Morgunblaðið - 27.12.2005, Page 1

Morgunblaðið - 27.12.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 350. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Í snertingu við viðfangsefnið Konur mynda meirihluta nemenda í húsgagnasmíði við Iðnskólann | 9 Kóngur í ríki sínu Óhræddur við að fara eigin leiðir í listsköpun | Daglegt líf í desember Íþróttir í dag Tíu tilnefndir Besta íþróttalið sögunnar  Heiðar skoraði gegn Chelsea  Fóru mikinn í Þýskalandi TVÆR sænskar konur faðmast eftir að hafa fleytt kertum út á Andaman- haf til minningar um fórnarlömb flóð- bylgjunnar sem kostaði tugþúsundir manna lífið á öðrum degi jóla 2004. Konurnar tvær misstu ástvini í flóð- bylgjunni og voru í gær viðstaddar minningarathöfn í Khao Lak í Phang Nga-héraði í Taílandi en fjöldi Svía var í fríi á þessum slóðum þegar flóðbylgjan gekk á land. Á sjötta þúsund manns týndi lífi í Taílandi og um 30.000 á Sri Lanka. Mest varð manntjón hins vegar í Indónesíu, nánar tiltekið í Aceh-héraði á eyjunni Súmötru. Er talið að um 168.000 manns hafi dáið í Aceh, en alls er talið víst að flóðbylgjan hafi kostað a.m.k. 216.000 lífið og sennilega fleiri. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, vottaði hinum látnu virðingu sína við minning- arathöfn í Banda Aceh en einnig þeim sem lifðu náttúruhamfarirnar af og hafa á undanförnu ári reynt að koma fótunum undir sig á ný. Tugþús- undir manna búa enn í tjöldum og áætlað er að byggja þurfi a.m.k. 80.000 ný heimili. Um 1,5 milljónir manna misstu heimili sín í flóðbylgjunni og talið er að uppbygging á þeim svæðum, sem verst urðu úti, taki mörg ár. | 13 Reuters Eitt ár liðið frá flóðbylgjunni miklu „ÉG VERÐ að viðurkenna að ég er engu nær,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ, um bréf Garðars Garðarssonar, for- manns Kjaradóms, til forsætisráð- herra frá því á Þorláksmessu þar sem hann útskýrir úrskurð dóms- ins um launahækkanir tiltekinna embættismanna. Gylfi segir að í svari Garðars sé ekki útskýrt það sem máli skiptir, þ.e. þær launahækkanir og til- færslur milli launaflokka sem kjaranefnd hafi ákveðið og Kjara- dómur elti með úrskurði sínum. Útskýra verði með ítarlegri hætti bæði þær launahækkanir sem kjaranefnd ákvað á árinu, þ.e í jan- úar, júní og desember, og einnig ákvarðanir sem ekki hafi verið birtar og einhver kalli launaflokka- tilfærslur. „Okkur er alveg sama hvernig menn fara að því, en ef laun hækka, þá eru það launabreyting- ar. Það getur vel verið að það sé ekki almenn launahækkun en það og bætir við að ASÍ hefði gjarnan viljað fá þennan úrskurð fyrir 15. nóvember. „Ég held að tímasetningin á þessum úrskurði sé engin tilviljun, að hann komi eftir að við erum bún- ir að loka. Þetta framferði er með þeim hætti að það verður mjög erf- itt að sannfæra okkar fólk um að gera langtímasamninga. Ég held að menn verði að átta sig á því að það er ekki hægt að mæta þessum leikaraskap sem er í gangi, öðruvísi en með skammtímasamningum. Ef það er ekki hægt að treysta stjórn- völdum til að framfylgja þeirri stefnu sem samið hefur verið um, þá er mjög óeðlilegt að binda okkar félagsmenn við það,“ segir Gylfi og bætir við að farið verði yfir þetta mál með forsætisráðherra á fundi. Sá fundur er fyrirhugaður klukkan tvö í dag. Að sögn Steingríms Ólafssonar, upplýsingafulltrúa forsætisráðu- neytisins, vildi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ekki tjá sig um bréf formanns kjaradóms fyrr en að loknum fundi með aðilum vinnu- markaðarins í dag. að fá sömu launabreytingar og aðr- ir opinberir starfsmenn. Þá færist ábyrgðin frá því að vera einhliða ákvörðun Kjaradóms og kjara- nefndar í þá veru að vera hið rétta birtingarform á launastefnu ríkis- ins. Þetta eru meiri hækkanir en við höfum verið að sjá og fengið mat á,“ segir Gylfi. Tímasetningin engin tilviljun Spurður hvaða áhrif þessar breytingar gætu haft gagnvart kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði, segir hann að ekki séu ákvæði í samningum sem taki á þessu. Ákvæði þar að lútandi hafi verið í samningunum og verið til skoðunar 15. nóvember síðastlið- inn í tengslum við mat á framgangi launastefnunnar gagnvart öðrum hópum, m.a. samninga kennara og leikskólakennara. „Segja má að það hafi verið meðvituð ákvörðun að láta þá samninga ekki hafa áhrif til uppsagnar en mat okkar var að aðrir samningar hafi ekki verið al- gjörlega úr takti, miðað við þær opinberu upplýsingar sem við höfðum undir höndum,“ segir Gylfi er breyting,“ seg- ir Gylfi og bætir við að það eina sem hann sjái sé að kjaranefnd lesi meira út úr samningum há- skólamanna í launabreytingum en bæði háskóla- menn og launanefnd ríkisins hafa kynnt. „Ég hef ekki orðið var við að þessar breytingar hafi komið inn í launavísitöluna að þessu umfangi.“ Meiri hækkanir í ákveðnum hópum „Það sem virðist standa upp úr í þessu er að það hafi verið meiri launahækkanir í ákveðnum hópum opinberra starfsmanna heldur en hefur verið upplýst hingað til. Ef svo er, ef launanefnd ríkisins hefur samið við háskólahópa, sem er að gefa meiri launabreytingar en fram hefur komið í mati á þeim samn- ingum og í launavísitölunni, þá eru það fréttir. Lögin kveða á um að þessir opinberu starfsmenn, sem eru alþingismenn og ráðherrar, eigi Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, um bréf formanns Kjaradóms Engu nær og tímasetn- ingin tæpast tilviljun Gylfi Arnbjörnsson Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is FYRSTU útsölurnar eftir jól hefjast í dag, en verslunin Dressmann hefur auglýst upphaf útsölu sinnar kl. 14 í dag. Hjá Hermanni Guð- mundssyni, markaðsstjóra Kringlunnar, feng- ust þær upplýsingar að þar hefjist útsölu- tímabilið formlega ekki fyrr en 5. janúar, en Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralind- arinnar, sagði útsölurnar þar hefjast 2. janúar. Spurður hvort almenn- ingur sé ekki búinn að fá nóg af búðarápi og versl- un þegar komi að jan- úarútsölunum svarar Hermann því neitandi. „Það er eins og fólk fái ekki leiða á þessu. Eftir þessa eina bestu jóla- vertíð sem kaupmenn hafa séð og upplifað þá eigum við ekki von á slæmum útsölum. Oft hefur það einmitt frekar haldist í hendur.“ Höfði til fólks með gjafakort Bæði frá Bretlandi og Bandaríkjunum ber- ast fréttir af því að útsölurnar sem hingað til hafa verið kenndar við janúar hafi byrjað þeg- ar í gær. Búast má við svipaðri örtröð í bresk- um búðum og var síðustu daga fyrir jól, jafn- vel þó þarlendar kannanir sýni að verslun á „janúarútsölum“ og biðraðir þeim samfara séu meðal þess sem kaupendum finnst hvað leiðinlegast við verslunarleiðangra. Ein ástæða þess hve útsölurnar byrja snemma í Bandaríkjunum er talin vera að kaupmenn vilji reyna að fá viðskiptavini til þess að nota gjafakort, sem eru sífellt að verða vinsælli til jólagjafa, sem allra fyrst. En gera má ráð fyrir að 20% þeirra gjafakorta sem gefin hafa verið út fyrir jólin verði notuð í þessari viku. Fyrstu útsölurnar byrja í dag ÚTFLUTNINGUR á lambakjöti hefur dreg- ist verulega saman á árinu samanborið við síðustu ár. Fyrstu 11 mánuði ársins voru um 1.240 tonn flutt úr landi samanborið við 2.045 tonn allt árið 2004. Skýringin á samdrættinum er stóraukin sala á innanlands- markaði, segir Öz- ur Lárusson, framkvæmda- stjóri Landssam- taka sauðfjár- bænda. Minnkandi út- flutningur sé því ekki slæm tíðindi fyrir bændur, þvert á móti. Sal- an sé að aukast á heimamarkaði, sem sé besti markaðurinn, og því sé þetta í raun kjörstaða fyrir bændur. „Við getum einbeitt okkur að því að sinna þeim mörkuðum sem gefa vel, minna magn en meiri peninga,“ segir Özur. Hann segir að með því móti sé dýrmætu markaðsstarfi ekki fórnað, enda sé lítið markaðsstarf unnið á þeim mörkuðum þar sem verðið sé lágt. Minni útflutningur á lamba- kjöti vegna sölu innanlands Kjörstaða segja bændur                       ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.