Morgunblaðið - 05.12.2005, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Sími 568 6625
STARTARAR
FYRIR BÁTA OG BÍLA
UM 600 sjálfboðaliðar starfa um
þessar mundir fyrir Reykjavík-
urdeild Rauða krossins sem er
langstærsta deild Rauða kross Ís-
lands. Hver sjálfboðaliði vinnur að
jafnaði 4–12 klukkustundir á mán-
uði.
Sé miðað við að hver og einn
vinni fjórar stundir, sem er lægsti
samnefnarinn, skila sjálfboðaliðar
deildarinnar um 30.000 vinnu-
stundum á ári. Meðalársverk er
talið vera um 1.800 vinnustundir
og því má segja að sjálfboðaliðar
Reykjavíkurdeildar skili á bilinu
17–50 ársverkum í sjálfboðnu
starfi.
Þetta kemur m.a. fram í grein
eftir Hrafnkel Tuma Kolbeinsson
og Elfu Dögg S. Leifsdóttur,
starfsmenn Reykjavíkurdeild-
arinnar, í Morgunblaðinu í dag í
tilefni af alþjóðlegum degi sjálf-
boðaliðans.
Í greininni kemur fram að hjá
Reykjavíkurdeildinni starfi sjálf-
boðaliðar m.a. við símsvörun í
Hjálparsíma Rauða krossins 1717,
heimsóknaþjónustu, með geðfötl-
uðum, heimilislausum og í sölubúð-
um Rauða krossins. Sjálfboðaliðar
deildarinnar starfa einnig að neyð-
arvörnum, sinna félagsstarfi með
ungum hreyfihömluðum, fara í
heimsóknir til fanga, starfa með
flóttafólki og þannig mætti lengi
telja.
„Rauði krossinn er stærsta sjálf-
boðahreyfing í heimi,“ segir í
greininni. „Rauði krossinn starfar
í 183 löndum og starfa um það bil
100 milljón sjálfboðaliðar í hans
nafni, enda er sjálfboðastarf eitt af
grundvallarmarkmiðum Rauða
kross hreyfingarinnar. Án sjálf-
boðaliða væri enginn Rauði kross.“
Að sögn Huldísar Haraldsdóttur
hjá Sjálfboðamiðlun Reykjavík-
urdeilarinnar eru sjálfboðaliðar á
öllum aldri og af báðum kynjun
þótt konur séu ívið fleiri. Elsti
sjálfboðaliðinn er níræð kona en
þeir yngstu eru í kringum átján
ára aldur. Mikillar endurnýjunar
er þörf á hverju ári í sjálfboða-
liðahópnum og því er Rauði kross-
inn stöðugt á höttunum eftir fólki
sem vill láta gott af sér leiða og
vinna sjálfboðið starf, að sögn
Huldísar. | 6 og 22
Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans
600 sjálfboðaliðar vinna 17–50 ársverk
ÖKUMAÐUR og farþegi fólks-
bíls slösuðust í hörðum árekstri
við jeppa á mótum Akranesveg-
ar og Akrafjallsvegar í gær-
kvöldi. Báðir voru fluttir á
sjúkrahúsið á Akranesi en far-
þeginn, sem hlaut höfuð- og
innvortis meiðsl, var í fram-
haldinu fluttur á Landspítalann
í Fossvogi. Hann var lagður inn
á gjörgæsludeild en líðan hans
var stöðug og meiðslin ekki lífs-
hættulegs eðlis. Ökumaðurinn
hlaut bakáverka en ökumann
jeppans sakaði ekki að sögn
lögreglunnar á Akranesi. Til-
drögin verða tekin til rann-
sóknar hjá lögreglu.
Harður
árekstur
á Akra-
nesvegi
JÓLASÝNING Árbæjarsafns hefur notið mikilla
vinsælda undanfarin ár og ungir sem aldnir
skemmt sér við að fylgjast með undirbúningi
jólanna frá fornu fari. Í gömlu torfkirkjunni á Ár-
bæjarsafni, sem áður stóð á Silfrastöðum í Skaga-
firði, var haldin aðventumessa í gærdag þar sem
gestir nutu ljúfrar stundar undir stjórn sr. Krist-
ins Ágústs Friðfinnssonar sem meðal annars rifj-
aði upp uppruna jólanna. Kirkjan er ekki stór, en
séra Kristinn er hins vegar talsvert stór.
Sýningin á Árbæjarsafni verður einnig opin
næsta sunnudag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aðventumessa í Silfrastaðakirkju
BIRGÐIR af bóluefni gegn inflú-
ensu eru gengnar til þurrðar hjá inn-
flytjendum á landinu en að sögn
Haraldar Briem sóttvarnalæknis er
erfitt að segja til um hvort bóluefnið
hafi alls staðar klárast. „Það er mis-
jafnt hvað stofnanir panta mikið af
bóluefni og því ekki sjálfgefið að það
sé alls staðar uppurið,“ segir Har-
aldur og telur það jákvætt að svo
hafi gengið á birgðirnar en um 55
þúsund skammtar eru pantaðir á ári.
Mikil notkun merki það að menn séu
almennt vel varðir þegar inflúensan
kemur upp.
„Þetta hefur ver-
ið notað mikið og
það er það sem
við viljum, sér-
staklega af þeim
sem taldir eru í
sérstakri áhættu
s.s. eldra fólk.“
Haraldur segir
það ekki óvana-
legt að bóluefnið klárist en síðast
gerðist það haustið 2003 þegar inflú-
ensan kom óvenju snemma eða í
október. Hann segir að unnið sé að
því að fá viðbótarskammta.
Inflúensan hefur ekki stungið sér
niður hér í ár en hún er árlegur við-
burður sem búast má við á tíma-
bilinu október til mars. Í fyrra kom
hún upp um miðjan desember og
lagðist þungt á marga í janúar og
byrjun febrúar. Einkennin lýsa sér
m.a. í beinverkjum, höfuðverk,
slappleika, hita og hálssærindum og
búast má við að um viku taki fyrir
einkennin að ganga yfir, ef til vill
lengri tíma hjá eldra fólki.
Bóluefnið hefur mikil áhrif á veir-
una, en stofn inflúensunnar breytist
þó á milli ára og fólk sem var bólu-
sett getur engu að síður fengið inflú-
ensu, þótt áhrifin verði að öllum lík-
indum vægari.
Jákvætt hversu margir láta bólusetja sig
Bóluefni gegn inflú-
ensu er á þrotum
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Haraldur Briem
EKKI kemur til
þess að flytja
þurfi inn undan-
rennuduft til
vinnslu á mjólk-
urvörum í ár.
Þetta segir
Magnús Ólafsson,
forstjóri Osta- og
smjörsölunnar.
Vegna mikillar söluaukningar á
mjólkurvöru síðustu misseri á sama
tíma og mjólkurframleiðsla hefur
staðið í stað eða minnkað var talið
hugsanlegt að flytja þyrfti inn und-
anrennuduft til að tryggja að ekki
yrði skortur á mjólk til vinnslu.
Magnús segir að mjólkurfram-
leiðslan sé farin að aukast á ný og því
sé ekki þörf fyrir innflutning.
Ekki þörf á að
flytja inn
mjólkurduft
Verð á mjólkurvörum | 20
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr-
skurðaði karlmann á þrítugsaldri í
gæsluvarðhald til 7. desember vegna
alvarlegrar líkamsárásar við bóka-
búð Máls og menningar aðfaranótt
laugardags. Lögreglan krafðist einn-
ig gæsluvarðhalds yfir meintum
samverkamanni hins grunaða en
héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu.
Mennirnir voru handteknir skömmu
eftir árásina þá um nóttina en fjöl-
mörg vitni voru til frásagnar og hafa
þau verið yfirheyrð hjá lögreglu.
Sá sem fyrir árásinni varð var
fluttur á Landspítalann í Fossvogi
þar sem hann liggur meðvitundar-
laus í öndunarvél.
Að sögn Harðar Jóhannessonar
yfirlögregluþjóns voru tildrög máls-
ins þau að ágreiningur sem leiddi til
stimpinga milli fólks á Laugavegin-
um endaði með þeim afleiðingum að
einn maður var sleginn, þ.e. sá sem
liggur á sjúkrahúsi. Hann var strax
fluttur á sjúkrahús með sjúkrabif-
reið og mennirnir tveir handteknir
fljótlega. Engin barefli voru notuð í
átökunum. Rannsókn heldur áfram
hjá lögreglunni.
Í varðhaldi
vegna lík-
amsárásar
ÁSTANDSSKOÐUN fagmanna á
fasteignum á ekki sérlega upp á pall-
borðið hjá kaupendum og seljendum
fasteigna. „Það er tiltölulega lítið um
hana og fólk hirðir ekki mjög mikið
um að fá álit fagmanna,“ segir Björn
Þorri Viktorsson, formaður Félags
fasteignasala, og bætir við að þetta
sinnuleysi komi á óvart.
Gífurlega mikil sala hefur verið á
fasteignamarkaðnum undanfarin
misseri. Í mörgum tilfellum hafa eign-
ir stoppað stutt hjá fasteignasölum og
kaupendur oft ekki gefið sér tíma til
að skoða eignir almennilega áður en
þeir hafa gert bindandi tilboð. Björn
Þorri segir að í þessari miklu upp-
sveiflu og verðsprengingu hafi margir
keypt jafnvel lélegt húsnæði á háu
verði. Ekki sé óeðlilegt að gamalt hús-
næði þurfi á viðhaldi að halda en sum-
ir hafi keypt köttinn í sekknum.
Sjaldan leitað
til fagmanna
Fasteignablaðið
♦♦♦
♦♦♦