Morgunblaðið - 30.11.2005, Page 19

Morgunblaðið - 30.11.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 19 MINNSTAÐUR LANDIÐ Sauðárkrókur | Þessa dagana eru nemendur Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki með bráðskemmtilegt leikverk á fjöl- unum, Uppgjörið eftir Guðbrand Ægi Ásbjörnsson, sem einnig er leikstjóri. Hafa sýningarnar, sem eru í Bóknámshúsi Fjölbrautaskól- ans, verið ágætlega sóttar og var til að mynda fullt hús á sýningu um helgina. Mikið er um tónlist og dans í Upp- gjörinu og er Logi Vígþórsson dans- kennari höfundur dansanna, en Sor- in Lazar er söngstjóri og annast allar útsetningar laganna. Tvö frum- samin lög eru í verkinu, annað eftir Sorin Lazar en hitt eftir Dönu Ýri Antonsdóttur nemanda, sem einnig samdi textann. Aðrir textar eru eftir höfund leikverksins. Tvö af burðarhlutverkum verks- ins eru í höndum þeirra Guðrúnar Eikar Skúladóttur og Kristins Lofts Einarssonar. Alls taka um 90 manns þátt í sýn- ingunni. Skemmtu gestir sér ágæt- lega og þökkuðu leikurunum með lófataki. „Uppgjörið“ á fjölunum Morgunblaðið/Björn Björnsson Sýning Dansarar í hlutverkum sínum í Uppgjörinu sem nemendur Fjölbrautaskólans sýna þessa dagana. Eftir Björn Björnsson Hjaltadalur | Kosin hefur verið ný stjórn í Hitaveitu Hjaltadals en Skagafjarðarveitur keyptu 96% veit- unnar af ríkissjóði fyrir skömmu. Sveitarfélagið Skagafjörður á 4% hlut í félaginu. Stjórnarskipti fóru fram á eigendafundi sem nýlega var haldinn. Sigrún Alda Sighvats, formaður stjórnar Skagafjarðarveitna, er í nýju stjórninni ásamt Gísla Árnasyni og Einari Gíslasyni. Fram kemur á vef Skagafjarðar- veitna að Stefán Á. Jónsson á Kag- aðarhóli, fráfarandi formaður stjórn- ar, hafi á fundinum sagt frá tilurð og uppbyggingu Hitaveitu Hjaltadals og erfiðleikum sem fyrirtækið gekk í gegnum á síðasta áratug síðustu ald- ar. Hann gerði líka að umtalsefni að veitan hefði rétt úr kútnum mun fyrr en búist hefði verið við. Kosin ný stjórn Hitaveitu Hjaltadals Vestfirðir | Samráðsnefnd Vestur- byggðar og Tálknafjarðarhrepps vill auka samvinnu sveitarfélaganna á ýmsum sviðum stjórnsýslunnar og beinir því til sveitarstjórnanna að hefja vinnu við það verk. Bæjarráð Vesturbyggðar fagnaði tillögunni á fundi í vikunni og lagði til við bæj- arstjórn að gengið yrði í þessa vinnu. Jafnframt kom fram að nefndin myndi sjálf annast verkstjórn vinn- unnar. Áður hafði hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps tekið undir hug- myndir nefndarinnar og heimilað áframhaldandi vinnu við þróun sam- starfsins. Samþykkt nefndarinnar var svo- hljóðandi: „Samráðsnefnd Tálkna- fjarðarhrepps og Vesturbyggðar beinir því til beggja sveitarstjórna að hefja nú þegar vinnu að því að auka samvinnu sveitarfélaganna á ýmsum sviðum stjórnsýslunnar með það að markmiði að auka hagræði í rekstri þeirra og efla þau í þeirri viðleitni að viðhalda góðu þjónustustigi gagnvart íbúum. Bendir nefndin á mögulegt samstarf um eða sameiningu ein- stakra rekstrareininga, s.s. slökkvi- liða, hafna, þjónustumiðstöðva, fé- lagsþjónustu, tækniþjónustu o.fl.“ Vilja sam- eina rekstr- areiningar ♦♦♦ ♦♦♦ Leitað að ljósahúsinu | Árleg samkeppni menningar-, íþrótta- og tómstundsviðs Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja um Ljósahús Reykjanesbæjar stendur nú yfir. Einnig verður valin best skreytta gatan og best skreytta fjölbýlishús- ið. MÍT óskar eftir tilnefningum. Þær þurfa að hafa borist skrifstofu sviðsins fyrir klukkan 14 mánudag- inn 12. desember. Úrslit verða til- kynnt og verðlaun veitt fimmtudag- inn 15. desember við athöfn í Duushúsum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.