Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 31 DAGBÓK FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðilar sem hafa áhuga á kaupa nýbyggingarlóðir/byggingarétt ásamt atvinnuhúsnæði. Hef einnig til sölu gistihús í fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska einnig eftir eignum með byggingarrétti/nið- urrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Ný úttekt á mötuneytum grunnskólaReykjavíkur verður kynnt á fundisem SAMFOK – samband foreldra-félaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, stendur fyrir næstkomandi laug- ardag. Að sögn framkvæmdastjóra SAMFOKS eru mötuneyti grunnskóla Reykjavíkur með stærstu seljendum tilbúins matar á landinu. Það var Valgerður Hildibrandsdóttir mat- arfræðingur og næringarráðgjafi sem hafði um- sjón með úttektinni og á fundinum á laugardag mun hún kynna niðurstöður hennar. Að sögn Bergþóru Valsdóttur, framkvæmdastjóra SAM- FOKS, náði könnunin til svokallaðra fram- leiðslueldhúsa. Hún segir úttektina hafa leitt ým- islegt forvitnilegt í ljós. „Það var mjög framsækið af menntaráði að ráðast í þessa úttekt. Í henni er leitast við að kanna hvernig starfsemi mötuneyt- anna er háttað og hvort maturinn sem þar er til- reiddur uppfyllir staðla og ráðleggingar um manneldismarkmið sem Lýðheilsustöð hefur kynnt. Það verður að segjast eins og er að það er kannski svolítið misjafnt hversu vel það gengur. Sömuleiðis var í úttektinni spurt um ýmislegt sem lýtur að innra eftirliti, hvernig t.d. er staðið að hreinlæti, geymslu matvæla og svo fram- vegis.“ Hún segir úttektina hafa gefið góða mynd af starfsemi mötuneytanna. „Á mörgum stöðum er þetta algerlega til fyrirmyndar. Krakkarnir fá góðan mat, starfsfólkið leggur sig mikið fram. Eins er vel staðið að matartímanum sjálfum þar sem kennarar sitja með börnunum svo matartím- inn verði róleg og góð stund. Annars staðar er það ekki gert og þá getur ríkt hálfgert stríðs- ástand. Yfirleitt leggur fólk sig þó allt fram þann- ig að við getum verið nokkuð sátt. Hins vegar er alltaf hægt að gera betur og að okkar mati er ýmislegt í þessari skýrslu sem kallar á ákveðin viðbrögð.“ Á fundinum mun Anna Kristín Sigurðardóttir, skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu mennta- sviðs Reykjavíkurborgar, greina frá því með hvaða hætti borgaryfirvöld munu bregðast við úttektinni auk þess sem Gunnar Kristinsson frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar verður með innlegg á fundinum. „Hann ætlar að segja frá því í hverju eftirlit þeirra með mötuneytunum felst. Nú eru mötuneytin í Grunnskólum Reykjavíkur að verða einn stærsti seljandi tilbúins matar á öllu landinu og því ríður á að þetta eftirlit sé gott og skilvirkt.“ Fundurinn verður haldinn í nýja salnum í Langholtsskóla laugardaginn 12. nóvember og stendur frá klukkan 9:30 til 12:30. Allir foreldrar í Reykjavík eru velkomnir og er aðgangur ókeyp- is. Skólamál | Úttekt á mötuneytum grunnskóla Reykjavíkur kynnt á fundi Alltaf hægt að gera betur  Bergþóra Valsdóttir er fædd í Reykjavík 11. september 1958. Hún varð stúdent frá MS 1978 og stundaði nám í landafræði, þjóðhag- fræði og stjórnmála- fræði við Óslóarháskóla 1982–86. Hún var ritari á Rala 1978–81, vann síðan á leikskóla, í grunnskóla og á skóla- dagheimili í Noregi 1986–91. Bergþóra hefur starfað sem framkvæmdastjóri SAMFOK frá árinu 1998 og verið áheyrnarfulltrúi í Mennta- ráði Reykjavíkurborgar frá árinu 2002. Hún er gift og á fjögur börn. HM í Portúgal. Norður ♠DG54 ♥10763 V/NS ♦– ♣G9763 Vestur Austur ♠10973 ♠ÁK862 ♥ÁDG9 ♥K542 ♦K75 ♦D102 ♣54 ♣2 Suður ♠– ♥8 ♦ÁG98643 ♣ÁKD108 Bandaríkjamenn unnu Bermúda- skálina 2003 með því að sigra Ítali með einu stigi í 128 spila úrslitaleik. Sömu menn mættust aftur í síðustu umferð raðkeppninnar í Estoril: Vestur Norður Austur Suður Rodwell Lauria Meckstorth Versace 1 tígull Pass 2 spaðar *3 tíglar 4 spaðar Pass Pass 5 lauf Dobl Pass Pass Pass Eftir létta Precision-opnun Rod- wells á tígli sýnir stökk Meckstroths í tvo spaða 5-4 í spaða og hjarta. Vers- ace fer með löndum og meldar tígul- inn á þriðja þrepi og svo fimm lauf við fjórum spöðum, sem Rodwell doblar. Eins og sést, eru tólf slagir á borð- inu með því að trompa tígulinn frían og Ítalir skráðu 1.150 í plúsdálkinn fyrir yfirslag í fimm laufum dobluð- um. En það var ekki nærri því nóg, því á hinu borðinu gerðist þetta: Vestur Norður Austur Suður Bocchi Soloway Duboi Hamman Pass Pass 1 spaði 2 grönd * 3 lauf * 4 lauf 4 hjörtu 5 lauf 5 spaðar Dobl Pass 6 lauf Dobl Pass Pass Pass Bocchi sá ekki ástæðu til að vekja á vesturspilin og því opnaði Duboin á spaða í þriðju hendi. Hamman gat þá komið láglitunum í spilið með einni sögn. Þegar Soloway studdi laufið var Hamman ákveðinn í að segja slemmu, en til að kaupa sögnina örugglega (og helst doblaða) sagði hann fimm lauf „til að byrja með“. Bocchi reyndi fimm spaða og Hamman tók út úr dobli makkers í sex lauf. Slemman vannst auðvitað og það gaf NS 1.740 og Bandaríkjamönnum 11 stig. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 f5 2. Rc3 d5 3. Bf4 c6 4. e3 Rf6 5. Bd3 g6 6. Rf3 Bg7 7. Re2 Be6 8. O-O Rbd7 9. b3 O-O 10. c4 Kh8 11. h3 Bg8 12. Dc2 De8 13. Bh2 h6 14. Hac1 Hc8 15. Re5 Rxe5 16. Bxe5 Rd7 17. Bxg7+ Kxg7 18. Db2 e5 19. cxd5 Bxd5 20. Bc4 Bf7 21. dxe5 Dxe5 22. Da3 a5 23. Hfd1 Rf6 24. Rd4 Hfd8 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamra- hlíð. Tiger Hillarp-Persson (2533) hafði hvítt gegn Guðmundi Halldórs- syni (2267). 25. Re6+! og svartur gafst upp enda taflið gleðisnautt eftir 25...Bxe6 26. De7+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Mokstri gangstétta ábótavant NÚ er snjórinn kominn og byrjað að skafa götur en ekki gangstéttir, en það er borgarstjórnin sem ber ábyrgð á snjómokstri. Ég ætlaði í Kringluna í morgun og er með göngugrind til að kaupa inn til dagsins. Ég komst út í Suðurver með því að bera göngugrindina mestan part af Hamrahlíð. Það er mokað fyrir bíla en ekki gangandi, það má bíða þar til seinna um dag- inn. Það er ein setning fyrir þá sem moka: Þeir kunna ekki að moka. Það ætti að senda þessa menn til Norð- urlandanna til að læra að moka snjó. Það er hörmulegt að sjá gamalt fólk vera að paufast yfir snjóhrúgurnar. Þetta sjá ekki ráðamenn því þeir eru allir á bílum. Það líður að kosningum og væri gott að sjá hverju lofað verð- ur. Viðbót: Ég fór í innkaup í Bónus í Kringlunni og hélt að búið væri að moka eyjarnar á milli gatna en það var aldeilis ekki og ég mátti bera göngugrindina yfir eyjarnar með vörunum í. Einn með göngugrind. Sammála aðdáanda Mosaik ÉG er hjartanlega sammála aðdá- anda Mosaik-þáttanna sem skrifar í Velvakanda í sl. fimmtudag. Ég skil ekkert í þeim sem þessu ráða að taka Mosaik út af dagskránni. Þetta var frábær þáttur í umsjón Jónatans Garðarssonar. Þyri. Össur segir ÉG óska ríkisútvarpinu innilega til hamingju með nýja fréttaskýringar- þáttinn Össur segir. Þar er hóg- værðin í öndvegi. Þórir Óskarsson. Bolli er týndur BOLLI er hvítur og svartur norskur skógarköttur, mann- elskur og kátur. Hann er ómerktur. Bolli á það til að klifra upp í tré og yfir á húsþök og þorir svo ekki niður. Hann týndist frá Veg- húsastíg 9 sunnudaginn 30. okt. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 551 8356 og 699 8356. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Söngstund kl. 10.30. Félags- vist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Fótaaðgerð, al- menn handavinna, bútasaumur, sam- verustund. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsvist spiluð í kvöld kl 20.30 í Gullsmára. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Kaffitár með ívafi kl. 13.30. Línudanskennsla kl. 18. Sam- kvæmisdans framh. kl.19 og byrj- endur kl. 20. Fræðslunefnd FEB held- ur annan fund sinn í fundarröð um málefni aldraðra föstud. 11. nóv. nk. kl. 15 í Stangarhyl 4. Ásta Möller mætir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Félagsmenn fjölmennið. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilar alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á há- degi. Spil hefst kl. 13. Kaffi og með- læti fáanlegt í spilahléi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11, bókband kl. 10, glerskurður og postu- línsmálun kl. 13 í Kirkjuhvoli. Spænska kl. 10.15 í Garðabergi og opið í Garða- bergi kl. 12.30–16.30. Tölvur í Garða- skóla kl. 17. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, almenn handavinna, kaffi, spjall, dag- blöðin. Kl. 10 fótaaðgerð, bænastund. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13.30 skraut- skrift. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa hjá Sigrúnu kl. 9–16. Kl. 9 og kl. 10 jógatímar. Kl. 13–16 frjáls spila- mennska. Hádegisverður. Fótaað- gerðir sími 588 2320. Dagblöð liggja frammi til aflestrar. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Skráning á Halldór í Hollywood og Vínarhljómleikana 6. nóv. Gestur kl. 10 árdegis þriðjudag 8. des. Þór Túliníus leikari kynnir leiksýninguna Manntafl. Tungubrjótar alla mánu- daga kl. 13.30. Síminn er: 588 9533. Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogslaug á morgun kl. 9.30. Laugardalshópurinn í Laugardals- höll | Leikfimi í dag kl. 12.10. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 9– 16.30 opin vinnustofa, kl. 11.30 upp- lestur, kl. 13–16.30 opin vinnustofa. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 hádegisverð- ur. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13.30–14.30 leshópur. Kl. 14.30–15.45 kaffiveiting- ar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, bókband kl. 9–13, hár- greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9– 10, boccia og fótaaðgerðir kl. 10, handmennt almenn kl. 13–16.30, gler- bræðsla kl. 13–17, frjáls spilamennska kl. 13. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | 7–9 ára starf í Norð- lingaholtsskóla kl. 15. Söngur, sögur, helgistund og leikir. Helgi og fyrir- bænastund í Hraunbæ 105 kl. 10– 10.30. Umsjón sr. Þór Hauksson og Krisztina Kallo Szklenár orgnisti. Kvenfélag Árbæjarkirkju | Fundur Kvenfélagsins mánudaginn 7. nóv. kl. 20. Gestur fundarins Gunnbjörg Óla- dóttir, guðfræðingur, fjallar um „Við- horfsmeðferð.“ Konur eru hvattar til að koma og eiga uppbyggjandi stund í góðum félagsskap. Háteigskirkja | Starf eldri borgara. Félagsvist kl. 13. Kaffi, söngur og upp- lestur. Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk er með fundi á mánudögum kl. 20–21.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2 kl. 19–22. www.gospel.is www.alfa.is. Laugarneskirkja | Kl. 18–20 Ferming- arbörn ganga í hús í hverfinu og safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Takið vel á móti þeim! Kl. 20 Kven- félag Laugarneskirkju heldur sinn mánaðarlega fund. Allar konur hjart- anlega velkomnar. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos ÍSLENSKAR bókmenntir og tónlist verða í aðalhlutverki á Norður- bryggju (Nordatlantensbrygge), norrænu menningarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn, á þriðjudag. Einar Kárason rithöf- undur og hljóm- sveitin Park Proj- ect standa þar fyrir upplestrar- og tónlistar- dagskrá sem hefst kl. 20. Park Project er skipuð þeim Pálma Gunnarssyni, Kristjáni Edel- stein, Agnari Má Magnússyni og Gunnlaugi Briem. Norðurbryggja er til húsa við Strandgötu 91. Aðgangseyrir að við- burðinum er kr.100 danskar. Eftir viðburðinn á Norðurbryggju halda Einar og Park Project til bókasafnsins í Horsens á miðviku- dag og í Flensborghus á laugardag. Einnig verður málverkasýning ís- lenskra listamanna í Danska aðal- bókasafninu. Danskir gestir til Íslands Menningardagskráin er sam- starfsverkefni Norrænu upplýs- ingaskrifstofanna í Flensborg og á Akureyri en í mars munu danskir gestir sækja íslendinga heim með menningarviðburði af svipuðum toga. Einar Kárason og Park Project í Danmörku Einar Kárason Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.