Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 4

Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna boðar hér með til sjóðfélagafundar, sem haldinn verður miðvikudaginn 28. desember nk. kl. 17 á Grand Hóteli, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá fundarins: Gerð grein fyrir tillögum stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins. Sjó›félagar og lífeyrisflegar sjó›sins eiga rétt til setu á fundinum. Tillögur stjórnar liggja frammi á skrifstofu sjóðsins. Reykjavík 27. nóvember 2005 Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna Sími: 580 4000 • Netfang: skrifstofa@live.is Sjóðfélagafundur FYRR á þessu ári komst fjársvika- deild Lögreglunnar í Reykjavík á snoðir um erlendan aðila sem braust inn á netþjón íslensks fyrirtækis og notaði hann til að fiska eftir auð- kennum (phishing) á Netinu. Sett var upp vefsetur á vefþjóninum, sem líkti eftir vef erlends banka, og virt- ist ætlunin að safna þar auðkennum fólks í sviksamlegum tilgangi. Varð einskis vart fyrr en þeir sem önn- uðust öryggismál fyrir útlenda bank- ann létu íslenska aðila vita hvað væri að gerast. Var þá falssíðan tekin nið- ur og bakdyrunum sem brotist var inn um lokað. Ekki er vitað hvort fjárhagslegt tjón hlaust af þessu at- hæfi. Slóð skúrkanna sem að þessu stóðu var rakin til Austur-Evrópu. Auðkennisveiðar á netinu fara gjarnan þannig fram að fólk fær tölvupóst frá að því er virðist lög- mætum aðila, t.d. banka eða net- verslun. Ástæðan er t.d. sögð vera vegna öryggisrofs eða uppfærslu á hugbúnaði og er fólk beðið um að staðfesta auðkenni á borð við reikn- ingsnúmer, notandanafn og að- gangsorð eða lykilorð. Í tölvupóstin- um er viðtakanda beint á vefsíðu, sem er áþekk vefsíðu hins lögmæta aðila, og þar á fólk að færa inn um- beðnar upplýsingar. Þrátt fyrir trú- verðugt útlit pósts og síðu eru svik í tafli. Í haust rigndi inn tilkynningum til Lögreglunnar í Reykjavík frá aðilum í ferðaþjónustu sem höfðu allir svip- aða sögu að segja. Að sögn Baldvins Einarssonar lögreglufulltrúa höfðu erlendir aðilar pantað gistingu og jafnvel ráðstefnuaðstöðu fyrir hópa í tiltekinn tíma. Í einhverjum tilvikum var tekið fram að um kristilegan hóp væri að ræða. Gefið var upp greiðslu- kortsnúmer til tryggingar greiðsl- unni. Síðar hafði sá sem pantaði sam- band og bað um endurgreiðslu hluta fjárhæðarinnar í reiðufé. Reyna að blekkja ferðaþjónustufyrirtæki Gjarnan var gefin sú ástæða að hluti hópsins hefði hætt við ferðina eða aðrar ástæður tilgreindar. Til- gangurinn virtist vera sá að fá þann sem gisting og önnur þjónusta var pöntuð hjá til að senda peninga út í þeirri von að halda þessum vænlegu viðskiptum, sem gátu hlaupið á hundruðum þúsunda króna. Tókst að forða því að íslenskir ferðaþjónustu- aðilar yrðu fyrir tjóni af þessum sök- um. Netið er vettvangur glæpamanna sem stöðugt virðast fá nýjar hug- myndir um hvernig sé hægt að hafa fé af náunganum. Samkvæmt upp- lýsingum frá fjársvikarannsókna- deild Lögreglunnar í Reykjavík hef- ur fólk m.a. látið glepjast af tilkynningum um happdrættisvinn- inga þar sem greitt er fyrir vinnings- miðann eftir á. Einnig hefur fólk lent í svikum, t.d. vegna bílaviðskipta, þar sem væntanlegur kaupandi er beð- inn að leggja út reiðufé. Síðan reyna svikararnir að narra út upplýsingar um númer á peningasendingunni og lykilorð ef það hefur verið notað. Þær upplýsingar eru nauðsynlegar til að geta leyst peningasendinguna út. Hafi svikin tekist situr kaupand- inn eftir upphæðinni fátækari. Hugkvæmni svikara á netinu við blekkingar virðast lítil takmörk sett Íslenskur vefþjónn notaður til að fiska eftir auðkennum Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SIGURÐUR Pétursson og rakkinn Sesar voru í gönguferð við Rauða- vatn annan dag jóla. Sagt hefur ver- ið að hundurinn sé besti vinur mannsins og oft má með sanni segja að maðurinn sé besti vinur hundsins. Hvít mjöllin lá yfir öllu og gerði umhverfið jólalegt við Rauðavatn. Hætt er við að snjóinn taki upp því í nótt var búist við stormi á Vest- urlandi og miðhálendinu og fram eftir degi með vaxandi hlýindum. Gert var ráð fyrir að fram yfir há- degi í dag yrði hvöss sunnanátt á landinu með rigningu um mest allt sunnan- og vestanvert landið en þurru veðri norðaustanlands. Síð- degis á að kólna með hægari vest- anátt og éljagangi um landið vest- anvert en í kvöld verður sunnanátt, 15–20 metrar á sekúndu og víða rigning um landið austanvert. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í göngu- ferð með góðum vini HANN hefur staðið bóksöluvaktina frá 1946 og ekki misst úr jól, Gunnlaugur Jónasson hjá Bóka- verslun Jónasar Tómassonar á Ísa- firði, eða Bókhlöðunni – Pennanum eins og hún heitir í dag. Gunn- laugur segir bóksöluna hafa verið góða eins og endranær og að jafn- an sé einna mest að gera á Þor- láksmessu, það hafi ekki breyst gegnum árin. Hann sagði ekki heldur hafa breyst þá ósk við- skiptavina að bóksalinn skuli vera lipur, kurteis og fróður og það hafi menn reynt að temja sér. Það sem hafi breyst séu aðdrættirnir, áður voru síðustu skipaferðir vestur jafnvel fyrir miðjan desember og eftir það urðu menn að treysta á flugið fyrir viðbótarsendingar. Nú komi vörur daglega með bílum. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Gunnlaugur Jónasson bóksali er búinn að vera í jólabókasölunni í 60 ár eða síðan 1946 án þess að missa úr ein jól. Hefur staðið vaktina í tæp 60 ár „AF ÞVÍ sem ég hef gluggað í í skýrslunni þá eru þarna augljóslega hlutir sem við þurfum að fara betur yfir og skoða, m.a. þetta með rösk- unina á fuglalífi í tengslum við framkvæmdirnar við Hringbraut sem og aðgerðir til að fækka varg- fugli við Tjörn- ina,“ segir Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og formaður um- hverfisráðs borgarinnar, um nýút- komna skýrslu Ólafs Kr. Nielsen og Jóhanns Óla Hilmarssonar um ástand fuglastofna sem helst halda til við Tjörnina í Reykjavík. Að sögn Árna var skýrslan lögð fram á fundi umhverfisráðs á síðasta fundi ráðsins fyrir jól, þann 21. des- ember sl. „Í raun hefur skýrslan ekki fengið neina formlega kynningu ennþá og því er erfitt að taka afstöðu til efnis hennar. Við höfum hins vegar óskað eftir því að skýrsluhöfundar komi á næsta fund umhverfisráðs, sem fyrirhugaður er í fyrri hluta jan- úarmánaðar, og geri þá grein fyrir skýrslunni.“ Rætt verður við aðila Fram kemur í skýrslunni að mikið rask hafi orðið á borgarfriðlandinu í Vatnsmýrinni samfara flutningi Hringbrautar og að flest það er snúi að friðlandinu sé enn ófrágengið. Að- spurður um hvenær útlit sé fyrir að þessir hlutir verði komnir í lag segist Árni Þór ekki geta svarað því, vegna þess að fara þurfi yfir þá með fram- kvæmdaaðilum, þ.e. bæði Vegagerð ríkisins og framkvæmdasviði borgar- innar. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að mikið landbrot hafi orðið síðustu ár í Tjarnarhólmanum og Litla hólmanum á sama tíma og á Þorfinnshólmi hafi myndast samfellt hvannstóð. Aðspurður um hvort ástæða sé til þess að bregðast við því segir Árni Þór það alveg opið. „Ef þetta eru atriði sem hamla varpi þá er það vafalaust hlutur sem þarf að taka á með því að fjarlægja hvönnina.“ Fara þarf betur yfir málið Árni Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.