Morgunblaðið - 27.12.2005, Page 11

Morgunblaðið - 27.12.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Meðlagsgreiðendur! Meðlagsgreiðendur, vinsamlega gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað. INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0111-26-504700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 FRÉTTIR HREINAR erlendar skuldir þjóðar- búsins nema nú tæplega 140% af áætlaðri vergri landsframleiðslu (VLF) ársins. Í Morgunkorni Grein- ingar Íslandsbanka segir að þetta hlutfall hafi hækkað hratt á umliðn- um misserum þrátt fyrir myndarleg- an hagvöxt, en miklum viðskipta- halla, eins og verið hafi undanfarið hérlendis, fylgi hröð söfnun erlendra skulda. Þá segir að skuldir þjóðar- búsins sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu séu háar í alþjóðlegu jafnt sem sögulegu samhengi og því sé ástæða til að spyrja hvort í óefni stefni með erlenda skuldastöðu hag- kerfisins. „Erlendis er gjarnan miðað við þumalfingursreglur á borð við að er- lendar skuldir skuli ekki vera meiri en 40% af VLF eða tvöfaldar árlegar útflutningstekjur svo ekki skapist hætta á gjaldeyrisáfalli. Þessi hlutföll eru hærri hér á landi, jafnvel þótt áhættufjármagn sé tekið með í reikn- inginn. Að því meðtöldu er hrein staða við útlönd neikvæð um tæp 90% af VLF og u.þ.b. 260% af áætluðum útflutningstekjum ársins.“ Samsetning skulda skiptir máli Segir í Morgunkorninu að sam- setning erlendra skuldbindinga skipti þó miklu máli þegar meta skuli áhættu af þeirra völdum fyrir geng- isþróun krónunnar. Í grófum drátt- um megi segja að bein erlend fjár- festing sé áhættuminnst, langtímalán, erlend kaup á innlend- um verðbréfum og viðskiptalán komi þar á eftir en mest sé hættan af er- lendum skammtímaskuldum því breytingar á erlendum fjármála- mörkuðum geti haft snögg og mikil áhrif á flæði þeirra. „Bein erlend fjárfesting hérlendis nemur nú um 16% af VLF og hefur aukist hratt síðustu ár. Raunar er bein fjárfesting Íslendinga erlendis mun meiri, eða um 38% af VLF. Um 80% erlendra skulda eru langtíma- skuldir og hefur það hlutfall lítið breyst undanfarin ár. Þau 20% sem eftir eru mynda skammtímaskuld- bindingar og nema rúmum 40% af VLF. Það er fyrst og fremst þessi hluti erlendra skulda sem gefa þarf gætur hvað varðar hættu á gjaldeyr- isáfalli og getur valdið erfiðleikum í kjölfar gengisaðlögunnar. Rétt er að hafa í huga að á móti standa erlendar eignir, sem einnig hafa aukist hratt undanfarið,“ segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Erlendar skuldir aukast hratt Morgunblaðið/Golli NETAFX er íslenskt netsímafyrir- tæki sem farið er að bjóða Íslend- ingum aðgang að ódýrum milli- landasímtölum yfir netið með svo- kallaðri VoIP-tækni (voice over IP). Jón Elíasson, framkvæmdastjóri NetAFX, sagði í samtali við Morg- unblaðið að undanfarið eitt og hálft ár hefði fyrirtækið selt þjónustu sína í Asíu og að þar hefði hún verið þróuð og fínstillt. „Nú er svo komið að við viljum bjóða þjónustuna hér á Íslandi sem og í fleiri löndum og teljum við okk- ur fyllilega geta keppt við stóru símafyrirtækin tvö,“ segir Jón. Net- AFX er með skrifstofur í Bangkok, Reykjavík og á Ísafirði og eru starfsmenn fyrirtækisins hér á landi þrír talsins, en Jón segir að rekstur netsímafyrirtækis sé ekki mann- frekur. Á heimasíðu fyrirtækisins, www.netafx.is, er hægt að hlaða nið- ur netsímaviðmóti og kaupa inneign sem hægt er að hringja fyrir. Segir Jón að verðið sem notendur greiði fyrir millilandasímtöl sé allt að 80% lægra en gengur og gerist hjá stóru símafyrirtækjunum tveimur. NetAFX býður Íslendingum netsíma TVEIR stórir vogunarsjóðir sem eiga samanlagt yfir 5% hlut í sænska tryggingafélaginu Skandia ætla að draga til baka samþykki sitt fyrir yfirtökutilboði suður- afríska tryggingafélagsins Old Mutual. Frá þessu er greint í frétt á vefmiðli sænska blaðsins Dagens Industri. Nýlega var greint frá því að hlut- hafar, sem fara með alls um 62,5% hlutafjár í Skandia, hefðu sam- þykkt yfirtökutilboð Old Mutual. Samþykkið nær því nú samkvæmt frétt DI ekki nema til innan við 60% hlutafjárins. Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki er einn af stærstu hluthöfum í Skandia og var félagið meðal þeirra fyrstu sem samþykktu tilboð Old Mutual. Sjóðir hætta við samþykki fyrir yfirtöku á Skandia ÓVEÐUR gekk yfir vestanvert landið á jólanótt. Voru björgunar- sveitir Landsbjargar á Hellissandi og í Ólafsvík kallaðar út kl. þrjú um nóttina vegna mikils hvassviðris. Þakplötur losnuðu og annað lauslegt fór að fjúka. Vindstyrkur mældist allt að 30 metrar í vindhviðum. Á jóladag til- kynnti Vegagerðin um óveður á milli Grundarfjarðar og Hellissands og á Fróðárheiði. Síðar um morguninn fauk þak af fjárhúsi í Minnihlíð í Tungudal fyrir ofan Bolungarvík. Þar voru um 160 fjár inni. Sterk hviða tók hluta af þaki Stúkuhússins í Bolungarvík, og fauk brak á fjögur önnur hús, braut rúður, dyrakarma og skemmdi klæðningu. Vindstyrkur fór í rúma 36 metra á sekúndu. Vega- gerðin beindi þeim tilmælum til veg- farenda að aka með gát um Óshlíð- arveg og Súðavíkurhlíð vegna grjóthruns. Rafmagn fór af í Kjós um kl. 6.30 á jóladagsmorgun. Var talið að um samslátt á línum væri að ræða vegna veðurs. Rafmagn komst á síðar um morguninn. Þá var lögreglan í Kópa- vogi kölluð út ellefu sinnum vegna foks. Tvö stór jólatré lögðust m.a. á hliðina og þakplötur losnuðu af íbúð- arhúsi við Kársnesbraut. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Hluti af þaki gamla stúkuhússins í Bolungarvík fauk af í aftakaveðri að morgni jóladags. Rúður brotnuði í þremur nærliggjandi húsum og skemmdir urðu á klæðningu þess fjórða. Til stóð að gera húsið upp í upprunalegt horf en húsið var samkomuhús Bolvíkinga fram til 1952 að félagsheimili Bolungarvíkur var tekið í notkun. Víða var óveður á jóladag Djúpivogur | Þegar starfsfólk Vísis hf. á Djúpavogi mætti til vinnu sinnar fyrir skemmstu, gekk það fram á Smyril sem sat í mestu mak- indum á bryggjunni framan við fyr- irtækið. Smyrillinn lét sér hvergi bregða í fyrstu þrátt fyrir umferð um bryggjuna, enda var hann í miðjum málsverði, þ.e. með ný- veidda dúfu undir sterklegum klón- um. Svo upptekinn var þessi annars tignarlegi ránfugl af bráð sinni í regnúðanum að hann lét það ekki einu sinni trufla sig þótt fréttaritari tæki af honum nokkrar myndir með flassi í aðeins 2 m fjarlægð þarna í morgunhúminu. Það var ekki fyrr en að ljósmyndari hafði gerst enn nærgöngulli að hann sleppti bráð sinni og flaug á brott. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Setið að snæðingi ÞÓRIR Karl Jónasson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu, gefur kost á sér í fjórða til fimmta sætið á fram- boðslista Sam- fylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar. Próf- kjörið fer fram dagana 11. og 12. febrúar nk. Þórir kveðst styðja framboð Steinunnar V. Óskarsdóttur borgarstjóra í fyrsta sæti listans, en hann muni þó fylkja sér á bakvið þá Dag B. Egg- ertsson eða Stefán J. Hafstein nái þeir því sæti. Þórir segist m.a. styðja þá ákvörðun borgarstjóra að hækka lægstu laun. Hann segist vilja eyða launamun kynjanna og tekur sömuleiðis fram að hann vilji að konur verði sýnilegar í valdastöð- um borgarinnar. Hann vill einnig bæta aðstöðu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu og segir m.a. að hækka eigi sektir vegna þeirra sem leggja ólöglega í bílastæði fatlaðra. Þá vill hann að borgin greiði götu þeirra fyrirtækja sem vilja byggja leiguíbúðir fyrir fólk, til að mynda með sanngjörnu lóðaverði gegn því að húsaleigan verði sann- gjörn.Hann segir að sanngjarnt leiguverð geti verið á bilinu fjögur hundruð til sjö hundruð krónur á hvern fermetra. Þá vill Þórir bæta almennings- samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Stefnir á fjórða til fimmta sætið Þórir Karl Jónasson ANNIR lögreglunnar í Reykjavík voru ekki meiri en við mátti búast um jólahelgina, að sögn aðalvarð- stjóra í gær. Þó komu nokkur mál til kasta lögreglunnar. Farþegi ógnaði leigubílstjóra í Reykjavík með loftbyssu um hálf- þrjúleytið á jólanótt. Farþeginn hvarf af vettvangi en sneri aftur til að útskýra fyrir bílstjóranum að sér hafi ekki verið alvara. Í millitíðinni hafði bílstjórinn kallað til lögreglu, sem handtók byssumanninn og flutti til yfirheyrslu. Hann var ölv- aður og gisti í fangageymslum. Lögreglan lagði hald á byssuna og yfirheyrði farþegann áður en hon- um var sleppt. Þá var rúða brotin á veitingastað við Laugaveg í Reykjavík á jólanótt og þaðan stolið þremur eða fjórum kössum af bjór. Einnig var brotist inn í geymslugám í Höfðahverfinu. Meiri annir voru hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt aðfangadags. Tilkynnt var um þrjú innbrot, slagsmál og mann, sem talið var að hefði verið skorinn á háls. Reyndist hann vera með sár á hendi en hafði atað blóði á hálsinn á sér. Þá var tilkynnt um innbrot í Brúarskóla í Vesturhlíð og innbrot í leikskóla. Innbrotskerfi fór í gang og er talið að það hafi fælt tómhentan þjófinn á brott. Einnig var brotist inn í leikskóla í Efra-Breiðholti og var stolið þaðan tölvuflatskjá, sjónvarpi og DVD-spilara. Leigubílstjóra ógnað með byssu á jólanótt INNLEND velta VISA-kred- itkorthafa jókst um rúmlega 12% á tímabilinu 1.–20. desember sl. mið- að við sama tímabil í fyrra. Veltan á þessu tímabili í ár nam alls um 9,7 milljörðum króna en var um 8,7 milljarðar í fyrra. Velta VISA jókst um rúm 12% ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.