Morgunblaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ var sterk upplifun að sitja fund sem Framkvæmdasvið Reykja- víkurborgar stóð fyrir, um málefni Sundabrautar fyrir skömmu, ekki síst fyrir málefnalega, og í flest- um tilvikum vel fram- setta, gagnrýni íbúa og forsvarsmanna sam- taka þeirra í Laugardal og Grafarvogi. Hug- urinn leitaði tvö ár til baka; til stofnunar hagsmunasamtaka íbúa í Garðabæ og til átaka um breikkun Reykja- nesbrautar þar í bæ. Hefur enginn lærdóm- ur verið dreginn af þeirri reynslu? Þurfa íbúar í nágrenni Sundabrautar að byrja á núllpunkti aftur? Hvers vegna skilyrða rík- isstjórn og Alþingi síðbúna fjárveit- ingu til vegamála í höfuðborginni? Það er áhyggjuefni hvernig ný þekking í þágu almannaheilla og auk- inna lífsgæða verður oftar en ekki að koma frá almenningi í stað kjörinna fulltrúa hans. Talsverðum fjármunum er varið af almannafé til ferða þing- manna og embættismanna á milli landa til skrafs og ráðagerða. Þeim virðist líkt farið og embættismönnum fyrr á öldum; að ná illa að koma tækniframförum og nýrri þekkingu á framfæri við þjóðina. Eins og menn sjálfsagt vita voru það óbreyttir Vest- ur-Íslendingar sem komu hjólinu til Íslands árið 1874, öldum eftir að það var fundið upp, en ekki embætt- ismennirnir sem voru í stöðugum ferðum til Kaupmannahafnar þar sem hestvagnar og kerrur voru á hverju strái. Tilkoma hjólsins olli byltingu í lífskjörum okkar eins og annarra þjóða. Þegar þjóðvegur er lagður í þéttri byggð verður að huga að mótvæg- isaðgerðum strax í upphafi þannig að lífsskilyrði íbúa verði ekki stórlega skert. Hvers virði er einbýlishús með fallegum garði, ef ekki er hægt að opna glugga eða tala saman úti við sökum hávaða? Ný lög og reglugerðir duga skammt ef enginn skilur tilgang þeirra né hvernig fara skuli eftir þeim, eins og nýleg dæmi sanna. Það hlýtur að byggjast á misskilningi og vanþekkingu þegar forsvarsmenn sveitarfélaga líta svo á að lífsgæði og mannlegar þarfir, sem bundnar eru í reglugerð um hávaða, séu Þrándur í Götu framfara. Þá er það gjör- samlega óviðunandi sjónarmið, að hlutverk Vegagerðar sé að leggja ódýrustu akstursleið í þéttbýli. Sama gildir um að vilji sveitarfélag breytingar á áætlunum, skuli það greiða kostnað sem bættri lausn fylgir, t.d. kostnað vegna hljóðvarna. Hvernig getur Vegagerðin á sama tíma farið í gegn- um heilu fjöllin á lands- byggðinni? Borga við- komandi sveitarfélög kostnaðinn sem dýrari lausn fylgir? Hvöss orð Ragnars Önundarsonar í Garðabæ í garð samgönguráðherra á nýliðnu ári eiga ekki síður við alþing- ismenn. Þeir setja leikreglurnar. Á ráðstefnu um skipulag Vatns- mýrarinnar voru reifaðar hugmyndir um hvernig bæta megi borgar- umhverfið. Það er sláandi að ekkert af þeim hugmyndum sem þar var hreyft, sjást við framlagðar útfærslur Sundabrautar. Engin tilraun er gerð til þess að meta áfallinn kostnað á íbúa vegna framkvæmdarinnar. Dan- ir, svo dæmi sé tekið, hafa um árabil stuðst við slíka útreikninga og rétt- lætt með þeim stóraukinn kostnað vegna hljóðvarna við vegi. Getur ver- ið að menn þekki ekki til þessara vinnubragða í Danmörku eða telja þeir kannski að þau eigi ekki við hér á landi? Það er deginum ljósara að fara verður í saumana á öllum fram- lögðum hugmyndum að legu og út- færslu Sundabrautar með fulltrúum hagmunasamtaka íbúa; teikna og út- færa þeirra hugmyndir ekki síður en þær sem fyrir liggja. Meta þarf um- hverfiskostnað sem fellur á íbúa ekki síður en á þegar kortlagða hagsmuni annarra hagsmunaaðila. Þá verður að skoða af fullri alvöru möguleika á að lækka svokallaðan hönnunarhraða umferðar þar sem hún liggur næst íbúðabyggð. Það er óskynsamlegt að láta umferð geysast í gegn um þétta byggð á 90 til 100 km hraða á klst. Hér væri vert að kynna sér hvað er að gerast í nágrannalöndum okkar. Það er aldrei of seint að læra. Umferðarskipulag á tímamótum? Ólafur Hjálmarsson fjallar um málefni Sundabrautar ’Þegar þjóðvegur erlagður í þéttri byggð verður að huga að mót- vægisaðgerðum strax í upphafi þannig að lífs- skilyrði íbúa verði ekki stórlega skert.‘ Ólafur Hjálmarsson Höfundur er verkfræðingur. ÁRIÐ 1985 tilnefndu Sameinuðu þjóðirnar 5. desember alþjóðlegan dag sjálfboðaliða. Tilgangurinn var sá að vekja athygli á framlagi sjálf- boðaliða í samfélaginu. Það er mismunandi eftir löndum og tíma hvernig sjálfboðin störf eru skilgreind. Nokkuð víðtæk sátt er þó um þá skilgreiningu að sjálfboðin störf séu „störf í þágu annarra en sjálfra sín og nánustu ættingja“. Samkvæmt þeirri skilgreiningu flokkast t.a.m. blóðgjöf, starf með íþróttafélögum, foreldrafélögum og starf með stjórnmálasamtökum und- ir sjálfboðin störf. Rauði krossinn er stærsta sjálf- boðahreyfing í heimi. Rauði krossinn starfar í 183 löndum og starfa um það bil 100 milljón sjálfboðaliðar í hans nafni, enda er sjálfboðastarf eitt af grundvallarmarkmiðum Rauða kross hreyfingarinnar. Án sjálfboðaliða væri enginn Rauði kross. Rauði kross Íslands var stofnaður árið 1924 og hefur á þeim tíma sem liðinn er sífellt vaxið fiskur um hrygg og starfa nú margar Rauðakross- deildir vítt og breitt um landið. Af þeim er Reykjavíkurdeild eðlilega langsamlega stærst og starfa um þessar mundir um 600 sjálfboðaliðar fyrir deildina. Hver þeirra vinnur að jafnaði 4–12 klst á mánuði. Ef við gefum okkur að hver og einn vinni 4 klst. – sem er lægsti sam- nefnarinn – skila sjálfboðaliðar deild- arinnar um 30.000 vinnustundum á ári. Meðalársverk er talið vera um 1800 vinnustundir og því má segja að sjálfboðaliðar Reykja- víkurdeildar skili á bilinu 17–50 árs- verkum í sjálfboðnu starfi. Skipulagning svo viðamikils starfs kallar á töluvert skrifstofu- og námskeiðahald og slíkt kostar eðlilega nokkra fjármuni. Í niðurstöðum vand- aðrar rannsóknar sem Steinunn Hrafns- dóttir, lektor í HÍ, vann árið 2002 fyrir Rauða kross Íslands, um mikilvægi sjálfboðins starfs fyrir íslenskt sam- félag, kom meðal annars fram, að hver króna sem Rauði krossinn ver í sjálfboðið starf þrefaldar gildi sitt, – og eru þá einungis efnahagsleg áhrif tekin með í reikninginn. Hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins eru fjölmörg verkefni sem sjálfboðaliðar sinna. Má þar nefna: Símsvörun í Hjálparsíma Rauða krossins 1717, heimsóknaþjónustu, starf með geðfötluðum, heim- ilislausum og í sölubúðum Rauða krossins. Sjálfboðaliðar deildarinnar starfa einnig að neyðarvörnum, sinna félagsstarfi með ungum hreyfihöml- uðum, fara í heimsóknir til fanga, starfa með flóttafólki og þannig mætti lengi telja. Stundum heyrast þær raddir að uppgangur sjálfboðahreyfinga geti á vissan hátt verið ógn við velferð- arkerfið. Sjálfboðin störf séu ekki eins markviss og skipuleg og opinber þjónusta og uppgangur sjálf- boðahreyfinga geti orðið til þess að hið opinbera ætli sjálfboðasamtökum um of að sjá um faglega þjónustu og dragi sjálft úr þjónustunni. Því er til að svara að sjálfboðin störf eru liðsauki en koma ekki í stað- inn fyrir opinbera þjónustu. Reykja- víkurdeild aðstoðar t.d. útlensk börn við heimanám. Þessi börn hafa ekki sömu forsendur til þess að fá þessa aðstoð heima hjá sér og íslensk börn. Þarna er því er verið að veita þjón- ustu sem er utan við skyldur skól- anna. Sjálfboðahreyfingar geta einnig verið þrýstihópar á stjórnvöld. Það voru t.d. sjálfboðafélög sem stóðu að uppbyggingu fyrstu barnaheimila og elliheimila hér á landi. Verkefni sem opinberir aðilar tóku seinna við. Sjálfboðahreyfingar eru kvikari og bregðast oft hraðar við en hið op- inbera. Eitt af hlutverkum Rauða krossins er að sýna fram á þjónustuþörf og draga sig svo til baka og eftirláta hinu opinbera verkefnið. Konukot, sem er athvarf fyrir heimilislausar konur, er nýjasta dæmið um það. Reykjavíkurdeild Rauða krossins kom því verkefni á laggirnar. Engin áform voru á þeim tíma innan Vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar um að koma á fót slíku verkefni enda ekki talin þörf fyrir það. Þörfin reyndist þó svo sannarlega vera til staðar eins og gestakomur í húsið hafa sýnt fram á. Það hefur orðið til þess að Velferðarsvið Reykjavík- urborgar hefur nú nýverið tekið þá ákvörðun að koma til móts við Reykjavíkurdeild um að auka þjón- ustu við þennan hóp. Undanfarin ár hefur Reykjavík- urdeild Rauða krossins staðið fyrir uppákomum 5. desember til að minna á alþjóðlegan dag sjálf- boðaliða. Laugarásbíó býður öllum börnum í bíó sem staðið hafa fyrir tombólu á árinu til styrktar Rauða krossinum. Opið hús er í húsnæði Reykjavíkurdeildar kl. 17–19. Þar gefst sjálfboðaliðum tækifæri til að hitta sjálfboðaliða úr öðrum verk- efnum og eiga saman góða stund. Er það von okkar að sem flestir sjálf- boðaliðar Reykjavíkurdeildar sjái sér fært að koma og minnast þess að án þeirra væri ekki hægt að halda svo mörgum verkefnum gangandi og raun ber vitni. Dagur sjálfboðaliðans Hrafnkell Tumi Kolbeinsson og Elfa Dögg S. Leifsdóttir fjalla um sjálfboðastarf Rauða kross- ins ’Undanfarin ár hefurReykjavíkurdeild Rauða krossins staðið fyrir uppákomum 5. desember til að minna á alþjóðlegan dag sjálf- boðaliða.‘ Hrafnkell Tumi Kolbeinsson Hrafnkell Tumi Kolbeinsson er for- stöðumaður ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Ís- lands. Elfa Dögg S. Leifsdóttir er verk- efnastjóri sjálfboðaliða Hjálparsím- ans. Elfa Dögg S. Leifsdóttir Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk- lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstiftis, bisk- ups Íslands, kirkjuráðs og kirkju- þings. Jakob Björnsson: Útmálun helvít- is. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum bor- ið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í far- artæki í þess stað, og enn meira bor- ið saman við að álið væri ella fram- leitt með raforku úr eldsneyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vegagerðin hafnar hagstæðasta tilboði í flug- vallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýjan innan- landsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Að gefa eða hóta? SÆNSKUR siður, forn og heiðinn, er að fóðra hest eða hreindýr Jólnis þegar hann þyrjar þjóð yfir, þeysir um himin, um vetrarsólhvörf, til að reka brott vættir myrkurs og kulda. Börnin hjálpa. Það er jólagjöf að gefa. Sleipnir eða hreindýrin þurfa kraft, til að Jólni takist þetta. Börnin bera út hey og hafra. Hjálpa hinu bjarta og hlýja, gróandanum, og hækkandi sól. Jólin eru fíngerður tími, fæðing ljóssins í norðrinu. Jólasveinar eru … Líklega eru jólasveinarnir fornu goðin. Eða e.t.v. forfeður okkar? Matargjafir og dýrkun guða, álfa og forfeðra um áramót gætu hafa verið bannaðar, svo við sögðum bara að jólasveinar stælu mat og ljósmeti. Stekkjastaur er heillavætturin í fjárhúsunum um fengitímann. Við óskuðum blæsma áa, góðs lamba- vors, mikillar áamjólkur. Allt fíngert og djúpt vakir um jólin Álfar eru leiðin inn í innri fjársjóð okkar. Elfur, álft, álfur, farvegur og flug til hins heilaga og æðsta innan mannsins. Þetta er dulmál mítanna, táknmál goðsagnanna. Þær luma á launsögn (allegoríu). T.d. eru Þyrnirós, Mjallhvít, Öskubuska og Rauðhetta goðsagnir í alþýðubúningi. Skiljið þið hvað þær tjá? Jólin eru ævaforn heiðin og helg hátíð Jólin – sem eru ýmist 22., 21. eða 20. desember – eru „hjól“. Fjórir spelir eru í hjólinu. Auk jólanna eru sum- arsólstöður og jafndægrin fornir há- tíðisdagar. Spelirnir fjórir í hringn- um mynda kross. Hjólið er t.d. að finna sem barrgreinakrans skreytt- an fjórum kertaljósum. Grýla er e.t.v. orðin til úr Gerði (sjá helgikvæðið Skírnismál), en mikil gleði ríkir um jól. Freyr er þá víst í gervi Leppalúða, sem bíður í lognfara lundi Barra. Gerður mun þar finna sitt guðlega innra eðli. Skilningurinn er spurning um vitundarstig Mér skilst að Þjóðleikhús Íslendinga hafi sett á fjalirnar klám í helgi- ljóðum. Slíkt vitnar aðeins um lágt vitundarstig. Að skilja eða skilja ekki launsögn goðsagna og boðskap fornra guðspjalla er spurning um andlegt þroskastig, vitundarstig hvers og eins. Heimskar mæður, engin ást Illa er komið fyrir mæðrum sem nota jólasvein sem hlýðnitæki. Hrá kartafla í skóinn er ekki kærleikur, ekki gjöf, heldur refsing fyrir að hlýða ekki einhverju. Nammi er umbun fyrir hlýðni. Það er heldur ekki gjöf. Gulrót og keyri er það kallað, eða himnaríki fyrir að hlýða, helvíti fyrir að hafa sjálfstæðan vilja. Ég hef séð tár reiði og niðurlæg- ingar stökkva fram á hvarma lítilla barna við að finna hráa kartöflu í skónum í desember, meðan systk- inin smjöttuðu á sælgæti úr sínum skóm. Ég hef séð barn fleygja hráu kartöflunni út um gluggann í heift sinni í desember, og berjast við grát- inn. Heimska mamman sá að níð- ingsbragðið virkaði hjá henni, og glotti innra með sér að sínum and- legu yfirburðum. Eru börn menn eða hundar? Erum við að ala upp hunda – eða mannfólk sem þarf að læra að eiga frjálsan vilja og fara með sitt frelsi? Ömurlegt er að kenna goggunarröð inni á heimilum. Á ekki gjöfin að vera tákn um ást og umhyggju? Pabbi og mamma læðast að glugganum meðan barnið sefur. Þarf að nota gleði og til- hlökkun barna fyrir jólin sem tæki- færi til að kúga til hlýðni? En ein mamman átti ljómandi barn: „Sjáðu! Mamma! Hann gaf mér kartöflu! Viltu sjóða hana fyrir mig og gæta þess að hún ruglist ekki saman við venjulegu kartöflurnar.“ GUÐRÚN KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, rithöfundur og myndlistarmaður. Jól Frá Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.