Morgunblaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 58
58 F MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Það svífa ekki sólroðin skýyfir Esjunni þessa daganaeins og Sigurður Þór-arinsson jarðfræðingur sagði í kvæði sínu forðum daga. Skýin yfir Esjunni eru kólguský, úlfgrá og illileg, boða norðanátt og illviðri. Þegar svo er finnst mér fátt betra en að una mér við „ilm úr grasi og angan moldu frá“ eins og segir í bragnum hans Sigurðar. Kryddhillan býr yfir margvíslegri angan og ótal leyndardómum, flest- ar kryddjurtir eiga sér skemmtilega sögu, trú eða hjátrú, jafnvel lækn- ingamátt. Enginn veit hvenær mannkynið fór að nota hinar ýmsu kryddjurtir en það er dálítið vitað hvenær þær bárust til Evrópu. Á tímum Rómaveldis voru ýmsar austrænar kryddjurtir notaðar bæði við matargerð og sem lyf en hurfu svo í margar aldir. Menn reyndu að lækna flest mannanna mein með jurtum og þar voru Íslendingar engir eftirbátar annarra. Í bókinni Grasnytjum sem séra Björn Hall- dórsson í Sauðlauksdal skrifaði og var gefin út 1783 var fjallað um ís- lenskar plöntur og það gagn sem af þeim mætti hafa. Þar má finna ýms- ar fróðlegar upplýsingar um mann- anna mein og hann nefnir 66 jurta- lyf við meltingarsjúkdómum, 43 jurtalyf við ýmsum kvensjúkdómum og 38 jurtir við ýmiskonar þvag- færasjúkdómum. Bjarni Pálsson landlæknir, fyrsti lærði læknirinn á Íslandi, var sam- tímamaður Björns í Sauðlauksdal, en hann var settur landlæknir 1760. Hann var eini læknirinn og jafn- framt lyfjafræðingur landsins fram til ársins 1772, þegar skilið var á milli embættanna. Til er uppskrift á lyfjum og lyfjaefnum Bjarna og eins uppskrift á dánarbúi Björns Jónssonar, fyrsta apó- tekarans. Margt kemur okkur skemmtilega á óvart og í apótekinu leyndust flestar þær kryddtegundir, sem við notum í dag. Það má nefna basilikum, mentu, oregano, rósm- arín, salvíu, lavander og kamillu, dillfræ, hörfræ, kúmen, appels- ínu- og sítrónubörk, ólívuolíu og línolíu, lár- viðarlauf og einiber, svartan og hvítan pip- ar. Kúmenið, sem var til í fyrsta apótekinu, var flutt til landsins um 1660. Það gerði Vísi-Gísli, Gísli Magnússon lögmað- ur, sem var einn ættgöfugasti mað- ur Íslands á sínum tíma. Hann var fjölmenntaður og dvaldi lengi erlendis, m.a. í Hollandi. Þar kynnti hann sér rækt- un nytjajurta og þeg- ar heim var komið gerði hann fjölmargar ræktunartilraunir. Hann virðist hafa prófað bæði korn- og línrækt, trjárækt og ýmsar matjurtir. Meira að segja reyndi hann að verða sér úti um kartöflur eða kartöflufræ, sem hann hafði heyrt um hjá „þeim engelsku“. En þarna var hann hundrað árum á undan sinni samtíð. Gísli bjó lengi á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð, en síðustu æviárin dvaldist hann í Skálholti hjá tengdasyni sín- um, Þórði biskupi Þorlákssyni, og þar var hann líka með garðrækt. Frá görðum Gísla á Hlíðarenda dreifðist kúmenið um hlíðina og vex nú villt innan um blágresi og hvönn um brekkur og grundir. Kúmenið er tvíær sveipjurt, minnir bæði á hvönn og kerfil, en er öll fínlegri, blöðin tví- til þrífjöðruð og blóm- skipanin hvít. Kúmenið er frá slav- nesku löndunum og kom þaðan til Mið-Evrópu en það eru einkum Þjóðverjar og Norðurlandabúar sem nota kúmen, einkum í bakstur en ekki má gleyma kúmenkaffinu. Björn í Sauðlauksdal taldi kúmen gott við gulu og lifrarbólgu, vind- eyðandi og þvagaukandi og auka mjólk í brjóstum. Þegar vetrarkvíð- inn sest að mér baka ég kúm- enbollur og ilmurinn úr grasi fyllir húsið. S.Hj. Ilmur er úr grasi og angan moldu frá Úr kryddhillunni: hvítur pipar, negulnaglar, lárviðarlauf, kanelbörkur, einiber, svartur pipar, kúmen. VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 553. þáttur ÞEGAR ein pera deyr á serí- unni logar áfram á hinum. Eftir því sem logar á færri perum eykst ljósstyrkur hverrar peru og þar með hitinn. Ljós sem ofhitna geta auð- veldlega valdið bruna. Skiptið strax um bilaðar perur í ljósaseríum og notið rétta gerð af peru. Röng gerð, stærð eða styrkur getur valdið ofhitn- un sem leiðir til íkveikju. Til þess að fá örugglega rétta peru í stað bilaðrar er best að taka seríuna með sér þegar ný pera er keypt. Seríur eru mikið notaðar til skrauts. Ljósaseríur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.