Morgunblaðið - 05.12.2005, Page 30

Morgunblaðið - 05.12.2005, Page 30
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn GRETTIR! JÁ! HONUMBRÁ! SJÁÐU KALLI, FLUTNINGA- BÍLL ÞAÐ ER EFLAUST EIN- HVER AÐ FLYTJA Í HVERFIÐ HANN STOPPAR Í NÆSTU GÖTU HANN STOPPAR FYRIR UTAN HÚSIÐ SEM RAUÐHÆRÐA STELPAN BÝR Í AF HVERJU LÍÐUR MÉR EINS OG LÍF MITT SÉ Á ENDA? AÐ HVERJU EIGUM VIÐ AÐ SPYRJA? SPYRJUM ÞAÐ HVOR OKKAR SÉ GÁFAÐRI JÁ, ENDILEGA Ó, ÞÚ ALMÁTTUGI ANDI, HVOR OKKAR ER GÁFAÐRI NEI ÞAÐ ER Á LEIÐINNI Á „K“, HÆTTU AÐ SVINDLA! ÞETTA ER ANDAGLAS. ÞAÐ VEIT ALLT EKKI STREITAST Á MÓTI. ÞAÐ ER AÐ NÁLGAST „H“ ÞEGAR ÉG KRAUP FYRIR FRAMAN HELGU OG BAÐA HANA AÐ GIFTAST MÉR ÞÁ VISSI ÉG STRAX AÐ ÉG VÆRI KOMINN Í HANN KRAPPAN.... HVERNIG ÞÁ? Á MEÐAN ÉG KRAUP VIÐ FÆTUR HENNAR... ÞÁ RÉTTI HÚN MÉR SVAMP OG BAÐ MIG AÐ SKRÚBBA GÓLFIÐ FYRST ÉG VÆRI Á HNJÁNUM Á ANNAÐ BORÐ ÞEIR LÉTU GRÆÐA Í MIG TÖLVUKUBB. ÞAÐ ER ÖRUGGLEG GPS STAÐ- SETNINGARTÆKI Í HONUM!! ÞEIR FYLGJAST MEÐ HVERRI EINUSTU HREYFINGU SEM ÉG GERI! VERTU RÓLEGUR GRÍMUR. ÉG HELD AÐ ÞÚ SÉRT AÐ BREGÐAST OF HARKALEGA VIÐ LÖGREGLAN SEGIR AÐ ÞÚ HAFIR VERIÐ AÐ GRAFA Í GARÐI NÁGRANNANS HAFÐU AUGA MEÐ KRÖKKUNUM Á MEÐAN ÉG FÆ MÉR SUNDSPRETT SUNDLAUGA VERÐIRNIR FYLGJAST MEÐ ÞEIM JÁ, EN ÞEIR ÞURFA AÐ FYLGJAST MEÐ ÖLLUM HINUM LÍKA JÁ, EN VATN ER HÆTTULEGRA NÚ TIL DAGS!! ANDAÐU DJÚFT OG SEGÐU BARA „JÁ ELSKAN“ ELSKAN, ÞAU ERU ENGIR SMÁKRAKKAR. ÞEGAR ÉG VAR Á ÞEIRRA ALDRI ÞÁ FENGUM ÉG OG SYS- TIR MÍN AÐ SYNDA ÁN EFTIRLITS AF HVERJU HANDTEKURÐU EKKI TARANTÚLUNA? ÞIÐ ERUÐ BÁÐIR EFTIRLÝSTIR HÚN GERÐI EKKERT AF SÉR ÉG HÉLT AÐ TARANTÚLAN VÆRI BÓFI EN HANN VIRÐIST VERA HETJA Dagbók Í dag er mánudagur 5. desember, 339. dagur ársins 2005 Jólin nálgast, þaðhefur líklega ekki farið framhjá neinum, ekki einu sinni Vík- verja, sem gerir þó sitt besta til að láta sem ekkert sé og neit- ar alveg að komast í einhverja jólastemn- ingu í nóvember. Að vísu er desember genginn í garð en Vík- verji er staðráðinn í að streitast við fram undir miðjan mánuð. Þá verður fyrst far- ið að huga að ein- hverjum skreytingum, auðvitað fyrir utan aðventuljósin, sem kona Víkverja sér um að koma upp á réttum tíma, jú, og líka upp- lýstri friðardúfu í eldhúsglugganum. Annað fær að bíða þar til nær dreg- ur, til dæmis litla útiljósaserían í litlu lindifuruna fyrir framan húsið. Þar með eru líka útiskreyting- arnar upptaldar. Raunar hafði Vík- verji einu sinni fyrir því að lýsa upp eina þakbrúnina með marglitum perum en fannst það bara ljótt þeg- ar til kom og hætti því snarlega. Það er með þetta eins og annað, að hóf er best í öllum hlut, en Vík- verji og kona hans gera sér það þó til gamans eftir áramótin að fara í annað bæjarfélag ekki fjarri til að skoða skrautið. Þar virðist nefnilega ríkja nokkur samkeppni milli manna um að tildra upp sem stórkarlaleg- ustum skreytingum í amerískum stíl. Að vísu finnst Víkverja þetta eiga lítið skylt við íslenska jóla- stemningu en eins og sagt er, svo er margt sinnið sem skinnið. Svo vikið sé að öðru. Víkverji vill taka und- ir með þeim, sem hafa lýst óánægju með, að þáttur Gests Einars Jónssonar skuli hafa verið tekinn af dagskrá Rásar 2. Rík- isútvarpið er útvarp allra lands- manna, sameign þjóðarinnar, og það hefur skyldum að gegna við hlust- endur. Þess vegna eiga stjórnendur þess að rökstyðja þessa ákvörðun og einfaldlega að bera hana undir þá, sem útvarpinu er ætlað að þjóna. Víkverji vill hins vegar þakka fyr- ir Rondo, klassísku rásina. Hún er sannkölluð guðsgjöf í öllu stressinu þótt tónlistarvalið mætti vera fjöl- breytilegra, svo ekki sé nú talað um kynningu á því, sem flutt er. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is             New York | Mikill mannfjöldi fylgdist með því þegar kveikt var á jólatrénu á torginu við Rockefeller-bygginguna í New York á laugardaginn. Tréð er 22,55 metrar á hæð, vegur níu tonn og er lýst með 30 þúsund perum og á toppnum trónir stjarna frá skartgripafyrirtækinu Swarowski. Fínt skal það vera. Reuters Þrjátíu þúsund perur MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Rm. 15, 15, 13.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.