Morgunblaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 F 61
S
íðustu mánuði hafa nokk-
ur sveitarfélög auglýst
úthlutanir á byggingar-
lóðum. Einstaklingum
hefur verið gefinn kostur
á að sækja um lóðir og þeir sem
hafa uppfyllt ákveðin skilyrði fengið
úthlutað. Markaðsvirði fasteigna um
allt land hefur
hækkað umfram
byggingarkostn-
að og af þeim
ástæðum sjá
margir sér leik á
borði og ákveða
að byggja sjálfir.
Mikilvægt er
fyrir umsækjend-
ur að lesa vel
skilmála sveitar-
félaganna um ný-
byggingar og gera ítarlega kostn-
aðaráætlun áður en ákvörðun er
tekin. Það eru ótal atriði sem hús-
byggjandi þarf að huga að áður en
hafist er handa, t.d. nálægð við leik-
skóla, skóla, þjónustustofnanir, um-
ferðarálag, fjarlægð frá vinnustað,
útsýni og margt fleira.
Greiðslumat allt
að 45 milljónum króna
Sveitarfélögin setja flest skilyrði
um greiðslumat upp á allt að 45
milljónir þegar sótt er um lóð. Í
greiðslumati er greiðslugeta ein-
staklings metin.
Aðferð við mat á greiðslugetu og
eignastöðu einstaklings.
Greiðslugeta:
Ráðstöfunartekjur/útborguð laun
– framfærslukostnaður – rekstur
bifreiðar – rekstur húsnæðis – ör-
yggismörk.
Eignastaða:
Eignir (fasteign) – Skuldir =
Hrein eign
Hrein eign + nýtt lán þarf að ná
allt að 45 milljónum króna ef t.d. um
einbýlishús er að ræða.
Til að fá greiðslumat þarf að
skila:
Launaseðlum síðustu þriggja mán-
aða.
Skattskýrslu staðfestri af löggilt-
um endurskoðanda eða skattayf-
irvöldum.
Síðustu greiðsluseðlum allra lána.
Söluverðmati (ef við á).
Veðbandayfirliti.
Samþykki vegna útprentunar
lánayfirlits.
Í sumum tilfellum er yfirlýsing frá
bankastofnun um greiðsluhæfi við-
komandi nægjanleg. Í slíkri yfirlýs-
ingu lýsir bankinn því yfir að um-
sækjandi eigi fyrir og geti staðið
undir byggingarframkvæmdum fyr-
ir ákveðna upphæð.
Kostnaður við greiðslumat getur
verið á bilinu 4.500–7.000 kr. Í sum-
um tilfellum þarf að söluverðmeta
eignir. Gjald fyrir söluverðmat er
mismundi milli fasteignasala og
mikilvægt fyrir lántakendur að
kynna sér kostnaðinn fyrirfram.
Hver er kostnaðurinn
við lántöku?
Lántökugjald: 1%
Stimpilgjald: 1,5%
– fer beint til ríkissjóðs
Skuldabréf útbúið:
1.900–2.800 kr.
Þinglýsing: 1.350 kr.
Flest sveitarfélög fara fram á að
lóðir séu staðgreiddar en þó hafa
sum bæjarfélög boðið lóðalán þar
sem lántaki fær lán fyrir lóðinni til
allt að 5 ára.
Hvað kostar að byggja
einbýlishús?
Margir tala um þumalputtareglu
sem gerir ráð fyrir að kostnaður í
sérbýli sé 200.000 kr. á fermetra.
Þannig að kostnaður við byggingu
200 fermetra einbýlishúss gæti
hæglega verið um 40 milljónir. Í dag
er kostnaður lóðar orðinn mun
stærri hluti af húsbyggingunni en
áður. Verð lóðar getur verið á bilinu
5.000.000–15.000.000 krónur fyrir
lóðir á útsýnisstað.
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins (www.habygg.is) gefur á
heimasíðu sinni upplýsingar um
hlutfallslega skiptingu byggingar-
kostnaðar, eftir byggingarhlutum.
Upptalningin er aðeins til viðmið-
unar og geta ýmsir þættir haft áhrif
á framgang byggingar eða bygging-
arkostnað.
Heildarbyggingarkostnaður
Að fokheldi = 51%
Frá fokheldisstigi – tilbúið til inn-
réttinga = 27%
Frá tilbúnu til innréttinga til full-
kláraðrar eignar = 22%
Dæmi: 45.000.000 kr. einbýlishús.
Að fokheldi gæti því kostnaðurinn
numið um 22.950.000 kr.
Hvernig á ég að fjármagna
bygginguna?
Húsbyggjandi þarf í flestum til-
fellum sjálfur að eiga fyrir lóðar-
kostnaði og kostnaði við að koma
byggingunni upp í fokheldisástand.
Einnig er möguleiki á að fá skamm-
tímafjármögnun t.d. í formi yfir-
dráttar. Húsnæðislán er hægt að fá
greidd út við neðangreind bygging-
arstig.
Fokheldi – fyrsti hluti láns af-
greiddur.
Byggingarstig 4. Fokheld bygg-
ing.
Tilbúið til innréttinga – annar
hluti láns afgreiddur.
Byggingarstig 5. Tilbúin til inn-
réttinga.
Fullbúin eign – þriðji hluti láns
afgreiddur.
Byggingarstig 7. Fullkláruð eign.
Skynsamlegt er að kynna sér vel
ýmis lánaform, lánaeiginleika og
áhrif lánstíma þannig að hægt sé að
velja þá leið sem hentar best.
Íslandsbanki býður 5 tegundir
húsnæðislána.
Verðtryggð íslensk lán – Vextir
nú 4,35%. Hægt að fá með jöfnum
afborgunum eða sem jafngreiðslu-
lán (annuitets).
Erlend myntkörfulán (5 myntir í
körfu).
Blönduð lán – 50% íslensk og 50%
erlend mynt.
Óverðtryggð lán – 100% íslensk
mynt.
Vaxtagreiðslulán – 100% íslenskt
lán til 5 ára í senn. Lántaki greiðir
einungis vexti og verðbætur á láns-
tímanum.
Við val á húsnæðisláni gæti eft-
irfarandi upptalning verið hjálpleg.
Ef eignamyndun er mikilvægari en
greiðslubyrði þá gæti hentað:
– Lán með jöfnum afborgunun-
um.
– Stuttur lánstími.
Ef greiðslubyrði er takmarkandi
þá gæti hentað:
– Lán með jöfnum greiðslum (an-
nuitet).
– Langur lánstími.
Ef sveiflur í greiðslubyrði er ekki
vandamál og eignir og tekjur eru í
erlendum gjaldmiðlum þá gæti
hentað:
– Gengistryggð lán.
– Óverðtryggð lán.
Þegar ráðist er í framkvæmdir er
nauðsynlegt að fá ráðgjöf varðandi
hagkvæmust fjármögnunarleiðina.
Að ýmsu er að hyggja og aðstæður
fólks misjafnar. Gott er að leita til
ráðgjafa í útibúum Íslandsbanka en
þar er hægt að fá heildarfjármála-
ráðgjöf varðandi fasteignaviðskipti.
Einnig er hægt að fá ítarlegar upp-
lýsingar á heimasíðu bankans
(www.isb.is).
Ég ætla að sækja
um lóð – hvað skal gera?
Ragnheiður
Jóhannesdóttir
Morgunblaðið/Jim Smart
Markaðurinn
eftir Ragnheiði Jóhannesdóttur við-
skiptafræðing og deildarstjóra Út-
lánaþjónustu Íslandsbanka.
KONUR í Kvenfélagi Hrís-
eyjar voru hvatamenn að
byggingu Hríseyjarkirkju
sem vígð var 26. ágúst 1928
og teiknuð af Guðjóni Sam-
úelssyni arkitekt.
Kirkjugarðurinn í Hrísey
er úti við Saltnes, sem er ysta
húsið í þorpinu, og var hann
tekinn í notkun 2. september
árið 1921. Fyrir tíma graf-
reits í Hrísey voru eyj-
arskeggjar jarðsettir í gamla
kirkjugarðinum í Stærra-
Árskógi.
Kirkjan í
Hrísey
Morgunblaðið/Arnaldur
Kirkjan í Hrísey.
KLETTUR eftir Brynhildi Þor-
geirsdóttur. Efnið er ryðgað stál og
hefur ryðáferðin skírskotun í nátt-
úruna, jarðlit eða moldarlit. Íbúa-
samtök Grafarvogs keyptu lista-
verkið árið 2003.
„Klettur“ eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur.
Klettur Brynhildar