Morgunblaðið - 27.12.2005, Qupperneq 16
Sigurveig Þ. Sigurðardóttir,barnalæknir, sérfræðingurí ofnæmis- og ónæm-issjúkdómum barna, er
ásamt Michael Clausen að fara af
stað með rannsókn sem tengist
fæðuofnæmi barna og á rannsóknin
að hefjast við fæðingu barnsins.
„Við fáum nöfn kvenna í gegnum
mæðraeftirlitið. Þar liggur kynning-
arbréf sem ljósmæður og hjúkr-
unarfræðingar, sem sjá um mæðra-
eftirlitið, afhenda tilvonandi móður
og í þessu bréfi eru allar upplýsingar
um okkur, símanúmer og netföng,
og stundum hafa konurnar haft sam-
band við okkur beint út frá því og
ljósmæðurnar hafa verið hjálplegar
við að skrifa niður nöfn þátttakenda.
Frumkvæðið verður að koma frá
þátttakandanum,“ segir Sigurveig.
„Það er alveg klárt að ofnæmis-
sjúkdómar ganga í ættir. Það þarf
ekki endilega að vera fæðuofnæmi,
það getur verið að foreldrar séu með
frjóofnæmi eða ofnæmi fyrir dýrum
og barnið getur síðan fengið fæðuof-
næmi. Ofnæmi getur einnig komið
fram þó að foreldrar séu ekki með
slíka sjúkdóma.
Sjúkdómar sem hafa verið flokk-
aðir sem ofnæmissjúkdómar eru t.d.
ofnæmiskvef, gjarnan út af dýrum
eða frjókornum, svo er það exem, en
hjá ungum börnum sem eru með
slæmt exem er fæðuofnæmi mjög al-
gengt, asmi fellur líka undir þennan
flokk. Þessir sjúkdómar erfast
gjarnan saman. Ef annað foreldra
eða báðir er með ofnæmi eða asma
margfaldast líkurnar á að barnið fái
ofnæmissjúkdóm. Það eru mörg gen
sem valda því að fólk myndar of-
næmi og er mikil vinna lögð í að
finna þau. Það þarf klárlega samspil
gena og umhverfis.“
Sigurveig segir að algengt sé að
þeir sem eru með ofnæmi fyrir ein-
hverju fái síðar á ævinni ofnæmi fyr-
ir fleiru. „Það er oft þannig, með þau
börn sem sem byrja á að fá fæðuof-
næmi á fyrstu æviárunum, að þegar
þau eldast þróast það yfir í ofnæmi
fyrir dýrum eða frjókornum.“
Það er misjafnt hversu snemma
ofnæmi kemur fram hjá ein-
staklingum. Sigurveig segir að það
gerist stundum að það komi fram
hjá brjóstmylkingum. „Það er al-
gengara að það komi fram þegar þau
fara að fá eitthvað að borða um eða
eftir sex mánaða aldurinn. Einstaka
barn sem t.d. er með slæmt exem
virðist geta næmst í gegnum
brjóstamjólkina eða fylgjuna að ein-
hverju leyti. Þau börn eru þá
kannski komin með ofnæmi fyrir
eggjum áður en þau fá nokkurn tím-
ann egg.“
Rannsókn í samstarfi
við sjö aðrar þjóðir
„Þetta verkefni heitir Euro-
Prevall,“ segir Sigurveig þegar hún
er beðin að segja frá rannsókninni
sem er að fara af stað. „Þetta er
geysilega stórt verkefni sem er
styrkt af Evrópusambandinu og við
tökum bara þátt í einum þætti af
sex. Þetta verkefni sem ég stýri er
unnið í samstarfi við sjö aðrar þjóðir,
þar af fimm sem fengu styrk frá
ESB og þrjár aðrar þjóðir koma inn
í þetta með eigin pening. Rannsakað
verður algengi fæðuofnæmis og
hvaða þættir í fæðu, umhverfi og
erfðamengi geti stuðlað að tilkomu
þess. Við fáum eitt og hálft ár til að
fá 1.500 þátttakendur inn í rann-
sóknina og þurfum þ.a.l. að fá mjög
stóran hluta af þeim börnum sem
fæðast til að vera með.“
Rannsóknin tekur um tvö og hálft
ár til viðbótar þannig að um fjögur
ár eru þangað til fyrstu niðurstöður
verða birtar. „Það sem gerist er að
við fylgjum börnunum eftir í tvö og
hálft ár frá fæðingu og þegar þau fá
einhver einkenni sem gætu bent til
ofnæmis fyrir einhverri fæðu, þá
fáum við barnið í rannsókn, gerum
ofnæmispróf, og ef sú rannsókn
bendir til þess að um ofnæm-
isviðbrögð við fæðu sé að ræða þarf
að sannreyna það með því að gefa
viðkomandi barni þessa fæðu inni á
spítalanum. Þetta verður gert frá
því að barnið er sex mánaða gamalt
og þangað til það verður tveggja og
hálfs árs.“ Það verður líka fylgst
með börnum sem ekki sýna ofnæm-
iseinkenni til að fá viðmiðunarhóp.
„Á móti hverju barni sem grunur
leikur á að sé með ofnæmi munum
við bjóða tveimur börnum sem ekki
hafa sýnt ofnæmiseinkenni að koma
í viðtal og blóðprufu.“
Rannsóknin er unnin á Landspít-
ala – háskólasjúkrahúsi. „Við höfum
aðstöðu á Barnaspítala Hringsins,
ég sjálf vinn á ónæmisfræðideildinni
og Michael Clausen hefur líka að-
stöðu á ofnæmisgöngudeildinni í
Fossvogi. Tveir hjúkrunarfræð-
ingar, þær Anna Guðbjörg Gunn-
arsdóttir og Hlíf Sigurðardóttir,
vinna við rannsóknina í hálfri stöðu
hvor. Þær taka öll símtöl varðandi
þátttöku og spurningalistana, en
þegar börnin veikjast munum við
Michael taka við.“
Þáttur Íslendinga í EuroPrevall-
rannsókninni skiptist í þrennt.
„Tveir aðrir þættir eru inni í rann-
sókninni. Þ.e. Michael stýrir þeim
hluta sem snýst um algengi ofnæmis
hjá skólabörnum og fullorðnum og í
þriðja lagi er verið að fullrannsaka
fólk sem greinist með ofnæmi fyrir
fæðu hjá Davíð Gíslasyni á göngu-
deild ofnæmissjúklinga í Fossvogi.“
Sigurveig vill að lokum taka það
fram að þátttaka í rannsókninni er
fólki að kostnaðarlausu, hvort sem
um er að ræða ofnæmispróf eða sér-
fræðingsþjónustu. Það sé mikils
virði að geta fengið fullrannsökuð
hugsanleg ofnæmisviðbrögð við
fæðu og taka þannig af allan vafa.
RANNSÓKN | Algengi fæðuofnæmis í íslenskum börnum
Sem flest nýfædd börn
þarf í rannsóknina
„Það er oft áhyggjuefni hjá foreldrum barna með
fæðuofnæmi þegar til stendur jólaboð hjá t.d. afa
og ömmu sem kannski átta sig ekki á því að mar-
engskökurnar geti verið þeim litlu hættulegar,“
sagði Sigurveig Þ. Sigurðardóttir barnalæknir
Sigrúnu Ásmundar um ofnæmi hjá börnum.
Morgunblaðið/Kristinn
Þau standa að rannsókninni: Michael Clausen, Anna Guðbjörg Gunnars-
dóttir og Hlíf Sigurðardóttir. Sitjandi er Sigurveig Þ. Sigurðardóttir.
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Fræðslufundur Minja og sögu
Saga Íslands –
Ritröðin Saga Íslands, einkum 18. öldin
Fyrirlesari: Sigurður Líndal
Fræðslufundur Minja og
sögu verður haldinn mið-
vikudaginn 28. desember
nk. í fyrirlestrasal Þjóð-
minjasafns Íslands við
Suðurgötu og hefst
kl. 17.00.
Að þessu sinni ræðir
Sigurður Líndal, ritstjóri
Sögu Íslands, um 8. bindi
Sögu Íslands, einkum
18. öldina. Áttunda bindið af Sögu Íslands
kemur út um þessar mundir.
Að loknum fyrirlestri mun Sigurður svara
fyrirspurnum.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með
sér gesti. Allir velkomnir.
Ókeypis aðgangur.
Stjórnin.
Hið árlega jólaball Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv.)
og SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu, verður haldið
29. desember nk., á Hótel Sögu Súlnasal, kl. 16.oo.
Miðasala á skrifstofu félaganna, Grettisgötu 89.
Skemmtinefnd
Jólaball
Eitt þúsund og fimm
hundruð börn verða rann-
sökuð í átta löndum, alls
12.000 börn.
Rannsóknin hefur hlotið
styrk frá ESB.
Ef báðir foreldrar eru með
ofnæmissjúkdóm eru tals-
vert auknar líkur á að barn
fái ofnæmi.
Tvö–fimm prósent barna fá
ofnæmi.
Til eru gen sem umhverfi
getur haft áhrif á og þann-
ig spila umhverfi og erfðir
saman.
Ofnæmi fyrir ákveðinni
fæðu, t.d. eggjum eða
mjólk, eldist frekar af fólki
en ofnæmi fyrir hnetum
eða fiski.
Til að börn fái ofnæmi fyrir
fæðu þarf hún að koma í
líkamann. Þau börn sem
fæðast með ofnæmi hafa
því fengið það í gegnum
brjóstamjólk eða fylgjuna.
ÞEIM, sem eiga einn besta vin eða
vinkonu, fækkar samkvæmt norsk-
um rannsóknum. Hins vegar fjölg-
ar þeim börnum og unglingum
sem eru ánægð með hvernig þeim
gengur að eignast vini og færri
eru einmana en fyrir áratug, skv.
rannsóknum sem vitnað er til á
vefnum forskning.no.
Um er að ræða skýrslu um
breytingar á kynjamun meðal ung-
linga á árunum 1992–2002. Þar
kemur m.a. fram að sterk vina-
bönd á milli tveggja stráka eru
orðin sjaldgæfari en áður og einn-
ig meðal stelpna. Árið 2002 svar-
aði 4,5% stelpnanna að þær teldu
ekki 1–2 af sínum vinum sem sinn
besta vin og sama hlutfall meðal
stráka var 9%. Tíu árum áður var
hlutfallið 1% hjá báðum kynjum.
Um þriðjungur af þeim sem eru
ekki oft með jafnöldrum sínum á
engan besta vin. Þetta hlutfall var
fimmtungur árið 1992.
Á sama tíma og færri eiga besta
vin eru færri einmana. Kristin
Hegna er skýrsluhöfundur og seg-
ir að rafræn samskipti eigi þarna
hlut að máli, þ.e. sms og netspjall.
Að hennar mati hafa rafræn sam-
skipti fyllt ákveðið tómarúm í fé-
lagslegum samskiptum, sér-
staklega hjá strákum.
Aukin tengsl en vináttan ekki jafn náin
TENGSL
Morgunblaðið/Jim Smart
Þeim sem eiga einn besta vin eða vinkonu fór fækkandi sl. áratug.
sia@mbl.is
Hnetur, fiskur og egg eru dæmi um fæðutegundir sem börn geta greinst
með ofnæmi fyrir. Ofnæmissjúkdómar ganga oft í ættir.