Morgunblaðið - 05.12.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.12.2005, Qupperneq 26
✝ Óli J. Blöndalfæddist á Siglu- firði 24. september 1918. Hann lést á hjartadeild LSH 26. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jósep Lárusson Blöndal frá Kornsá í Vatnsdal, símstjóri og kaupmaður, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir frá Hóli í Lundarreykj- ardal. Jósep var son- ur Lárusar Blöndal, amtmanns á Kornsá, Björnssonar Blöndal, sýslumanns í Hvammi, ættföður Blöndalsættarinnar. Eft- irlifandi systir Óla er Bryndís Blön- dal, f. 1913. Önnur systkini Óla voru, Sigríður, f. 1908, d. 1934, Kristín, f. 1910, d. 1931, Guðmund- ur, f. 1911, d. 1986, kvæntur Rósu Gísladóttur, Lárus, f. 1912, d. 2003, kvæntur Guðrúnu S. Jóhannesdótt- ur, Anna, f. 1914, d. 1983, Haraldur Hans, f. 1917, d. 1964, kvæntur Sig- ríði Pétursdóttur, og Halldór, f. 1917, d. 1993, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur. Óli kvæntist 23. september 1944 Margréti Björnsdóttur, f. 6.1. 1924. Foreldrar hennar voru Björn Jó- hannesson frá Þverá í Fellshreppi í Skagafirði og Ólöf Jónsdóttir frá Stóru Brekku í Fljótum. Börn Óla og Margrétar eru: 1) Ólöf Birna, f. 11.11. 1942, maki Sveinn Þórarins- son, f. 23.7. 1940. Börn: a) Þórarinn, f. 26.6. 1967, maki Líney Sveins- dóttir, börn þeirra eru Þórhildur, Sveinn og Haraldur. b) Óli Grétar Blöndal, f. 17.2. 1972, maki Anne Andrée Bois, c) Sveinn Snorri, f. 28.10. 1973, og d) Rósa Björk, f. 7.5. 1980. 2) Jósep, f. 24.6. 1947, maki Erla Harðardóttir, f. 22.7. 1954. frá 1941 til 1975, en þau veittu einn- ig þjónustu fyrir Flugfélag Íslands og útgefendur Morgunblaðsins. Þegar systkinin hættu verslunar- rekstri gerðist Óli forstöðumaður Bókasafns Siglufjarðar. Hann starfaði við bókasafnið til ársins 1996. Á þeim árum bættust veiga- miklir starfsþættir við safnið m.a. tók það að sér vörslu Héraðsskjala- safns og komið var upp tónlistar- deild. Óli var frumkvöðull að því að hefja minningu séra Bjarna Þor- steinssonar tónskálds til vegs og virðingar með stofnun sérstakrar minningarstofu um hann í Bóka- safni Siglufjarðar. Óli starfrækti saumastofu á Siglufirði á árunum 1963–1971, sem fyrst saumaði poka fyrir mjölframleiðslu en síðar, eftir umbreytingar, fatnað fyrir Hag- kaup. Hann var stjórnarformaður síldarverksmiðjunnar Rauðku árin 1954–1958 og í stjórn hennar til 1966. Þá var hann stjórnarformað- ur Lagmetisiðjunnar Siglósíldar árin 1977–1980. Hann var formað- ur í Félagi ungra sjálfstæðismanna og fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna á Siglufirði um árabil. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar árum saman og í fjölmörgum nefndum á vegum Siglufjarðarbæj- ar. Þá var hann formaður Kaup- mannafélags Siglufjarðar um ára- bil. Óli var frumkvöðull og fyrsti formaður Lionsklúbbs Siglufjarð- ar, sem var fyrsti klúbburinn sem stofnaður var utan Reykjavíkur. Síðar var Óli svæðisstjóri Lionsum- dæmisins. Einnig kom hann víðar við í félagsstörfum svo sem í íþróttafélögum, í karlakór og í skátafélagi ofl. Óli var kjörinn heiðursfélagi í Félagi bókasafns- og upplýsinga- fræða 26. nóvember 2004 fyrir störf í þágu bókasafns- og upplýs- ingamála á Íslandi. Síðustu 10 árin áttu Óli og Mar- grét einnig heimili á Seltjarnarnesi. Útför Óla fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Börn: Smári, f. 17.9. 1976, Guðbjörg María, f. 28.8. 1982, og Sigurbjörg María, f. 6.10. 1989. Jósep var áður kvæntur Oddnýju Helgadótt- ur, f. 22.8.47, d. 1996, dóttir Ída Margrét, f. 26.8. 1966. Síðar kvæntur Inger Jes- persen, f. 1.2. 1946, d. 2001, sonur Björn Ingimar, f. 14.3. 1971, maki Lilja Gunnars- dóttir. Synir: Gunnar og Baldur. 3) Ásbjörn, f. 25.11. 1954, maki Jóhanna Guðmunds- dóttir, f. 6.7. 1960. Börn: Guðmund- ur Óli, f. 11.11. 1989, Bryndís, f. 26.4. 1992, og Egill, f. 16.9. 1996. Börn Ásbjörns eru: a) Ásbjörn Þór, f. 1.11. 1971, sambýliskona Arna Sævarsdóttir; börn þeirra eru Sig- týr Snorri og Styrbjörn Sævar, og b) Berglind Soffía, f. 14.5. 1977, sambýlismaður Elías Hilmarsson, börn hennar eru Kristína May og Kamilla Mist. 4) Sigurður, f. 6.4. 1959, maki Linda Björk Guðmunds- dóttir, f. 15.9. 1966. Börn: Theodór Sölvi, f. 25.9. 1991, Snorri Páll, f. 23.3. 1994, og Elín Gná, f. 19.4. 2001. Fyrir á Sigurður soninn Sig- urð Ara, f. 19.4. 1979, sambýliskona Íris Egilsdóttir. Sonur Sigurðar Ara er Alex Daði. 5) Guðrún, f. 27.3. 1960, maki Friðrik Jón Arngríms- son, f. 1.3. 1959. Börn: a) Margrét Lára, f. 11.7. 1978, sambýlismaður Pétur Geir Kristjánsson, dóttir Agla Sól, b) Arngrímur Orri, f. 21.4. 1982, c) Óli Björn, f. 15.4. 1993, og d) Sindri Már, f. 29.5. 1999. Óli fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var meðeigandi og stóð að rekstri Aðalbúðarinnar á Siglufirði ásamt systkinum sínum Leiðir okkar Óla lágu fyrst saman 1962, þegar ég var kynntur fyrir hon- um sem tilvonandi tengdasonur. Við fyrstu kynni vakti létt lund hans at- hygli og hve Gréta konan hans var yndisleg. Á þessum árum stóð Blön- dalsfjölskyldan að rekstri Aðalbúðar- innar á Siglufirði. Systurnar Anna og Bryndís voru þar við störf ásamt bræðrum Óla og Lárusi. Í kaffitímum var gjarnan farið í ættarsetrið í Lækj- argötu. Þar var þá á lífi faðir þeirra háaldraður, Jósep Lárusson Blöndal. Aðdáunarverð var sú umhyggja sem þau sýndu föður sínum. Samvinna og samheldni einkenndi fjölskylduna. Aðalbúðin var einskonar samkomu- staður allra Siglfirðinga á sjötta og sjöunda áratugnum. Þeir sem vildu ræða það sem var efst á baugi hverju sinni, komu þar við og þangað sóttu menn Morgunblaðið á kvöldin. Þeir bræður tóku þátt í umræðunni af lífi og sál. Gamansemin var aldrei fjarri. Þegar best lét gleymdist alveg að af- greiða viðskiptavinina. Heimili þeirra Óla og Grétu var sérstaklega hlýlegt og einstakt menn- ingarheimili. Þar voru ýmis hljóðfæri svo sem fiðla, selló, mandólín, gítar, píanó o.fl. sem fjölskyldan spilaði meira eða minna á. Óli var liðtækur á öll hljóðfærin, þó held ég að fiðlan og mandólínið hafi verið í mestu uppá- haldi hjá honum. Í frístundum fórum við stundum í silungsveiði inní Fljót, spiluðum golf og badminton en það stundaði hann fram á áttræðisaldur og mun yngri menn réðu ekkert við hann. Ég veit að barnabörnin minnast hans sem skemmtilegs leikfélaga ekki síður en afa. Um miðjan áttunda áratuginn varð Óli forstöðumaður bókasafns Siglu- fjarðar. Þar vann hann frábært starf. Safnið naut þess að Óli var víðlesinn, listrænn og menningarlega sinnaður. Í tíð hans varð safnið að eins konar menningarmiðstöð. Hann kom upp minningarstofu um séra Bjarna Þor- steinsson tónskáld, sem á sinni tíð var foringi Siglfirðinga í andlegum sem veraldlegum efnum og kvæntur föð- ursystur hans. Þegar taka þurfti á móti gestum á vegum bæjarins, var þeim gjarnan boðið í bókasafnið. Óli þekkti sögu bæjarins manna best og hnyttin frásagnargleðin brást aldrei. Ég held að í Óla tengdaföður mín- um hafi allir bestu eðlisþættir Blön- dalsættarinnar sameinast. Hann var glaðvær og léttur í lund, listhneigður og hjartahreinn. Hann hafði gaman af að taka lagið á góðri stund, hafði fal- lega háa tenórrödd og söng um tíma með Karlakórnum Vísi. Hann var góður teiknari og málaði í frístundum. Þá var hann sérlega vel ritfær og iðu- lega fenginn til að halda tækifæris- og hátíðarræður enda hrókur alls fagn- aðar. Þó að skólaganga væri stutt, kom Óli mér fyrir sjónir sem fjöl- menntaður og sérlega fágaður maður. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir samverustundirnar, sem þó hefðu mátt verða fleiri. Öllum ástvinum Óla sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Sveinn Þórarinsson. Elsku afi, ég bjóst ekki við því þeg- ar ég kvaddi ykkur ömmu í haust, þegar ég var á förum í skólann hérna í Árósum, að ég myndi ekki sjá þig aft- ur. Þú varst ávallt svo hress og kátur og alltaf jafngaman að heimsækja ykkur ömmu. Það er mér ákaflega minnisstætt, hvað ég hlakkaði mikið til þegar ég var lítil að heimsækja afa og ömmu á Sigló. Alltaf beið mín búð- arkassinn, matadorpeningarnir og tómar kremdollur sem þið söfnuðuð handa okkur krökkunum og svo hóf- ust viðskiptin. Oftar en ekki sömdum við eitthvað á þessa leið: Þú komst fimm sinnum í búðina mína og keyptir snyrtivörur og í staðinn gaf ég þér 30 mínútna fótanudd og greiddi skall- ann. Þetta fannst mér ótrúlega rausn- arlegur samningur. Þú leyfðir mér líka oft að koma með þér í vinnuna á bókasafninu þar sem ég fékk lánaðar eins margar bækur og ég gat haldið á. Síðan fluttuð þið til Reykjavíkur og heimsóknirnar urðu strjálli en þó man ég hvað mér þótti vænt um það þegar þið sáuð ykkur fært að koma til Egils- staða til að vera viðstödd stúdentsút- skriftina mína. Það var ekki fyrr en ég fór í Háskólann að við fórum að sjást oftar. Það var alltaf svo skemmtilegt að koma til ykkar og spjalla um heima og geima og mikið hlegið. Þetta voru góðar stundir sem við áttum saman á Siglufirði og síðar í Reykjavík og það er sárt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri. Ég hef ekki tök á að fylgja þér síðasta spöl- inn, en sendi þessa litlu kveðju. Megi guð geyma þig, elsku afi minn. Rósa Björk Sveinsdóttir. Elskulegur afi og langafi er nú far- inn frá okkur. Þegar hugurinn hvarfl- ar til liðinna ára er stutt í brosið vegna fjölmargra ánægjulegra sam- verustunda sem fyrst og fremst ein- kenndust af kímni og léttleika. Á þessum stundum var alvöruþrungn- um hversdagsleikanum varpað fyrir róða fyrir léttara hjal nema þegar um pólitísk ágreiningsefni var að ræða. En að öðrum ólöstuðum held ég að segja megi að afi hafi verið einhver harðasti sjálfstæðismaður sem við í fjölskyldunni höfum kynnst. Skipti þá engu um hvaða málefni var að ræða og öll túlkun ávallt flokknum og for- svarsmönnum hans í hag. Á Siglufirði var einhvern tíma sagt að hann hafi verið formaður í öllum félögum sjálf- stæðisfólks í byggðarlaginu að und- anskildu sjálfstæðiskvennafélaginu en auk þess gegndi hann fjölda trún- aðarstarfa í ýmsum stjórnum, nefnd- um og félagasamtökum. Ég átti margar góðar stundir hjá afa og ömmu á Siglufirði, m.a. var ég 4 ára settur í hálfs árs vist hjá þeim og síðan áttum við fjölskyldan góðar stundir á Siglufirði í sumar- og vetr- arleyfum. Siglufjörður var ávallt vin- sæll viðkomustaður og heimilið hjá afa og ömmu ákaflega líflegt. M.a. held ég að tónlistaráhuga margra af- komendanna megi rekja til áhuga afa á tónlist og þess að hjá honum var hægt að komast í fjölda hljóðfæra: pí- anó, selló, mandólín, banjó, fiðlu, gít- ara 6 og 12 strengja, flautur, munn- hörpur, hringlur, bongótrommur og fleira en sjaldgæft er að komast yfir slíkt úrval hljóðfæra á venjulegu heimili að ekki verði nú talað um stemninguna sem fylgdi þegar fjöl- skyldan tók sig saman um að þenja þessi hljóðfæri. Það er ánægjulegt að hugsa til þess hve langa og góða ævi afi átti og hve hress hann var fram á síðustu stundu. Við minnumst nú sérstaklega þeirrar kvöldstundar sem við áttum á heimili okkar á Sólbrautinni fyrir nokkrum mánuðum þegar afi og amma voru hjá okkur eftir að gufubaðið brann í íbúð- inni þeirra. Þá var grillað og teknir fram gítarar og sungið og afi tók há- stöfum undir því hann hafði ávallt gaman af gleði og söng. Þetta með gufubaðið var gleymt og grafið frá þeirri stundu enda ólíkt afa og ömmu að velta sér upp úr orðnum hlutum. Eldmóður og lífsgleði eru þau orð sem mér finnst lýsa afa best. Í þau fjölmörgu skipti sem ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá ráð frá honum þá einkenndust þau ávallt af hvatn- ingu og sannfæringu um það að menn gætu það sem þeir vildu. Við erum ríkari fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Með þessum orðum langar okkur að þakka afa fyrir allar ánægjustund- irnar sem við áttum saman. Við mun- um hugsa vel um ömmu Grétu, missir hennar er mikill þegar lífsförunautur hennar er fallinn frá. Megir þú hvíla í friði, elsku afi og langafi okkar. Þórarinn Sveinsson, Líney og börn. Hann afi varð 87 ára og var ávallt í góðu skapi og hafði gaman af öllu gríni og glensi. Það voru mörg sumur sem við systkinin fórum með foreldr- um okkar til Siglufjarðar í heimsókn til afa og ömmu. Gestrisnin var mikil og oft var brugðið á leik. Afi hafði gaman af golfi og skoraði pabba alltaf á hólm, og alltaf fengum við bræð- urnir að spila með. Afi átti allskonar undarleg hljóðfæri sem leyft var að spila á auk þess sem til var aragrúi af bókum á heimilinu. Ef við þurftum á bókum á halda sem ekki voru til heima hjá afa og ömmu, þá lá leiðin niður á bókasafn Siglufjarðar, þar sem afi vann og þar var margt að sjá fyrir lítil augu. Það gekk í erfðir á ÓLI J. BLÖNDAL milli okkar systkina frá því elsta niður í það yngsta að gefa afa fótanudd þeg- ar við heimsóttum Siglufjörð. Það verður nú að segjast eins og er að þetta var ekki uppáhaldsiðja okkar en alltaf létum við þetta þó eftir honum afa. Siglufjörður var á sínum tíma ein helsta síldarmiðstöð Íslands. En eins og með mörg önnur pláss úti á landi þá er Siglufjörður í dag langt frá því að vera sveipaður þeim ævintýra- ljóma sem þar ríkti á síldarárunum. Mamma og systkini hennar höfðu öll flutt frá Siglufirði áður en afi og amma fluttu til Reykjavíkur fyrir tíu árum síðan, en íbúð þeirra á Siglufirði er ennþá í eign fjölskyldunnar og nýtt á sumrin sem sumarhús. Afi talaði oft með söknuði um Siglufjörð og fannst að ekki hefði verið staðið nógu vel að því að tryggja áframhaldandi og vax- andi búsetu á Siglufirði. Það verður að segjast eins og er að afi hafði það gott um sína ævi og lifði góðu lífi og var virtur af öllum sem til hans þekktu. Hann hafði sérstaklega gaman af því að segja sögur og ræða um stjórnmál. Þó svo hann hefði ákveðnar skoðanir í stjórnmálum og styddi sinn stjórnmálaflokk í gegnum þykkt og þunnt, þá var hann alltaf til í að karpa á gamansaman hátt um ýmis stjórnmálaleg málefni. Ég kveð þig nú afi í hinsta sinn og þakka fyrir allar þær samverustundir sem við höfum átt. Óli Grétar Blöndal Sveinsson. Elsku afi minn. Í mínum augum varstu alltaf fullkominn. Löngu eftir að ég uppgötvaði ófullkomleika for- eldra minna, þá varstu áfram fullkom- inn í mínum huga. Ég er þér og ömmu innilega þakk- látur fyrir stundirnar sem við áttum á Siglufirði fyrr og seinna. Þær stundir eru orðnar ómetanlegar minningar í dag. Þetta er falleg einmana tilfinning að horfa á ósnortin hvít fjöll við fagurblátt vatn. Eins og fegruð mynd á póstkorti sem miðlar tæru vetrarlofti og fjarskanum. Þetta er falleg einmana tilfinning og minning mín um þig. Þinn Sveinn Snorri. Elsku afi minn, þú hefur lagt í ferðalagið mikla og treysti ég því að vel verði tekið á móti þér þegar þú kemur á leiðarenda. Í síðasta skiptið sem við töluðum saman varstu ný- vaknaður og sagðir mér að þig hefði verið að dreyma þessi ósköp og þegar ég spurði hvað þig hefði nú verið að dreyma sagðir þú mér að það væri efni í þriggja binda bók og hlóst eins og þér var einum lagið. Þessa bók mun ég aldrei fá að lesa en stundin sem við áttum þarna saman var svo góð. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Það var svo frábært að vera í kring- um þig, krafturinn, gleðin, hláturinn og húmorinn allsráðandi. Ég dáist að sambandinu sem þið amma áttuð, svo einlægt, heilagt og gott, missir ömmu er mikill og lofa ég að vera dugleg að halda utan um hana. Ég kveð þig kæri afi minn og þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og allar góðu stund- irnar sem ég hef átt með þér í gegn- um tíðina. Þín Margrét Lára. Þegar við af Siglufjarðarlegg Blön- dalsættarinnar rifjum upp gamla tíð er það örugglega eitt sem okkur öll- um kemur í hug; eggjapúnsið hjá afa og ömmu, Önnu og Bryndísi. Ég er reyndar það ungur að ég man þessi samkvæmi ekki með afa og ömmu en í mínu minni voru þau ógleymanleg, ekki síst vegna þeirrar glaðværðar sem ríkti og þeirrar ánægju sem 26 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.