Morgunblaðið - 05.12.2005, Side 14
14 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ERLENT
Washington. AFP. | Uppnámið, sem
orðið hefur í Evrópu vegna hugs-
anlegra pyntingarbúða CIA, banda-
rísku leyniþjónustunnar, og leyni-
legs flugs með fanga þykir sýna vel
þann mun, sem er á Bandaríkja-
mönnum og Evrópumönnum og á
skoðunum þeirra á baráttunni gegn
hryðjuverkum.
Eftir hryðjuverkin í Bandaríkj-
unum 11. september 2001 töldu
margir Bandaríkjamenn, að hryðju-
verkamenn væru hvarvetna á næsta
leiti og tilbúnir til nýrra árása. Í
Evrópu höfðu menn hins vegar dá-
lítið aðrar skoðanir á því.
„Bandaríkjamenn hafa verið upp-
fullir af ótta við yfirvofandi ógn og
þeim hefur fundist sem það væri
ekki neinn tími til að leita nægra
sannana og fara með málin fyrir
dómstóla,“ segir Simon Serfaty,
sérfræðingur í evrópskum málefn-
um við CSIS, rannsóknastofnun í
herfræði- og alþjóðamálum, í Wash-
ington.
„Evrópumenn aftur á móti líta
svo á, að þótt ógnin sé fyrir hendi,
þá sé hún ekki svo yfirþyrmandi, að
þeir hafi ekki tíma til að hugsa mál-
in og komast um leið hjá því að láta
tilganginn helga meðalið.“
Dieter Dettke, sérfræðingur í
þýskum stjórnmálum við Friedrich
Ebert-stofnunina í Washington,
segir einnig, að reiði Evrópumanna
vegna fangaflugsins endurspegli
ólíka afstöðu þeirra og Bandaríkja-
manna til hryðjuverkabaráttunnar.
„Við lítum meira á hana út frá
lagalegu sjónarmiði en Bandaríkja-
menn, sem virðast ekki hafa
áhyggjur af því að sniðganga lögin.“
Mannréttindabrot
Upplýsingar um, að CIA væri
með leynileg fangelsi til að yfir-
heyra meinta hryðjuverkamenn í
nokkrum Austur-Evrópuríkjum og
flugvélar á hennar vegum hefðu
millilent víða í Evrópu, komu fyrst
fram í byrjun síðasta mánaðar.
Reynist þetta rétt, er um að ræða
brot á Mannréttindasáttmála Evr-
ópu og framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins, ESB, segir, að hafi
eitthvert aðildarríki tekið þátt í
þessu, eigi það á hættu að verða
svipt atkvæðisrétti í ráðherra-
ráðinu.
Í fyrstu neitaði Bandaríkjastjórn
að tjá sig um málið en eftir að
þrýstingurinn frá ESB jókst, lofaði
hún formlegum svörum. Búist er
við, að um þetta verði mikið spurt í
heimsókn Condoleezzu Rice, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, til
fjögurra Evrópuríkja nú í vikunni,
Þýskalands, Rúmeníu, Úkraínu og
Belgíu, en á föstudag kvaðst hún
mundu tjá sig um málið áður en hún
legði upp í Evrópuferðina í dag.
„Það er langlíklegast, að svörin
verði þau, að Bandaríkjamenn
áskilji sér rétt til að grípa til hvaða
ráða sem er í hryðjuverkastríðinu,“
segir Christopher Preble hjá Cato-
stofnuninni. „Og sannleikurinn er
sá, að margir Bandaríkjamenn, ekki
allir, eru sammála því. Í Evrópu er
allt annað uppi á teningnum.“
Michael Calingaert, sérfræðingur
í evrópskum málefnum við Brook-
ings-stofnunina, segir það leitt, að
þetta hneyksli skuli koma upp nú
þegar Atlantshafsríkin séu að reyna
að bæta samskiptin eftir ágreining-
inn um Írak.
„Þetta mun ekki bæta ímynd
Bandaríkjanna og verða vopn í
höndum þeirra, sem gagnrýna
Bandaríkin mest fyrir Íraksstríðið.“
Deilur um fanga-
flug endurspegla
ólík viðhorf
Mismunandi afstaða Bandaríkjanna
og Evrópu til hryðjuverkastríðsins
● GENGI bréfa breska lággjaldaflug-
félagsins easyJet hefur hækkað
verulega að undanförnu eða um tæp
4% á fimmtudaginn og síðan um nær
2,6% á föstudag. Var gengi bréfanna
við lokun markaða komið í 351 pens
á hlut og hefur ekki verið svo hátt frá
vorinu 2002. Í lok október jók FL
Group hlut sinn í easyJet úr 14% í
16,2% en frá síðustu mánaðamótum
hafa bréf easyJet hækkað um 17%.
Enn hækka
bréf easyJet
● VELTA Icelandic Group árið 2006
er áætluð 110–120 milljarðar
króna, sem er aukning um allt að
25%. Heildarsala sjávarafurða í
Bandaríkjunum og Asíu er áætluð
47 milljarðar króna, þar af fyrir um
30 milljarða í Bandaríkjunum. Í Evr-
ópu er reiknað með sölu upp á 63
milljarða króna. Þetta kom fram á
kynningarfundi fyrirtækisins á
föstudag vegna níu mánaða upp-
gjörs.
Á fjórða ársfjórðungi þessa árs er
reiknað með almennt góðum rekstri
á flestum sölusvæðum, nema að
búist er við erfiðleikum í Frakklandi.
Greiningardeildir bankanna hafa far-
ið jákvæðum orðum um níu mán-
aða uppgjör Icelandic Group og tal-
ið það yfir væntingum sínum.
Aukin velta Icelandic
Group um fjórðung
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
EIMSKIP Transport AB, dótt-
urfélag Eimskips í Svíþjóð hefur
stóraukið umsvif sín, bæði með
kaupum á félaginu WLC Tran-
sport & Spedition AB í Hels-
ingborg og með byggingu á nýju
vöruhúsi, að því er fram kemur í
tilkynningu sem Eimskip sendi frá
sér í gær.
Nýlega festi Eimskip kaup á
WLC Transport & Spedition og
hefur Eimskip tekið við rekstri fé-
lagsins. Rekstur WLC er hlið-
stæður því sem er hjá Eimskip
Transport AB og rekur WLC einn-
ig sitt eigið vöruhús. Hefur rekst-
ur beggja félaganna verið samein-
aður og jafnframt hefur verið
samið um byggingu á nýju og full-
komnu vöruhúsi fyrir starfsemina,
en eldri húsin hafa verið seld.
Geymslurými Eimskips Tran-
sport AB meira en tvöfaldast með
þessu nýja vöruhúsi. Heildarstærð
nýja vöruhússins er um sjö þúsund
fermetrar og að auki verða um
500 fermetrar nýttir undir skrif-
stofuhúsnæði. Nýja vöruhúsið
verður tekið í notkun næsta haust.
Eimskip Transport AB er með
rekstur bæði í Gautaborg og Hels-
ingborg en Eimskip siglir til
Gautaborgar í áætlunarsiglingum.
Eimskip keypti flutningafélagið
Anderson Shipping AB í Hels-
ingborg árið 1997 og var nafni
þessi síðar breytt í Eimskip Tran-
sport AB. Starfsemi Eimskips í
Helsingborg hefur undanfarið fal-
ist í rekstri vöruhúss, bæði fyrir
þurrvöru og kælivöru, landflutn-
ingum, tollafgreiðslu, umboðs-
mennsku og almennri flutnings-
miðlun.
Eimskip eykur
umsvif sín í Svíþjóð
EITT af fyrstu jólakortunum var
selt á uppboði í London um helgina
og fékkst fyrir tæp ein milljón ís-
lenskra króna. Það var sjálfur upp-
hafsmaður jólakortanna, Sir
Henry Cole, sem prentaði kortin,
1.000 að tölu, árið 1843 en af þeim
er nú vitað um 10. Jakki Brown,
framkvæmdastjóri Samtaka tæki-
færiskortaframleiðenda, keypti
kortið gamla og sagði þá, að þeir
væru margir, sem ættu atvinnu
sína og afkomu Sir Henry Cole að
þakka.
Kortið sýnir fjölskyldu við
veisluborð og á því stendur „Gleði-
leg jól og farsælt, nýtt ár.“ Það var
málarinn John Calcott, sem teikn-
aði kortið, en eftir að það hafði
verið prentað, var það handmálað.
AP
162 ára gamalt jólakort
Astana. AFP. | Allt benti til, að
Nursultan Nazaebayev, forseti
Kasakstans, hefði unnið yfir-
burðasigur í forsetakosningun-
um í landinu í gær. Stjórnar-
andstaðan segir hins vegar, að
um víðtækt svindl hafi verið að
ræða.
Útgönguspár bentu til, að
Nazarbayev hefði fengið á milli
80 og 90% atkvæða en Aidos
Sarimov, talsmaður eins stjórn-
arandstöðuflokksins, sagði, að
kjörskrár hefðu verið falsaðar
og kjörsóknin, sem er sögð hafa
verið 75,5%, hefði verið allt
önnur og minni.
Nazarbayev hefur stýrt Kas-
akstan í 16 ár og virðist nú mun
gera það í sjö ár enn.
Nazarba-
yev sigraði