Morgunblaðið - 30.11.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 30.11.2005, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                      !"#!# $% &%      ' %                                                      ! "   #   $    #" %&         '   ( ) * +  ,  $    #" % - , %% . / (  ! 0 1         2+   $  3   4  '   5    6     VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, hefur beint þeim tilmælum til stjórnar og for- stjóra Byggðastofnunar, að lánastarf- semi verði hafin á nýjan leik, þrátt fyrir að hlutfall eigin fjár stofnunar- innar sé komið niður fyrir þau 8% sem áskilin eru í lögum um fjármála- fyrirtæki. Stofnuninni verður hins vegar ekki lagt til nýtt fé á þessari stundu en vinna á að sameiningu at- vinnuþróunarstarfsemi sem heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og hefja viðræður við banka og aðrar fjármálastofnanir um nýjar fjár- mögnunarleiðir. Fjárhagsvandi Byggðastofnunar var til umfjöllunar á ríkisstjórnar- fundi í gær en starfshópur sem iðn- aðarráðherra fól að fjalla um vanda stofnunarinnar skilaði ráðherra til- lögum sínum í fyrradag. Störfum á Sauðárkróki verði ekki fækkað Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar- innar að tillögu iðnaðarráðherra að ráðherra hefjist þegar handa við und- irbúning að því að sameina at- vinnuþróunarstarfsemi sem heyrir undir iðnaðarráðuneytið, þróaðar verði nýjar fjármögnunarleiðir m.a. í samstarfi við banka og önnur fjár- málafyrirtæki. Þá var ákveðið að störfum á Sauðárkróki verði ekki fækkað og atvinnuþróunarstarfsemi á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri verði efld. „Við teljum þá starfsemi sem þarna er það mikilvæga að það sé ekki rétt að hún sé stöðvuð núna, á meðan þessi vinna fer fram, vegna þess að hún tek- ur einhverja mánuði,“ sagði Valgerð- ur á fréttamannafundi í gær. Hefur ráðherra haft samband við Fjármálaeftirlitið vegna áframhald- andi lánveitinga Byggðastofnunar. Benti Valgerður á að áframhaldandi lánastarfsemi stangaðist ekki á við lög þó eiginfjárhlutfallið væri komið undir þau mörk sem Fjármálaeftirlit- ið setur. Að sögn Valgerðar liggur ekkert fyrir um það í dag hvort lána- starfsemi verður haldið áfram hjá Byggðastofnun eftir að breytingarn- ar eru um garð gengnar. „Það er möguleiki, eins og kemur fram hjá starfshópnum, að það verði um það að ræða að stofnunin, hvað sem hún kemur til með að heita, veiti ábyrgðir vegna lána, sem þá hugsanlega væru veitt af hálfu bankanna,“ sagði hún. Starfshópur ráðherra komst m.a. að þeirri niðurstöðu að starfsemi Byggðastofnunar gæti ekki haldið áfram nema umtalsverðum fjárskuld- bindingum verði létt af stofnuninni. Valgerður sagði á fundinum, að það myndi kosta nokkur hundruð milljón- ir króna, að koma eigin fé stofnunar- innar upp fyrir tilskilin mörk. Starfshópur ráðherra lagði m.a. áherslu á að til skemmri tíma, á með- an ekki komi frekari athugasemdir frá Fjármálaeftirlitinu, haldi lána- starfsemi Byggðastofnunar áfram með hefðbundnum hætti. Jafnframt verði unnið að ráðstöfunum í lengri tíma. „Þá [verði] m.a. skoðað hvort til greina komi afskriftir skulda eða bein framlög ríkisins til styrktar stofnun- inni. Samhliða þessu þarf að gera grundvallarbreytingar á fjármögnun- arstarfsemi Byggðastofnunar þannig að hún standi undir þeim rekstri án fjárstuðnings ríkisins. Þróuð verði fjármögnunartæki og vinnubrögð sem miða að því að efla samstarf við fjármálafyrirtæki með því markmiði að auðvelda fjármögnun atvinnustarf- semi á landsbyggðinni. Í þessu sam- bandi koma ýmsar aðferðir til greina, t.d. ábyrgðir,“ segir í tilkynningu um tillögur hópsins. Efla þarf faglega hæfni Einnig er lögð áhersla á að stuðlað verði að auknum árangri á sviði byggðamála með skýrri stefnumótun stjórnvalda, ásamt bættri og skýrari forgangsröðun verkefna. „Nauðsyn- legt er að efla og þróa faglega hæfni, einfalda stjórnun og skýra ábyrgð í rekstri Byggðastofnunar. Samstarf við atvinnuþróunarfélögin og aðra að- ila sem vinna að atvinnuþróun og ný- sköpun verði eflt. Nýta þarf vaxta- samninga sem tæki til að efla samstarf á þessu sviði. Sérstaklega verði hugað að frekari samhæfingu eða samþættingu starf- semi Byggðastofnunar, Impru, Iðn- tæknistofnunar, Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins, vaxtarsamninga og annarrar atvinnuþróunarstarfsemi á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyta með það að markmiði að tryggja sterka stöðu og sýnileika byggðamála í þeirri starfsemi sem ætlað er að stuðla að atvinnuþróun og nýsköpun.“ Fram kom í máli Valgerð- ar í gær að viðskiptabankar væru farnir að sinna landsbyggðinni meira en áður. ,,Þess vegna hefur verið þó nokkuð mikið um uppgreiðslur á lán- um hjá Byggðastofnun en heildarútl- án á síðasta ári voru um tíu milljarðar króna,“ sagði ráðherrann. „Við erum ekki að setja nýtt fé inn í stofnunina núna. Við erum hins vegar að fara í þessa vinnu sem varðar framtíðaratvinnuþróun í landinu og ætlum okkur skamman tíma til að komast að niðurstöðu um hvort það gengur eftir að sameina þessar stofn- anir [...] eða einhverjar þeirra a.m.k. en það verður tíminn að leiða betur í ljós. Ég vil líta á þetta sem tækifæri, ekki síst fyrir landsbyggðina, vegna þess að stoðkerfi atvinnulífsins er ekki nægilega sterkt í dag.“ Byggðastofnun gert að hefja aftur lánveitingar til skemmri tíma Viðræður við banka um nýjar fjármögnunarleiðir Morgunblaðið/Ásdís Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Páll Magnússon aðstoð- armaður ráðherra kynna ákvarðanir vegna vanda Byggðastofnunar. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is BYGGÐASTOFNUN mun nú á nýjan leik hefjast handa við afgreiðslu láns- beiðna, að sögn Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra stofnunarinnar. Fram hefur komið að um 20 erindi bíða afgreiðslu hjá stofnuninni. „Sú vinna sem ráðherrann er að leggja drög að mun trúlega taka allan vet- urinn. Ég held að stefnt sé að því að koma þessu fram á vorþinginu. Í millitíð- inni er stofnuninni ætlað að halda áfram eins og verið hefur,“ segir hann. Aðalsteinn segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að ástæða sé til að horfa á stoðkerfi atvinnulífsins í samhengi. 21 starfsmaður er nú hjá Byggða- stofnun á Sauðárkróki. Aðalsteinn segir starfsmenn fagna því að gengið er út frá því að starfsmönnum verði ekki fækkað. Halda áfram að afgreiða EIN hinna meintu CIA-flugvéla sem millilenti á Keflavíkurflug- velli í þessum mánuði var á leið frá Aserbaídsjan. Þetta kom fram hjá tyrkneska samgöngu- ráðherranum þegar hann var spurður um hvers vegna vélin hefði lent á flugvelli við Istanbúl. Umrædd flugvél er með kall- merkið N505LL og er af gerð- inni DeHavilland DHC-8. Að sögn tyrkneska samgöngu- ráðherrans lenti vélin á Sabiha Gokcen flugvelli við Istanbúl „af tæknilegum orsökum“ 15. nóv- ember á leið frá Bakú, höfuðborg Aserbaidsjan. Ráðherrann sagði að enginn farþegi hefði verið um borð. Flugvélin lagði af stað til Amsterdam daginn eftir og fjöll- uðu hollenskir fjölmiðlar töluvert um komu hennar þangað. Vélin lenti síðan á Keflavíkurflugvelli 18. nóvember og þaðan hélt hún áfram til Iqaluit í Kanada. Flug- vélin N505LL er skráð í eigu Path Corporation sem New York Times hefur sagt að sé leppfyr- irtæki CIA og um það hefur ver- ið fjallað í tengslum við ólöglegt fangaflug bandarísku leyniþjón- ustunnar. Meint flugvél CIA sem lenti á Keflavík- urflugvelli fyrir um tveimur vikum Millilenti á leiðinni frá Aserbaídsjan                                  !       "           HLUTHAFAFUNDUR Loðnu- vinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði samþykkti í gær að hækka hlutafé félagsins um rúmar 19,5 milljónir að nafnverði og er það gert í framhaldi af kaupum Loðnuvinnsl- unnar á kvóta í loðnu, karfa og þorski nú í haust. Á fundinum voru mættir hluthafar sem ráða samtals yfir um 90% hlutafjár í Loðnuvinnslunni. Verður nýja hlutaféð selt á genginu 3,8 og mun kaupverð því nema samtals rúmum 74 millj- ónum króna. Hafa hluthafar fallið frá forkaupsrétti á hinu nýja hlutafé. Hlutafé í félaginu verður 700 milljónir að nafnvirði eftir útgáfu hins nýja hlutafjár. Að því er kem- ur fram í tilkynningu frá félaginu hefur Loðnuvinnslan nú yfir að ráða 5.164 þorskígildistonnum í ís- lenskri landhelgi og er auk þess með 4,83% aflahlutdeild í kol- munna. Loðnuvinnslan hf. eykur hlutafé MAÐURINN sem ekið var á við Miklubraut aðfaranótt sunnudags hefur verið í stöðugu ástandi þar sem hann hefur legið í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann átti að gangast undir aðgerð í gær. Þá er drengurinn sem brenndist í Grafavogi ásamt félaga sínum 20. nóvember, þegar þeir voru að handleika eldfiman vökva sem kviknaði í, á hægum batavegi. Hann er þó enn tengdur við önd- unarvél. Enn á gjörgæslu eftir slys RJÚPNASKYTTA fékk skot í hönd þar sem hún var á veiðum í Svínadal fyrir ofan Reyðarfjörð í gær. Tildrögin voru þau að skytt- an féll í hálku og við það hljóp skot úr byssunni og lenti í hend- inni á eins metra færi. Björg- unarsveitin Ársól á Reyðarfirði var kölluð út og var aðeins 6 mínútur að koma manninum til hjálpar frá því að útkallsbeiðni barst. Þegar honum hafði verið veitt fyrsta aðhlynning var hann flutt- ur í sjúkrabíl og ekið út á flug- völlinn á Egilsstöðum þar sem hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur undir kvöldið. Að sögn læknis töldust meiðsli mannsins vera nokkuð alvarleg og átti hann að fara í aðgerð í gær. Rjúpnaskytta fékk skot í hönd SMYRIL-Line, sem rekur ferjuna Norrænu, hefur ákveðið að lengja sumaráætlunina 2006 um tvo mán- uði. Hefst hún 4. mars nk. og stendur til 14. október. Frá þessu er greint í norskum fjölmiðlum. Ferjan siglir sem kunnugt er milli Íslands, Færeyja, Hjaltlands, Danmerkur og Noregs. Í mars nk. verður hægt að kaupa farmiða milli Noregs og Íslands á rúmar 10 þúsund krónur. Er þá bílgjaldið innifalið. Farmiði frá Noregi til Færeyja mun kosta rúmar 5 þús- und krónur. Norræna lengir sumaráætlun sína RÚMLEGA 350 manns eru með diplómatísk vegabréf og rúmlega 110 til viðbótar eru með svonefnd þjónustuvegabréf. Þetta kemur fram í svari utanrík- isráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, alþingismanns, um diplómatísk vegabréf og þjón- ustuvegabréf, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Diplómatísk vegabréf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.