Morgunblaðið - 05.12.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 05.12.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 23 UMRÆÐAN Heilsunudd þegar þér hentar ECC Skúlagötu 63 Sími 511 1001 Nýi nuddstóllinn frá ECC er einn sá allra besti í heiminum í dag. Stóllinn er hannaður með þarfir nútímamannsins í huga bæði hvað varðar nuddkerfi og útlitshönnun. Hvað er betra eftir langan vinnu- dag en að láta fara vel um sig í frábærum nuddstól og nudda þreytta vöðva. Við bjóðum þér að koma í verslun okkar að Skúlagötu 63 og upplifa sönn gæði. KVENRÉTTINDAFÉLAG Ís- lands hefur nú í tæpa öld barist fyrir jafnrétti kynjanna. Það er lykill að jafnrétti kynjanna að okkur tak- ist að opna umræðu um kynbundið ofbeldi og vinna þannig markvisst gegn því. 25. nóvember er al- þjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu of- beldi. Því er það, að á þriðja tug samtaka og stofnana standa sam- eiginlega að 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi frá 25. nóv- ember til 10. desember, að frumkvæði UNI- FEM á Íslandi. Átakið ber yfirskriftina: Heilsa kvenna, heilsa mann- kyns: Stöðvum ofbeldið. Ofbeldi gegn konum er viðurkennt af alþjóðastofnunum sem alvarlegt heilsufarsvandamál, en þó hefur því ekki verið sinnt sem slíku af ráðamönnum heims. Kvennasamtök um allan heim vilja nú beina sjónum stjórnvalda og almennings að þessu al- varlega vandamáli. Kynbundið ofbeldi getur birst í heimilisofbeldi með misþyrmingum eða nauðgunum. Það felst einnig í nauðungarhjóna- böndum, kynlífsánauð og umskurði svo fátt eitt sé nefnt. Fullvíst er, að einungis brotabrot af ofbeldinu sést, stærstur hluti þess kemur aldrei upp á yfirborðið. Andlegt ofbeldi er þess eðlis. Kona í stýrihópi kvennahreyfingar Öryrkjabandalags Íslands skrifaði ný- lega athyglisverða grein um það hvernig fatlaðar konur verða iðulega fyrir nið- urlægingu vegna fötl- unar sinnar. Þær eru beittar andlegu ofbeldi og jafnvel brotnar mark- visst niður, oftast af þeim sem þær eru háðastar. Og þær eru að sjálfsögðu ennþá háðari aðstoð ann- arra en aðrar konur. Þannig er það með heim- ilisofbeldi almennt, að yf- irleitt er það sá sem stendur konunni næst sem beitir hana ofbeldi, maki eða sambýlis- maður. Takist ein- hverjum að eyðileggja sjálfsmynd konu með slíku ofbeldi, hvort sem fötluð eða ófötluð kona á hlut að máli, þá er við- komandi kona ekki líkleg til að segja frá því. Þannig er stór hluti ofbeldisins öllum hulinn. Kvenréttindafélag Íslands er stolt af því að vera þátttakandi í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi hér á landi og óskar eftir samvinnu við alla þá sem vilja vinna að því að styrkja stöðu kvenna sem búa við ofbeldi. Stöðvum ofbeldið. KRFÍ gegn kyn- bundnu ofbeldi Eftir Margréti Sverrisdóttur Margrét Sverrisdóttir ’Fullvíst er, aðeinungis brota- brot af ofbeld- inu sést …‘ Höfundur er varaformaður Kvenréttindafélags Íslands. 16 daga átakÍ FURÐU stóryrtu viðtali við Hreggvið Jónsson fyrrverandi for- stjóra Norðurljósa í Morgun- blaðinu laugardaginn 3.12. ber hann sig illa undan ýmsum um- mælum sem varða hann sjálfan í Jónsbók og segir að við þau verði ekki unað. Svartasti dagurinn í sögu Norðurljósa var 21. febrúar 2002 þeg- ar skattrannsókn- armenn hertóku fyr- irtækið, en tveimur tímum fyrr hafði Hreggviður, forstjóri til margra ára, skyndilega og fyr- irvaralaust sagt upp störfum og gengið á dyr. Um þetta segir meðal annars í bók- inni: „Að þetta skyldi bera upp á sama dag, að forstjórinn gekk út um morguninn en Skatturinn ruddist inn um eftirmiðdaginn, er svo ótrúleg tilviljun að margir vilja meina að þarna hljóti að hafa verið samhengi á milli. Nokkrir viðmæl- enda höfðu á orði að þetta væri óskiljanlegt – einn orðaði það svo: „Þetta var ofsalega klaufaleg til- viljun, ef það var þá það.“ Margir tóku í svipaðan streng og ljóst er að Jón sem frétti af þessum at- burðum til Frakklands efaðist, að minnsta kosti þá, ekki um að þarna væru tengsl á milli.“ (bls. 466) Einmitt út af þessum grunsemd- um eða ásökunum, sem var auðvit- að alveg óhjákvæmilegt að koma inn á, átti ég langt viðtal við Hreggvið og bar þessi mál undir hann, og allt sem hann hafði að segja og vildi segja um störf sín og starfslok hjá fyrirtækinu og sam- skipti við Jón er birt í bókinni. Ég held að sé hún lesin af sanngirni sé ekki hægt að halda því fram að reynt sé að rýra hlut Hreggviðs. Hreggviður dylgjar um að Jón hafi greinilega ritstýrt bókinni. En það er einfaldlega alrangt; það var ég sem skrifaði bókina og hafði yf- ir henni algert og óskorað höfund- arvald. Að greina megi samúð með aðalpersónunni eða að víða sé dreginn hennar taumur er allt ann- að mál og því mun ég aldrei reyna að neita. Víða fær Jón að hafa síð- asta orðið, en það á sér líka eft- irfarandi skýringu; víða koma fram allskyns ásakanir í garð Jóns, og þær bar ég yfirleitt undir hann; ég reyni að birta ólík sjónarmið. Nokkrum dögum áður en bókin fór í prentun fékk Hreggviður allt sem eftir honum er haft til yfirlestrar; viðbætur hans og breytingar voru allar teknar til greina, meðal ann- ars þessi setning sem hann vildi klykkja út með: „Jón vissi manna best af hverju ég labbaði út.“ Það hefði verið fáránlegt af mér að bera þetta ekki undir Jón; spyrja hvort hann vissi hvað Hreggviður ætti við – ekki til að leyfa honum að „botna ummælin“ eins og Hreggviður segir, heldur var ég eiginlega að stilla honum upp við vegg; ég spurði Jón: Er Hregg- viður að vísa til einhvers sem ég ekki veit; er eitthvað þarna sem þú hefur ekki sagt mér? En Jón svar- aði, eins og stendur í bókinni, að því miður sé þetta ekki rétt hjá Hreggviði, hann viti enn þann dag í dag ekki af hverju Hreggviður kaus að ganga á dyr. Hreggviður kvartar líka yfir ýmsu sem ekki er í bókinni; til dæmis af hverju ekki sé þar getið um Gunn- ar Þór Ólafsson. Auð- vitað var mér kunnugt um að Gunnar var einn af hluthöfum Norðurljósa og af þeirri ástæðu hringdi ég í hann í tvígang og bað um viðtal, en hann baðst blátt áfram og kurteislega undan því. Og ekkert í mínum gögnum eða viðtölum benti til þess að hann hefði gegnt ein- hverju lykilhlutverki í þessari sögu; í löngu spjalli okkar Hegg- viðs um feril hans allan og sam- starfsmenn hjá Norðurljósum bar nafn Gunnars Þórs til að mynda aldrei á góma. Sömuleiðis telur Hreggviður það sögufölsun af minni hálfu að ég skuli ekki geta ummæla sem Jón Ólafsson lét falla í blaðaviðtali dag- inn eftir að forstjórinn gekk á dyr, þar sem hann sagði að „þeir Hreggviður og stjórn Norðurljósa hafi orðið sammála um það í októ- ber að Hreggviður segði upp störf- um“. En ástæða þess að ég gerði ekkert með þessa fullyrðingu Jóns er sú, eins og við Hreggviður báðir vitum, að það er enginn fótur fyrir henni; þetta er bara augljós tilraun aðaleiganda fyrirtækis til að reyna að bera sig vel undan vondum tíð- indum. Sannleikurinn var sá, eins og sagt er frá í bókinni, að í um- ræddum októbermánuði, fjórum mánuðum áður en Hreggviður hætti, vildi meirihluti stjórn- armanna í Norðurljósum að honum yrði sagt upp störfum af því hann réði ekki við þá stöðu sem upp væri komin. Þessi tillaga féll á því að Jón Ólafsson, aðaleigandinn, var henni andsnúinn; hann vildi ekki láta reka forstjórann. Ég spurði Jón um ástæður þess að hann hélt verndarhendi yfir Hreggviði, og það var helst á honum að skilja að honum hafi einfaldlega verið hlýtt til forstjórans unga, álitið hann vin sinn. Bókin er samt ekki krítík- lausari en svo á Jón að í stað þess að birta ummæli hans þá er tilfærð skýring Sigurjóns Sighvatssonar, sem sat umræddan stjórnarfund, og tekið undir hana: „Sigurjón seg- ir að vísu að hann telji ekki að Jón hafi verið að styðja Hreggvið af neinni manngæsku, og kannski er það rétt hjá Jonna, því þannig starfar Jón ekki í viðskiptum /…/ Jonni telur að Jón hafi hreinlega treyst sér betur til að ráða við Hreggvið heldur en þá hina.“ (Jónsbók, bls. 463) Það er ekki reynt að „hvítþvo“ aðalpersónuna meira en þetta. Í ljósi þessa geta lesendur sjálfir dæmt um vinnubrögð mín og ásak- anir Hreggviðs. Þvottakúnstir Hreggviðs Jónssonar Eftir Einar Kárason ’Það er ekki reynt að„hvítþvo“ aðalpersón- una meira en þetta. Í ljósi þessa geta lesendur sjálfir dæmt um vinnu- brögð mín og ásakanir Hreggviðs.‘ Einar Kárason Höfundur er rithöfundur.                 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.