Morgunblaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 46
46 F MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ E r ekki kominn tími til að tengja? Svo var spurt í dægurlagatexta, en varð- andi spurninguna í fyr- irsögninni má segja að kominn sé að minnsta kosti tími til að hugsa fyrir tengingu og ræða málið, því orð eru til alls fyrst. Með nýju byggingunum á hafnarbakkanum, sem ákveðnar hafa verið, svo og væntanlegri viðbót við miðborgina í Vatnsmýri, geta orðið á einum eða tveim áratugum meiri breytingar á höfuðborg landsmanna en nokkru sinni áður á jafn löngum tíma. Mér finnst ríkja undravert tóm- læti um þessar breytingar í fjöl- miðlum og spyrja má: Hvar eru nú allir sérfræðingarnir, skipulags- fræðingarnir og arkitektarnir? Hef- ur enginn skoðun á þessu? Nýr miðborgarhluti Fyrsta spurningin er þessi: Ef nýr miðborgarhluti verður að veru- leika í Vatnsmýrinni, hvernig verða hann og gamli miðbærinn látnir mynda eina heild? Enginn sér fyrir sér að þessi nýja miðborg verði eins og eyja; þvert á móti er mik- ilvægt að hún verði eðlilega sam- vaxin byggðinni í Kvosinni. Ekki get ég heldur séð fyrir mér að Tjörnin verði minnkuð eða skert, því hún er einstæð á þessu svæði og borgarprýði. Pétur H. Ármannsson, arkitekt og forstöðumaður byggingarlist- ardeildar á Kjarvalsstöðum, skrif- aði í haust athyglisverða grein um að eðlileg þróun og stækkun mið- borgarinnar ætti að vera á til- tölulega beinni línu sem teygðist frá Kvosinni inn eftir svæðinu við Laugaveg og Hverfisgötu og áfram allar götur inn að Elliðaám. Ekki sá Pétur fyrir sér að þessi línulega þróun stanzaði þar, heldur yrðu miðborgarbyggingar á öllu svæðinu inn að botni Grafarvogs og ef til vill lengra. Hér er að sjálf- sögðu litið alllangt fram í tímann, enda yrði að gera ýmsar breytingar frá því sem nú er. Margt er vel at- hugað í þessari grein Péturs, enda er hann maður vitur og vel mennt- aður í sínu fagi. Það er svo annað mál að sú hug- mynd, sem þar var reifuð, tekur ekki afstöðu til þess sem hér er á dagskrá; nefnilega tengingar Kvos- arinnar við Vatnsmýrina. Þar með kæmi beygja á þessa miðborgarlínu frá Kvosinni og inn undir Öskju- hlíð, en ekki get ég séð að það komi að sök. Sú hætta blasir við núna eftir ótrúlegt klúður á valdaárum R- listans, að öllu Vatnsmýrarsvæðinu verði skipt upp í strjálbyggðar skákir með skelfilegu svipmóti, sem minnir á bæi í Síberíu og það lak- asta í Breiðholtinu. Eitt alversta dæmi sem ég þekki er þó blokka- hverfi í Malmö í Svíþjóð, þar sem innflytjendum var smalað saman. Svíar hafa reyndar verið að brjóta hverfið niður. 30.000 manna byggð Ég hef áhyggur af því, eins og einn góður framsóknarmaður sagði, að fundnar verði einhverjar hrak- smánarlegar fyrirmyndir í stað þess að byggja alvöru borg. Menn hafa talið að á Vatnsmýrarsvæðinu megi byggja fyrir 15 þúsund manns, en það er of vægt reiknað; nær lagi væri að þar kæmust fyrir 30 þúsund, og það með glæsibrag. Í rauninni er þá séð fyrir þeirri fjölg- un sem verður í Reykjavík alllangt fram í tímann. Þarf þá ekki í bili að hafa áhyggjur af byggð í Viðey, eða hvort Engey kunni að fara í kaf, ef gerði annað flóð eins og varð við suðvesturströndina 1799 og kennt er við verzlunarstaðinn Básenda, sem þá eyddist. Ég ræddi þessa tengingu Kvosar og Vatnsmýrar við Örn Sigurðsson arkitekt, sem að undanförnu hefur vakið athygli fyrir vasklega forystu í „Samtökum um betri byggð“ og „Höfuðborgarsamtökunum“. Svo eru nefnd grasrótarsamtök gegn því rugli sem að undanförnu hefur orðið ofaná. Sú stefna hefur þegar skilað af sér malbikuðu flæmi á verðmætasta byggingarsvæði borg- arinnar og minnir á ósa Kúðafljóts. Örn Sigurðsson kvaðst ekki sjá nein óyfirstíganleg vandamál við tengingu Kvosarinnar við Vatns- mýrina. Til þess að það takizt er þó frumskilyrði að leggja Hringbraut- ina í stokk vestur undir Melatorg og þá opnast sá möguleiki að hægt verði að byggja hús á sama svæði og leggja götur þvert yfir; götur sem tengdust til að mynda Frí- kirkjuvegi og fleiri götum á Tjarn- arsvæðinu. Frá Lækjargötu mun Fríkirkju- vegurinn hafa meginþýðingu og verður þá glæsilegur „búlivard.“ Vestan við syðri hluta Tjarnarinnar hefur lengi verið óbyggt svæði, sem varla getur kallazt garður; svæðið virðist ekki hafa verið slegið og verður þá sem hver annar mói og ekkert nema gott um það að segja. Þar er sem betur fer gott svæði til að byggja á. Ég sé ekki fyrir mér að hróflað verði við Tjarnargötunni og litlu, fallegu húsunum meðfram henni. Um 1960 var þó búið að teikna skelfilega kassa samkvæmt tízku tímans, en sem betur fer urðu þeir ekki að veruleika. Þetta sýnir að nauðsynlegt er að flana ekki að neinu. Bithögum fórnað Einhverju verður oftast að fórna í nafni framfaranna, þó að þess þurfi ekki á hafnarbakkanum þar sem sjálf borgarprýðin, Tónlistar- húsið, á að rísa. Hinsvegar verður nauðsynlegt að fórna bithögum sunnan við Tjörnina, sem heita einu nafni Hljómskálagarður. Að þess- um garði er ekki mikil eftirsjá; jafnvel á góðviðrisdögum að sum- arlagi er þar stundum engan að sjá. Þar mun norðurendi Vatnsmýr- arhverfisins rísa og þegar Hring- brautin er komin ofan í stokk verða til glæsilegir möguleikar á að byggja alvöruborg, þar sem hæð húsa ræðst ekki af aðflugi á flug- völl í næsta nágrenni. Með því móti verður tenging þessara tveggja borgarhluta bæði fögur og eðlileg. Á rölti með augun opin Hvernig verður Kvosin tengd við Vatnsmýrina? Á sínum tíma var Skothúsvegurinn og brúin, sem afmarkar syðri hluta Tjarn- arinnar, nauðsynleg samgöngubót. Allsendis er þó óvíst að leyfi fyrir þá fram- kvæmd fengist nú, ef Tjörnin væri í sinni upprunalegu mynd. Við erum fyrir löngu orðin vön þessu umhverfi svona og viljum helzt halda því ósnortnu, þó að það sé ekki upprunalegt. Hljómskálagarðurinn og allstórar flatir vestan við Tjörnina eru lítt notuð, auð og óbyggð svæði sem geta ráðið úrslitum um það hvernig tekst að tengja Kvosina við Vatnsmýrina. Vesturbakki Tjarnarinnar breikkar þegar sunnar kemur og þar er drjúg spilda sem gæti nýst fyrir miðborgarbyggingar. Vatnsmýrin – fyrirheitna landið, sem smám saman saxast á. Bráðum verður of seint að gera það sem gera þarf. Hér, vestan við Vatnsmýrina, er Hringbrautin ekki eins skelfileg og austar, þar sem malbiksflæmin sýna og sanna að þarna var ranglega að farið og líklega kemur ekki annað til greina en að leggja Hringbrautina ístokk á kafla, ef sæmileg tenging á að geta orðið við Tjarnarsvæðið og Kvosina. Höfundurinn er rithöfundur og myndlistarmaður. Eftir Gísla Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.