Morgunblaðið - 05.12.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 05.12.2005, Síða 28
Alþingi styðji Mannréttinda- skrifstofuna STJÓRN Siðmenntar, félags sið- rænna húmanista á Íslandi, hvetur alþingismenn, við afgreiðslu fjár- laga, til að tryggja fjármagn til reksturs Mannréttindaskrifstofu Ís- lands. Toshiki Toma, prestur inn- flytjenda á Íslandi, hefur einnig sent alþingismönnum bréf þar sem hann skorar á þá að samþykkja fjárframlög til skrifstofunnar. „Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur verið óháður umsagnaraðili og álitsgjafi ýmissa álitamála er snerta mannréttindi og hefur starf hennar verið óháð samtökum og stofnunum. Það hefur verið eitt af grundvallaratriðum í stefnu sið- rænna húmanista um heim allan að hafa í heiðri mannréttindi eins og kveðið er á um í mannréttindayf- irlýsingu Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Á Íslandi hefur Mannréttindaskrif- stofan verið sá aðili sem verið hefur þar fremstur í flokki. Siðmennt hvetur því alþingismenn til þess að tryggja fé til rekstursins,“ segir í ályktun Siðmenntar. „Sú ákvörðun stjórnvalda að hætta beinum framlögum til skrif- stofunnar árið 2004 hefur gert skrifstofunni afar erfitt um vik að sinna hlutverki sínu og hefur haft skaðleg áhrif á almenna þróun mannréttindaverndar hér á landi. Þetta harma ég því það er ekki að- eins Mannréttindaskrifstofa Íslands sem ber skaða af þessu breytta fyr- irkomulagi heldur allir þegnar þjóð- arinnar sem ekki geta treyst á að hér starfi öflug mannréttindastofn- un sem vinnur að framgangi mann- réttinda á heildstæðan hátt,“ segir í bréfi Toshiki Toma. 28 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Hollvinafélags lagadeildar Háskóla Íslands verður haldinn þriðjudaginn 13. desember 2005 í fundarherbergi á 4. hæð í Lögbergi, Háskóla Íslands, kl. 17.15. Dagskrá fundarins: 1) Skýrsla og reikningar stjórnar fyrir liðið starfsár. 2) Umræður um skýrslu og reikninga. 3) Lagabreytingar. 4) Kosning stjórnar fyrir komandi starfsár. 5) Kosning tveggja skoðunarmanna. 6) Önnur mál. Allir félagsmenn eru hvattir til þess að mæta. Stjórn félagsins. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hlíðargata 44, fnr. 212-5596, Þingeyri, þingl. eig. Jóhannes Kristinn Ingimarsson og Janine Elizabeth Long, gerðarbeiðendur Hekla hf. og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 9. desember 2005 kl. 10:00. Kirkjubólsland, landnr. 138012, Ísafirði, þingl. eig. Aðstaðan sf., gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, föstudaginn 9. desember 2005 kl. 13:30. Sundstræti 45, frystiklefi, fnr. 212-0614, Ísafirði, þingl. eig. Aðlögun ehf., gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstudaginn 9. desember 2005 kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 2. desember 2005. Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi. Félagslíf  MÍMIR 6005120519 I  HEKLA 6005120519 VI  GIMLI 6005120519 III I.O.O.F. 19  1861257  I.O.O.F.10  1861258  Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ÞRÍR nýir sparkvellir voru vígðir í vikunni á Austurlandi; á Egils- stöðum, Eskifirði og Djúpavogi. Vellirnir eru gerðir að undirlagi Knattspyrnusambands Íslands í samvinnu við sveitarfélög og nær verkefnið til alls landsins.Alls eru sjö sparkvellir komnir upp á Aust- urlandi en í heild eru þeir orðnir um 60 á landinu öllu. Ný knatt- spyrnu- aðstaða Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hilmir Ásbjörnsson og Jóna Mekkín Jónsdóttirr frá foreldrafélagi Austra taka við boltagjöf frá Birki Sveinssyni, fulltrúa KSÍ. BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Michael Kennedy forseti fagráðs Evrópsku réttar- aðstoðarinnar (Eurojust) hafa undirritað samstarfs- samning milli Íslands og Evrópsku réttaraðstoðar- innar, sem hefur aðsetur í Haag. Eurojust er ætlað að styðja við rannsókn og saksókn mála sem varða alvarlega fjölþjóðlega brotastarfsemi. Er meginhlutverk stofnunarinnar að efla samvinnu og auðvelda samræmingu aðgerða saksóknara og lög- regluyfirvalda þegar mál varða fleiri en eitt aðild- arríki. Stofnuninni var komið á fót með ákvörðun ráðs Evrópusambandsins þann 28. febrúar 2002 og hefur Eurojust heimild til að gera samstarfssamninga við þriðju ríki í því skyni að greiða fyrir samskiptum milli stofnunarinnar og yfirvalda í viðkomandi ríki. Á fundi dóms- og innanríkisráðherra Evrópusam- bandsins var Evrópsku réttaraðstoðinni heimilað að undirrita slíkan samstarfssamning við Ísland. Starfsemi Eurojust er stjórnað af stjórnarnefnd sem er skipuð fulltrúa frá hverju aðildarríki Evrópusam- bandsins. Eru nefndarmenn ýmist dómarar, saksókn- arar eða háttsettir lögreglumenn í heimalandi sínu. Stjórnarnefndinni er ætlað að vera vettvangur samráðs og upplýsingaskipta milli yfirvalda í aðildarríkjunum og greiða þannig samvinnu um rannsókn og saksókn mála. Er stofnuninni heimilt að óska eftir upplýsingum frá yfirvöldum í aðildarríkjunum um tiltekin atriði er varða rannsókn eða saksókn. Stofnunin getur hins veg- ar ekki tekið ákvarðanir um rannsókn eða saksókn mála, heldur er ákvörðunarvald í þeim efnum eftir sem áður í höndum réttbærra yfirvalda í aðildarríkjunum. Af Íslands hálfu mun embætti ríkissaksóknara annast samskiptin við Evrópsku réttaraðstoðina. Í samn- ingnum felst m.a. að íslenskur sendisaksóknari vinni með stjórnarnefnd Evrópsku réttaraðstoðarinnar að málum sem upp kunna að koma og varða Ísland. Samstarf milli íslenskra yfirvalda og Eurojust er til þess fallið að auka árangur í baráttu gegn alvarlegum afbrotum á Íslandi. Samstarfið er eðlilegt framhald af þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu, samstarfi við Europol, Evrópulögregluna, og samningi um rétt- araðstoð sem gerður hefur verið. Þá er unnið að gerð samnings um meðferð mála um framsal sakamanna. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Michael Kennedy, forseti fagráðs Evrópsku rétt- araðstoðarinnar (Eurojust). Undirrituðu samning um réttaraðstoð Útboð í Hraunaveitu og Ufsarstíflu LANDSVIRKJUN hefur óskað eftir tilboðum í fjóra verkþætti Hrauna- veitu og Ufsarstíflu Kárahnjúka- virkjunar. Þessum verkum á öllum að ljúka á árinu 2008. Tilboðum á að skila í síðasta lagi 24. janúar 2006 vegna þriggja verkþátta og þá verða þau opnuð hjá Landsvirkjun. Tilboð- um í fjórða verkþáttinn á að skila í síðasta lagi 21. febrúar 2006 og þá verða þau opnuð. Útboðið varðar lokubúnað og stál- fóðringu fyrir Hraunaveitu og Ufs- arstíflu, áætluð verklok í janúar 2008, gerð Ufsarstíflu svo og í stíflu, göng og skurði vegna Hraunaveitu, áætluð verklok haustið 2008. LEIÐRÉTT Verð á mandarínum Vegna fréttar um verð á mand- arínum í Nóatúni sem birt var á vef Neytendasamtakanna og í kjölfarið í Daglegu lífi fyrir helgi vill Nóatún koma eftirfarandi á framfæri. „Kassi af mandarínum er á tilboði frá og með 1. desember á 329 kr. kassinn. Venjulegt útsöluverð á slíkum kassa er 399 kr. Kílóverð á mandarínum í lausa- sölu er 169 kr. en ekki 189 kr.“ FRÉTTIR ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heilsaði upp á hópinn sem um helgina lagði af stað til Austur- Grænlands í þeim tilgangi að örva skáklífið í landinu. Næstu daga mun Skákfélagið Hrókurinn í samvinnu við Barnaheill á Íslandi, Rauða krossinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, gefa 500 grunn- skólabörnum í þessum landshluta taflsett að gjöf frá Íslendingum. For- setinn hefur kynnt sér þetta framtak og hvatti félaga í Hróknum til dáða. Félagar í Hróknum hafa farið tvisv- ar sinnum áður í ferð til Grænlands, dvalist þar í viku í senn og kennt börnum skák. Hafa undirtektir við þessu framtaki verði mjög góðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögðu upp í skákferð til Grænlands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.