Morgunblaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
M
iklar breytingar hafa orðið
í mjólkurfarmleiðslu á síð-
ustu árum. Bændum hefur
fækkað, búin hafa stækk-
að og jafnframt hafa
bændur verið að ráðast í miklar fjárfest-
ingar í húsnæði og tækjum. Magnús
Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsöl-
unnar, segir að samhliða hafi orðið mikil
hagræðing í mjólkuriðnaðinum sem sjá-
ist best í því að heildsöluverð á mjólk
hafi ekkert breyst í þrjú ár á sama tíma
og verð til bænda hafi hækkað.
Osta- og smjörsalan er sameignarfyr-
irtæki í eigu mjólkursamlaganna í land-
inu. Það sér um allt markaðsstarf og
sölu á ostum fyrir samlögin, pökkun á
föstum ostum, sölu á smjöri, öðru viðbiti
og mjólkurdufti. Fyrirtækið velti á síð-
asta ári um 5,4 milljörðum króna. Á und-
anförnum árum hefur sala á ostum auk-
ist um 7–10% árlega og er komin upp í
um 16 kíló á mann, en var í kringum
1960 u.þ.b. 2,5 kíló.
Breytt eignarhald
Að stofnun Osta- og smjörsölunnar árið
1958 stóðu Mjólkursamsalan og Sam-
band íslenskra samvinnufélaga, SÍS, en
eignarhaldið er breytt í dag.
„Umhverfið hefur breyst mikið á þess-
um bráðum 50 árum,“ segir Magnús.
„Nú eru eigendurnir einungis fjórir, þ.e.
MS, Norðurmjólk, Kaupfélag Skagfirð-
inga og Mjólkursamlag Ísfirðinga.
Osta- og smjörsalan sér um sölu á
framleiðsluvörum eigenda sinna og flytur
einnig inn ost. Það er einnig nokkur
framleiðsla á okkar vegum í húsnæðinu á
Bitruhálsi í Reykjavík. Við pökkum nán-
ast öllum osti sem framleiddur er í land-
inu, búum til rifinn ost, framleiðum
smurost og ostakökur. Við erum hins
vegar ekki í frumframleiðslu. Við rekum
umfangsmikið dreifingarkefi og dreifum
um 50% af öllum mjólkurvörum í land-
inu.“
Osta- og smjörsalan er ráðandi aðili á
ostamarkaði. Fyrirtækið er þó ekki eitt
um að selja ost. Ostahúsið hefur verið á
þessum markaði í allmörg ár, en það
framleiðir rjómaost og fleira, en hráefnið
kaupir fyrirtækið af Osta- og smjörsöl-
unni. Síðan er Mjólka ehf. að koma inn á
þennan markað. „Mjólka var að koma
með fetaost inn á markað í samkeppni
við okkur og innflutning. En það er einn-
ig heilmikið flutt inn af fetaosti af öðr-
um,“ segir Magnús.
Er ykkar framleiðsla háð opinberri
verðlagningu?
„Það er opinber verðlagning á
ákveðnum vöruliðum sem við erum að
selja, annað er frjálst. Verðlagsnefnd bú-
vöru verðleggur ákveðna vöruliði og því
verðum við að hlíta, en síðan getum við
verðlagt svokallaða sérvöru sjálfir.
Verðlag á mjólkurvörum hefur ekki
hækkað í þrjú ár. Venjan var sú að verð
verkaskipti
landinu og
smjörsölun
ríki einhver
„Eigendu
geta keppt
Það er t.d.
mygluost á
síðan keppa
eru hugmy
inu frekar
Það er líka
Menn kepp
hinn framle
eitthvað í h
Vörufram
urvörum he
ustu árum.
koma fram
fyrir að ma
megi fullyr
gott. Hvað
andinn geti
ostum eða
Neysla á
Er ekki sjá
stöðvast?
„Nei, þes
Það lítur út
ágætt ostaá
orðin gríða
merkilegt a
auka ostasö
þessi gríða
skyrdrykkj
ert ekki að
tíma og þú
kannski má
áhrif á sölu
Eigum lík
í innflutni
Þegar innfl
tollum var
talsvert ma
ost, en síða
„Jú, það
upphafi. Í d
tonn, auk 1
kom til veg
menn. Þess
mega bjóða
unni höfum
um málum.
höfum stun
ekki. Tilgan
vöruúrval.
hækkaði um áramót, en það hefur ekki
hækkað í þrjú ár þrátt fyrir að framleið-
endur hafi fengið hækkun til sín.“
Finnst þér tímabært að afnema þessa
opinbera verðlagningu?
„Það hefur verið heilmikið rætt um
það og í augnablikinu er mikil umræða
um þetta kerfi almennt. Það má ekki
gleyma því að aðilar vinnumarkaðarins
eiga sæti í verðlagsnefnd búvara og þeir
vakta verðlagningu okkar og hafa heil-
mikið um hana að segja. Ef að það ætti
að afnema opinbera verðlagningu á
mjólkurvörum yrði að taka allt kerfið til
endurskoðunar, þ.e.a.s. til framleiðand-
ans líka. Það er að mínum dómi ekki
hægt að afnema heildsöluverðlaginguna
eina og sér og lögbinda áfram verðið á
mjólkinni til bóndans. Við getum ekki
starfað á markaðnum bundnir í annan
fótinn.
Það er mín skoðun að þetta kerfi hafi
reynst neytandanum ágætlega og að
sjálfsögðu bóndanum einnig.
Í eðli sínu er það þannig að það er
verið að framleiða ferskvöruna næst
markaðinum á höfuðborgarsvæðinu og
umfangsminni vöru sem hefur lengri líf-
tíma lengra í burtu, sem m.a. þýðir
minni flutningskostnað. Samtök af-
urðastöðva stýra því nokkuð hvar það er
gert, en mjólkursamlögin hafa svolítið
um það að segja einnig hvað er fram-
leitt.“
Viðhorf til mjólkurfitunnar
að breytast
Magnús segir að það sé að verða talsvert
vandamál hversu mikill munur sé á
neyslu próteins annars vegar og á fitu
hins vegar, en ástæðan er mikil sölu-
aukning á fitulitlum mjólkurvörum, ekki
síst skyri. „Maður hefur það þó á tilfinn-
ingunni að viðhorf til mjólkurfitunnar sé
að breytast. Það var söluaukning á
smjöri á síðasta ári og sú aukning virðist
ætla að halda áfram. Eftir sem áður
þurfum við að flytja út talsvert mikla
fitu og hún er seld á heimsmarkaðsverði
sem er ekki hátt. Síðan líðum við fyrir
hátt gengi krónunnar eins og aðrir út-
flytjendur. Við höfum flutt út smjör til
nánast allra heimshorna. Ég er viss um
að ís sem íslenskir ferðamenn hafa borð-
að í Taílandi hefur verið framleiddur úr
íslensku smjöri.“
Það liggur fyrir að það er ákveðin
Forstjóri Osta- og smjörsölunnar segir að m
Verð á mjólk
ekki hækkað
„Það er í sjálfu sér merkilegt að það skuli vera hægt að auk
verður þessi gríðarlega söluaukning á skyri og skyrdrykkj
Magnús Ólafsson, for-
stjóri Osta- og smjörsöl-
unnar, segir að ef eigi að
afnema opinbera verð-
lagningu á mjólk verði um
leið að afnema þá trygg-
ingu sem bændur hafi fyr-
ir mjólkurverði. Hann
segir í samtali við Egil
Ólafsson að mjólkuriðn-
aðurinn geti ekki keppt á
markaðinum bundinn í
annan fótinn.
LEIT AÐ RISTILKRABBAMEINI
Stöðugar framfarir verða í bar-áttunni gegn krabbameini, þótt
enn sé langt í land í baráttunni við
þennan illvíga sjúkdóm. Forvarnir
eru mjög mikilvægar í viðureign-
inni vegna þess að því fyrr sem
krabbamein greinist þeim mun
ólíklegra er að það nái að dreifa sér
og líklegra að hægt verði að upp-
ræta það. Um árabil hefur farið
fram skipuleg leit að krabbameini í
leghálsi og brjóstum meðal kvenna
á Íslandi. Nú liggur fyrir þings-
ályktunartillaga á Alþingi um að
hefja skiplega leit að krabbameini í
ristli og er hún til meðferðar hjá
heilbrigðis- og trygginganefnd.
Finnar tóku fyrstir Norðurlanda-
þjóða upp slíka leit í september
2004 og segir Nea Kristine Malila,
læknir hjá Krabbameinsfélagi
Finnlands, sem stödd var hér á
landi til að kynna árangurinn í lið-
inni viku, að þátttakan hafi verið
vonum framar. Hún segir að rann-
sóknarniðurstöður sýni að skimun
bjargi mannslífum og sönnunar-
gögnin séu traust.
Ásgeir Theodórs yfirlæknir hefur
unnið að undirbúningi skipulegrar
leitar að ristilkrabbameini hér á
landi. Hann segir að allir séu sam-
mála um að skipuleg leit beri ár-
angur, en deilt sé um hversu mik-
inn og hver kostnaðurinn sé.
Ristilkrabbamein greinist yfir-
leitt á aldrinum 70 til 80 ára, en
eins og Ásgeir segir byrjar það oft-
ast sem góðkynja separ í ristlinum
og tekur um sjö til níu ár að breyt-
ast í illkynja mein.
Vinnuhópur á vegum landlæknis
hefur lagt til að hafin verði leit
meðal karla og kvenna á aldrinum
55 til 70 ára á tveggja ára fresti. Þá
sé hægt að greina sjúkdóminn á
byrjunarstigi áður en hann nái að
dreifa sér og ná árangri í meðferð
hans.
Nú deyja árlega að meðaltali 55
Íslendingar á ári af völdum krabba-
meins í ristli. Ásgeir segir að með
skipulegri leit að ristilkrabbameini
megi fækka dauðsföllum af völdum
þess um 10 til 12 á ári.
Skimunin færi þannig fram að
fólk fengi sent próf og ætti að
senda það til baka. Búast mætti við
að það yrði sent 13 þúsund Íslend-
ingum á áðurnefndu aldursskeiði
og af þeim þyrftu að öllum lík-
indum rúmlega þúsund að fara í
ristilspeglun. Árlegur kostnaður
yrði sennilega um 30 milljónir á
ári.
Hér er einfalt mál á ferðinni og
útreikningurinn ekki flókinn.
Mannslíf verða aldrei metin til fjár,
en 30 milljónir króna fyrir 10 til 12
mannslíf er ekki há upphæð. Evr-
ópusambandið hefur hvatt til þess
að aðildarríkin hefji skimun eftir
krabbameini í ristli hjá fólki 50 ára
og eldra og Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin gerir slíkt hið sama. Það
er sennilega einfaldara fyrir Ís-
lendinga að skipuleggja og fram-
kvæma skipulega leit að ristil-
krabbameini en flestar aðrar þjóðir
vegna smæðar samfélagsins. Hér
er hægt að vinna gott verk með
einföldum hætti.
GOTT FRAMTAK
Það var gott framtak hjámenntaráði Reykjavíkur-borgar að láta gera skýrslu
um aðdraganda kennaraverkfallsins
fyrir ári. Og óvenjulegt. Ætli séu
nokkur dæmi þess, að samningafer-
ill hafi verið kannaður með þessum
hætti?
Stefán Jón Hafstein, formaður
menntaráðs, sagði af þessu tilefni í
samtali við Morgunblaðið:
„Ég leyfi mér að tala fyrir hönd
þeirra, sem við höfum sezt að borði
með, bæði kennara og samninga-
nefndar okkar, þegar ég segi að við
séum tilbúin til að líta á þetta gagn,
sem leiðarvísi til framtíðar, en ekki
sakbendingu um það, sem gerðist í
fortíðinni.“
Skýrsluhöfundar segja:
„Brýnt er að hið opinbera og
stéttarfélög kennara skoði með
skipulögðum hætti hvernig megi
komast hjá slíkum alvarlegum
kjaradeilum í framtíðinni og hvern-
ig unnt sé að tryggja betri sátt um
kjör kennara en verið hefur.“
Eiríkur Jónsson, formaður Kenn-
arasambands Íslands, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær í tilefni
af þessari skýrslugerð:
„Mér finnst margt í þessari
skýrslu skrítið og annað er skárra
en það hefur margoft komið fram að
það vantar allan trúnað á milli
samningsaðila. Stuttu eftir þetta
verkfall fór ég að vinna með leik-
skólakennurum í kjarasamninga-
gerð og það var allt öðru vísi.“
Það er gömul saga og ný, að í
kjarasamningum getur skapazt sér-
stakt andrúmsloft, sem enginn utan
samninganefndanna skilur. Andrúm
stífni og þvermóðsku. Þó er það svo,
að með þeim einfalda hætti, að fólki
tali saman, er oft hægt að vinna lítil
kraftaverk.
Kennarar hafa átt og eiga kröfu
til meiri viðurkenningar á mikilvægi
starfa þeirra en þeir hafa lengst af
notið. Í því felst, að það á að við-
urkenna framlag þeirra til sam-
félagsins með sómasamlegum laun-
um. Og það er líka löngu tímabært
að undirstrika með afgerandi hætti
mikilvægi kennarastarfsins, sem oft
hefur verið gert lítið úr. Í þjóðfélagi
nútímans eru fá störf jafn mikilvæg
og kennarastarfið. Kennarar geta
ráðið úrslitum um hvernig ungu
fólki farnast í lífinu.
Vonandi verður þessi vinna á veg-
um menntaráðs Reykjavíkurborgar
til þess, að kjarasamningar við
kennara og raunar kjarasamningar
borgarinnar almennt og annarra að-
ila, sem þurfa að semja um kaup og
kjör, fari fram með skipulegri og
skynsamlegri hætti en gerðist fyrir
ári.
Takist það hefur miklu verið
áorkað með þessari skýrslugerð.