Morgunblaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 56
56 F MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. S. 562 1200 F. 562 1251 TRAUST ÞJÓNUSTA Í ÁRATUGI VANTAR ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR FASTEIGNA Á SÖLUSKRÁ ÁSGARÐUR - MOSFELLSBÆ Einbýlishús, ein hæð með tvöföldum bílskúr, samt. 252,1 fm. Íbúðin er 205,9 fm og bílskúr 46,2 fm. Húsið selst fokhelt, fullbúið utan og lóð að miklum hluta frá- gengin. Mjög góð teikning. Frágangur einstaklega vandaður. Til afhendingar núna. Staðsetning er hreint frábær. Mikið útsýni og hæfilega langt frá umferð og áreiti stórborgarinnar. Veitum með ánægju frekari uppl. og sendum teikn- ingar. MIÐBORGIN Höfum í sölu fallegt hús, sem er jarð- hæð, hæð og ris, samt. 254 fm. Á hæð- inni eru stofur, eldhús, snyrting og for- stofa. Í risi eru 2 svefnherb. Á jarðhæð er stórt nýstandsett glæsilegt rými sem er kjörin vinnustofa, einnig rými fyrir stofu og eldhús. Einnig er nýtt glæsilegt baðherb., þvottaherb., geymsla og hol á jarðhæðinni. Sérinngangur fyrir jarðhæð. Þetta hús býður uppá margháttaða nýtingu. Til afhendingar strax. HESTHÚS Á HEIMSENDA Höfum í sölu 8 hesta hús að Heimsenda. 4 tveggja hesta stíur, hlaða fyrir stórbagga og rúllur, kaffistofa og snyrting. Gott hús. Verð: 4,0 millj. FREYJUGATA Glæsileg 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Eignin er 77,4 fm og skiptist í 2 bjartar saml. stofur (hægt að hafa aðra sem svefnher- bergi), rúmg. hjónaherbergi, eldhús, baðherbergi og hol. Nýlegt gott eldhús og endurnýjað baðherbergi. Parket. Þetta er gullfalleg íbúð á mjög eftir- sóttum stað. Algjör draumaíbúð unga fólksins. Verð: 20,0 millj. LISTAVERKIÐ Spenna sem stendur við Bústaðaveg gerði Hafsteinn Aust- mann en hann fæddist 1934. Hann innritaðist í Myndlistarskólann í Reykja- vík og á árunum 1952–54 stundaði hann síðan nám í Handíða- og mynd- listaskólanum. Síðar nam hann í Academi de la Grande-Chaumiér í París, þar sem hann stundaði framhaldsnám í einn vetur. Fyrstu sjálfstæðu sýn- inguna sína hér á landi hélt hann í Listamannaskálanum árið 1956. Morgunblaðið/Kristinn Spenna, útilistaverk Hafsteins Austmanns, við stjórnstöð Landsvirkjunar á Bústaðavegi. Verkið bar sigur úr býtum í samkeppni sem Landsvirkjun efndi til árið 1989 og var sett upp árið eftir. Spenna FASTEIGNAEIGENDUR þurfa að huga að ýmsu og þar á meðal eru handrið á stiga og svalir. Í sumum til- fellum má kaupa handrið sem kaupandinn setur saman sjálfur og getur það reynst hagkvæmur kostur. Stigalagerinn ehf. við Dalbrekku 26 í Kópavogi býður nú upp á ryðfrí handrið frá Triebenbacher í Þýskalandi, sem kaupandi setur saman sjálfur. Einingarnar koma til- búnar í nokkrum útfærslum og úr mismunandi efni en eftir á að setja þær saman nema hvað uppistöðurnar eru samsettar. Magnús Jónsson, eigandi og framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir að þessi handrið passi á allar gerðir steyptra stiga, tréstiga og á svalir. Handriðin séu líka auðveld í uppsetningu. „Þeir sem geta sett upp stangir fyrir gluggatjöld geta sett upp þessi handrið,“ segir hann. Magnús er einnig með til sölu sambærileg handrið, sem hann setur sjálfur saman. Í flestum tilfellum geta kaupendur ekki sett þau upp sjálfir og því er heild- arkostnaður töluvert meiri. Hann segir að pallastigi með uppsetningu geti til dæmis kostað 250 til 280 þúsund en efni í sambærilegt handrið, sem laghentur kaupandi geti síðan sett upp sjálfur, kosti um 110 til 130 þúsund. Verð- ið á um sex metra svalahandriði sé svipað, það er um 300 þúsund fyrir fullbúið handrið og um 120 þúsund fyrir handrið sem kaupandi setur saman sjálfur. „Það munar um minna,“ segir hann. Sem fyrr segir eru ýmsar útfærslur í boði. Magnús segir að margir möguleikar komi til greina og þetta sé kærkomin nýung. „Ég hef verið í þessum bransa í 15 ár og veit ekki til þess að þessi kostur hafi staðið til boða fyrr,“ segir hann. Magnús bætir við að þessi kostur hafi fallið í góðan jarðveg. Fólk hafi gjarnan sparað við sig að kaupa handrið þar sem um frekar dýran búnað hafi verið að ræða en komi nú og kaupi handrið tilbúin til uppsetn- ingar eftir að hafa búið við bráðabirgðahandrið í mörg ár. „Nánast allir geta sett þessi handrið upp,“ segir hann. „Hins vegar er hinn kosturinn líka í boði fyrir þá sem geta ekki gert þessa hluti sjálfir eða hreinlega vilja það ekki.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Úr ýmsu er að velja þegar handrið eru annars vegar. Handrið fyrir handlagna Magnús Jónsson í Stigalagernum við sýnishorn af hand- riðunum sem fólk setur sjálft saman. Einingarnar koma tilbúnar í nokkrum útfærslum og úr mismunandi efni.Handriðin passa á allar gerðir stiga og á svalir. steinthor@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.