Morgunblaðið - 05.12.2005, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 9
FRÉTTIR
Mánudagur 5. des.
Spínat-lasagne
Þriðjudagur 6. des.
Ofnbakað eðalbuff m/sætri kartöflu
Miðvikudagur 7. des.
Orkuhleifur m/rótargrænmetismús
& heitri sósu
fimmtudagur 8. des.
Marokkóskur pottur & buff
Föstudagur 9. des.
Hnetusteik m/Waldorfsalati
Helgin 10.-11. des.
Sítrónukarrý & spínatbuff
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Glæsilegir samkvæmiskjólar
Pelsfóðurjakkar
Pelsfóðurkápur
Síðumúla 13
108 Reykjavík
sími 568 2870
Opið 10:00 – 19:00
ÚTSALA – ÚTSALA
Dæmi um verð: Áður: Nú:
40-60% afsláttur
Opið í dag 10-18
Rúllukragapeysa 6.000.- 2.900.-
Loðin jakkapeysa 6.900.- 4.200.-
Marglit peysa 7.200.- 2.900.-
Peysa m/tölum 6.200.- 3.800.-
Jakkapeysa flís 5.300.- 2.900.-
Bolur m/pallíettum 4.300.- 2.600.-
Bolur m/nælu 4.000.- 2.400.-
Blúndutoppur m/rós 4.000.- 2.400.-
Dömuskyrta 4.900.- 2.600.-
Úpa m/hettuog skinni 5.800.- 3.500.-
Mokkajakki 10.800.- 5.900.-
Pelsjakki 7.900.- 4.800.-
Kápa m/pels 7.800.- 4.700.
Kjóll m/perlum 7.300.- 3.900.-
Sítt pils hneppt 5.000.- 2.900.-
Svartar buxur 4.400.- 2.700.-
Kvartbuxur 5.400.- 2.900.-
Gallabuxur 6.400.- 3.900.-
Leðurstígvél 15.200.- 5.900.-
Svartir dömuskór 4.500.- 2.700.-
Silfur skór 5.400.- 2.900.-
KRISTALSKRÓNUR
- mikið úrval
24 karata gylling eða silfur satín.
ERUM FLUTT ÚR FAXAFENI Í KRINGLUNA
KRINGLUNNI
FALLEG
www.tk.is
JÓLAGJÖF
Verð frá kr. 65.500.-
JÓLASKRAUT 12 teg.
Verð aðeins
kr. 1.250.- stk
ERUM FLUTT ÚR FAXAFENI Í KRINGLUNA
KRINGLUNNI
FALLEG
www.tk.is
JÓLAGJÖF
Sveinn Rúnar Hauksson,læknir og formaður félags-ins Ísland – Palestína, ernýkominn heim úr þriggja
vikna dvöl í Palestínu. Ferðaðist
hann um Vesturbakkann, Gaza,
Hebron, Betlehem, Austur-
Jerúsalem, Ramallah og Nablus og
einnig palestínskar byggðir í Ísrael
sem voru hernumdar árið 1948.
Lagði hann áherslu á að skoða heil-
brigðisþjónustu og sérstaklega
heilsugæslu í flóttamannabúðum
Palestínumanna. Sveinn Rúnar
sagði í samtali við Morgunblaðið að
það sem stæði upp úr eftir ferðina
væri hversu mikil áhrif aðskiln-
aðarstefna Ísraela hefði á líf og störf
Palestínumanna. Ísraelar hófu að
reisa aðskilnaðarmúr árið 2003 og að
sögn Sveins Rúnars var byggingu
múrsins hraðað þegar brottflutn-
ingur Ísraela frá Gaza hófst hinn 17.
ágúst síðastliðinn. Segir hann að
meðan fréttum af brottflutningi
Ísraela var fagnað víða um heim hafi
farið ansi hljóðlega þessi hraða upp-
bygging múrsins. Eins hafi fjölgað
verulega í landtökubyggðum. Þá hafi
Ísraelar lagt hraðbrautir á fjölmörg-
um stöðum og reist girðingar víða.
Að sögn Sveins Rúnars hafa allir
þessir þættir áhrif á líf fólks í Palest-
ínu. „Börn komast ekki í skóla vegna
lokana og hindrana og þessi aðskiln-
aðarmúr er gjörsamlega að eyði-
leggja líf fólks. Ég ók þarna eftir
hraðbrautum og þær skera á mörg-
um stöðum í sundur vegina sem
liggja á milli þorpa og þær skera líka
þorpin í sundur. Á einum stað var
það þannig að meginkjarni þorpsins
var einum megin við hraðbrautina og
hinum megin við hraðbrautina var
svo skólinn sem ekki var lengur
hægt að nota og Palestínumenn hafa
engan aðgang að. Ísraelar loka að-
ganginum með þessum hrað-
brautum. Stundum eru það akrarnir
og aldingarðarnir sem hafa verið
skornir af og fólkið kemst ekki leng-
ur til. Fólk getur því oft og tíðum
ekki sótt sína vinnu.“ Sveinn Rúnar
segir að verið sé að byggja land-
tökubyggðir á Vesturbakkanum
hratt upp. „Þetta eru í raun land-
tökublokkir, ekki ein há húsbygging
heldur samstæður af landtöku-
byggðum eða nýlendum sem verið er
að reisa núna fyrir austan Jerúsal-
em. Þar er komin ein 140.000 manna
byggð. Þarna er að myndast sam-
felld landtökubyggð frá Jerúsalem
alveg að Dauðahafinu og mun hún
skera Vesturbakkann í sundur.
Þannig að samgöngur í Palestínu
milli norðurs og suðurs, milli Ramal-
lah og Betlehem, eða Nabuls og
Hebron, verða fyrir bí nema með
sérstökum leyfum ef hernáms-
yfirvöldum þóknast að hleypa fólki í
gegn,“ segir Sveinn Rúnar. Vegna
þessara lokana og hindrana versna
möguleikar fólks á að sækja sér heil-
brigðisþjónustu. Hreyfanlegar
heilsugæslustöðvar fara á milli og
búast má við að þær komi í þorpin
ekki sjaldnar en einu sinni í viku en
til að sækja alla sérfræðiþjónustu og
til að komast á sjúkrahús eða á fæð-
ingardeild þarf leyfi hernáms-
yfirvalda til að ferðast á milli svæða.
Eiga að fjarlægja múrinn
Ísraelsmönnum var gert að fjar-
lægja múrinn hinn 9. júlí 2004 þegar
Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurð-
aði að Ísraelsmönnum bæri að fjar-
lægja múrinn og greiða fólkinu bæt-
ur fyrir þann skaða sem hann hefur
valdið því, segir Sveinn Rúnar. „Nú
eru komnir 17 mánuðir síðan úr-
skurðurinn tók gildi og enn bólar
ekkert á því að Ísraelsmenn hlíti úr-
skurði Alþjóðadómstólsins. Maður
sér heldur ekki að ríkisstjórnir
heimsins, þar á meðal ríkisstjórn Ís-
lands, séu að gera ýkja mikið til þess
að þrýsta á Ísraelsmenn að fara að
alþjóðalögum og fjarlægja þennan
múr,“ bætir hann við.
Þjóðernishreinsun
„Þessi múr, girðingar, byggingar
og vegagerðir Ísraela á Vesturbakk-
anum útiloka algerlega ríki Palest-
ínumanna í framtíðinni, það er hverj-
um manni ljóst sem þarna kemur.
Það sem kemur til greina í framtíð-
inni væru þá 5–6 svæði sem Palest-
ínumenn fengju að vera á og réðu yf-
ir, eins og verndarsvæði indíána í
Bandaríkjunum til dæmis, þeir hefðu
þá ekki landamæri að neinu ríki
nema hernámsríkinu Ísrael og væru
alls staðar hindraðir af því í ferðum.
Í fyrsta lagi verður aldrei sjálfstætt
ríki Palestínu með þessu móti og í
öðru lagi verður fólkinu gert ókleift
að vera og búa þarna. Þetta gerist
hægt og hljótt en þarna á sér stað
þjóðernishreinsun þegar fólki eru
skapaðar þannig aðstæður að það er
eins og það búi í stóru fangelsi og er
allar bjargir bannaðar. Þá hlýtur það
fyrr eða síðar að gefast upp og þetta
er maður farinn að sjá nú þegar unga
fólkið er hreinlega farið að flytjast í
burt,“ segir Sveinn Rúnar.
Sveinn Rúnar Hauksson læknir er nýkominn heim úr heimsókn til Palestínu
Aðskilnaðarmúr Ísraela hefur
mikil áhrif á líf Palestínumanna
Baráttulist blómstrar í veggjakroti á aðskilnaðarmúrnum.
Sveinn Rúnar ásamt palestínskum hermanni. Landtökulið gyðinga eftirlét
Palestínumönnum synagóguna í Neve Dkalim en eyðilagði öll önnur hús.
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
Fréttir á SMS