Morgunblaðið - 05.12.2005, Side 24

Morgunblaðið - 05.12.2005, Side 24
24 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurlaug Jóns-dóttir fæddist á Akureyri 3. ágúst 1963. Hún lést á heimili sínu í Ekru- smára 15 í Kópa- vogi 19. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Edda Pétursdóttir og Jón Valdimars- son, sem bæði eru látin. Systkini Sig- urlaugar sam- mæðra eru: Inger, maki Davíð Bald- ursson, og Kristján Ólafur, sambýliskona Sigurbjörg Einarsdóttir. Systkini samfeðra eru: Anna, maki Erlingur Garð- arsson, Hjörleifur, maki Guðný Jóhannsdóttir, sem er látin, Helgi, maki Elvi Baldursdóttir, Vignir, sambýlis- kona Guðríður Bjarnadóttir, og Helga, maki Einar Ásgeirsson. Sigurlaug hóf sambúð með Baldri Skjaldarsyni flug- virkja á árinu 1985. Eiga þau saman dótturina Eddu Karitas, f. 7. maí 1990. Sigurlaug nam snyrtifræði á snyrtistofu Maríu Dalberg og setti á stofn og rak snyrtistofuna Mærin í Kópavogi um nokkurra ára skeið. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sigurlaug systir mín hefur kvatt, langt fyrir aldur fram. Lát hennar bar snöggt að. Enn á ný hefur fjöl- skyldan orðið fyrir þungu áfalli. Á sorgarstundum sjáum við lífsgildin í skýru ljósi. En lífið er ríkt af minningum um yndislega stúlku sem vildi allt fyrir aðra gera. Hún kom í heiminn stuttu eftir að fjölskyldan hafði reist sér hús í Glerárhverfi, sem þá var rétt að byrja að byggjast upp. Við vorum það sem nú er nefnt stórfjölskylda, þrjár kynslóðir undir sama þaki, þar sem móðurforeldrar okkar skipuðu stóran sess. Sigurlaug var mjög tengd móður sinni og móð- urbróður okkar, Dadda, sem segja má að hafi gengið henni í föðurstað. Hann var sá sem studdi, þegar eitt- hvað á bjátaði, og hefur alltaf verið til staðar. Dreif barnahópinn á skauta yfir vetrartímann eða á hestbak og færði gjafir úr sigl- ingum. Mikil eindrægni ríkti í fjöl- skyldunni og þarna var gott að slíta barnsskónum. Þetta gefandi um- hverfi mótaði Sigurlaugu. Hún var einstaklega fallegt barn og hvarvetna eftir henni tekið. Frá fyrstu tíð einkenndi hana ákveðni og rík réttlætiskennd og gustaði oft af henni. Hún var fagurkeri frá fyrstu tíð og lagði mikla áherslu á að vera vel til höfð og að hafa fal- legt í kringum sig. Hún starfaði með móður sinni, sem var matráðskona í Skjaldarvík, um nokkurt skeið eftir að grunn- skóla lauk. Þar lærði hún allt um matargerð, sem kom sér vel síðar. Vafðist ekki fyrir henni að slá upp veislum, þegar tilefni gáfust í fjöl- skyldunni, og sá hún þá um allar skreytingar af mikilli natni. Árin liðu og Baldur bankaði upp á með stóran rósavönd og skartgrip og spurði eftir systur minni. Hafði séð hana tilsýndar í Sjallanum kvöldið áður og var nú kominn til að tjá henni aðdáun sína og bjóða henni í mat. Eftir þetta matarboð voru örlögin ráðin og fluttu þau skömmu síðar til Reykjavíkur og hófu sambúð. Hafði hún fyrir löngu ákveðið að nema snyrtifræði og var svo lánsöm að komast að á snyrti- stofu Maríu Dalberg. Að námi loknu starfaði hún á þeirri stofu um hríð. Árið 1990 fæddist einkadótt- irin, Edda Karitas, og var Sigur- laug heimavinnandi næstu sex árin. Þar sem Baldur hefur starfs síns vegna sem flugvirki starfað jöfnum höndum hér heima og erlendis frá því Edda Karitas var lítil hafa þær mæðgur verið mikið einar saman og var samband þeirra einstakt. Baldur reyndist konu sinni afar vel og kom jafnan færandi hendi úr ferðum sínum erlendis. Fyrir allmörgum árum festu þau kaup á fokheldri íbúð í raðhúsi við Ekrusmára í Kópavogi. Hafa þau lagt á sig mikla vinnu við að koma öllu í það horf, sem þau ætluðu sér, og er heimilið einstaklega fallegt. Þau voru gestrisin og góð heim að sækja og nutu ættingjar utan af landi þess í hvívetna. Ekki stóð á þeim að veita dætrum okkar hjálp- arhönd, þegar þær þurftu á aðstoð að halda á skólaárum sínum í Reykjavík, hvort sem var við flutn- inga á milli staða eða við að koma sér fyrir. Sigurlaug átti sér þann draum að koma á fót eigin snyrtistofu og hefja rekstur. Á árinu 1999 tóku þau á leigu og innréttuðu húsnæði við Bæjarlind í Kópavogi. Þar hóf hún rekstur snyrtistofunnar Mær- in. Var stofan sérstaklega vel hönn- uð og glæsileg. Sigurlaug var frá- bær snyrtifræðingur og aflaði sér fljótt viðskiptavina. Þarna naut hún sín hvað best. Mikill rekstrarkostn- aður gerði það þó að verkum að þau ákváðu að selja reksturinn eftir fjögur ár. Eftir það starfaði hún um skeið á snyrtistofu í Hafnarfirði. Sigurlaug varð fyrir þungu áfalli, þegar móðir okkar varð bráðkvödd, eins og hún nú, aðeins 63 ára að aldri. Samband þeirra var afar ná- ið, sem fyrr segir, og töluðust þær daglega saman við í síma, eftir að systir mín fór að heiman. Sýndi hún móðurbróður okkar sömu ræktarsemina árum saman og fór ávallt með fjölskyldu sína norður og hélt jól með honum á bernsku- heimilinu, þar sem hann býr nú einn. Þá sýndi hún Stellu, móð- ursystur sinni, einstaka hlýju. Þannig var Sigurlaug, hún naut þess að gleðja þá sem hún unni og var sérstaklega gjafmild. Ég átti því láni að fagna að njóta gestrisni hennar á ferðum mínum utan af landi í gegnum árin. Þannig gátum við styrkt böndin, þótt við byggjum langt hvor frá annarri síð- ustu áratugina. Missir Baldurs og Eddu Karit- asar er mikill. Hugur okkar er hjá þeim á þessari stundu. Megi minn- ingin um einstaka sambýliskonu og móður verða þeim og fjölskyldu hennar allri styrkur í sorginni. Ég kveð systur mína með sökn- uði, þakka henni samfylgdina frá bernsku og varðveiti kærar minn- ingar. Inger. Þögnin var rofin með hringingu 19. nóvember. Baldur mágur minn í símanum: Anna mín, getur þú kom- ið til okkar. Er eitthvað að? Brostin rödd sagði: Komdu strax. Ég fann ótta og hræðslu í loftinu, en að litla systir okkar væri dáin, bráðkvödd heima stuttu áður, var ekki það sem ég átti von á. Við hjónin og systkini stóðum ör- magna lítil og hjálparlaus frammi fyrir þessari miklu sorg. Að horfa upp á Baldur og Eddu Karitas var átakanlegt, þvílík var sorgin. Silla mín ég strauk vanga þinn, bað Guð að geyma þig og varðveita fyrir okkur öll. Ég veit þú vakir yfir Eddu Karit- as sem var þér miklu meira en bara dóttir og Baldur sem bar þig á höndum sér og var þér góður eig- inmaður. Við skiljum ekki alltaf lífið. Silla mín, við vorum nýbúnar að missa elskulega mágkonu okkar, Nínu, þremur mánuðum áður en þú féllst frá. Þá töluðum við saman um hvað þetta væri óréttlátt, fólk sem á svo margt eftir að gera, horfa á börnin sín verða fullorðin, fá að leiða barnabörnin áfram í lífinu og fá að njóta maka sinna. Þú varðst fyrir mikilli sorg, Silla mín, fyrir tíu árum, þú misstir elskulega móður þína langt fyrir aldur fram úr hjartaáfalli, hún var þín kjölfesta í lífinu. Þetta var þér mikil raun sem þú komst aldrei yf- ir. Það dó eitthvað innra með þér og þú leist lífið öðrum augum eftir það. Rósinni fallegu sem blómstraði fannst lífið oft þyrnum stráð, þér fannst oft samferðafólk þitt ekki sanngjarnt og ekki meta þig að verðleikum. Þú varst með fallega sál, Silla mín, vildir öllum vel og varst góð stúlka, það veit ég. Sagð- ir aldrei nema fallega hluti um fólk. Við ræddum oft að ekki eru allir viðhlæjendur okkar vinir og við getum ekki gefið öllum traust okk- ar. SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR ✝ Gunnar OddurSigurðsson fæddist í Norska húsinu í Stykkis- hólmi 20. febrúar 1935. Hann lést á St. Jósefsspítala 29. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurður Stein- þórsson, kaupfélags- stjóri og síðar fulltrúi raforku- málastjóra, f. 11.10. 1899, d. 29.4. 1966, og Anna Sigríður Oddsdóttir, Stykkishólmi, f. 12.6. 1902, d. 15.2. 2001. Sigurður var sonur Steinþórs Björnssonar, stein- smiðs á Litluströnd í Mývatnssveit, og Sigrúnar Jónsdóttur, Sigurðs- sonar alþingismanns frá Skútustöð- um í Mývatnssveit. Anna Oddsdótt- ir var dóttir Odds Valentínussonar hafnsögumanns og Guðrúnar Lilju Hallgrímsdóttur. Systkini Gunnars eru Steinþór, listmálari, f. 14.2. 1933, Haraldur, doktor í jarðfræði, f. 31.5. 1939, og Sigrún Gyða, bankastarfsmaður, f. 7.5. 1943. Fóstursystur hans eru Ingibjörg, f. 25.7. 1925, og Anna, f. 4.4. 1929, d. 16.8. 2000, Þorvaldsdætur frá Þór- oddsstöðum í Hrútafirði. Hinn 19. mars 1966 kvæntist Menntaskólann á Laugarvatni 1953 og lauk stúdentsprófi 1957. Hann nam viðskiptaensku við Háskóla Ís- lands. Árið 2002 útskrifaðist hann úr Leiðsögumannaskólanum sem enskumælandi leiðsögumaður. Á menntaskólaárunum starfaði hann við landmælingar á hálend- inu. Hinn 1. maí 1959 hóf hann starfsferil sinn hjá Loftleiðum hf. á Reykjavíkurflugvelli. Hann var sendur til starfa í New York 1961 og þaðan aftur 1963 vegna opnunar á nýrri flugafgreiðslu Loftleiða á Keflavíkurflugvelli þar sem hann sinnti stöðu stöðvarstjóra. Árið 1969 var hann fluttur til Bahama- eyja til stjórnunarstarfa vegna yf- irtöku Loftleiða á flugfélaginu Air Bahamas og þaðan til Chicago 1973 vegna opnunar flugafgreiðslu fyrir Loftleiðir/Flugleiðir þegar áætlun- arflug hófst þangað. Hann var um tíma formaður samtaka stöðvar- stjóra á O’Hare-flugvelli í Chicago. Fjölskyldan flutti heim árið 1980. Á árunum 1981–1994 var Gunnar í ýmsum stjórnunarstörfum hjá Flugleiðum og Flugmálastjórn í Keflavík, Reykjavík og á Akureyri. Gunnar og Margrét ráku heima- gistingu í New York á árunum 1995–1999. Hann var virkur í ýmsum fé- lagsstörfum. Í Lionshreyfingunni gegndi hann ýmsum æðstu stöðum, m.a. sem svæðisstjóri, umdæmis- stjóri og fjölumdæmisritari. Útför Gunnars Odds verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Gunnar Margréti Þórunni Þórðardótt- ur, f. 19.6. 1947. For- eldrar hennar voru Þórður Elísson, út- gerðarmaður í Njarð- vík, f. 25.2. 1906, d. 23.9. 2002, og Mar- grét Jónsdóttir ljós- móðir, f. 5.4. 1907, d. 21.4. 2001. Margrét Þórunn er lærður hárgreiðslumeistari og snyrtifræðingur en starfar nú hjá Hót- el Loftleiðum í gesta- móttöku. Gunnar og Margrét eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Þórdís, verðeftirlitsstjóri, f. 1.2. 1965, gift Scott M. Evans, f. 23.1. 1961, starfs- manni American Airlines. 2) Sigur- dís, rannsóknamaður, f. 2.11. 1966, gift Sigfinni Þ. Lúðvíkssyni, bif- reiðasmið, f. 27.12. 1966. Synir þeirra eru Gunnar Pálsson, f. 12.3. 1984, og Dagur Þór Sigfinnsson, f. 1.6. 2000. 3) Sigþór, flugmaður, f. 16.12. 1969, kvæntur Írisi Guð- mundsdóttur, grafískum hönnuði, f. 9.6. 1968. Börn þeirra eru Óskar, f. 18.2. 1991, og Ólöf, f. 3.2. 1994. Gunnar Oddur lauk grunn- og miðskólaprófi í Stykkishólmi og gagnfræða- og landsprófi í Reyk- holti í Borgarfirði. Þaðan fór hann í Það var víst eitt af hlutskiptum Gunnars Odds, bróður míns, að fylgjast með því að ég félli ekki í höfnina í Stykkishólmi í barnæsku, eða færi mér yfirleitt ekki að voða. Í flestum tilvikum heppnaðist þetta hjá honum, með aðeins örfáum und- antekningum þó. Þegar ég komst til ára þá fannst mér að Gunnar Oddur héldi áfram að bera vissa ábyrgð- artilfinningu gagnvart mér, og þótti mér það notalegt. Gunnar og Mar- grét lögðu land undir fót eitt árið til að fylgjast með hag mínum í fjar- lægu landi, komu til mín í Trínidad í Vestur Indíum, og voru einu fjöl- skyldumeðlimirnir sem lögðu svo langt ferðalag á sig. Þegar ég lá nær dauða en lífi á sjúkrahúsi úti í Bandaríkjunum fyrir nokkrum ár- um, komu þau hjónin tvisvar yfir hafið og sátu hjá mér við rúmstokk- inn, ásamt Steinþóri bróður okkar. Þannig var Gunnar Oddur í eðli sínu: umhyggjusamur og alltaf til í að hjálpa til. Gunnar Oddur var viðkvæmur, nærgætinn og einkar fyndinn mað- ur. Kímnigáfan var ríkuleg og alltaf rétt við yfirborðið eða í hávegum höfð. Hann sá björtu hliðarnar á flestum málum og hafði gott lag á því að beina umræðunni inn á léttari braut. En undir kímninni var sann- ur grúskari, sem las mikið og hafði áhuga á sögu, ættfræði og náttúru landsins. Ekki minnkaði áhuginn fyrir landinu með aldrinum og á síð- ustu árum hafði Gunnar Oddur virkjað þann áhuga með því að ger- ast leiðsögumaður. Hann skráði einnig sína sögu á eigin hátt, með því að halda ítarlega dagbók meiri- hluta ævinnar. Með miklum trega þá þakka ég þér samfylgdina, Gunni minn, en gleðst yfir því að þú skilur eftir glæsilegan hóp af börnum og barna- börnum, sem munu halda minningu þinni hátt á lofti. Haraldur Sigurðsson. Látinn er vinur minn og félagi Gunnar Oddur Sigurðsson. Það er langt síðan leiðir okkar Gunnars Odds lágu fyrst saman. Við kynnt- umst er við vorum samstarfsmenn fyrir margt löngu, fyrst hjá Loft- leiðum og síðar Flugleiðum. Seinna þróaðist kunningsskapur- inn í einlæga vináttu er við, báðir áhugasamir Lionsmenn, stóðum á sama tíma í forustu Lionshreyfing- arinnar á Íslandi, hann sem um- dæmisstjóri í umdæmi 109B, ég um- dæmisstjóri í umdæmi 109A. Sem slíkir höfðum við mikið samneyti og sóttum, ásamt eiginkonum okkar, þing og fundi Lionshreyfingarinnar hérlendis og víða um heim, t.d. í Ástralíu, Tyrklandi og Írlandi. Margt skemmtilegt bar við í þessum ferðum eins og gera má ráð fyrir og Gunnar, sem var góður penni og hafði næmt auga fyrir hinu spaugi- lega, skráði það í dagbók sína. Hana dró Gunnar fram á góðum stundum og saman skemmtum við okkur við að rifja upp liðna atburði og fyndin atvik sem voru horfin úr minning- unni. Gunnar var Lionsmaður í fjölda ára og sinnti öllum störfum sem hann tók að sér fyrir hreyfinguna af áhuga og trúmennsku. Síðustu árin var hann félagi í Lionsklúbbnum Fjölni þar sem félagarnir minnast með hlýju hvernig hann, þá farinn að kenna veikinda þeirra sem svo urðu honum að aldurtila, stýrði af- mælisnefnd sem lauk störfum sínum á 50 ára afmæli klúbbsins 4. maí sl. með þeim hætti að ekki varð betur gert. Gunnar Oddur var sannur heims- maður og gilti einu hvort þau Mar- grét bjuggu á Bahamaeyjum, Chi- cago, New York, Akureyri eða Kópavogi. Alls staðar voru þau á heimavelli.Við Edda minnumst ein- stakrar gestrisni og skemmtilegra stunda er við dvöldum í góðu yfir- læti hjá þeim í New York og á Ak- ureyri, eins og fram kemur í vísu sem þeim var send eftir eina heim- sóknina til Vesturheims: Og steikin var stór – með því besta, hún satt hefði Kanana flesta. Það var heilmargt að gera og við heppin að vera í hópi’ ykkar ágætu gesta. Vinátta okkar fjögurra hefur var- að lengi og hefur styrkst með ár- unum. Við skiptumst á heimsókn- um, fórum í leikhús saman, ferðuðumst innan lands og utan fram undir það síðasta. Þetta voru góðir og skemmtilegir tímar sem gott er að minnast og þakkað er fyr- ir nú þegar komið er að leiðarlokum. Gæti ég með miklu fleiri orðum minnst þessa besta vinar sem ég hef átt um langt skeið. Hans verður sárt saknað. Við Edda sendum Doddý og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá þeim á sorgarstundu. Gunnari Oddi óskum við góðrar ferðar á nýj- ar slóðir. Kemur sér að hann er van- ur að ferðast. Ólafur Briem. Enn er einn horfinn úr félaga- hópnum sem brautskráðist frá Menntaskólanum á Laugarvatni ár- ið 1957. Gunnar Oddur Sigurðsson, Gunni Sig eins og hann var oftast nefndur okkar á milli, lést þriðju- daginn 29. nóv. eftir alllanga bar- áttu við ólæknandi sjúkdóm. Hann hafði drjúgan hluta starfsævinnar dvalist og starfað erlendis og fund- um okkar bar sjaldan saman nokkra áratugi, en nú á síðustu misserum náðum við að endurnýja gömlu kynnin – og eins og svo oft í líkum aðstæðum var eins og ekkert hefði gerst öll þessi ár og við vorum aftur í gömlu heimavistinni þar sem hann var að leggja á ráðin um hvernig efla mætti félagslífið skólasystkin- um til upplyftingar, njóta samveru- stundanna og skapa tilbreytingu í fásinni daganna. Hann var ekki að- eins hrókur alls fagnaðar heldur kom það af sjálfu sér að hann valdist til forystu, ávann sér traust og spar- aði enga fyrirhöfn til að gleðja og benda á björtustu hliðarnar á tilver- unni. Hann var í hópi þeirra félag- anna sem komu úr höfuðstaðnum og voru veraldarvanari en mörg okkar hinna sem komum úr afskekktari stöðum og meira fásinni. En í heimavistinni þar sem ekki bjuggu færri en fjórir í litlum herbergjum og aldrei var farið heim nema um jól – stundum páska – voru allir jafnir og miðluðu hver öðrum. Þar var gott að eiga Gunna Sig að félaga. GUNNAR ODDUR SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.