Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 22

Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „ÞAÐ er alveg frábært að vera kominn heim,“ sagði Gunnar Eg- ilsson, pólfari, bílasmiður og skip- stjóri, sem kom hingað til lands laust fyrir miðnætti á jóladag. Hann var þá búinn að vera að heiman í um sex vikur og slá hraðamet á landi frá Patriot Hills á Suðurpólinn og bæta svo um betur og slá eigið met í bakaleið- inni af pólnum. Farartækið var Ford Econoline 6x6 bíll sem Gunnar sérsmíðaði ásamt starfs- mönnum sínum og útbjó fyrir þennan leiðangur.Gunnar fékk höfðinglegar móttökur við heim- komuna og sagði að þær hefðu komið sér verulega á óvart. Auk ástvina tóku ferðafélagar hans á fjöllum til margra ára og félagar í Jöklarannsóknafélagi Íslan móti honum á Keflavíkurf á jóladagskvöld. Þegar ko að Rauðavatni, á leiðinni t foss þar sem Gunnar býr fjölskyldu sinni, var búið a upp heiðursverði 69 jeppa úr Ferðaklúbbnum 4x4. G hafði þar stutta viðdvöl og aði jeppamenn. Gunnar Egilsson á Suðurpólnum. Í baksýn sést Icechallenger-bíllinn og byggingar á pólnum. Þar búa n arvinnu og rannsóknir. M.a. er nú unnið að borun rannsóknarholna um 2.500 m niður í ísinn og er nota heimskautið um 10 metra á ári. Kúlan er nú um 10 metra frá nákvæmri staðsetningu suðurskautsins og Um borð í flutningavélinni frá Chile til Patriot Hill. Meðal farþeganna voru leiðangursmennirnir sex sem fóru á Suðurpólinn í jeppanum. Leiðangursmenn, fimm Br Gunnar kom þangað. Elds Gunnar Egilsson snúinn til baka eftir frægðarför á S Frábært að vera kom Félagar í Ferðaklúbbnun 4x4 mynduðu heiðursvörð 69 jeppa við Rauðavatn og tóku á móti Gunnari þe VÖRUGJÖLD OG VIRÐISAUKASKATTUR Eftir að samkeppnisyfirvöld áNorðurlöndum birtu skýrslusína um norræna matvörumark- aðinn og hið háa verð, sem þar ríkir, hafa miklar umræður farið fram annars vegar um samþjöppun og fákeppni á matvörumarkaðnum og hins vegar um ofurtolla á innfluttri búvöru og skort á samkeppni í landbúnaðinum. Þetta eru væntanlega tvær meginástæður hins háa matvælaverðs á Íslandi, en hin þriðja, þ.e. skattar og gjöld hins opin- bera, má ekki gleymast þegar þessi mál eru rædd. Vörugjöld, sem lögð eru á matvöru með veikum rökum, stuðla að því að hækka verð á ýmsum vörum. Sama má segja um virðisaukaskattinn, en efra þrep hans er með því hæsta sem gerist í þeim löndum, sem Ísland ber sig einkum saman við. Í fréttaskýringu eftir Egil Ólafsson, sem birtist hér í blaðinu á aðfangadag, eru rifjuð upp ummæli Valgerðar Sverr- isdóttur, ráðherra neytendamála, um matvöruskýrslu samkeppnisyfirvalda. Ráðherrann sagði vörugjöld „úrelt fyr- irbrigði“ og að skoða ætti hvort ekki mætti draga úr þeirri gjaldtöku. Full ástæða er til að taka undir það með ráðherranum. Í áðurnefndri frétta- skýringu kemur fram hversu órökrétt álagning þessara gjalda er. Vörugjöld á haglabyssum og eldhúsviftum hafa þannig verið afnumin á síðustu árum, en ekki vörugjöld af t.d. ísskápum. Vöru- gjöld á stórum pallbílum voru afnumin, með þeirri afleiðingu að þeim fjölgaði stórum á vegum landsins, en minni, um- hverfisvænir bílar urðu út undan. Hvaða vit er í þessu? Svo áfram sé horft á matvöruna, eru þar dæmi um álíka rökleysur. Innflutt frosið grænmeti í neytendapakkningum ber þannig 30% vörugjald, en niðursoðið grænmeti ekkert. Kartöflumús í flögum ber engin aðflutningsgjöld en kartöflu- mús í dufti ber 14 króna kílógjald. Fyrir þessu eru að sjálfsögðu engin rök. Svipað á við um virðisaukaskattinn og má nefna fræg dæmi um flöskuvatnið, sem ber 24,5% virðisaukaskatt og sykr- uðu svaladrykkina, sem eru í 14% skatt- þrepinu. Kakó, sem á að blanda í heita mjólk, er í lægra skattþrepi en kakó, sem á að blanda í kalda mjólk. Gömlu rökin um að vörugjöld og hærri virðisaukaskattur sé lagður á „lúxusvöru“ eiga augljóslega ekki leng- ur við. Ef fólk er á annað borð á þeirri skoðun að stýra þurfi neyzlu fólks með mismunandi gjöldum og sköttum, hlýtur það að telja að eitthvert vit verði að vera í þeirri gjaldtöku. Og almennt er hæpið að ætla að stýra neyzlu fólks á almennri matvöru með þessum hætti. Það eru því sterk rök fyrir að einfalda og samræma alla opinbera gjaldtöku af matvælum – og auðvitað fleiri vörum líka – með það að markmiði að draga úr kostnaði og lækka vöruverð. Eitt virð- isaukaskattþrep, sem væri til muna lægra en núverandi efra þrep, virðist mun skynsamlegri lausn en að flækja núverandi kerfi enn frekar. Við breytingar sem þessar þarf að sjálfsögðu að ganga á eftir því að lækk- un opinberra gjalda skili sér í vasa al- mennings. Neytendur hafa ekki alltaf notið þess þegar opinberum álögum hef- ur verið aflétt. KJARADÓMUR OG KJARANEFND Garðar Garðarsson, formaðurKjaradóms, sendi Halldóri Ás- grímssyni forsætisráðherra bréf nú fyrir jólin þar sem hann rökstuddi úr- skurð dómsins um laun alþingismanna og embættismanna. Í bréfi sínu rekur Garðar meðal annars hvernig Kjara- dómur ákvað að taka upp launatöflu, sem ætti sér hliðstæðu í launatöflum kjaranefndar. Hlutverk kjaradóms er að ákvarða laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara og fimm embættismanna að auki. Kjaranefnd ákveður starfslaun annarra embættismanna utan þeirra, sem fást við löggæslu af einhverju tagi. Í störfum sínum hefur Kjaradóm- ur til hliðsjónar sambærileika við störf ýmissa embættismanna, sem kjara- nefnd úrskurðar um. Í bréfi formanns Kjaradóms er vísað til laganna um Kjaradóm og kjara- nefnd þar sem segir: „Við úrlausn mála skal Kjaradómur gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem hann ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Enn fremur skal Kjaradómur taka tillit til þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“ Garðar segir að Kjaradómur hafi margsinnis bent á það að þeir, sem hann úrskurði laun, hafi ekki samn- ingsrétt um kjör sín og því sé það bein- línis lögbundin skylda Kjaradóms að gæta að því að á þessa aðila sé ekki hallað. Hins vegar sé Kjaradómur mjög meðvitaður um það að ákvarð- anir hans kunni að hafa áhrif langt úr fyrir þann hóp sem kjaradómur úr- skurði laun. Um þetta sé hins vegar aðeins sagt í lögunum að Kjaradómur skuli enn fremur „taka tillit til þróunar kjaramála á vinnumarkaði“. Það sé heldur veikburða leiðsögn og mjög mismunandi mat lagt á þau orð. Garðar gagnrýnir í bréfi sínu það fyrirkomulag, sem komið var á með lögunum um Kjaradóm og kjaranefnd frá 1992 eftir að gífurlegar launa- hækkanir höfðu sett allt á annan end- ann í þjóðfélaginu og segir að það sé að mörgu leyti óheppilegt að þessu úr- skurðarvaldi sé skipt á tvo aðila. Ekki bæti úr skák ef leggja megi mismun- andi skilning í lagatextann, sem fara eigi eftir. Lýsingin í svari Garðars Garðars- sonar á þeirri þróun, sem var forsenda úrskurðar Kjaradóms, vekur spurn- ingar um það hvort einnig sé ástæða til að fara ofan í kjölinn á störfum kjara- nefndar, ekki aðeins Kjaradóms. Launaþróun er viðkvæmt mál á Ís- landi. Íslenskir stjórnmálamenn leggja ítrekað áherslu á það að varð- veita þurfi stöðugleika íslensks efna- hagslífs, meðal annars með því að fara varlega í samningum um kaup og kjör og það er hárrétt, því að hleypi launa- hækkanir af stað vítahring verðbólgu verða þær einskis virði þegar upp er staðið. Laun þeirra, sem Kjaradómur og kjaranefnd fjalla um, eru ekki ein- angrað fyrirbæri og þurfa að vera í takt við almenna þróun, en ekki lifa sjálfstæðu lífi. Ef einhver áhöld eru um þetta eins og málum er nú háttað verður að ganga þannig frá hnútunum að það komist til skila.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.