Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 47
ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. Sýnd kl. 5.30 og 8 B.i. 12 ára  MBL Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 áraSýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM Ekki abbast uppá fólkið sem þjónar þér til borðs því það gæti komið í bakið á þér FRÁ FRAMLEIÐANDA AM ERICAN PIE Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Sími 551 9000 Miðasala opnar kl. 17.00 553 2075Bara lúxus ☎ Sýnd kl. 8 og 10.15 STRANGLEGA B.i. 16 ára Spennutryllir af bestu gerð með Edward Burns og Ben Kingsley. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA - ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA Hrottalegt ofbeldi og grófur húmor í einni svakalegustu mynd ársins frá leikstjóranum Rob Zombie! Geggjaðuð grínmynd um pirraða þjóna, níska kúnna og vafasaman mat. Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Sýnd kl. 5.45 B.i. 16 ára Sýnd kl. 4 Ísl. tal 400 KR Í BÍÓ* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15 B.i. 14 ára  H.J. Mbl.  -M.M.J. Kvikmyndir.com  -L.I.B.Topp5.is TOPP5.IS  Sýnd kl. 4 í boði Hrafnistu. Frítt inn meðan húsrúm leyfir.  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 47 Heimildamynd eftir Þórstein Jónsson Ólafur Torfason Rás 2 Sæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið Ókeypis aðgangur í boði Hrafnistu Kl.16 í Laugarásbíó Allir velkomnir Hljómsveitin Írafár lagði í hljóm-leikaför fyrr í nóvember til að safna fyrir Einstök börn, stuðnings- félag fjölskyldna barna með sjald- gæfa og alvarlega sjúkdóma. Nú þegar hafa safnast tæpar tvær millj- ónir króna. Lokahnykkur verkefnisins er út- gáfutónleikar Írafárs á laugardag- inn í Austurbæ og er miðasala í full- um gangi í útibúum Íslandsbanka. Íslandstúrinn hefur gengið vonum framar og uppselt hefur verið á nær alla tónleikana tíu.    Trommarinn Tony Meehan úrThe Shadows lést á sjúkrahúsi í fyrradag, 62ja ára gamall. Hljóm- sveitin var af- ar vinsæl á ár- unum 1958 til 1961. The Shadows léku fyrst um sinn undir með söngvaranum Cliff Richard. Meehan lést á St Mary’s sjúkrahúsinu í vestanverðum Lundúnum, af áverk- um sem hann hlaut á höfði er hann féll í gólfið á heimili sínu. Meehan skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn. „Tony var gríðarlega áhrifamikill trommari og snjall skipuleggjandi,“ sagði Bruce Welch, gítarleikari Shadows, í viðtali við fréttavef BBC. Cliff Richard sagðist sleginn yfir fráfalli Meehan. „Frumlegur trommuleikur hans var stoð hljóm- sveitarinnar og áleitinn en þó naum- ur stíllinn var svipaður þeim sem Ringo Starr tók upp, fimm árum síð- ar, með Bítlunum,“ sagði Richard. Meehan lék einnig í þremur kvik- myndum með Cliff Richard og öðr- um úr hljómsveitinni. Þær heita The Young Ones, Expresso Bongo og Just for Fun. Fólk folk@mbl.is ROKKSVEITIN Finnigan bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi hljóm- sveitakeppninnar Battle of the Bands sem fór fram í Hellinum á laugardagskvöldið. Húsfyllir og mikið stuð var á úr- slitakvöldinu en þetta var í þriðja sinn sem þessi keppni fer fram hér á landi. Öll böndin þóttu góð og var starf dómnefndar erfitt, en í henni sátu; Smári Tarfur, Óli Palli, Andrea Jóns, Davíð Sigurðarson og Trausti Júlíusson. Finnigan fer til London í byrjun desember og keppir þar við yfir tutt- ugu bönd frá ýmsum löndum í úr- slitakeppninni The Global Battle of the Bands 2005. Keppnin fer fram á hinum fræga tónleikastað London Astoria hinn 7. desember. Áður hafa keppt fyrir Íslands hönd 200.000 naglbítar og Lights on the Highway. Tónlist | Alþjóðleg hljómsveitarkeppni Finnigan fer til London www.gbob.com Hljómsveitin Finnegan var sigurvegari kvöldsins. BRESKI söngvarinn Robbie Willi- ams er söluhæsti tónlistarmað- urinn í Bretlandi það sem af er öld- inni. Hafa plötur hans selst í 6,3 milljónum eintaka í Bretlandi síðan 1. janúar árið 2000. Sölutölur aldarinnar voru teknar saman fyrir sjónvarpsþáttinn The Biggest Selling Artist of the 21st Century (Söluhæsti listamaður 21. aldarinnar) sem Channel 4 sjón- varpsstöðin sýnir. Tölurnar taka til allra seldra eintaka listamanna frá 1. janúar árið 2000 til 11. október 2005. Safnplötur listamannanna, lifandi upptökur og sala einstakra laga á netinu var ekki tekin með í reikninginn heldur eingöngu breið- skífur sem viðkomandi hljómsveit eða listamaður hefur gefið frá sér. Hljómsveitin Coldplay var í öðru sæti listans en sveitin hefur selt 6,2 milljónir eintaka af sínum plötum. Í því þriðja var söngkonan Dido með 5,7 milljónir eintaka. Aðrir sölu- hæstu listamennirnir voru Em- inem, Westlife, Norah Jones, Blue, Anastacia, The Stereophonics og Oasis. Robbie Williams hóf sólóferil sinn á endurútgáfu á lagi George Michael, „Freedom“, árið 1996. Fyrsta breiðskífa hans kom út ári síðar en þær eru síðan orðnar sex talsins. hann hefur jafnframt gefið út fjórar plötur sem ekki voru teknar með í reikninginn í um- ræddri könnun þar sem þær eru annaðhvort tónleikaupptökur eða safnplötur. Robbie getur brosað því enginn tónlistarmaður hefur selt eins margar plötur í Bretlandi síðustu ár og hann. Robbie söluhæstur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.