Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 25
MINNINGAR
UM SÍÐUSTU aldamót sem
jafnframt voru árþúsundamót,
voru haldnar miklar ræður í hnatt-
rænu samhengi um þá friðaröld
mannkynsins sem væri þar með
gengin í garð. En nokkrum mán-
uðum síðar var ráðist á turnana í
New York og síðan
hafa ofbeldisöldurnar
fallið hver af annarri
yfir langhrjáðan
heiminn.
Hvernig í ósköp-
unum datt mönnum í
hug, að allt í einu
gæti mannkynið varp-
að frá sér blóði drif-
inni fortíð sinni og
staðnæmst í viðvar-
andi friði, vegna ein-
hverrar upphugsaðrar
tímasetningar ? Hið
upplýsta, hámenntaða
og víðsýna mannkyn ræður ekki
við aðstæður sínar í núinu, ekki
fremur og jafnvel enn síður en
þær kynslóðir sem á undan hafa
gengið. Sama vandaferlið er í
gangi um allan heim, því uppreisn-
arandinn sem hlýðir engum lögum
er kominn í sögulegt hámark. Það
sést í sérhverju þjóðfélagi samtím-
ans.
Þessi uppreisnarandi stefnir
ekki að neinu öðru en niðurrifi
allra heilbrigðra gilda og hann er
á fullri ferð að því marki. Vestræn
ríki sofa feigðarsvefni og hafa
reyndar flest dregist inn á hel-
stefnu sem felur það í sér að auka
stöðugt réttindi þeirra sem standa
að niðurrifinu. Aldrei fyrr hefur
jafnlítilli hollustu þegna verið
umbunað jafnrausnarlega. Og sú
rausn hefur öll verið á kostnað
þeirra sem hafa staðið undir við-
gangi þessara ríkja hingað til. Þó
að Holland og Frakkland hafi nú
rumskað eilítið, mun skipbrot fjöl-
menningarstefnunnar á komandi
árum draga á eftir sér langan hala
ógnarafleiðinga út um alla Evrópu.
Þegar liggja fyrir fyrstu dóms-
orðin í þeim efnum.
Sumir líta svo á að árið 2006
geti orðið mikið örlagaár fyrir
mannkynið. Menn óttast heimsfar-
aldur fuglaflensunnar, hryðju-
verkaógnin vofir áfram yfir, og
ýmsir telja að fornar fyrirspár um
meiriháttar ógæfu
tengist komandi ári.
Þá er litið að jöfnu til
náttúrulegra hamfara
og voðaatburða sem
verða af mannavöld-
um. Ekki er heldur
ólíklegt að þunga-
miðjan í þeirri at-
burðarás sem kann að
vera skammt fram-
undan verði að meira
eða minna leyti bund-
in við Jerúsalem. Þar
hrufla sig margir enn
sem fyrr.
Mannseðlið breytist ekki þó ár-
þúsundamót gangi yfir. Þau orð
Frelsarans gilda enn sem fyrr, að
maðurinn þarf að breytast innan
frá, endurfæðast með þrígerð sína
í eðlilegum farvegi. Þá mun
mannsandinn lifna við til dag-
legrar þjónustu við Skapara sinn
og sálin víkja úr því konungs-
hlutverki sem hún hefur tekið sér
ranglega og taka sína eðlilegu
stöðu. Þá fyrst er maðurinn kom-
inn á byrjunarreit hinnar vonsælu
framtíðar en ekki fyrr. En sú um-
breyting sem þarf til að slíkt geti
gerst verður ekki fyrir mannlega
tilhlutan og mun ekki verða fyrr
en tíminn er fullnaður. Til eru þeir
sem telja að sú fullnaðarstund sé í
nánd og nær en flesta grunar.
Kristur sagði mönnum að gefa
gætur að táknum tímans og ekki
vantar að þau séu að koma fram.
Það gæti því margt bent til þess
að tíminn sem eftir er sé ekki mik-
ill að vöxtum.
En hvað sem því líður, er ekki
aðalmálið hugsanleg alheimshætta
af völdum fuglaflensu, hryðju-
verka, náttúruhamfara eða styrj-
alda; aðalmálið er enn hið sama og
það hefur alltaf verið. Það snýst
sem fyrr í einstaklingsbundnum
skilningi um stöðu mannsins gagn-
vart Guði.
Það snýst um að hver og einn
gæti að því að hafa olíu á lampa
sínum og sé vakandi allt þar til
tíminn er úti og tilveran á enda.
Árið 2006 gæti orðið síðasta ár
okkar jarðneska mannkyns, því við
höfum það ár ekki öruggt sem
hluta af lífi okkar fyrr en vegur
þess er genginn.
En eitt er víst, að það verður
aldrei síðasta árið í lífi þess fólks
sem ávallt er tilbúið að mæta Guði
sínum. Tímatal alda og árþúsunda
á ekki heima í eilífð Guðs, sem er
fyrirbúin þeim sem fullna skeiðið í
sigursælli trú á Höfund lífsins.
Maðurinn verður aldrei sinn eig-
inn lausnari. Hann getur aðeins
náð í hina fullkomnu friðarhöfn
með því að beygja sig fyrir Guði
og treysta því bjargráði sem fyrir
löngu var fullkomnað á klettahæð-
inni við Jerúsalem.
Megi sem flestir átta sig á því
áður en það verður um seinan.
Hvað bíður okkar 2006?
Rúnar Kristjánsson fjallar um
framtíðarhorfur árið 2006 ’Maðurinn verður aldr-ei sinn eiginn lausnari.
Hann getur aðeins náð í
hina fullkomnu friðar-
höfn með því að beygja
sig fyrir Guði og treysta
því bjargráði sem fyrir
löngu var fullkomnað á
klettahæðinni við
Jerúsalem. ‘
Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður.
MARGT hefur nú verið skrifað
og skrafað um þennan blessaða
„Reykjavíkur“-flugvöll, sumt mál-
efnalegt en meira miður.
Ég hef nú ekki séð ástæðu til að
blanda mér í þessa umræðu vegna
þess að menn gætu séð augljós
hagsmunatengsl mín
við flugið, hef ekki
talið það málstaðnum
til framdráttar, en
þegar menn eru farn-
ir að mæta í sjón-
varpið með dollara-
glampa í augunum,
farandi með staðlausa
stafi um þennan flug-
völl og sjúkraflugið,
getur maður bara
ekki orða bundist.
Varðandi sjúkra-
flugið, þá héldu höf-
uðborgarsamtökin því
fram að það væri óábyrgt og bein-
línis hættulegt að flytja alvarlega
slasaða/sjúka með vængjuðu flugi!
Og nú hefur Viktor Borgar Kjart-
ansson, formaður Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Reykja-
nesbæ og stjórnarmaður í Flugkef
komið fram í Kastljósi sjónvarps-
ins og haldið því fram „að það viti
það allir að þyrla sé notuð í öll
bráðaútköll“… Þessar fullyrð-
ingar/rök dæma sig sjálf/ar, og
það er í raun sorglegt að þurfa að
vera að svara þessu. En ef það er
ekki gert þá gæti fólk farið að
TRÚA þessu.
Þyrlur eru mjög svo takmark-
aðar, en um leið mjög hentugar
við ákveðnar aðstæður, t.d. úti á
sjó og upp til fjalla þar sem ekki
er hægt að lenda á flugvélum. En
þær fara hægt og eru ekki búnar
jafnþrýstibúnaði. Þess vegna eru
flugvélar (vængjað flug!) alltaf
notaðar þar sem því verður við
komið.
Stundum eru báðar tegundir
notaðar, þyrlan sækir út á sjó eða
upp á fjall og flýgur á næsta flug-
völl, þar taka flugvélarnar við og
fljúga með viðkomandi á sjúkra-
hús allra landsmanna!
Og oft er það tíminn
sem skiptir máli
Flugfélag Íslands
er að sinna hátt á
þriðja hundrað og
jafnvel á fjórða
hundrað sjúkraflugum
á ári (núna komin í
297 á þessu ári, með
312 sjúklinga). Meira
en helmingurinn af
þessum flugum er út-
kall „A“, það er, að
viðbragðstíminn
skiptir miklu máli.
Þetta er á öllum tímum sólar-
hringsins og við mjög svo mis-
munandi aðstæður, og ég get al-
veg fullyrt það að það myndi ekki
nokkur maður standa í þessu eða
borga þetta ef þetta væru „bara“
flutningar á milli stofnana.
Ég man ekki betur en að íbúar í
Reykjanesbæ hafi verið að safna
undirskriftum og fara fram á
betri/meiri heilbrigðis/bráðaþjón-
ustu, vegna þess að of langt sé að
sækja hana til höfuðborgarinnar,
ég skil það vel en hvers á lands-
byggðin að gjalda? Fyrir utan það
að þurfa að fara fyrst með sjúkra-
flugi til Keflavíkur þá á það eftir
að fara inn til Reykjavíkur með
sjúkrabíl á sjúkrahús.
Ég skil heldur ekki hvernig
Viktor og félagar í Flugkef hafa
fundið það út að með því að flytja
innanlandsflugið til Keflavíkur þá
náist verðið niður! (á fargjöld-
unum væntanlega).
Í fyrsta lagi er flugtíminn
nokkrum mínútum lengri frá öll-
um öðrum flugvöllum landsins,
þannig að það kostar meira að
fljúga þangað, í öðrulagi þá þarf
að hafa meira eldsneyti um borð
því varavöllurinn verður lengra í
burtu sem þýðir að minni vigt
verður eftir fyrir arðbæran farm
sem segir okkur að hvert kíló
verður dýrara í flutningi, því leyfi-
leg hámarksþyngd flugvéla er
fasti (þ.e.a.s að meira eldsneyti
þýðir minna af farþegum eða
frakt).
Í Kastljósinu var Arngrímur Jó-
hannsson með nokkuð skemmti-
lega lausn á þessum flugvallar-
vandræðum Reykvíkinga, sem
vert væri að skoða nánar.
Það er ljóst að það verða aldrei
ALLIR sáttir en skynsamleg
lausn þarf að finnast.
Flugvöllurinn enn á ný!
Ólafur Pétursson
fjallar um flugvallarmál ’Þyrlur eru mjög svotakmarkaðar, en um leið
mjög hentugar við
ákveðnar aðstæður, t.d.
úti á sjó og upp til fjalla
þar sem ekki er hægt að
lenda flugvélum. En
þær fara hægt og eru
ekki búnar jafnþrýsti-
búnaði.‘
Ólafur Pétursson
Höfundur er flugstjóri.
UMRÆÐAN
Þriðjudaginn 13.
des. var gerð frá Foss-
vogskirkju útför frænda míns, vinar
og skólabróður, Sveins Guðmunds-
sonar frá Kirkjubóli í Norðfirði, síðar
bónda og kennara á Miðhúsum í
Reykhólasveit. Langar mig að minn-
ast sambands okkar með örfáum
kveðjuorðum. Sem drengir gengum
við saman í barnaskólann á Kirkju-
mel, hann 3 km, en ég nokkur hundr-
uð metra. En ávallt var hópurinn
samferða síðasta spölinn. Seinna lágu
leiðir í Eiðaskóla og vorum við þar
saman einn vetur, 4́1–́42, en hann
hafði verið þar veturinn áður. Haustið
4́6 fórum við svo saman að Hvanneyri
þar sem við stunduðum nám saman
einn vetur (svokallaðir vetrungar) og
vorum þar herbergisfélagar. Sveinn
var góður skólafélagi og vinsæll með-
al skólasystkina, félagslyndur og
glaðsinna.
Eftir búfræðinámið á Hvanneyri lá
leiðin austur og stundaði Sveinn þá
ýmis störf. Var við kennslu, verslun
og búskap á Kirkjubóli með foreldr-
um sínum. Á æsku- og unglingsárun-
um var ætíð mikill samgangur milli
heimila okkar. Feður okkar þre-
menningar af Viðfjarðarætt og skóla-
bræður frá Búnaðarskólanum á Eið-
um og vinátta ætíð með þeim. Það
rifjast upp fyrir mér ein samvinna
milli heimilanna er mér barst í hend-
ur smábæklingur sem gripinn hafði
verið á minningarstofu á Djúpavogi
um Eystein heitinn Jónsson, fyrrum
þingmann og ráðherra. En í honum er
mynd þar sem þingmaðurinn stendur
á vegg við Skuggahlíðarrétt en við fé-
lagarnir þar að störfum við vorrún-
ing, Sveinn á tali við þingmanninn.
En þetta var eitt þeirra verka sem
samvinna var um milli heimilanna, oft
skemmtilegir dagar og nætur.
Sveinn var mikill náttúruunnandi
og brugðum við okkur stundum á fjöll
til skoðunar. Og vel held ég að hann
hafi kunnað að meta Barmahlíð í
næsta nágrenni er hann flytur í
Reykhólasveitina, með blágresið
blíða og berjalautu væna, sem eflaust
hefur minnt á hlíðina ofan bernsku-
heimilisins með allar sínar berjalaut-
ir.
Ungur var Sveinn mjög áhugasam-
ur um íþróttaiðkanir, enda honum í
blóð borið, þar sem föðurbróðir hans
var eldhuginn og driffjöðrin á sviði
íþrótta á Austurlandi um áratuga-
skeið, Þórarinn Sveinsson kennari á
Eiðum.
Eftir að Sveinn hverfur hér úr
sveitinni til framhaldsnáms og giftist
síðan sinni ágætu konu, Ólínu Jóns-
dóttur frá Miðhúsum í Reykhólasveit
og sest þar að, var orðin vík milli vina.
En alltaf vissum við hvor af öðrum og
þá síminn notaður sem tengiliður.
Við hjónin áttum þess kost að
heimsækja þau að Miðhúsum nokkr-
um sinnum en þó oftar eftir að þau
fluttu til Reykjavíkur fyrir nokkrum
árum í Heiðargerði 51. Síðasta heim-
sóknin var á liðnu vori og nutum þá
gestrisni þeirra eins og ævinlega og
margt rifjaðist upp frá gömlu góðu
dögunum.
Að lokum þakka ég mínum gamla
æskufélaga samfylgdina og læt þessa
fátæklegu upprifjun nægja og getur
hún eins verið hinsta kveðja frá sveit-
inni sem ól hann.
Við hjónin sendum Ólínu, börnum
þeirra og fjölskyldum, sem og Aðal-
björgu systur hans og öðrum að-
standendum, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Sveins Guðmundssonar frá Kirkju-
bóli.
Jón Bjarnason, Skorrastað.
SVEINN
GUÐMUNDSSON
✝ Sveinn Guð-mundsson fædd-
ist á Kirkjubóli á
Norðfirði 2. júlí
1923. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi
miðvikudaginn 7.
desember síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Fossvogs-
kirkju 13.
desember.
Þegar ég og fjöl-
skylda mín fréttum
andlát Sveins Guð-
mundssonar frá Mið-
húsum komu upp í
huga okkar allra afar
kærar minningar um
Svein og Miðhúsa-
heimilið. Því heimili
kynntist ég fyrst þegar
faðir minn þjónaði
Reykhólaprestakalli
um fimm ára skeið.
Voru foreldrar mínir
tíðir gestir á Miðhús-
um þau ár.
Þegar ég kom þar fyrst voru börnin
öll heima nema yngsti sonurinn
ófæddur. Þar voru líka tengdafor-
eldrar Sveins þau Ingibjörg og Jón
Daðason. Þarna fann maður fyrir
þrjár kynslóðir, stórfjölskyldu að
fyrri tíðar hætti.
Af gömlu hjónunum gat maður
numið margan fróðleik um líf fólks í
Reykhólasveit og við Breiðafjörð á
fyrri tíð. Húsmóðirin Ólína talaði af
þekkingu um það sem efst var á baugi
í lista- og menningarlífi þjóðarinnar.
Sveinn var óþrjótandi brunnur fróð-
leiks um náttúrufar allt þar fyrir vest-
an og búskaparhætti. Þetta var
menningarheimili þar sem engum
þurfti nú að leiðast.
Sveinn sagði mér einu sinni frá því,
að þegar hann var að setjast að í
sveitinni hefði einn sveitunginn sagt
við hann, að þar sem hann væri bæði
sjálfstæðismaður og búfræðingur
væri víst að hann ætti eftir að verða
heylaus. Auðvitað var þetta sagt í
gamni, en minnir okkur samt á, að
þar vestra hlaut Sveinn að takast á
við verkefni sem voru æði ólík því sem
hann þekkti úr uppvexti sínum fyrir
austan. Jákvæð lífsafstaða, opinn
hugur og mikið næmi urðu til þess að
Sveinn reyndist fyllilega vaxinn öllum
þeim vanda sem í þessu fólst.
Fyrst er þess að geta, að Sveinn
var laginn bóndi, heyskaparmaður
góður og skepnuhirðir svo að bú hans
varð gagnsamt bú. Hann var líka nat-
inn við hlunnindabúskapinn. Hirðu-
semi hans var mikil og býlið bar allt
vott um mikla snyrtimennsku og
ólata ábúendur. Sveinn var kunnáttu-
samur í ræktun, hvort sem það sner-
ist um að halda rækt í túni eða að
koma til sjaldgæfum plöntum í skrúð-
garði þeirra hjóna.
Á miðjum aldri aflaði Sveinn sér
kennararéttinda og stundaði kennslu
um árabil af miklum áhuga. Náttúru-
fræði öll voru honum hugleikin og af
miklu næmi las hann náttúruna
kringum sig og hafði yndi af að miðla
öðrum af því sem hann þar komst að.
Annars einkenndi það Svein að
áhugasvið hans var vítt. Varð hann
fjölfróður um sögu, heimspeki og trú
sína.
Óhætt er að fullyrða að Sveinn var
mikill heimilismaður í þeim skilningi
að hann bar hag sinna mjög fyrir
brjósti. Hann var sístarfandi og hjálp-
samur sínu fólki og hagur heimilisins
var þungamiðjan í því sem hann tók
sér fyrir hendur. En eins og Sveinn
var góður sínu fólki varð hann einnig
kunnur greiðamaður. Vegna sumar-
dvala okkar í Reykhólasveit gat til
þess komið að maður þyrfti að leita
hjálpar og ráða með eitt og annað.
Meðan Sveinn var á Miðhúsum var
hann að sjálfsögðu sá sem mér kom
fyrst í hug þegar þannig stóð á. Þar
kynntist ég manni, sem gott var að
þekkja og óhætt að treysta. Ávallt
fagnaði hann gestum, og hvernig sem
á stóð í önnum hans virtist hann alltaf
hafa tíma til að sinna fólki af örlæti og
glöðu geði.
Þakklátum huga er hans nú minnst
á meðal okkar fjölskyldunnar og megi
þessi orð bera kveðju mína, konu
minnar Arndísar og barnanna Stef-
aníu og Jóns Magnúsar til fjölskyldu
Sveins ásamt bæn okkar um alla
blessun þeim til handa. Guð blessi svo
minningu þessa gengna samferða-
manns, að í hana sæki eftirkomend-
urnir góða fyrirmynd og styrk á kom-
andi tíð.
Sigurður Sigurðarson,
Skálholti.