Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 9

Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 9 FRÉTTIR 50% afsláttur af allri jólavöru þessa viku Silkitré og silkiblóm Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán - fös kl. 11-18, lau 10 - 16 SILBOR SIGNATURE EINSTÖK LÍFSGÆÐI Á BESTU STÖÐUM THAILANDS - BURMA Skógarhlíð 18, sími 595 1000, fax 595 1001 - www.heimsferdir.is Í LOKIN BÝÐST VIKUFRAMLENGING Á NÝJASTA LÚXUSHÓTELI Á PATONG STRÖNDINNI, VINSÆLUSTU BAÐSTRÖND AUSTURLANDA. OKKUR TÓKST AÐ FÁ 7 VIÐBÓTARSÆTI Í BROTTFÖRINA 30. JANÚAR. TILBOÐSVERÐ SÉ STAÐFEST FYRIR ÁRAMÓT KR. 149.800 Á MANN M.V. TVÍBÝLI M. ÖLLU. Eru kostir Thailands enn best falda leyndarmál íslenskra ferðamanna? Margir fara í stuttferðir sem kosta meira. Sparnaður í Thailandsferð er ótrúlegur miðað við gæðin. SÉRVALÐ AF INGÓLFI GUÐBRANDSSYNI FERÐAFRÖMUÐI NOKKRIR HÁPUNKTAR Í NÆSTU FERÐ: Heiðursgestir í nýja þjóðleikhúsinu í BANGKOK, glæsisýning í einu fullkomnasta leikhúsi heimsins í dag - Bangkok er margvalin besta hótelborg heims, gist á einu best rekna hótelinu rétt við nýju miðborgina. Tveggja daga HOPP yfir til höfuðborgar BURMA, RANGOON að sjá fegurstu musteri heims, SWEDAGON o.fl., ógleymanlegt undur á heimsminjaskrá. Fagurt, litríkt land, þjóð og saga, þar sem þú færð THAILAND beint í æð í skemmtilegu bílferðalagi með sérstakri íslenskri fararstjórn, gistingu og fullu fæði á völdum stöðum á leið norður landið frá Bangkok til RIVER KWAI, PITSANULOKE, SUKOTHAI, CHIANG MAI og CHIANG RAI Miðapantanir hjá: IÐNSKÓLINN í Reykjavík braut- skráði sl. þriðjudag 107 nemendur af fjórtán brautum við hátíðlega út- skriftarathöfn í Hallgrímskirkju. Alls stunduðu 1.920 nemendur nám við skólann á haustönn, 1.500 í dag- skóla, 300 í kvöldskóla og 120 í fjar- námi. Í ræðu sinni við útskrift sagði Baldur Gíslason skólameistari mikla grósku vera í skólanum um þessar mundir, en nemendur skólans hefðu tekið þátt í fjölmörgum uppákomum og keppnum á önninni. Þar á meðal hafi nemendur staðið sig afar vel í keppni í forritun sem Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir og einnig í stuttmyndakeppninni „Vísindin snerta þig“ á vegum Rannsókn- armiðstöðvar Íslands. Sesselja Jónsdóttir, nemi á bygg- ingasviði, hlaut þrenn verðlaun fyrir námsárangur; sviðsverðlaun bygg- ingasviðs fyrir góðan námsárangur, verðlaun kennd við Finn Ó. Thorlac- ius fyrir hæstu einkunn í iðnteikn- ingu byggingamanna og loks verð- launin „Þráin I“ fyrir besta heildarárangur í námi. Sesselja, sem er þrjátíu og eins árs, nam húsgagnasmíði á bygg- ingasviði. Hún hafði áður numið tækniteiknun og stefnir nú á frekara nám á sviði hönnunar. „Stefnan er tekin á Ítalíu, ekki alveg strax en í nánustu framtíð. Ég hef búið þar, þannig að það er auðveldast. Svo er Ítalía nokkurs konar Mekka hús- gagnahönnunar, svo það ætti ekki að vera vandamál að finna góðan skóla þar.“ Kemst í snertingu við viðfangsefnið Hinn góða námsárangur skrifar Sesselja á mikinn áhuga á viðfangs- efninu. „Ég tel það líka vera góðan undirbúning fyrir hönnunarnám að hafa þreifað á efni og smíðað úr því,“ segir Sesselja. „Maður er þá í meiri snertingu við viðfangsefnið. Maður hefur meiri tilfinningu fyrir því hvað er hægt og hvað er ekki hægt. Svo er líka afskaplega gott að geta gert hlutina sjálfur þegar maður er að hanna.“ Byggingasvið hefur hingað til haft þá ímynd að þar séu karlar í meiri- hluta, en Sesselja segir konur í mik- illi sókn á þessu sviði. „Það var svo- lítið gaman að koma þarna og vera kvenmaður á byggingasviði, sem hefur hingað til verið talið nokkurs konar karlavígi,“ segir Sesselja. „Það kemur fólki dálítið á óvart að koma inn og sjá að meirihluti nem- enda í húsgagnasmíði er konur. Konur eru alls staðar að sækja fram.“ Sesselja Jónsdóttir, nemandi á byggingasviði, náði bestum árangri í Iðnskólanum Stefnir á hönn- unarnám á Ítalíu Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Sesselja Jónsdóttir hélt jólin hátíðleg austur í Neskaupstað. Með henni á myndinni er yngri dóttir hennar, Rakel Anna Ólafsdóttir. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is MARKÚS Örn Antonsson afhenti Michaëlle Jean, landstjóra Kanada, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Ís- lands í Kanada við athöfn, sem ný- lega fór fram í bústað landstjóra, Rideau Hall í Ottawa. Í viðræðum sendiherra Íslands við landstjórann kom fram eindreginn áhugi beggja á auknum samskiptum Kanada og Íslands, og þá sérstaklega á sviði lista og menningar. Michaëlle Jean nefndi í því sambandi samstarf um gerð heimildarmynda fyrir sjón- varp, og sérstaka íslenska listvið- burði, sem haldnir yrðu í landstjóra- bústaðnum Rideau Hall í Ottawa. Michaëlle Jean, landstjóri, fór miklum viðurkenningarorðum um framlag íslensku landnemanna og af- komenda þeirra til hins kanadíska samfélags fyrr og nú og lét í ljós von- ir um framhald á hinum góðu sam- skiptum, sem þróast hafa með þess- um vinaþjóðum í meira en hundrað ár. Mikil samskipti þjóðanna Samskipti Íslands og Kanada mót- ast mjög af tengslum við afkomendur íslensku innflytjendanna, sem fluttu búferlum vestur um haf á árunum 1870–1914. Voru það alls um 20 þús- und manns eða u.þ.b. 20% íslensku þjóðarinnar, sem settust að víða í Kanada og Bandaríkjunum, flestir þó í Manitoba í miðju Kanada. Giskað er á að afkomendur Íslendinga í Kan- ada kunni nú að vera um 200.000 tals- ins, þar af um 80.000 í Manitoba, en um 100.000 í Bandaríkjunum. Vest- ur-Íslendingar hafa ávallt viðhaldið styrkum tengslum sínum við Ísland og lagt merkum framfaramálum á Ís- landi lið eins og við stofnun Eim- skipafélags Íslands 1914. Samskiptin við Ísland hafa verið afar fjölbreytt, einkanlega á sviði mennta og menn- ingar. Afhenti landstjóra Kanada trúnaðarbréf Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Lokað í dag Opnum á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.