Morgunblaðið - 30.11.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.11.2005, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristrún Jó-hannsdóttir fæddist á Skálum á Langanesi 13. jan- úar 1915. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Friðriks- dóttir, húsfreyja á Skálum, f. 26. mars 1882, í Efri-Sandvík í Grímsey, d. 9. sept- ember 1952, og Jó- hann Stefánsson, bóndi á Skálum, f. 27. september 1876, á Læknesstöðum á Langa- nesi, d. 5. september 1946. Systkini Kristrúnar voru sextán: Friðrik, f. 23.3. 1905, Stefán Zophonías, f. 23.4. 1906, Hinrik, f. 17.4. 1907, Guðbjörg Ragnhildur, f. 13.4. 1908, Jóhann, f. 23.5. 1909, Friðjón, f. 11.6. 1910, Magnea, f. 24.7. 1911, Haraldur Þór, f. 18.12. 1912, Lúð- vík, f. 23.11. 1913, Guðný, f. 29.1. 1916, Friðrik, f. 1.2. 1917, Ragnar, f. 5.2. 1919, Halldóra Lovísa, f. 19.1. 1920, Jóhannes, f. 16.5. 1921, Hólm- fríður Soffía, f. 21.5. 1924 og Einar, f. 5.9. 1926. Systkinin eru öll látin nema Soffía. Kristrún giftist hinn 4. maí 1942 Vilhjálmi Sigtryggssyni, f. 23.4. 1915 á Ytri-Brekkum í Þistilfirði, d. 11. ágúst 1984. Foreldrar hans voru Valgerður Friðriksdóttir, f. 10. febrúar 1892 á Núpi undir Eyja- fjöllum, d. 24. júlí 1957, og Sig- tryggur Vilhjálmsson, f. 12. nóvem- ber 1887 á Skálum, d. 15. september 1928. Kristrún og Vil- hjálmur eignuðust átta börn. Þau eru: 1) María, f. 3.2. 1943, maki Arn- ar Sigurmundsson, f. 19.11. 1943. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Kristrún, f. 12.11. 1964, maki Ævar Einarsson, f. 17.1. 1963. Dætur þeirra eru María, f. 4.1. 1992, og Sigríður Freyja, f. 20.2. 1997, sonur Ævars er Einar Árni, f. 17.9. 1983. b) Eiður, f. 26.9. 1966, maki Iris Bjargmundsdóttir, f. 21.3. 1968. Stella Stelmash, f. 16.1. 1956. Dæt- ur þeirra eru: a) Sólveig, f. 2.9. 1985 c) Svetlana, f. 9.1. 1988. 8) Oddný Vilhjálmsdóttir, f. 20.6. 1950. Dóttir hennar er Kristrún Vala Benedikts- dóttir, f. 30.11. 1990. Auk barna Kristrúnar og Vil- hjálms ólust upp hjá þeim að miklu leyti tvær frænkur Vilhjálms: 1) Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir, f. 25.2. 1936, maki Garðar Ingibergur Tryggvason, f. 10.2. 1933. Börn þeirra eru: a) Tryggvi Friðrik, f. 20.2. 1955, maki Jayne Gardarsson, f. 30.9. 1959. Börn Tryggva eru Bergur Pétur, Kolbrún Hulda, Þór- unn og Rúnar. Barnabörn Tryggva eru fjögur. b) Valgeir Örn, f. 20.8. 1957, d. 9.3. 1998. c) Jóna Ósk, f. 3.3. 1959, maki Ágúst Guðmundsson. Sonur þeirra Garðar Óli. d) Vil- hjálmur Kristinn, f. 3.9.1960, maki Bente Höjgaard, f. 16.10. 1953. Son- ur Vilhjálms er Daði. e) Sigurjón Ingi, f. 16.7. 1970, maki Erna Krist- jánsdóttir, f. 11.9. 1977. 2) Valgerð- ur Briem Steindórsdóttir, f. 10.7. 1957, sambýlismaður Sigurður Ragnar Gíslason, f. 14.9. 1968. Kristrún ólst upp, ásamt systk- inahópnum stóra, hjá foreldrum sínum á Skálum og átti þar heimili þangað til hún giftist Vilhjálmi. Skólaganga var hefðbundið barna- skólanám þess tíma en auk þess fékk hún, innan við tvítugt, tæki- færi til að stunda tveggja vetra nám við Húsmæðraskólann á Hallorms- stað. Kristrún og Vilhjálmur bjuggu lengst af á Þórshöfn þar sem sjómennskan var hans aðal- starf en einnig var hann oddviti Þórshafnarhrepps um árabil. Þeg- ar börnin voru uppkomin og farin úr foreldrahúsum tóku þau hjónin sig upp og fluttu til Vestmannaeyja árið 1970. Þaðan lá leiðin, haustið 1972, til Akureyrar þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Frá Akureyri fluttu þau til Húsavíkur og áttu þar saman nokkur ár þar til Vilhjálmur lést, sumarið 1984. Ári síðar keypti Kristrún sér íbúð við Öldugötu í Reykjavík og bjó þar ein á meðan heilsan leyfði eða þar til síðsumars árið 2003 er hún fékk inni í þjón- ustuíbúð aldraðra við Dalbraut. Útför Kristrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Börn þeirra eru Birk- ir, f. 18.1. 1993, Eydís, f. 13.2. 1998, og Diljá, f. 8.1. 2000. c) Dagný, f. 20.8. 1973, unnusta Ásta Ósk Hlöðvers- dótti, f. 7.10. 1982. 2) Valgerður, f. 30.4. 1944, d. 23.4. 1979, maki Bo Göran Lind- berg, f. 27.5. 1944. Börn þeirra eru: a) Pernilla, f. 21.9. 1966, maki Peter Svenson, f. 18.8. 1963. Dætur þeirra eru Anna, f. 17.8. 1990, og Emma, f. 12.10. 1991. b) Dagur, f. 20.2. 1969. Dóttir hans er Mathilda, f. 1.8. 2000. 3) Sig- tryggur, f. 8.6. 1946, d. 1.2. 1993. Dóttir hans er Selma Rut, f. 6.12. 1986. 4) Helga Aðalbjörg Vilhjálms- dóttir, f. 8.6. 1946, fyrri maki Edw- ard M. Collins, f. 6.8. 1940, d. 29.11. 1999. Þau skildu. Sonur þeirra er a) Vilhjálmur Eðvarð, f. 9.5. 1971, unnusta Anne Morgan LeCard, f. 11.3. 1976. Börn Vilhjálms eru: Ugla, f. 15.9. 1997, og Ísar Freyr, f. 29.5. 2002. Seinni maki, Klemens Sigurgeirsson, f. 26.9. 1928. Þau skildu. Synir þeirra eru: a) Dagur, f. 11.3. 1975, b) Valur, f. 12.5. 1977, unnusta Yvonne Eckhardt, f. 6.10. 1976. Sonur Vals er Garpur Hnefill, f. 11.4. 2001. c) Sigtryggur, f. 11.12. 1978, unnusta Elín Rúna Backman, f. 2.4.1981. 5) Friðrik Jóhann Vil- hjálmsson, f. 12.9. 1947, maki Sól- rún Björnsdóttir, f. 15.7. 1947. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Björn Friðriksson, f. 28.12. 1981, unnusta Hildur Hjartardóttir, f. 23.8. 1983. Sonur þeirra er Benjamín, f. 1.6. 2004. b) Valgerður María, f. 12.9. 1984. 6) Selma, f. 8.9. 1948, maki Þorgils Harðarson, f. 24.9. 1947. Synir þeirra eru: a) Hörður, f. 11.11. 1975, unnusta Anna Johan- son, f. 11.3. 1976. Sonur þeirra er Villi Þorgils, f. 20.4. 2005. b) Friðrik Ívar, f. 30.5. 1976, unnusta Eva Lundgren, f. 13.4. 1973. 7) Dagur Vilhjálmsson, f. 20.6. 1950, maki Það fylgja því blendnar tilfinningar að kveðja háaldraða móður sem í nokkra mánuði hefur beðið guð sinn þess lengstra orða að fara nú „að taka mig til sín“ þar sem öll lífsgæði voru á þrotum vegna heilsubrests. Ástvinir gráta sinn eigin missi en samgleðjast jafnframt þeim sem öðlast langþráða hvíld. Æskuminningar leita á hugann á kveðjustund. Ég er elst átta barna, fæddum á ríflega sjö árum en ári áður en ég fæddist höfðu þau, þá nýgift, tekið að sér sex ára gamla frænku pabba vegna veikinda móður hennar. Telpan varð fljótt liðtæk við barna- gæslu og önnur húsverk. Hún átti heimili hjá okkur þar til hún átján ára fann ástina sína á vertíð í Eyjum og settist þar að. Mörgum árum síðar, þegar fleiri börn voru flogin úr hreiðr- inu, urðu þau sér úti um aðra litla frænku sem varð heimilisföst að mestu til sextán ára aldurs. Það segir sig sjálft að í mörg horn var að líta á barnmörgu heimili. Verkaskipting var skýr; pabbinn afl- aði heimilinu tekna en mamman ann- aðist börn og bú heima fyrir. Faðir minn var þó liðtækur í heimilisstörf- unum þegar ekki áraði til sjós á trill- unni. Mér eru sérlega minnisstæð vikulegu böðin í balanum í þvottahús- inu. Hann þvoði og raðaði vandlega þvegnum afkvæmum á stóra trébekk- inn. Hún þerraði af alúð. Pabbi gekk rösklega til verks við barnaböðun sem annað og ef mig misminnir ekki sátu jafnan tvö bústin og blaut börn á bekknum í einu því mamman hafði ekki undan. Máltíðir voru a.m.k. fimm á dag, rétt eins og næringarfræðingar nú- tímans mæla fyrir um, á fyrirfram gefnum matartíma. Matarborðið var stórt og áhersla lögð á að allir snæddu samtímis. Tekið var til þess af gestum og gangandi að mamma sat venjulega til borðs með barnahópnum. Það þótti okkur hins vegar sjálfsagt og eðlilegt enda þekktum við ekki annað. Skylduát á hafragraut alla morgna var undirritaðri reyndar ekki að skapi en matvendni var afar illa þokkuð á heimilinu. Um árabil stóð yfir dálítið stríð og meiningamunur um ágæti grautarins sem endaði þó með að elsta barnið fór á undanþágu. Stóra matarborðið nýttist fleirum en fjölskyldumeðlimum því afar gest- kvæmt var á heimilinu, ekki hvað síst eftir að faðir minn varð oddviti hreppsins en því starfi fylgdi óhjá- kvæmilega talsverð gestamóttaka. Heimsóknum ættingja og vina úr öðr- um landshlutum var einnig fagnað hverju sinni enda voru foreldrar mín- ir einkar gestrisin. Það kom í hlut mömmu að sjá til þess að ávallt væru nægar birgðir í búrinu til þess að mæta tíðum gestakomum, oft með litlum fyrirvara. Þótt matarborðið væri stórt var húsið sem pabbi byggði, áður en hann kynntist mömmu, ekki stórt á okkar mælikvarða. Þar sem gólfpláss var takmarkað var málið leyst með því að smíðaðar voru þrefaldar kojur, börn- unum til mikillar gleði sem vitanlega slógust um að gista efstu kojuna. Þeg- ar börnin stækkuðu og urðu að pláss- frekum unglingum var einfaldlega byggt aukaherbergi utan á húsið, bakdyramegin. Foreldraorlof voru óþekkt á æsku- heimili mínu en þegar um hægðist fóru pabbi og mamma að ferðast, inn- anlands og utan, sér til ómældrar ánægju. Þeim vana hélt mamma eftir að pabbi lést og hún flutti sjötug frá Húsavík á Öldugötuna í Reykjavík. Árlega fór hún með vinkonum til sól- arlanda og heimsótti þess á milli börn sín og aðra ættingja erlendis. Fram undir miðjan níræðisaldur hélt hún bærilegri heilsu og gekk flesta morgna af Öldugötunni í Vesturbæj- arlaugina og buslaði þar því aldrei hafði hún lært að synda. Á eftir naut hún félagsskapar fastagesta í heita pottinum og gekk síðan heim aftur. Eftir hádegi að loknum húsverkum og spjalli við nágranna, gekk hún gjarnan niður í miðbæ, sinnti léttum innkaupum og erindum í banka og fékk sér síðan kaffi og köku á Kaffi París. Mamma hafði það orð á sér að vera afar elskuleg í umgengni og uppskar viðmót annarra í samræmi við það. Á Öldugötunni var fjórbýli og hygg ég að öllum íbúum hússins hafi geðjast einkar vel að henni. Vert er að geta sérstaklega Hrafnhildar Jóhanns- dóttur og fjölskyldu hennar sem létu sér mjög umhugað um velferð mömmu og voru henni tryggir vinir. Þegar heilsan var farin að bila flutti hún í þjónustuíbúð á Dalbraut og naut þar hins besta atlætis elskulegs starfsfólks. Væntumþykja móður minnar í garð þessa ágæta samferða- fólks var ósvikin. Ævi sinni lauk hún á deild 11g á Landspítalanum þar sem hún lést eftir stutta sjúkdómslegu. Ástvinir, sem skiptust á að vera hjá henni þar til yfir lauk, urðu vitni að framúrskarandi umönnun allra sem þar starfa. Öllu þessu velgerðar- og samferðafólki móður minnar er hér með þakkað af heilum hug. Að heilsast og kveðjast, það er lífs- ins saga. Mamma sagði alltaf að hún hefði átt gott líf. Hún fór þó ekki var- hluta af áföllum. Fráfall pabba er hann 69 ára gamall varð bráðkvaddur við laxveiðar var skyndilegt og ótíma- bært. Auk þess missti hún tvö börn í blóma lífsins en meðfætt æðruleysi og jafnaðargeð auk trúarinnar á guð var henni drjúgt veganesti á lífsgöngunni. Nú þegar guð hefur „loks tekið hana til sín“ vil ég fyrir hönd okkar barna, fósturbarna og annarra ástvina kveðja hana með ljóðbroti eftir lista- skáldið góða: Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. María Vilhjálmsdóttir. Nú er elsku besta amma mín látin. Hún hefur fengið kærkomna hvíld. Ég held að henni hafi fundist þetta vera orðið ágætt. Orðin meira en 90 ára og öðrum háð. Hitt átti sannar- lega betur við hana; að gleðja og geta gert vel við sitt fólk. En amma er ekki alveg farin frá okkur. Hún hefur sáð hlýjum minn- ingum í hjörtu okkar fjölmargra sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að umgangast þessa einstöku konu. Elsku amma Strúna sem tók svo vel á móti öllum. Amma sem aldrei kvart- aði og aldrei sagði styggðarorð um nokkurn mann. Amma sem fylgdist svo vel með sínum mörgu ömmu- og langömmubörnum, spurði frétta og sagði stolt frá högum sinna afkom- enda. Það sem gladdi ömmu mína mest var sú tilfinning að öðrum liði vel. Ég var fyrsta barnabarnið hennar ömmu og allt mitt líf hefur hún tekið mér og síðar fjölskyldu minni opnum örmum. Síðastliðin ár hef ég verið bú- sett erlendis og í heimsóknum mínum til landsins hefur það verið forgangs- atriði að komast til ömmu. Ég minnist sérstaklega einnar heimsóknar með dætur mínar, Maríu og Freyju. Stelp- urnar sofnuðu í stofusófanum hjá ömmu, eftir að hafa gætt sér á kleinu, mjólkurglasi og smá gotteríi úr nammiskálinni góðu. Það þótti ömmu vænt um. Hún sat í stólnum sínum með prjónana og horfði stolt á þær. „Leyfðu þeim að sofa aðeins, Rúna,“ sagði hún; „þeim líður vel hjá mér.“ Þegar amma ól upp börnin sín voru pappírsbleiur, þvottavélar og önnur nútíma þægindi óþekkt fyrirbrigði. Hún hafði samt áhyggjur af því að ég hefði of mikið að gera í „fullri vinnu með tvö börn“. Þegar ég hafði orð á að allt hlyti að hafa verið erfiðara þegar hún var að ala upp börnin tíu var hún ósammála: „Samfélagið gerir allt aðr- ar kröfur í dag,“ sagði amma mín. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að þakka ömmu minni, sem alltaf undi glöð við sitt, fyrir allar góðu minningarnar sem ég nú geymi í hjarta mínu. Minningar um jákvæða, lífsglaða ömmu með stórt hjarta, ömmu sem hefur mótað líf mitt með einstaklega jákvæðum hætti. Megi hún hvíla í friði. Kristrún Arnarsdóttir. Loksins kom hvíldin og ég veit að þú hafðir beðið lengi. En það er bara miklu erfiðara en ég hélt að kveðja þig. Þú varst gerð úr gulli. Þú naust lífsins á meðan þú gast; fórst daglega í sund, skelltir þér árlega til Kanarí og framlengdir jú oftast. Þú hafðir yndi af því að lesa og gast sem betur fer notið þess að hlusta á upplesnar skáldsögur eftir að sjónin gaf sig. Það var svo gaman að sitja og spjalla við þig um heima og geima; þú varst vel inni í öllum málum, eldklár í kollinum og síðast en ekki síst: Þér fannst að allir ættu rétt á því að leita hamingj- unnar. Einhvern tímann, þegar þú varst ennþá rólfær, sótti ég þig í bíln- um eins og svo oft áður og þú gant- aðist með það að ég myndi eflaust keyra þig líka í himnaríki. Ég segi nú eins og ég svaraði þér þá: Það yrði mér sannur heiður. Þegar aldurinn færðist yfir og heilsunni hrakaði hjá þér fækkaði skiptunum sem við hittumst. Ég veit að dagarnir þínir voru oft langir og sé mikið eftir því að hafa ekki gefið mér tíma til að heimsækja þig oftar. Það er þó huggun í því að vita til þess að þú varst í góðum höndum. En nú er hvíldin komin, elsku amma mín, og ég vona innilega að það séu eilífar Kan- aríeyjar í himnaríki. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas.) Bless, elsku amma mín. Dagný. Elsku amma mín. Ég vil þakka þér kærlega fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, þær eru mér ómetan- legar. Það var alltaf svo gaman að koma og heimsækja þig á Öldugötuna og svo á Dalbrautina. Við töluðum saman um svo margt og svo spurðir þú alltaf hvað væri að frétta af mömmu, Bjössa og Árdísi. Einni af síðustu stundum okkar saman gleymi ég þó aldrei. Þú varst nýkomin á spítalann og ég kom til að kveðja þig áður en ég fór til Ameríku. Þú varst orðin svo veik en samt vakn- aðir þú og gafst mér lítið bros og sagðir svo:, „Já, elskan,“ og fórst svo aftur að sofa. Það er rosalega erfitt að þurfa að kveðja þig núna en ég veit að þér líður betur og ert komin til hans afa. Ég mun sakna þín sárt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín Valgerður María. KRISTRÚN JÓHANNSDÓTTIR Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR GEIRSSON frá Hallanda, Miðengi 12, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.30. Sigríður Ólafsdóttir, Hreggviður Óskarsson, Hafdís Halldórsdóttir, Ólafur Gunnar Óskarsson, Sigríður Jónsdóttir, Fjóla Margrét Óskarsdóttir, Søren Nagel, Óskar Þór Óskarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ELÍNBORG S. HANNESDÓTTIR (Rósa), Vífilsstöðum, áður Rauðagerði 20, lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 29. nóvember. Útförin auglýst síðar. Bárður Sigurðsson, Sigrún Bárðardóttir, Björgvin Þorleifsson, Katrín Bárðardóttir, Magnús Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.