Morgunblaðið - 27.12.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 27.12.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 23 nds á flugvelli mið var til Sel- ásamt að stilla a félaga Gunnar g ávarp- Heima á Selfossi var fjölskylda Gunnars samankomin. Voru þar eiginkona hans, Sæunn Lúðvíks- dóttir, og fjögur börn þeirra ásamt sex systkinum Gunnars, en þau eru alls níu talsins, auk annars venslafólks. Áttu þau ánægjulega endurfundi aðfaranótt annars í jól- um eftir langt úthald Gunnars pólfara. Ljósmyndir/Gunnar Egilsson nú um 250 manns sem starfa við bygging- að heitt vatn við borunina. Ísinn færist yfir g verður eftir ár þar sem breski fáninn er nú. retar auk Gunnars, hittust í Patriot Hill þegar sneytisumbúðir og allt annað var tekið til baka. Suðurpólinn minn heim Morgunblaðið/Óskar Andri gar hann kom heim seint að kvöldi jóladags. A ðferðum til að tryggja þátttöku nemenda með hreyfihömlun í skóla- starfi er hvorki beitt nægilega meðvitað né markvisst. Þótt víða gangi vel er góður árangur oft háður tilviljun fremur en vel mótaðri áætlun. Skortur á skýrum boðleiðum, þekk- ingu og samstarfi mennta-, heil- brigðis- og félagskerfis torveldar þátttöku margra. Þetta eru meðal niðurstaðna doktorsritgerðar Snæ- fríðar Þóru Egilson lektors í iðju- þjálfun sem hún varði við Háskóla Íslands á dögunum. Rannsóknin beindist að þátttöku íslenskra nemenda með hreyfi- hömlun, 6–12 ára, sem stunduðu nám í almennum grunnskólum. Markmið hennar var að varpa ljósi á hvaða þættir stuðla að eða tor- velda þátttöku þeirra og virkni í skólanum. Rannsóknin var unnin samkvæmt eigindlegri hefð en byggist að auki á megindlegum gögnum. Alls tóku 49 einstaklingar þátt í eigindlega hluta rannsókn- arinnar; fjórtán nemendur með hreyfihömlun í 1.–7. bekk grunn- skóla, 17 foreldrar og 18 kennarar. Gögnum var safnað með opnum viðtölum og þátttökuathugunum í skólum. Í megindlega hluta rann- sóknarinnar var frammistaða 32 nemenda með hreyfihömlun metin samkvæmt matstækinu Skóla- Færni-Athugun (SFA). Mismunandi þátttaka eftir aðstæðum Niðurstöður leiddu í ljós mjög mismunandi þátttöku nemenda eft- ir aðstæðum. Fjölmargir þættir í skólaumhverfinu höfðu afgerandi áhrif á þátttöku nemenda og mögu- leika þeirra á að nýta eigin styrk- leika. „Mig langaði að vita að hve miklu leyti börnin tækju virkan þátt við ýmsar aðstæður í skólanum, svo sem í skólastofunni, úti á skólalóð- inni, í matmálstímum og við að fara í og úr skóla,“ segir Snæfríður um aðdraganda rannsóknarinnar, en hún hefur um árabil starfað með fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra. „Kveikjan að þessu verkefni var sú að ég var gagnrýnin á þá hefðbundnu skýringu að skerðing barnanna skýri alla erfiðleika þeirra,“ segir Snæfríður um ástæðu þess að hún hóf að vinna að rann- sókninni. „Margir trúa því að bein tengsl séu á milli skerðingarinnar og þeirra erfiðleika sem börnin mæta.“ Segir hún eina helstu nið- urstöðu rannsóknar sinnar einmitt þá að þátttaka nemendanna sé háð fjölmörgum þáttum. Oftast var það samspil ólíkra þátta sem ýmist stuðlaði að eða dró úr virkni barnanna í skólanum og breytilegt hvað vó þyngst hverju sinni. Brothætt og háð tilviljunum „Ein meginniðurstaðan er hvað þetta er allt brothætt og tilvilj- unum háð. Það gekk kannski vel eitt árið en er ég hafði samband að ári var allt annað uppi á teningn- um.“ Snæfríður segir ástæðurnar meðal annars tengjast breytingum í umhverfi skólans, svo sem kenn- araskiptum. „Þá er þátttaka barnanna oft mjög breytileg eftir aðstæðum. Oft gekk vel í skólastof- unni en mun síður úti á skólalóð- inni. Þar voru börnin að taka lang- minnstan þátt og voru oft óvirkir áhorfendur að leik hinna barnanna. En þar var aðgengi yf- irleitt erfitt og jafnframt minnst gert til að tengja þau inn í hópinn. Það var áberandi að á meðan margir nemendur fengu mikla að- stoð í skólastofunni, jafnvel óþarf- lega mikla, fengu þau enga aðstoð úti á skólalóðinni. Þar áttu þau að bjarga sér sjálf.“ Snæfríður segir töluvert vanta á að aðferðir til að stuðla að þátttöku nemenda með hreyfihömlun í skól- anum séu nægilega meðvitaðar og markvissar. Þá segir hún áberandi hvað þjónustukerfin, þ.e. heilbrigð- is-, mennta- og félagskerfið, vinni takmarkað saman. „Það var til dæmis sláandi að heyra hvað margir kennarar upp- lifðu sig eina. Upplýsingar úr heil- brigðiskerfinu skiluðu sér illa til þeirra eða þeir fengu ekki þær upplýsingar sem þeir töldu sig þurfa, svo sem hvernig beri að tak- ast á við það verkefni að hafa hreyfihamlað barn í nemendahópn- um.“ Snæfríður segir þjónustu- kerfin vinna mikið á eigin forsend- um og með ólíka hugmyndafræði að leiðarljósi. Þá sé stundum ákveðin tregða hjá skólunum sjálf- um og hlutirnir því oft flóknari en þeir þyrftu að vera. Sem dæmi tekur Snæfríður hreyfihamlaða stúlku sem var í bekkjarstofu á 2. hæð og átti erfitt með að komast út í frímínútur af þeim sökum. Þegar skóla- yfirvöld voru spurð af hverju bekkurinn væri ekki í stofu á fyrstu hæð var svar- ið: „Þriðji bekkur hefur alltaf verið í þessari stofu.“ Þá segir Snæfríður að stundaskrárgerð skipti miklu máli, t.d. til að draga úr ferða- lögum um skólann. „Það er hægt að ein- falda svo margt en oft skortir á þekk- ingu, samstarf eða hreinlega hug- myndaflug. Í stórum skóla þar sem mikið er um að vera virðast þessi mál oft ekki hafa forgang.“ Margar þær leiðir sem skólinn kaus að fara hentuðu barninu og foreldrum þess ekki nægilega vel. Að auki voru foreldrar oft boðber- ar milli þjónustukerfa sem getur verið ákaflega vandasamt hlut- verk. „Foreldrar lenda í ákveðinni klemmu,“ segir Snæfríður. „Til að halda góðum tengslum kjósa þau oft að taka það sem að þeim er rétt og vera hvorki gagnrýnin né nei- kvæð því það gæti hugsanlega komið niður á barninu og sam- skiptunum við skólann.“ Hlutverk aðstoðarfólks illa skilgreint Þá er Snæfríður gagnrýnin á hlutverk ófaglærðs aðstoðarfólks í skólanum og telur það illa skil- greint. „Þetta er flókið viðfangs- efni og mikill línudans. Börnin þurftu flest hver á aðstoð að halda og ég sá ýmislegt jákvætt í þeim efnum. Hins vegar fengu sum þeirra óþarflega mikla aðstoð og fyrir vikið fá tækifæri til að nýta styrk sinn og þróa með sér sjálf- stæði við ýmsar aðstæður.“ Leiðsögn frá kennurum var að auki takmörkuð enda oft ekki skil- greindur tími til samráðs. Til að draga úr álagi á starfsfólk höfðu sum börn allt upp í tíu aðstoð- armenn. Erfitt hafi verið að sam- ræma reglur um hjálpartækj- anotkun og aðgerðir um hegðunarmótun við þessar aðstæð- ur. „Þarfir barnsins voru því ekki endilega efst á blaði heldur þarfir skólans og hinna fullorðnu. Stund- um tók ófaglært aðstoðarfólk mikla ábyrgð á námi og þátttöku nem- enda.“ Snæfríður segist hafa séð fjölmörg dæmi um það að kennarar legðu mikið á sig við erfiðar að- stæður. „Kennararnir voru flestir hverjir mjög jákvæðir og margir lýstu yfir ánægju með að hafa fatlað barn í hópnum. Hvað það hefði mikið að segja fyrir hópinn í heild og hvað það hefði kennt þeim mik- ið. Kennarar eru oft og tíðum að vinna erfitt verk við krefjandi aðstæður og þeir upplifa að þeir fái hvorki nægilegan stuðn- ing frá yfirstjórn skóla né frá öðr- um þjónustukerfum.“ Hlustað á börnin Aðspurð um hvernig rannsóknin gæti nýst segir Snæfríður hana hagnýtt innlegg í umræðu um þátttöku fatlaðra nemenda í al- mennu skólastarfi. Mikilvægi hennar felist einkum í því að varpa ljósi á þá þætti sem geta stuðlað að eða torveldað virka þátttöku nem- enda með hreyfihömlun í skólum. „Það er mjög brýnt að það verði mótuð stefna í málefnum hreyfi- hamlaðra barna í skólum og það er krafa allra viðmælenda minna. Vilji er nauðsynlegur en ekki nægjanlegur. Við þurfum betur mótaða áætlun, meiri þekkingu og fleira fagfólk inn í skólana. Það þarf jafnframt að vera meiri sveigjanleiki og aukið samspil milli þjónustukerfa. Það þarf að taka til- lit til breytileikans í þessum hópi barna. Til að tryggja þátttöku allra nemenda, fatlaðra em ófatlaðra, þarf að efla þekkingu aðgengi og fagleg vinnubrögð.“ Snæfríður segir að lokum að ekki megi gleyma því að spyrja börnin sjálf hvað þau vilji. Í við- tölum við nemendur hafi oft komið fram góðar upplýsingar enda börn- in með ákveðnar skoðanir á því hvernig best sé að haga þeirra málum. „Þau voru jafnvel með lausnir á ýmsu sem foreldrar og skólinn höfðu verið að velta fyrir sér. En þau voru bara ekki spurð. Við þurfum að gera meira að því að virkja þá krafta sem búa í börn- unum sjálfum.“ Rannsókn á þátttöku hreyfihamlaðra í skólastarfi á Íslandi Góður árangur háður til- viljun fremur en áætlun Snæfríður Þóra Egilson Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is hugleidd, að sögn Snæfríðar. Þegar hún spurði af hverju hreyfihamlaður nemandi í þriðja bekk væri í skólastofu á annarri hæð var svarið: „Ja, þriðji bekkur hefur nú alltaf verið í þessari stofu.“ Foreldrar og kennarar töldu að skortur á námsefni í tölvutæku formi, sérstaklega fyrir eldri börnin, drægi úr tölvunotkun. Hið sama gilti um próf, t.d. var ekki hægt að fá sam- ræmd próf í 4. og 7. bekk í tölvutæku formi. Flestir foreldrar óskuðu eftir því að tölvan væri meira nýtt og sáu þarna framtíðartæki fyrir börnin sín sem flest hver áttu erfitt með handbeitingu. Vala, nemandi í 5. bekk sagði: „Ef ég mætti nota tölvuna meira þá þyrfti ég ekki eins mikla hjálp í skólanum. Mér finnst ekkert gaman að hafa alltaf þessar kerlingar hangandi utan í mér.“ „Get tekið þátt í svo litlu“ Möguleiki nemenda á að nýta eigin styrk- leika var tengdur tilhögun mismunandi að- stæðna. Ef þeir náðu ekki að ferðast um, þar sem þess var krafist, komu styrkleikar þeirra oft að takmörkuðum notum. Atli Einarsson, nemandi í 5. bekk, tók virkan þátt í öllum við- fangsefnum í bekkjarstofu þar sem andlegt atgervi hans, jákvætt viðmót og félagsfærni nýttust til fullnustu. Í frímínútum var hann hins vegar óvirkur áhorfandi að leik skóla- félaga og gegndi einhæfu hlutverki og heldur ÍSLENSKAR skólabyggingar eru ætlaðar meðalnemendum sem flestir eru fráir á fæti og án nokkurra erfiðleika við að fara um. Í flestum tilvikum var aðeins hluti skólabygg- inganna sem Snæfríður Þ. Egilson iðjuþjálfi heimsótti vegna doktorsritgerðar sinnar, að- gengilegur. Lyftur voru misvel staðsettar og stundum úr alfaraleið, það tók því nemendur með hreyfihömlun mun lengri tíma en ella að fara á milli hæða. Hér að neðan fara dæmi um hvernig börnin sjálf upplifa veru sína í skólanum sem og for- eldrar þeirra og kennarar. Nöfnum hefur ver- ið breytt. Síðastur út og síðastur inn Egill Árnason, 12 ára fór um skólann í hjólastól. Ósk móðir hans tók þannig til orða: „Það eru engar frímínútur í skólanum á milli tíma þannig að hann hefur núll mínútur til að komast úr stofu á annarri hæð og aftur niður á fyrstu hæð. Þannig að hann er alltaf síðastur út og síðastur inn í kennslustundir. Það þarf gífurlega skipulagshæfileika til að leika svona barn.“ Stundaskrá og skipulag skóladagsins skipt- ir miklu fyrir nemendur með hreyfihömlun, sér í lagi þegar þeir þurfa að ferðast á milli kennslustofa. Í sumum tilvikum var hugað að því að hafa sérgreinatíma í upphafi eða lok skóladags en oft höfðu þessi mál ekki verið óspennandi. Atli lýsti þessu þannig: „Ég er oftast í göngugrindinni í frímín- útunum, labba bara um. Ég get tekið þátt í svo litlu í frímínútunum, það er það sem mér finnst erfiðast. Það er oftast fótbolti og það er möl og þá kemst ég svo illa. Og svo eru frímínúturnar bara búnar. Stundum koma krakkarnir og stundum eru leikir sem ég get verið með í. Það gerist nú rosalega sjaldan. Og líka þegar það er snjór, þá koma ein- hverjir krakkar að leika við mig, kasta í mig, þá á ég að reyna að forða mér.“ Annar nemandi í 5. bekk, Alda Hermund- ardóttir tók svo til orða: „Ef það væri malbik (á skólalóðinni) þá gæti ég kannski verið með leiksystkinum mínum í staðinn fyrir að sitja bara, eða standa og gera ekki neitt eða horfa á og gera ekki neitt.“ Margir kennarar lögðu áherslu á jákvæða þætti tengda því að hafa börn með sérþarfir í bekknum, svo sem í sambandi við bekkjar- andann og liðsheildina. Ólína kennari Gunn- ars Stefánssonar í 4. bekk sagði: „Það hefur mjög góð áhrif á skólann í heildina og eins og í mínu tilfelli, Gunnar, þá bara býð ég ekki í þennan bekk ef ekki væri svona nemandi. Þetta hefur verið mjög erf- iður bekkur og ljósasti punkturinn í honum er í raun eins og Gunnar sem færir aldrei neitt þarna inn nema góða hluti.“ Fatlaðir eru óvirkir áhorfendur í frímínútum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.