. 1996; Magnús, f. 4.1. 1913; Guðný, f. 18.4. 1914. Systkini sammæðra: Þuríður, f. 18.10. 1894, d. 1.12. 1908; Pétur, f. 25.6. 1897, d. 1.10. 1898. Ólöf giftist Valgarði Kristins- syni bónda, f. 11 september 1912 á Grund í Þorvaldsdal, d. 22. ágúst 1962. Hann var sonur Krist- ins Pálssonar, bónda á Kleif Ár- skógsströnd, og Sigríðar Aðal- bjargar Jóhannsdóttur húsmóður. Börn Ólafar og Valgarðs eru: 1) Ingibjörg Herborg, f. 25.6. 1939, maki Jóhann Tryggvi Ólafsson, f. 26.11. 1935. Börn þeirra: a) Þór, f. 30.6. 1960. b) Arnbjörg, f. 1.4. 1964. c) Ingibjörg, f. 7.7. 1967. d) Tryggvi, f. 6.4. 1969. e) Íris, f. 15.10. 1970. f) Sif, f. 14.10. 1972. 2) Vordís Björk, f. 9.12. 1941, maki Steingrímur Svavarsson, f. 29.6. 1948. Börn þeirra: a) Bryn- hildur, f. 11.1. 1970. b) Halla, f. 18.2. 1970. c) Helena, f. 3.3. 1971. d) Jóhann, f. 27.5. 1971. e) Ívar, f. 26.2. 1975. f) Óskar, f. 27.7. 1977. g) Sigríður, f. 11.11. 1980. 10) Hersteinn Karl, f. 19.9. 1955, maki Ólöf Árnadóttir, f. 12.4. 1957. Börn þeirra: a) Árný, f. 11.3. 1976. b) Ásrún, f. 9.3. 1977. c) Ásta, f. 22.3. 1979. 11) Benja- mín Baldvin, f. 26.6. 1958, maki Rósa Kristín Níelsdóttir, f. 25.4. 1962. Börn þeirra: a) Elsa, f. 18.9. 1981. b) Níels, f. 1.1. 1986. c) Al- dís, f. 6.3. 1992. d) Ívar, f. 13.7. 2000. 12) Hanna Bjarney, f. 18.11. 1960, maki Baldur Jónsson, f. 1.6. 1974. Börn þeirra: a) Berglind, f. 8.4. 1980. b) Hólmar, f. 2.7. 1982. c) Jakob, f. 17.2. 1988. d) Kristín, f. 22.10. 1990. e) Jón, f. 28.12. 2003. f) Lárus, f. 28.12. 2003. Einnig misstu þau stúlku og dreng við fæðingu. Fyrir átti Val- garður tvo syni: 1) Rafn, f. 6.4. 1935, maki Halldóra Árnadóttir, f. 19.8. 1937. Börn þeirra: a) Eyj- ólfur, f. 21.4. 1957. b) Jón, f. 17.6. 1958. c) Sigrún, f. 10.12. 1960. d) Björn, f. 6.6. 1964. e) Anna, f. 27.11. 1974. 2) Hilmar, f. 9.6. 1934, d. 8.8. 1974. Ólöf fór að heiman haustið 1937 og flutti fljótlega norður í land og hóf búskap með Valgarði. Það reyndi mikið á Ólöfu og börnin þegar Valgarður dó en með þrautseigju og dugnaði kom hún upp öllum sínum börnum. Ólöf bjó lengstan hluta ævi sinnar sem bóndi að Brún við Akureyri. Ólöf var mikil hannyrðakona og er margt fallegra muna til eftir hana, einnig málaði hún myndir og gerði ýmsa aðra handavinnu. Allt lék þetta í höndum hennar. Útför Ólafar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 7.3. 1941. Börn þeirra: a) Sigurður, f. 25.1. 1963. b) Ólaf- ur, f. 8.3.1964. c) Sigmar, f. 9.5. 1965. d) Guðmundur, f. 21.10. 1968. e) Björg, f. 12.10. 1969, d. 7.1. 2003. 3) Hergeir Már, f. 25.2. 1943, d. 20.4. 1997. Börn hans: a) Brynja, f. 5.10. 1966. b) Hauk- ur, f. 21.9. 1972. c) Atli, f. 2.4. 1979. 4) Sylvía Sæunn, f. 19.6. 1944, maki Uni Pétursson, f. 19.3. 1942. Börn þeirra: a) Ómar, f. 28.4. 1965. b) Arnar, f. 15.12. 1968. c) Uni, f. 9.11. 1972. d) Þið- rik, f. 16.5. 1974. e) Reginn, f. 2.2. 1984. 5) Dóróthea, f. 17.11. 1945. Börn hennar: a) Ólafur, f. 20.6. 1971. b) Halldóra, f. 9.10. 1972. 6) Hermína Ósk, f. 20.7. 1947, maki Matthías Eiðsson, f. 22.8. 1941. Börn þeirra: a) Brynja, f. 10.12. 1963. b) Ólöf, f. 2.2. 1966. c) Að- alheiður, f. 24.4. 1967. d) Gunnar, f. 20.12. 1968. e) Eiður, f. 27.4. 1972. f) Matthildur, f. 3.4. 1978. g) Þorbjörn, f. 10.1. 1980. 7) Hjálm- fríður Ólöf, f. 5.10. 1948, maki Ív- ar Jónsson, f. 17.10. 1944. Börn þeirra: a) Kristján, f. 8.10. 1966, d. 22.11. 1991. b) Steindór, f. 2.6. 1972. c) Gígja, f. 23.5.1975. 8) Friðrika Siggerður, f. 25.2. 1953, maki Magnþór Jóhannsson, f. 7.2. 1952. Börn þeirra: a) Valgerður, f. 19.8. 1969. b) Hanna, f. 29.1. 1974. c) Marteinn, f. 27.3. 1975. 9) Guðrún Pálmína, f. 25.4. 1954, maki Frímann Jóhannsson, f. Í dag kveð ég hana ömmu mína hinstu kveðju, en hún kvaddi þenn- an heim laugardaginn 29. okt. sl. Auðvitað vissi ég að það kæmi að þessu einn daginn en einhvern veg- inn var ég samt ekki undir það bú- inn og kannski að mér hafi þótt það sjálfsagt að amma yrði bara alltaf til, ég átti bara þessa einu. Þó svo að hennar ævi hafi verið á enda runnin er sorgin og söknuðurinn yf- ir brottför hennar engu minni. Ótal- margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þess er ég var lítill strákur að koma í heimsókn. Það var svo gaman að koma í sveitina sem var þó svo stutt frá Akureyri. Hitta öll dýrin sem þú þekktir með nafni og í sjón, hvort sem það var kýr, kind eða hænur, að fá að fara í fjósið, gefa hænunum og sækja kýrnar á sumrin. Hitta frænkurnar og frænd- urna en það er aldrei lognmolla þar sem liðið frá Brún mætir saman. Þú varst alveg stálminnug þar sem þú mundir alla afmælisdaga í fjölskyld- unni og það sem þér hafði verið sagt. Þú spurðir alltaf um börnin og ef einhver voru með áttirðu alltaf til brauð, nammi og þitt frábæra súkkulaði en það var ómissandi í öll- um veislum. Alla sína afkomendur þekkti amma með nafni en börn, barna- börn og langömmubörn eru orðin 137. Það var hennar líf og yndi að hitta fjölskylduna og umgangast hana og hún lét sig ekki vanta ef heilsan leyfði þegar eitthvað var á döfinni. Þó að hamagangurinn sem oft er þegar stór fjölskylda hittist gerði hana þreytta. Amma var dugleg að koma manni á óvart, skemmst er að minnast þegar að ég fermdi síðast, þá birtist amma, það var yndisleg heimsókn. Amma var snillingur í höndunum og lék þar allt í höndum hennar sem fyrir var tekið, handavinna, málverk og postulínsmyndir. Það eru ekki margir unglingar sem hafa dvalið hjá ömmu sinni um verslunarmannahelgi nýkomnir með bílpróf, en það gerði ég, meira að segja tvisvar sinnum. Aðra helgina rúntuðum við og Kristján frændi um allan fjörð og þú sagðir okkur svo margt um fólkið sem hafði búið þar og hvað þú hafðir gert á svæð- inu eftir að hafa flutt norður. Betri helgi hef ég ekki upplifað. Aðra góða ferð áttum við en það var þeg- ar þú varst hjá mér um jól. Við komum fyrst að sveitabæ hjá frænku minni og ég vildi komast í nýja mjólk en þú varst vön að drekka undanrennu. Ég sagði að þetta væri kálfadrykkur. Svo þegar við stoppuðum á hlaðinu og þú stíg- ur út, byrjar kálfur einn að baula mjög svo mikið, ég sagði þá að hann væri að skammast yfir drykkju þinni á undanrennunni, hann ætti hana. Við hlógum mjög að þessu þegar mjólkurdrykkja var rædd. Amma var mjög trúuð og vildi fara til kirkju á jólum. Þegar þú varst hjá mér vildirðu fara til kirkju en ég aftók það með öllu þó að ég væri trúaður, það myndi skemma jólin, en þú fórst og komst alveg eyðilögð til baka. Presturinn hafði skammað alla sem mættu og þú sagðir að þú færir ekki aftur í kirkju í heimsókn hjá mér. Það væri ekki sama prestur og prestur. Hlógum við mikið að þessu kirkjuævintýri þínu. Að lokum, elsku amma mín, þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér og mínum. Þín er sárt saknað, þín minning lifir og ég rifja upp allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Hver segir nú frá og heldur utan um hagi fjöl- skyldunnar? Ég er þakklátur fyrir það að hafa fengið að hafa þig í mínu lífi svo lengi sem raun varð og fyrir að eldri börnin mín fengu að kynnast þér. Með kveðju og söknuði. Þinn Ómar Una. Amma Ólöf var kjarnakona. Eit- ilhörð og dugleg. Kona sem nánast á eigin spýtur ól upp tólf börn, klæddi hús og byggði hlöðu á Brún. Þar var alltaf nóg um að vera. Ég man eftir að hafa tínt hundasúrur úti í skurði og fengið mjólk og sykur út á í eld- húsinu hennar á Brún. Hún klædd- ist aldrei svörtu heldur valdi hún sér litríka kjóla og var alltaf vel til höfð og fín frá fyrstu tíð allt til loka. Hannyrðir hennar og föndur báru sömuleiðis vitni um líflegt litaval. Kona eins og hún liggur ekki á skoðunum sínum og fer beinar leiðir að hlutunum. Eins og þegar hún ösl- aði snjóinn eftir miðjum Mýrarveg- inum í búðina og til baka – bílarnir urðu að tileinka sér hennar hraða og yfirferð. Á sama hátt talaði hún í síma. Ekkert óþarfa mas þar. Þegar símtal var búið var það búið og þurfti ekki að orðlengja það meir. Það var alltaf gott að koma til hennar, hvort sem það var á Brún eða í kjallarann í Ásabyggð, þar sem hún bjó lengi vel á efri árunum. Auðvitað voru alltaf kræsingar komnar á borðið fyrr en varði. Kakóið í rauðu plastkönnunni (henni þótti skánin svo góð sem kom á yfirborðið), heimabakaða brauðið með eggjunum, kleinurnar og allt góðgætið sem hún bakaði. Hún elsk- aði börn og gat fylgst með þeim tím- unum saman og það var ekki ama- legt að fá að kúra í mjúku og heitu fangi hennar. Lengi mun ég búa að því að hafa átt hjá henni athvarf í hádeginu á meðan ég var í Verkmenntaskólan- um. Kjötkássan hennar var alveg sér á báti. Henni fannst gaman að fara í búðir og kaupa inn, en oftast keypti hún bara einhvern matarbita handa sér og svo gjafir handa öðrum. Undanfarin ár eyddi hún aðfanga- degi í Hólabraut hjá foreldrum mín- um. Það var einhvern veginn ómiss- andi partur af jólahaldinu að hafa hana á staðnum. Aldrei vildi hún taka neina af sínum pökkum með sér niður eftir, nei, hún gæti nú beð- ið með það. En það mátti finna á henni eftirvæntinguna að komast heim og sjá hvað beið hennar. Hún var forvitin en vildi alls ekki við- urkenna það. Hún hafði húmorinn í lagi og það var auðvelt að koma henni til að hlæja, alveg sama hvernig líkamlegt ástand hennar var. Engan þekki ég sem þykir jafn gaman að láta taka af sér myndir og henni þótti það. Fyrir um einu og hálfu ári flutti amma úr kjallaranum í Ásabyggð- inni í bjarta og rúmgóða íbúð við Skálateig með stórum stofuglugga sem vissi mót norðri. Þar undi hún sér mjög vel. Hún gat farið í stutta göngutúra án þess að þurfa upp eða niður tröppur og þarna hafði hún frábært útsýni út Eyjafjörðinn og naut svo kvöldsólarinnar að hún tímdi ekki að fara að sofa. Hún gat því miður ekki verið þarna nema í um hálft ár þar sem hún veiktist illa og þurfti að flytjast inn á dvalar- heimili. Það féll þessari sjálfstæðu konu ekki vel að geta ekki séð um sig sjálf. En nú kveð ég ömmu mína með sorg í hjarta en er þó sæl að vita að hún hefur nú fengið lausn frá erf- iðum veikindum sínum. Vertu sæl, amma mín. Ég sakna þín. Brynhildur Ólöf Frímannsdóttir. Elsku amma, þér þótti vænt um sveitina og ég man þegar þú sagðir mér að þú hefðir þekkt allar kind- urnar þínar í sundur. Þú talaðir við þær og þær hlustuðu á þig og gerðu eins og þú sagðir þeim að gera. Ef þær áttu að fara í fjárhúsið í röð þá fóru þær í fjárhúsið í röð. Mér fannst þessi saga mjög skemmtileg og hún fær mig enn til að hlæja. Al- veg finnst mér þetta vera þú, amma, að fá meira að segja kindurnar til að hlýða þér. Enda hlýtur maður að þurfa að vera með agann á hreinu þegar börnin er tólf talsins. Það var svo auðvelt að koma þér til að hlæja. Bara pínu sprell og þú varst farin að skellihlæja. Það var einn af þínum mörgu kostum sem ég ætla að taka mér til fyrirmyndar. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Takk fyrir öll faðm- lögin og kossana, góðu lyktina, heimsins besta kakó, húmorinn og hláturinn, þeytta rjómann með sykrinum, málverkin, sögurnar, alla ólsenana, hænsnafóðrið, konfektið, álfana, gömlu gufuna, morgunleik- fimina, hádegisverðina, jarðarberin, kartöflugarðinn, bækurnar, ástar- sögurnar, ritgerðina, jólamessuna, aðfangadagskvöldin, áramótin, hlát- urinn, faðmlögin og kossana. Takk fyrir tímann okkar saman Þín verður saknað. Ástarkveðja. Þín Sigríður Ella. Elsku Ólöf. Mér eru efstar í huga allar okkar skemmtilegu stundir þegar við vorum nágrannar. Maður fór sjaldan út á snúru án þess að lenda á skemmtilegu spjalli við þig. Og góðu kvöldstundirnar okkar þegar við sátum og spjölluðum sam- an um heima og geima og allt þar á milli. Það sem við gátum hlegið dátt að vitleysunni í okkur. Það var ekk- ert sem maður gat ekki sagt við þig, og fátt sem hneykslaði þig. Syni mínum fannst alltaf jafn gaman að koma til þín, því þar náði hann sjálfur í kökuskápinn svo hann fór aldrei svangur út. Og honum er mjög minnisstætt að amma skyldi ekki eiga neitt sjónvarp. Skildi hreinlega ekki hvernig þú gast verið án þess. Þegar við svo fluttum aðeins lengra í burtu þá fór aðeins að teygjast á milli daganna sem við sáum þig, en við fórum nú alltaf reglulega í bæinn að versla og höfð- um gaman af að skoða og róta svo- lítið í búðunum og finna okkur svo eitthvert föndur. Þú hafðir svo gam- an af að mála keramik og gefa. Og ef þú varst ekki að mála þá saum- aðir þú út púða eða bjóst til fallega seli handa börnunum. Þú fylgdist alltaf vel með okkur og börnunum, hringdir reglulega til að fá fréttir af okkur og hvernig heilsan væri ef veikindi voru búin að hrjá okkur. Þú tókst ávallt á móti okkur með hlýju og brosi á vör. Og alltaf gladdir þú okkur með návist þinni á afmælisdögum barnanna, það þykir okkur vænt um. Ég man hvað þú varst glöð þegar þú varst flutt og komin í þessa björtu íbúð með þessu frábæra út- sýni. Auðveldara var fyrir þig að komast út og fá þér svolitla göngu og anda að þér ferska loftinu. Og hvað þú naust þess í desember að horfa á jólaljósin sem voru í öllum gluggum og görðum. Rúnturinn sem við tókum okkur í desember er vel minnisstæður því við þræddum allar best skreyttu göturnar til að skoða fallega skreytta garða og glugga. En svo kom að því að veikindi náðu til þín og þú gast ekki lengur búið í björtu íbúðinni þinni og það varstu aldrei sátt við. Enda hefur þú alltaf séð um þig sjálf og verið hörku dugleg. En nú hefur þú kvatt okkur í nýjan heim og fylgist ábyggilega vel með öllum þínum. Elskuleg vinkona mín, amma bónda míns og langamma barna minna. Við kveðjum þig með miklum söknuði, þú munt ávallt eiga stóran stað í okkar hjarta. Þín vinkona, Lena Sif og fjölskylda. Ólöf var merkileg kona. Það varð mér ljóst strax og ég komst í tæri við hana fyrst, ástfanginn af barna- barni hennar, nöfnu hennar. Það eins og stafaði frá henni lífsreynslan en um leið mikil lífsgleði. Mann langaði helst að setjast við fótskör hennar og hlusta á hana segja frá ævi sinni. En oftast var hún hljóð um fyrri tíma og hafði greinilega ekki mikla þörf til að gorta af afrekum sínum eða barma sér yfir erfiðleikum. Þó var af nægu að taka. Þessi tilfinning dofnaði ekkert þótt gamla konan yrði eldri og lík- aminn yrði fyrir áföllum. Alltaf var gaman að spjalla við hana og hún fylgdist greinilega vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Ég sé hana fyrir mér þar sem hún brosir sínu breiðasta og dillar af hlátri. Það var sérstaklega gaman að fá hana í heimsókn til okkar nú í sum- ar á afmælisdögum sona okkar, þeirra Frímanns og Ýmis. Við vor- um einstaklega heppin með veður og Ólöf naut þess mikið að geta set- ið úti og skrafað við fólk meðan hún fylgdist með börnunum. Ólöf Baldvins var svipsterk kona og afkomendur hennar má þekkja á löngu færi. Ég nýt þeirrar gæfu að eiga tvo fallega drengi sem að sjálf- sögðu bera svip langömmu sinnar. Guðjón H. Hauksson. Hún langamma vildi aldrei vera langamma, bara amma, ég man síð- ast er ég hitti hana þá fékk ég að skreppa í sturtu hjá henni. Þá var hún hress, saumaði út og gerði grín að pabba. „Er það ekki alltaf eitthvað hjá öllum? Hjá pabba þínum eru það hormónarnir.“ Svo hló hún. Þannig var það alltaf þegar við heimsóttum ömmu, alltaf einhverjir brandarar og ættfræði, hún var snillingur í því. Þegar pabbi rakti ættina á tveimur stöðum aftur á bak um sjö afa og ömmur, þá fór amma á fjórum stöð- um aftur á bak um sjö afa og ömm- ur og hafði flesta afmælisdagana með, svona verður pabbi þegar hann verður eldgamall. Ekki skil ég hvernig þetta er hægt, en nú hvílir amma hjá þessum öfum og ömmum. Hvíldu í friði, elsku amma. Heiðdís Þiðriksdóttir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Núna er amma orðin engill yfir sænginni minni, já, hún situr í hring með hinum englunum. Heiða Björg Þiðriksdóttir. ÓLÖF BALDVINS Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.