Morgunblaðið - 30.11.2005, Page 11

Morgunblaðið - 30.11.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 11 FRÉTTIR NIÐURSTAÐA skýrslu Ríkisend- urskoðunar um Íbúðalánasjóð kom Árna Magnússyni félagsmálaráð- herra ekki á óvart. Hann telur fulla ástæðu fyrir stjórnvöld til að fara betur yfir ýmislegt sem fram kem- ur í skýrslunni og taka mið af því. „Mér þykir mest um vert að Rík- isendurskoðun gerir ekki athuga- semd við niðurstöðu Fjármálaeft- irlitsins um að Íbúðalánasjóður hafi starfað innan þeirra lagaheimilda sem um hann gilda,“ sagði Árni. Ríkisendurskoðun bendir á að laga- heimildir um sjóðinn séu mjög rúm- ar og segir Árni að byrjað sé að taka á því. Hann nefnir í því sambandi að búið sé að endurskoða reglugerð um sjóðinn. Árni segir að verið sé að fara yfir hlutverk sjóðsins og stöðu hans á markaði og telur ekki ósennilegt að málið komi til kasta Alþingis í vor. Árni nefndi sérstaklega þá nið- urstöðu Ríkisendurskoðunar að stjórnendur sjóðsins hafi líklega forðað sjóðnum, og þar með rík- issjóði, frá tjóni og komið á jafn- vægi með aðgerðum sínum þegar uppgreiðslur lána voru sem mestar. Við síðustu vaxtaákvörðun ákvað stjórn Íbúðalánasjóðs að vega sam- an annars vegar fé sem fékkst með útboðum á markaði og hins vegar uppgreiðslufé. Árni benti á að með því hefði stjórnin komið til móts við sjónarmið Ríkisendurskoðunar. Árni kvaðst ekki lesa það úr skýrslu Ríkisendurskoðunar að hún teldi að of hratt hefði verið farið í kerfisbreytinguna 1. júlí 2004. „Ég var ánægður að sjá að þeir gera ekki athugasemdir við undirbúning eða framkvæmd sjóðsins við skuldabréfaskiptin, eða skiptiálag- ið sem sjóðurinn ákvarðaði. Um var að ræða stærstu aðgerð af þessu tagi í Íslandssögunni þar sem var boðið upp á skipti á skuldabréfum svo nam fleiri hundruð milljörðum króna. Okkar mat var að nauðsyn- legt væri að gera þetta hratt, svo byggja mætti fljótt upp stóra flokka í nýja kerfinu. Með því mætti ná niður vöxtunum og það tókst.“ Vinnuhópur félagsmálaráðu- neytisins og Íbúðalánasjóðs hefur undanfarið fjallað um starfsemi sjóðsins. Árni sagði að verkefnið hefði reynst viðameira en talið var í upp- hafi. Hann kvaðst reikna með að vinnuhópurinn skilaði niðurstöðu fyrir áramót. Árni Magnússon félagsmálaráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunar Íbúðalánasjóður starf- aði innan lagaheimilda Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Morgunblaðið/Ómar VANDA Íbúðalánasjóðs vegna mik- illa uppgreiðslna lánþega sjóðsins að undanförnu má annars vegar rekja til skiptiútboðs sjóðsins við kerfis- breytinguna 1. júlí 2004, þegar hús- bréfakerfið var lagt niður og pen- ingamálakerfi tók við. Hins vegar stafar vandinn af óvæntri samkeppni á húsnæðislánamarkaði, sem sjóður- inn gat ekki séð fyrir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisend- urskoðunar á Íbúðalánasjóði, sem fé- lagsmálanefnd Alþingis fól stofnun- inni að framkvæma í júlí sl. Uppgreiðslur á útlánum Íbúða- lánasjóðs á tímabilinu september 2004 til júlíloka 2005 námu tæpum 157,6 milljörðum króna. „Þær höfðu í för með sér umtalsverða röskun á jafnvægi milli eigna og skulda sjóðs- ins og fólu jafnframt í sér mikla hættu á fjárhagslegum áföllum ef ekki yrði gripið til sérstakra ráðstaf- ana,“ segir í úttekt Ríkisendurskoð- unar. Lagaskyldu ekki sinnt Fram kemur í úttektinni, að með því að bjóða eigendum húsbréfa að skipta þeim fyrir íbúðabréf hafi verið ljóst að möguleikar Íbúðalánasjóðs til að mæta uppgreiðslu fasteigna- veðlána með því að efna til aukaút- dráttar á húsbréfum hlytu að skerð- ast verulega. „Því reið á miklu að ákvarða skiptiálagið, sem sjóðurinn áskildi sér í þessum viðskiptum, þannig að tryggt væri að hættunni á tjóni vegna óhóflegra uppgreiðslna yrði ekki boðið heim,“ segir í skýrsl- unni. Það er mat Ríkisendurskoðunar að ekki sé hægt að gagnrýna Íbúða- lánasjóð fyrir ákvörðun skiptiálags- ins. Ætla verði að það hafi verið í samræmi við markmið stjórnvalda. Fram kemur í skýrslu Ríkisend- urskoðunar að Íbúðalánasjóður hefði ekki sinnt þeirri lagaskyldu sinni að leita umsagnar Fjármálaeftirlitsins um breytingar á áhættustýringar- stefnu sinni fyrr en u.þ.b. hálfu ári eftir kerfisbreytinguna í júlí 2004, þ.e. ekki fyrr en í lok desember sama ár. Segi í skýrslunni að þessi yfirsjón á formlegri hlið málsins sé bagaleg. Forðað frá tjóni Íbúðalánasjóður greip til mótað- gerða vegna uppgreiðslna lánþega, m.a. með því að greiða upp lán og draga aukalega út húsbréf. Sjóður- inn greip einnig til þess ráðs að gera lánasamninga við nánar tilgreinda banka og sparisjóði. Ríkisendurskoðun segir að ef litið sé fram hjá efasemdum um laga- grunn þann, sem lánasamningarnir við fjármálafyrirtækin hvíla á, sé það mat Ríkisendurskoðunar að Íbúða- lánasjóði hafi með aðgerðum sínum tekist að forða sjóðnum frá yfirvof- andi tjóni í formi neikvæðs vaxta- munar og komið á þokkalegu jafn- vægi milli eigna og skulda hans. Aðgerðirnar hafi því tryggt fjár- hagslega hagsmuni sjóðsins með nokkuð viðunandi hætti. Þá segir Ríkisendurskoðun að ekki verði séð að Íbúðalánasjóði hafi verið óheimilt að gera umrædda lánasamninga sem lið í áhættustýr- ingu sinni. Með hliðsjón af eðli þeirra að- gerða, sem Íbúðalánasjóður greip til, telur Ríkisendurskoðun að samhliða undirbúningi að breytingum á áhættustýringarstefnu sjóðsins síð- astliðið haust, hefði verið tryggara að skoða betur lagaheimildir sjóðs- ins og treysta lagagrundvöllinn. Fram kemur í úttekt Ríkisendur- skoðunar að frá desember 2004 og fram á mitt þetta ár, hafi Íbúðalána- sjóður lánað bönkum og sparisjóðum um 85 milljarða kr., eða um 20% af efnahag sjóðsins, til allt að 40 ára á grundvelli reglna og fyrirmæla um áhættustýringu, sem að ýmsu leyti hafi a.m.k. verið óskýrar. „Þó svo að ýmsir efist um lögmæti umræddra áhættustýringaraðgerða Íbúðalánasjóðs og útboða hans á íbúðabréfum verður ekki fram hjá því litið að sú niðurstaða Fjármála- eftirlitsins er afdráttarlaus að laga- skilyrði eru fyrir umræddum að- gerðum.“ Ríkisendurskoðun gerir ekki sér- stakar athugasemdir við þessa meg- inniðurstöðu Fjármálaeftirlitsins. Gríðarlegir hagsmunir „Engu að síður vekur Ríkisendur- skoðun athygli á því að almennt séð verður að telja óheppilegt að byggja svo umfangsmikla og langa lána- samninga og raun ber vitni á mjög almennum og ónákvæmum lagafyr- irmælum er lúta að áhættustýringu. Engum blöðum er um það að fletta að hagsmunir, sem í húfi eru fyrir sjóðinn og ríkissjóð, eru gríðarlega miklir. Þá er a.m.k. líklegt að viðvar- andi lánastarfsemi af þessu tagi breyti að nokkru eðli starfsemi Íbúðalánasjóðs og raski jafnvel sam- keppnisstöðu á fjármagnsmarkaði. Með vísan til þessa er að mati Rík- isendurskoðunar nauðsynlegt að lög- gjafinn sjálfur leggi skýrari línur en gert er í gildandi lögum um þá þætti í starfsemi sjóðsins, er lúta að áhættustýringu og eðli þeirra að- gerða, sem honum eru tæk undir þeim formerkjum,“ segir í stjórn- sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun segir lánasamninga óheppilega Vandi Íbúðalánasjóðs stafar af skiptiútboði Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is 2002–2004 hafi mál sem varða van- framtaldar tekjur stjórnenda fyrir- tækja, hjá rúmlega 300 einstakling- um, verið til meðferðar skatta- yfirvalda og hafi rannsókn þeirra leitt til 450 milljóna króna hækkunar á gjaldstofnum. Þá sættu 125 ein- staklingar endurákvörðun skatta vegna óeðlilegra lánveitinga, sem þeir fengu frá fyrirtækjum sem þeir tengdust, á árunum 2002–2004, þar sem heildarhækkun skattstofns nam samtals um 500 milljónum króna. Í svari við þriðju fyrirspurn Jó- hönnu um skattaeftirlit kemur fram, að 172 mál hefðu verið send yfir- skattanefnd til sektarmeðferðar á sl. þremur árum. Úrskurðir hefðu verið kveðnir upp í 151 máli og 21 mál er því óafgreitt hjá yfirskattanefnd. Meðaltími frá því að kröfugerð er send og þar til úrskurður liggur fyrir eru 269 dagar. 127 mál í opinberri rannsókn Þá voru alls 469 mál tekin til rann- sóknar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins á sl. þremur árum og af þeim hafa 118 farið til lögreglurannsókn- ar. Þá hefur alls 127 málum verið vís- að til opinberrar rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjórans á síðustu þremur árum og hafa dómar gengið í 78 þessara mála. Í dómum í öllum 78 málunum var um sakfellingu að ræða. Af fyrrgreind- um 127 málum hefur ríkislögreglu- stjórinn fallið frá rannsókn í sex mál- um sökum ótilgreindra ástæðna. Þá hefur verið gefin út ákæra í 19 mál- um til viðbótar. Alls eru 24 mál því óafgreidd af hálfu ríkislögreglustjórans, þ.e. hafa ekki sætt ákæru eða verið felld nið- ur. SEX af þeim fyrirtækjum, sem nú eru á lista yfir 100 stærstu fyrirtæki landsins, hafa sætt almennri endur- skoðun skattskila á síðustu 10 árum. Hjá þrjátíu og sex öðrum fyrirtækj- um hafa einstakir þættir skattskila verið skoðaðir. Upplýsingar um ár- angur eða skattbreytingar vegna þess eftirlits liggja ekki fyrir. Þetta kemur m.a. fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi. Í svari við annarri fyrirspurn Jó- hönnu kemur fram, að á árunum Skattskil endurskoðuð hjá 6 af 100 stærstu fyrirtækjunum Vanframtaldar tekjur hjá 300 stjórnendum fyrirtækja á þremur árum leiddu til 450 milljóna kr. hækkunar gjaldstofns, segir í svari fjármálaráðherra ALÞINGI samþykkti í gær fjár- aukalög þessa árs, en samkvæmt þeim er tekjuafgangur ríkissjóðs um 91 milljarður, að sögn Magn- úsar Stefánssonar, formanns fjár- laganefndar Alþingis. Í þeim tölum er gert ráð fyrir hagnaði af sölu Símans, en sé hann dreginn frá er gert ráð fyrir um þrjátíu milljarða tekjuafgangi í ár. Magnús segir að það séu rúmlega 3% af landsfram- leiðslu. Tillögur meirihluta fjárlaganefnd- ar um rúmlega 1,7 milljarða út- gjaldaaukningu á árinu, voru sam- þykktar við þriðju umræðu í gær. Þar af eru 1,2 milljarðar vegna yf- irlýsingar ríkisstjórnarinnar um eingreiðslur til ríkisstarfsmanna og elli- og örorkulífeyrisþega. Tillaga þingmanna Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs um að heildarframlag til neyðaraðstoðar í kjölfar jarðskjálftanna í Kasmír verði 87 milljónir króna, var felld. Tillaga meirihluta fjárlaganefndar um að aðstoðin nemi samtals 30 milljónum króna var hins vegar samþykkt. Um þrjátíu milljarða tekjuafgangur LAGT hefur verið fram á Alþingi lagafrumvarp um rannsóknarnefnd- ir. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu. Í frétt frá fyrsta flutningsmanni segir að í íslenskum rétti sé ekki gert ráð fyrir skipun almennra rannsókn- arnefnda sem rannsakað geti mál er varði mikilvæg mál eða stjórnvalds- athafnir sem varði almannahag. Frumvarpið eigi að bæta úr því en víða í nágrannaríkjunum sé að finna lög um óháðar rannsóknarnefndir. Í tilkynningunni segir ennfremur að hlutverk slíkra nefnda sé ekki að rannsaka og dæma í málum enda sé slíkt hlutverk framkvæmdavalds og dómsvalds. Nefndunum sé ætlað að skoða tiltekna atburðarás eða at- höfn, leita skýringa og jafnvel koma með tillögur til úrbóta þar sem eitt- hvað hefur farið úrskeiðis. Í kjölfarið geti vaknað spurningar um ábyrgð einstaklinga eða eftir atvikum emb- ættismanna. Sömuleiðis geti slík rannsókn eytt tortryggni og endur- reist trúverðugleika viðkomandi að- ila eða aðgerða. Samkvæmt frumvarpinu yrði rannsóknarnefndinni heimilt að kalla til sín einstaklinga til upplýs- ingagjafar og yrði skylt að verða við því kalli. Skylt yrði einnig að afhenda rannsóknarnefnd þau gögn og upp- lýsingar sem hún teldi nauðsynlegar við rannsókn máls. Frumkvæði að skipun nefndarinnar kæmi frá Al- þingi en Hæstiréttur veldi og til- nefndi nefndarmennina. „Með þessu frumvarpi er því lagt til nýtt úrræði sem ætti að leiða til opnara sam- félags og felur í sér að umdeild mál verði rannsökuð af óháðri rannsókn- arnefnd,“ segir í fréttinni. Lagt til að umdeild mál verði rann- sökuð af óháðri rannsóknarnefnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.