Morgunblaðið - 05.12.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 05.12.2005, Síða 16
„VIÐ byrjum að taka þorpið fram um miðjan nóvember,“ segir Bryn- dís Rut Jónsdóttir. „Það tekur tíma að hagræða og ákveða hvar húsin eiga að standa og svo er það kirkjan, tjörnin, dansandi fólk og aðrir íbúar að ógleymdri hestakerrunni en hún er í uppáhaldi á heimilinu.“ Þau hjónin Bryndís og Jón Brynjar Birg- isson fengu fyrsta húsið fyrir um þrem- ur árum og hafa síðan verið að bæta við nýjum húsum, fólki og trjám. Fyrstu húsin voru keypt á netinu en nú fást þau í verslunum hér á landi. „Okkur finnst jólin vera að koma þegar við erum að dunda við að setja þorpið upp,“ segir Jón Brynj- ar. „Og það er ekki kastað til þess hendinni. Við grípum í þetta stund og stund í hvert sinn.“ Kirkjan og sum húsanna eru upp- lýst og gefa þorpinu skemmtilegan svip. „Við byrjum á landslaginu og ákveðum hvar húsin eiga að standa,“ segir Bryndís. „Elstu hús- in og jafnframt þau fyrstu sem við eignuðumst eru uppi í hæð og þessi nýrri og stærri eru fyrir neðan. Landslagið höfum við mótað úr steinum og lyngið er úr móunum hér fyrir utan.“ Jóla- þorp í stofunni  SKRAUT Morgunblaðið/Árni Sæberg Hestvagninn er í miklu uppáhaldi í jólaþorpinu. Jón Brynjar Birgisson, Árni Jökull Jónsson og Bryndís Rut Jónsdóttir, með jólaþorpið sem stækkar á hverju ári. Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Árangur fer eftir gæðum Hvaða Spirulina ert þú að taka? www.celsus.is 29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega · GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaðir og hreinir, ræktaðir í ferskvatni eftir ströngum gæðastaðli. ISO9001 · ISO14001 V o ttað 100% lífræ nt Fæst í öllum apótekum. Greinilegur árangur eftir nokkra daga inntöku Aukið úthald, þrek og betri líðan Yggdrasill daglegtlíf ídesember EKKI SVÆFT NÝUNG Í ÓFRJÓ- SEMIS- AÐGERÐ- UM JÓLIN ERU AÐ KOMA ALGENG þunglyndislyf geta haft varanleg neikvæð áhrif á beinagrindina að því er norsk rannsókn gefur til kynna. Rannsóknin tók til lyfsins Pro- zac en fleiri þunglyndislyf virka eins og Prozac og hægt að draga þær ályktanir að áhrif þeirra á beinagrindina séu þau sömu, að því er fram kemur á vefnum forskning.no. Þegar fólk notar þunglyndislyf af þessu tagi eykst magn serótón- íns í heilanum en það er mik- ilvægt efni í boðskiptum heil- ans. Aukið magn þess hefur jákvæð áhrif á þunglyndi og andlega vanlíðan en lyfin hafa einnig áhrif á serótónínmagn annars staðar í líkamanum. Þunglyndislyfin virðast trufla jafnvægi á milli uppbyggjandi og niðurbrjótandi efna í bein- um mannslíkamans og er talið að beinin verði viðkvæmari fyr- ir vikið. Og líkurnar á bein- þynningu aukast. Frekari rannsóknir á þessu fara nú fram bæði í Hollandi og Bandaríkjunum en norska rannsóknin, sem er dokt- orsrannsókn læknisins Björns I. Gustafssons við NTNU- háskólann, leiddi einnig í ljós að samhengi er á milli serótón- íns í blóðinu og skemmda í hjartalokum, svokallað carc- inoide-einkenni. Ef það er ekki meðhöndlað getur það verið lífshættulegt, að því er fram kemur á forskning.no. Bein- þynning og þung- lyndislyf  HEILSA AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.