Morgunblaðið - 27.12.2005, Síða 12

Morgunblaðið - 27.12.2005, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ Vestmannaeyjar | Framhaldsskól- inn í Vestmannaeyjum útskrifaði þrettán stúdenta fyrir jól. Dúx skólans var Þorgils Orri Jónsson. Auk þess vakti athygli góður ár- angur Júlíusar Magnússonar sem var einn þriggja efstu á stúdents- prófi en það tók hann aðeins tvö og hálft ár. Þorgils Orri sem er unglinga- landsliðsmarkvörður í handknatt- leik sagðist nokkuð sáttur við veru sína í FÍV og vel hafi gengið að samræma námið við hand- knattleiksiðkun sína. „Þú þekkir alla í skólanum og það gekk vel að fá leyfi upp á leiki,“ segir hann. Þorgils stefnir á Háskóla Ís- lands og stefnir hugurinn á nám í efnafræði. Hann vill þó ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en hann hefur kynnt sér það sem í boði er á kynningu Háskólans í vor. Morgunblaðið/Sigurgeir Áfangi Þorgils Orri nýstúdent er hér með foreldrum sínum við útskrift Framhaldsskólans, þeim Jóni Braga Arnarsyni og Helenu Jónsdóttur. Gekk vel að fá leyfi í leiki Mývatnssveit | Þrjátíu ár eru liðin frá upphafi Kröfluelda. Hinn 20. desember 1975 um kl. 10.30 að morgni hófst eldgos við Leirhnjúk, aðeins steinsnar frá Leirbotnum þar sem um sumarið 1975 höfðu framkvæmdir við 60 MW gufuvirkjun hafist fyrir alvöru. Þegar gosið hófst var fjöldi fólks við bygg- ingaframkvæmdir í Kröflu. Alþingi hafði samþykkt lög um virkjun við Kröflu í apríl 1974 og það sama ár voru boraðar fyrstu rannsóknaholur á svæðinu. Eldgos á þessum stað og tíma kom því sem reiðarslag yfir flesta. Þetta fyrsta gos stóð aðeins örfáar klukkustundir en á næstu árum fylgdu fleiri gos þannig að þegar lauk hafði gosið 9 sinnum á sprungusveimnum norður frá Leirhnjúki og í Gjástykki. Auk þess urðu á þessum árum fjölmörg kvikuhlaup neðanjarðar og mikið umrót og rask varð á sprungukerfinu allt sunnan úr Bjarnarflagi og norður fyrir Kópasker. Mývetningar, Keldhverfingar og Öxfirðingar urðu einkum fyrir barðinu á þessum umbrotum, sem segja má að hafi lokið með septembergosi 1984. Mikil átök urðu á Alþingi um Kröfluvirkjun, hvort þar skyldi hætt framkvæmdum eða haldið áfram. Kröflunefnd, með Jón G. Sólnes sem for- mann, barðist hart fyrir framhaldi á virkjun, en margir voru úrtölumenn. Sjónarmið Kröflunefndar urðu ofan á og virkjunin hóf rafmagnsframleiðslu snemma á árinu 1977. Nú, 30 árum eftir upphaf Kröfluelda, framleiðir Kröfluvirkjun 60 MW rafafl og rekstur gengur ágætlega. Jarðvísindamenn öðluðust yfirgrips- mikla þekkingu á eldvirkni á Íslandi og þekking á nýtingu jarðvarma tók stórstígum framförum. Þessa alls sér nú stað í þeim glæsilegu virkjunum og virkjanaframkvæmdum sem blasa við á Íslandi í dag. Einnig í fullkomnum vöktunar- og eftirlits- tækjum sem vaka yfir hverri hreyfingu jarðskorp- unnar þannig að hvergi mun nú betur fylgst með slíku en einmitt á Íslandi. Velta má því fyrir sér hver þekking okkar væri á öllu þessu ef menn hefðu pakkað saman í Kröflu í desember 1975. Mývetningar minntust þess að 30 ár eru frá upphafi Kröfluelda Rekstur Kröflu- virkjunar gengur vel Morgunblaðið/BFH Eftir Birki Fanndal Haraldsson Hrunamannahreppur | Ný kalda- vatnsleiðsla hefur verið tekin í notk- un í Hrunamannahreppi. Um er að ræða nýja vatnslögn frá svonefndum Blálækjum á Fagradal sem er inn við Hrunaheiðar. Liggur leiðslan að vatnsgeymi á Högnastaðaás við Flúðir. Vatnið er tekið í 280 metra hæð yf- ir sjávarmáli en geymirinn er í 120 metra hæð. Vatnið er því sjálfrenn- andi með góðum þrýstingi. Vatns- leiðslan er 11,2 km að lengd. Leiðsl- an gæti flutt um 50 lítra á sekúndu ef hún væri full nýtt en í upphafi flytur hún 24 lítra. Vatnið er talið afar gott en hægt er að virkja mun meira af vatni á Fagradal. Gröfutækni ehf. á Flúðum sá um gröft og niðurlögn en Plast og suða, einnig á Flúðum, sá um að sjóða saman lögnina. Heildarkostnaður er um 35 milljónir króna. Hannibal Kjartansson veitustjóri segir að tilkoma nýju vatnsveitunnar sé bylting fyrir Hrunamannahrepp í vatnsveitumálum. Fyrri vatnslögn sem tekin er í landi Hruna annaði einungis 13 lítrum á sekúndu sem var hvergi nægilegt. Hannibal telur að notendur, sem fjölgar nú nokkuð, séu um 500 þegar sumarbústaðir eru taldir með en þeir eru nú orðnir 320 í sveitinni. Langstærstu notendurnir eru garðyrkjustöðvarnar og mjólkur- framleiðendur. Allnokkrir nýir not- endur bætast nú við vatnsveituna. Þess ber að geta að öll matvæla- framleiðsla er háð heilbrigðisvottun á vatni sem gerir þessa nýju vatns- lögn enn mikilvægari. Rennsli tvö- faldast í nýrri kaldavatnsleiðslu Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Frágangur Hannibal Kjartansson veitustjóri, Hörður Úlfarsson fram- kv.stjóri Gröfutækni, og Þorkell Þorkelsson vélamaður vinna að frágangi. Egilsstaðir | Foreldrafélag Hall- ormsstaðaskóla, Landsvirkjun, Vegagerðin og sveitarstjórnir Fljótsdalshéraðs og Fljótsdals- hrepps hafa tekið höndum saman um að bæta umferðarmenningu og auka öryggi í Hallormsstaðarskógi vegna aukins umferðarþunga þar. Frumkvæðið kom frá foreldrum skólabarna sem höfðu samband við Landsvirkjun. Í kjölfarið var komið á samstarfs- hópi um átak í umferðarmálum. Mikill umferð er í gegnum Hall- ormsstaðarskóg vegna Kárahnjúka- framkvæmdanna en á Hallormsstað eru íbúðabyggð og skólar auk fjölda ferðamanna yfir sumartímann. Skelfileg slys hafa orðið á vegar- kaflanum í gegnum Hallormsstað- arskóg og markmiðið er að draga úr hættu á fleiri slíkum. Samstarfshópurinn sendi for- svarsmönnum þeirra fyrirtækja sem stunda akstur vegna Kára- hnjúkavirkjunar í gegnum Hall- ormsstaðarskóg bréf þar sem for- ráðamenn voru hvattir til að benda bílstjórum sínum á hætturnar á þessum kafla og skora á þá að gæta öryggis í akstri. Auknar hraðatakmarkanir Landsvirkjun hefur gefið börnum við Hallormsstaðaskóla endurskins- borða og Vegagerðin hefur aukið hraðatakmarkanir, gert göngustíg á svæðinu svo að gangandi vegfar- endur þurfi ekki að vera í vegkant- inum og undirbýr nú bættar merk- ingar. Lögreglan hefur fylgst með þessu framtaki og leggur áherslu á umferðarfræðslu í skólanum. Samstarfshópurinn vonast til að með sameiginlegu átaki megi bæta umferðarmenninguna og tryggja öryggi allra í umferðinni, sérstak- lega á þessu viðkvæma svæði. Auka umferðar- öryggi í Hallorms- staðaskógi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.