Morgunblaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 11 MINNSTAÐUR VESTURLAND STÆRSTA verkefni Sögufélags Borgarfjarðar hefur verið að gefa út Borgfirskar æviskrár og þegar verkefninu lýkur verður þar að finna upplýsingar um þrettán þús- und manns. Nú er unnið að því að koma öllum þessum upplýsingum í gagnagrunn og stefnt að því að hann verði aðgengilegur á netinu. Á laugardaginn stóð Sögufélag Borgarfjarðar fyrir afmælisfyr- irlestri á Hótel Hamri þar sem dr. Þorbjörn Broddason prófessor hélt erindið Skalat maður rúnar rista nema ráða vel kunni. Í þess- um orðum Egils á Borg segir Þor- björn að endurspeglist ævaforn hugsun um hið skapandi og um- breytandi hlutverk boðskiptanna í allri tilveru okkar. Hann tengdi þetta nútímaboðskiptum og breyt- ingum á boðskiptaháttum, einkum hjá íslenskum ungmennum, með tilliti til bóka- og blaðalestrar, sjónvarpsnotkunar og nýju miðl- anna. Snorri Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri Vesturlands, er for- maður Sögufélags Borgarfjarðar. Hann sagði að á fjörutíu ára af- mæli félagsins árið 2002 hefði ver- ið ákveðið að bjóða upp á fyr- irlestra í kringum afmælisdaginn á hverju ári um söguleg málefni og sitthvað sem tengdist þeim. Félagið var stofnað 7. desember 1962. Áhugi á mannfræði frá blautu barnsbeini Snorri fæddist á Hvassafelli í Norðurárdal og segist alltaf hafa haft áhuga á mannfræði og ætt- fræði. Líklega hafi það haft mikil áhrif á hann að Jón á Laxfossi, föðurbróðir hans, hafði mikinn áhuga á fólki og var duglegur að spyrja þá sem hann hitti um ættir þeirra og uppruna og kynntist þannig fjölda fólks. Snorri stundaði nám á Laug- arvatni og síðar í Mennta- skólanum í Reykjavík. Hann lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði á miðjum aldri. Eftir landspróf varð hann farkennari í Norðurárdal og Þverárhlíð og kenndi síðan aftur í tvo vetur eftir stúdentspróf. Hann kenndi í 19 ár við Samvinnuskól- ann á Bifröst og var jafnframt bóndi á Hvassafelli. Hann varð Fræðslustjóri Vesturlands árið 1975 og flutti þá í Borgarnes. Því starfi gegndi hann til 1996 þegar það var lagt niður. Næstu fjögur árin veitti hann Skólaskrifstofu Vesturlands forstöðu. Snorri hefur ritað sögu Sparisjóðs Mýrasýslu. Þrettán þúsund manns fæddir 1950 og fyrr „Sögufélag Borgarfjarðar var stofnað af góðum hópi manna, sem allt voru áhrifamenn í héraðinu,“ sagði Snorri. „Það var stofnað um verkefnið Borgfirskar æviskrár og var markmiðið að safna og gefa út borgfirskar sögur og æviskrár og gert ráð fyrir að upplýsingar birt- ust um alla sem áttu heima í Borgarfjarðarhéraði frá 1703 þeg- ar fyrsta manntalið var gefið út. Tilgangurinn var auðvitað að safna saman þessum upplýsingum á einn stað. Gengið var út frá að þarna kæmu fram upplýsingar um alla bændur, fæðingardag þeirra og fæðingarár, hvar þeir bjuggu, maka þeirra og börn og starfs- heiti. Eiginkvenna þeirra var ekki getið annars staðar, en einhleypra kvenna sem höfðu búsforráð var getið sérstaklega. Í fyrstu bindin vantar heil- miklar upplýsingar um fólk sem ekki hafði búsforráð auk þess sem þessi fyrstu bindi gjalda þess að ekki var nógu styrk ritstjórn á þeim. Leiðréttingar hafa þó komið fram í síðari bindum að einhverju leyti. Nú eru komin út 12 bindi og það 13. í undirbúningi. Vonandi kemur það út á næsta ári. Við sjáum að þörf er á einu bindi til viðbótar og þar með ættu að vera komnar inn upplýsingar um Borg- firðinga sem fæddir eru árið 1950 og fyrr.“ Um 900 uppflettinöfn eru í hverju bindi og þegar allar bæk- urnar verða komnar út verða þar upplýsingar um 13.000 manns og segir Snorri að ættfræðingar telji Borgfirskar æviskrár eitt af betri ættfræðiritum sem komið hafa út á Íslandi. Fyrsta bindið kom út árið 1969 og komu sex bindi út á 10 árum. Eftir það varð hlé á útgáfuinni til 1985 þegar 7. bindið kom út og síðan kom 8. bindið árið 1991. Þeir sem sáu um skráningu, þeir Að- alsteinn Halldórsson frá Litlu- Skógum, Ari Gíslason á Akranesi og Guðmundur Illugason í Reykja- vík, voru orðnir fullorðnir menn og félagið í nokkrum vandræðum með hvernig halda ætti útgáfunni áfram. Verkefnið tekið föstum tökum Um þetta leyti var dr. Þuríður Kristjánsdóttir frá Steinum í Staf- holtstungum að hætta störfum við Kennaraháskólann og tók hún að sér verkefnið. „Það var ómetanlegt fyrir félag- ið að fá Þuríði. Hún er góður vís- indamaður og hefur verkefnið ver- ið tekið föstum tökum í hennar tíð. Með henni hefur unnið Svein- björg Guðmundsdóttir Illuga- sonar,“ sagði Snorri. Allar bækurnar eru til og að- allega seldar af trúnaðarmönnum, sem félagið hefur í flestum sveit- um Borgarfjarðarhéraðs, gegn staðgreiðslu. Snorri segir það hafa gefist vel. Einnig hafa þær verið til sölu í bókabúðinni á Akranesi og bókaverslunum Máls og menn- ingar og á bókamörkuðum. Þá er bækurnar einnig að finna á bóka- söfnum, sem mörg eru með góðar sérdeildir um ættfræði. Nú eru þær 12 bækur sem komnar eru út seldar saman á 20.000 krónur og á hverju ári kaupa þó nokkuð margir safnið. Þá er alltaf eitthvað um að fólk kaupi einstakar bækur inn í safn- ið. Sögufélag Borgarfjarðar hefur einnig gefið út Æviskrár Akurnes- inga og hófst sú útgáfa 1990. Út eru komin fjögur bindi og fjalla þau um Akurnesinga á 20. öldinni. Eldri Akurnesingar eru inni í Borgfirskum æviskrám. Á síðustu árum hefur Sögu- félagið gefið út íbúatal á fimm ára fresti. Snorri segir að þessum bókum hafi verið vel tekið og þær séu mikið notaðar. Þar kemur fram nafn, kennitala, starfsheiti, fæðingarstaður og heimilisfang allra íbúa Akraness og Borgar- fjarðarhéraðs. Í fyrra hófst að nýju útgáfa Borgfirðingabókar en fyrsta bókin kom út 1981 og komu þá út þrjár bækur á fjórum árum. Borgfirð- ingabók 2005 kom út í vor og hef- ur Finnur Torfi Hjörleifsson rit- stýrt þessum tveimur síðustu bókum. „Þetta eru nokkurs konar ár- bækur þar sem birtar eru skýrslur um ýmis mál auk fróð- leiks og skáldskapar fólks úr hér- aðinu,“ sagði Snorri. „Við vorum ákaflega heppin að fá Finn Torfa til að ritstýra því hann er bæði nákvæmur og mikill smekk- maður.“ Stoltur af gagnagrunninum Um 400 félagar eru nú í Sögu- félagi Borgarfjarðar og segist Snorri ekki vita hver framtíð svona félagsskapar er. Hann von- ar þó að félagið geti áfram unnið að einhvers konar útgáfu. Snorri segist stoltur af því að nú sé stefnt að því að koma öllum þeim ættfræðifróðleik sem félagið hefur safnað inn í gagnagrunn og gera hann aðgengilegan á netinu. Með því vonast hann líka til að auð- veldara verði að bæta við meiri upplýsingum. „Nú er búið að skanna inn öll eldri bindin, en þrjú þau síðustu voru unnin í tölvu og því aðgengi- leg í tölvutæku formi. Þetta hefur hugbúnaðarfyrirtækið Nepal í Borgarnesi unnið fyrir okkur. Þegar búið verður að koma 13. bindinu út verður hægt að fara að ákveða hvernig þessi gagna- grunnur verður nýttur. Við sóttum um styrk frá ríkinu úr sjóði sem ætlað er að styrkja skráningar og miðlun menningarefnis á lands- byggðinni og fengum. Við sáum fram á það að ef að varðveita ætti þennan fróðleik fyrir komandi kynslóðir yrðum við að koma hon- um á framfæri með þessum hætti.“ Nöfn 13.000 Borgfirðinga í Borgfirskum æviskrám Upplýsingar fyrir komandi kynslóðir þurfa að vera aðgengilegar á netinu Formaður Sögufélagsins Snorri Þorsteinsson heima hjá sér í Hrafnakletti í Borgarnesi. Hann segir að frá Hrafnakletti sjái hann sjö kirkjur í héraðinu. Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.