Morgunblaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 34
34 F MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ N orðurbakki í Hafnarfirði er að breyta um svip. Hafnar- mannvirkin sem þar stóðu áður, hafa nú öll verið fjar- lægð og undirbúningur í fullum gangi í því skyni að reisa íbúða- byggð í staðinn. Einn þeirra bygg- ingaraðila, sem haslað hafa sér völl á þessu svæði, er Þorvaldur Gissurarson byggingameistari, en fyrirtæki hans, ÞG verktakar, er í þann mund að hefja þarna fram- kvæmdir við miklar íbúðabygg- ingar. Byggðar verða 70 íbúðir í tveim- ur fjölbýlishúsum við Norð- urbakka 23–25 og gert ráð fyrir, að þær verði tilbúnar til afhend- ingar í byrjun árs 2007. Hönnuður er Björn Ólafs arkitekt. „Þessar íbúðir verða í háum gæðaflokki,“ segir Björn. „Staðurinn er án efa einn sá besti fyrir íbúðabyggð á öllu höf- uðborgarsvæðinu. Skipulag svæð- isins gerir ráð fyrir hæfilega hárri byggð, fjögurra og fimm hæða húsum, sem falla vel að byggðinni í kring. Hafnarfjörður er aðlaðandi bær og byggðin þar fjölbreytileg, en byggðin er að því leyti óvenjuleg, að hún hefur mótast smám saman af hraunlandslagi. Norðurbakkinn verður hluti af þessari heild, en hann er í stuttri göngufjarlægð frá miðbæ Hafnarfjarðar og í beinu framhaldi af honum. Frá Norðurbakka verður útsýni yfir afar lifandi höfn og gamla bæ- inn í Hafnarfirði. Síðast en ekki síst er yst á bakkanum víð- áttumikið útsýni út á fjörðinn sjálfan og Álftanes, einmitt þaðan þar sem húsin á Norðurbakka 23 og 25 munu rísa.“ „Eitt af markmiðum skipulags hverfisins er að móta líflega byggð og því takmarki er náð með því að draga út stórar svalir í útsýn- isáttir og snúa þeim þannig að sem best njóti sólar,“ heldur Björn áfram. „Allar íbúðir í þessum hús- um hafa útsýni, að höfninni, að firðinum eða að gamla bænum þar sem hann er fallegastur. Engin bílaumferð verður milli húsanna og sjávarsíðunnar og umhverfið því friðsælt og öruggt. Gangstígur sem liggur samfellt meðfram sjón- um tengir húsin við miðbæinn og við náttúruna á Álftanesi.“ Aðkoma frá Vesturgötu Aðkoma að húsunum verður frá Vesturgötu. Húsið við Norður- bakka 23 verður fjórar hæðir og með tuttugu íbúðum og húsið nr. 25 verður mun stærra eða fimm hæðir og með fimmtíu íbúðum. Í bílakjallara verður eitt eða tvö bílastæði fyrir íbúðirnar. Í kjallara verða ennfremur sérgeymslur fyr- ir íbúðirnar og vagnageymslur. Á þaki bílakjallara er gert ráð fyrir leiksvæði og görðum í sameign eða til sérnota. Talsvert verður í þessi hús lagt, en þau verða einangruð að utan að langmestu leyti og klædd álplötum og báruáli sem myndar loftræsta veðurkápu. Svalahandrið verða öll úr áli eða stáli, þar sem nauðsyn er vegna burðar og vindálags. Gluggalistar utanhúss verða allir úr áli eða öðrum ryðfríum málmi. Svalir á suðvestur- og norðvest- urhliðum á 2., 3. og 4. hæð húss nr. 25 verða glerjaðar með opn- anlegu glerkerfi nema á efstu hæðum, en þaksvalir fylgja flest- um íbúðum á efstu hæðum og á jarðhæð ofan á bílakjallara. Þarna er nokkuð djúpt ofan á Útlitsteikning af fyrirhuguðum íbúðabyggingum. Byggð verða tvö fjölbýlishús með samtals 70 íbúðum. Annað húsið verður fjórar hæðir með tuttugu íbúðum og hitt fimm hæðir með fimmtíu íbúðum. Sjötíu útsýnisíbúðir munu áNorðurbakkanum í Hafn Við Norðurbakka 23–25 eru ÞG verktakar að hefja miklar íbúðabyggingar. Magnús Sigurðsson kynnti sér fyrirhugaðar framkvæmdir, en nálægð- in við höfnina og útsýnið út á sjóinn mun einkenna íbúðirnar, sem verða í háum gæðaflokki. Morgunblaðið/Ómar Horft yfir höfnina og inn til Hafnarfjarðar. Morgunblaðið/Ómar Útsýnið út á sjóinn verður mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.