Morgunblaðið - 27.12.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.12.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 27 MINNINGAR Þegar ég fékk svarbréf um það að ég hefði fengið inngöngu í skólann skrifaði Þorbjörg mér bréf og sagði „ég tel að það gæti verið mjög gagn- legt fyrir yður að koma suður og starfa sem gangastúlka á Landspít- alanum áður en þér hefjið nám“. Þar reyndist Þorbjörg sannspá, vera mín sem gangastúlka hjá Jóhönnu Björnsdóttur deildarstjóra er minn- ing sem ég er glöð yfir að eiga í dag. Í upphafi námsins voru nemendur í eigin klæðnaði en eftir forskóla kom nemabúningurinn og kappinn. Saumastofa var í skólanum og allt lín saumað þar en þvegið í þvottahúsi Landspítalans. Eftir það var skylda bæði á 2. og 3. ári að vera í nemabún- ingi í bóklegum tímum, já og hafa hann vel straujaðan. Þorbjörg kenndi fyrsta árinu sið- fræði og einnig á seinni stigum námsins. Hún var framsýn með þá kennslu því ekki var siðfræði mikið kennd í skólum, sama gegndi um sál- arfræði. Prófessor Jóhann Hannes- son kenndi á móti Þorbjörgu sið- fræðina en Sigurjón Björnsson kenndi sálarfræðina. Margir mætir menn kenndu síðan þar á eftir m.a. Jónas heitinn Gíslason, vígslubiskup í Skálholti, og Karl Sigurbjörnsson biskup. Þorbjörg hafði ávallt mikinn metnað fyrir því að hafa vel mennt- aða hjúkrunarkennara. Allir urðu að fara utan til náms annaðhvort til Norðurlanda, Englands eða Amer- íku. Þorbjörg var vel menntuð sjálf, fór til framhaldsnáms bæði til Am- eríku og Englands. Áður en hún tók við sem skólastjóri var hún í London í þrjá mánuði til að kynna sér rekst- ur sjúkrahúsa og hjúkrunarskóla. Þorbjörg gekk ávallt í hjúkrunar- kvennabúningi sérsaumuðum eins og allir kennararnir gerðu. Hún var falleg kona, kvikk á fæti og sópaði að henni þegar hún gekk í salinn, hvít- klædd með litla veskið sem hún var oft með. Þrjár kennaraíbúðir voru í skólanum og bjó Þorbjörg í þeirri sem var uppi á þriðju hæð. Ef nem- andi tafðist úti á Landspítala eftir kvöldvakt og símavaktin var farin átti að hringja hjá Þorbjörgu og hún hleypti inn. Aldrei var skipt á þeirri vakt, Þorbjörg trúlega viljað hafa allt undir kontról. Útivistarleyfi voru visst mörg í mánuði en þá mátti maður koma inn í skólann eftir mið- nætti, misseint eftir dögum. Væri syndgað upp á náðina var tekið af útivistarleyfum næsta mánaðar og þeim fækkað. Bókhaldið var í lagi á þeim bænum, símavaktin passaði vel upp á að allir skrifuðu sig er inn var komið. Þorbjörg hafði einstakt lag á því að gera brautskráningu nem- enda hátíðlega, það sannreyndi ég bæði sem nemandi, og einnig eftir að ég hóf störf í skólanum. Þegar ég lauk námi 1. apríl 1968 var verkfall og engan rjóma að fá í bænum. Nú voru góð ráð dýr, því skólinn bauð ávallt til kaffisamsætis eftir braut- skráningu. Þorbjörg dó ekki ráða- laus og fínt var kaffibrauðið þó eng- inn rjómi væri. Þorbjörg hafði trú á því að ég gæti orðið góður hjúkr- unarkennari og hvatti hún mig til að fara í nám. Eftir fimm ára starf fór ég síðan til Noregs og var þar í 2 ár í Háskólanum í Ósló. Engin voru námslánin en Þorbjörg hafði lengi barist fyrir því að Menntamálaráðu- neytið beitti sér fyrir því að styrkja þá sem færu í hjúkrunarkennara- nám. Hún sagði við mig áður en ég fór utan „Eg hætti við að kaupa mér bílinn og lána þér peningana ef þú færð ekki styrkinn“. Styrkinn fékk ég og vann síðan með náminu á gjör- gæsludeild úti í Lörenskog sykehus. Þorbjörg keypti sér bíl og hafði ómælda ánægju af því að eiga hann eftir að hafa lært á bíl á sextugsaldri. Þegar ég hóf störf í skólanum árið 1973 voru ákveðin vatnaskil, þar sem á því tímabili komu margir ungir og nýir kennarar til starfa. Þorbjörgu líkaði það vel og við fengum frjálsar hendur með að þróa og móta námið samkvæmt gildandi reglugerð. Við lifum á tímum tækifæranna, sagði María Pétursdóttir, formaður Hjúkrunarfélags Íslands á 50 ára af- mælisþingi norrænna hjúkrunar- kvenna sem haldið var í Reykjavík árið 1970. Örar framfarir í heilbrigð- isvísindum og tækni gera kröfu um vel menntaða hjúkrunarstétt. Í maí- mánuði sama ár kom hingað til lands Maria P. de Moraes, yfirmaður hjúkrunardeildar Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar. Hún kom að tilhlutan landlæknis sem var for- maður skólanefndar Hjúkrunar- skóla Íslands, til að kynna sér heilsu- verndarnám hjúkrunarnema í skólanum. Gildi forvarna og fyrir- bygging sjúkdóma hafði til þess tíma ekki einkennt nám heilbrigðisstétta en nú voru nýir tímar að renna upp í heilbrigðismálum um allan heim. Koma hennar var því mikil lyfti- stöng fyrir framákonur í hjúkrunar- stétt. Í framhaldi skipaði mennta- málaráðherra hinn 6. nóvember fimm manna nefnd til að kanna möguleika á hjúkrunarnámi á há- skólastigi hér á landi. Þorbjörg var formaður nefndarinnar. Niðurstöður nefndarinnar voru þær að hraða bæri því að grunn- og framhaldsnám hjúkrunarfræðinga færi fram í há- skóla. Árið 1972 kom annar hjúkrunar- fulltrúi frá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni, það var dr. Vera Maill- art. Hún kom á vegum Mennta- málaráðuneytisins en samkvæmt ósk skólanefndar Hjúkrunarskólans. Dr. Maillart var sammála niðurstöð- um nefndarinnar um að hér skyldi hefjast háskólanám í hjúkrun. Á þessum tíma var Ingibjörg R. Magn- úsdóttir, forstöðukona Fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar, komin til starfa sem deildarstjóri í Heilbrigð- isráðuneytinu. Hún var öflugur liðs- maður þess að koma hér á háskóla- námi í hjúkrun. Úrslitaþýðingu í því að námsbraut í hjúkrunarfræði við læknadeild hóf göngu sína haustið 1973 var velvilji deildarinnar og ákvörðun háskólarektors sem þá var Magnús Már Lárusson. Góð sam- vinna var milli Hjúkrunarskóla Ís- lands og námsbrautar alla tíð, þar til skólinn hætti störfum árið 1986. Hjúkrunarskólinn var þá skólastofn- un sem hafði starfað í hartnær 50 ár og byrjunarörðugleikar að baki en við þá glímdi námsbrautin í háskóla- umhverfinu. Ritun sögu skólans var Þorbjörgu hjartans mál og það verk vann hún með Lýð Björnssyni sagn- fræðingi en Menntamálaráðuneytið réð hann til starfans. Þorbjörg var í raun Hjúkrunarskólinn, hún gjör- þekkti söguna og alla þróun náms- ins. Þegar þáverandi menntamála- ráðherra Svavari Gestssyni var afhent sagan, en Hjúkrunarfélag Ís- lands gaf hana út, sagði hann „að út væri komin bók sem væri merkileg heimild í skólasögu Íslands“, ég er sammála honum í því. Þorbjörg fór í árs námsleyfi árið 1978 og leysti ég hana af sem skóla- stjóri. Hún treysti mér fullkomlega og aldrei kom hún eða hringdi til að skipta sér af stöðu mála á þessu barni sínu sem skólinn var. Fyrir það er ég þakklát, og enn meir í dag þegar ég hugsa um það, því á þess- um tíma var ég 32 ára gömul. Þegar Þorbjörg lét af störfum árið 1983 hafði hún stýrt menntun hjúkrunar- fræðinga í 29 ár. Brautskráði alls 54 sinnum samtals 1.477 hjúkrunar- fræðinga. Það er mikið ævistarf enda krafðist það starfskrafta henn- ar óskiptra. Sigríður Jóhannsdóttir tók þá við skólastjórn og gegndi þeirri stöðu til ársins 1986 að Hjúkr- unarskóli Íslands hætti störfum og hjúkrunarnám fór alfarið fram í há- skóla – Háskóla Íslands og seinna bættist Háskólinn á Akureyri við. Mikið vatn hafði runnið til sjávar hvað heilbrigðismál varðaði þann tíma sem Þorbjörg stýrði menntun sinnar stéttar og gjörbreyting á allri nálgun í námi heilbrigðisstétta. Markmiðin sem framákonur í stétt- inni settu í upphafi eru þó enn í fullu gildi. Mannhelgi, þekking, þjónusta og færni eru hyrningarsteinar hjúkrunarstarfsins, starfs sem er bæði starf hugar, hjarta og handar. Vinátta okkar Þorbjargar stóð ávallt á traustum grunni, hún var ekki einungis yfirmaður minn í 9 ár, heldur varð hún fjölskylduvinur. Börnin mín kalla hana skólaömmu og hafa alltaf gert. Nú þegar líður að jólum kemur minningin um það að í fjölda ára fór ég með börnin á Þorláksmessu í jóla- boð til Þorbjargar. Þar voru nú ald- eilis hvers kyns kræsingar og boðið upp á súkkulaði og rjóma. Ekki var hún dugleg sjálf við jólabaksturinn og gerði grín að, en þær systur hennar sáu um þá hlið mála með glans. Á meðan við Þorbjörg tókum púlsinn á því hvað væri að gerast á hjúkrunarakrinum skreyttu krakk- arnir jólatréð. Nú er skarð fyrir skildi en minningin merlar. Þorbjörg var falleg kona með sterka nærveru. Hún var vakin og sofin yfir menntun íslenskrar hjúkr- unarstéttar og vildi veg hennar sem mestan. Skemmtileg var hún, kát og húmoristi sem hafði gaman af öllu græskulausu gríni, enda prakkari mikill. Þorbjörg var ekki sú er vildi vera í sviðsljósinu en skein þess skærar í völdum hóp. Merk kona með merkan lífsferil er gengin, brautryðjandi í menntunar- málum íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Ættingjum öllum sendi ég sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorbjargar Jónsdóttur. Sigþrúður Ingimundardóttir. Enn einn frumkvöðullinn í mennt- unarsögu hjúkrunarfræðinnar kveð- ur eftir langan og farsælan feril. Þorbjörgu kynntist ég fyrst sem nemandi á fjórða ári í hjúkrunar- fræði við Háskólann. Hún var skóla- stjóri Hjúkrunarskóla Íslands og tók á móti okkur félögunum með mikilli hlýju. Það var um mitt vormisseri 1983. Okkur skorti húsnæði til að vinna að lokarannsókn okkar til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskól- ann. Það hafði nætt um okkur í nám- inu og ekki alltaf verið hlýtt á milli fólks í Hjúkrunarskóla Íslands og hinni ungu háskólanámsbraut. Þeg- ar hér var komið sögu var nýbúið að úthluta Háskólanum tveimur fyrstu hæðunum í suðurenda Hjúkrunar- skóla Íslands fyrir námsbraut í hjúkrunarfræði. Þetta voru þröng húsakynni fyrir sístækkandi hóp há- skólastúdenta í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarskóli Íslands var enn starfandi og ekki neinn samgangur á milli þessara tveggja stofnana að við vissum. Lítið vissum við um stjórn- anda Hjúkrunarskólans. Frænka mín, Þuríður Þorvaldsdóttir hjúkr- unarkona, ráðlagði okkur að tala við Þorbjörgu, sem hún taldi myndu geta liðsinnt okkur. Það var eins og að fara landshorna á milli – bara til- hugsunin aftraði. Við mönnuðum okkur þó upp í það. Móttökurnar voru framar vonum. Þorbjörg vildi allt fyrir okkur gera og fyrr en varði vorum við komnar með heila íbúð uppi á efstu hæð í skólanum með sér aðstöðu til alls. Síðar átti ég eftir að finna enn betur hlýhug Þorbjargar í garð framfara í hjúkrunarmenntun og -rannsóknum á Íslandi. Þor- björgu kynntist ég nánar þegar ég kom til starfa við Háskólann sem lektor árið 1986, en þá um sumarið var skólanum hennar kæra lokað og námsbraut í hjúkrunarfræði við Há- skólann tók við umsjón skólahússins. Hún hafði áður verið hætt störfum sem skólastjóri, en fylgdi þó vel eftir málum Hjúkrunarskólans og vann að því að útbúa skjalasafn sem hún síðar afhenti Háskóla Íslands til varðveislu um sögu hans, nemendur og önnur mikilvæg atriði. Þorbjörg þreyttist ekki á að kynna manni mik- ilvægi þess að halda tengslum við sögu fagstéttarinnar og halda sam- henginu til að fóta sig í framförun- um. Þorbjörg var skólastjóri Hjúkrun- arskóla Íslands á árunum 1954–1983 á miklum breytingartímum í ís- lensku samfélagi, ekki síst á sviði menntamála. Heilbrigðismálin voru þó ekki undanskilin í þessum hama- gangi þjóðlífsins og uppbygging og útþensla í heilbrigðisþjónustunni í fullum gangi. Borgin þandist út og ör þróun hafði orðið í menntun lækna og annarra háskólastétta. Hjúkrunarmenntunin hafði staðið í stað og viðhorf til menntunar á sviði hjúkrunar ekki haldið í við þarfir samfélagsins fyrir þessa eftirsóttu og mikilvægu fagmenn. Þorbjörg hafði áhyggjur af þessu, líkt og aðrir leiðtogar hjúkrunar á Íslandi, enda skynjaði hún mikilvægi þess að hjúkrunarmenntun fylgdi þeim breytingum sem víðast höfðu orðið á fagmenntun á Vesturlöndum. Hún hafði sjálf kynnst því í námi sínu og kynnisferðum til Bandaríkjanna og Bretlands á eftirstríðsárunum. Þrátt fyrir metnað sinn fyrir hönd hjúkr- unarfræðinnar skynjaði hún höft hefðarinnar og tregðu til breytinga. Hugmyndir um háskólamenntun í hjúkrun mættu mikilli andstöðu víða og ekki síst meðal hjúkrunarstétt- arinnar sjálfrar. Þótt Þorbjörg teldi sig stuðningsmann háskólamennt- unar í hjúkrun hafði hún blendnar tilfinningar til þessarar baráttu vegna þeirra átaka sem hún olli inn- an stéttarinnar og þeirra áhrifa sem hún kynni að hafa á mönnun heil- brigðisstofnana. Hún sagðist hafa séð eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á hvert stefndi í menntunarmál- unum. Þrátt fyrir allt var menntun- arhefð hjúkrunar sterk, en þær leið- ir sem nú stóðu til boða voru róttækar, ekki síst þegar í hlut átti kvennafagstétt. Í ölduróti þeirra breytinga sem gengu yfir samfélag og menntakerfi gagnaðist Þorbjörgu að hafa fjöl- breytta menntun í hjúkrun, m.a. á sviði reksturs sjúkrahúsa. Henni var umhugað um að sú menntastofnun sem hún veitti forstöðu sinnti skyld- um sínum við almenning, fagstéttina og samfélagið. Þorbjörg var öflugur stjórnandi og undir hennar forystu efldist hjúkrunarmenntun á Íslandi og varð það bæði forsenda og einnig viss hindrun þess að framfarir yrðu að hennar mati. Þorbjörgu sárnuðu þau átök sem urðu um hjúkrunar- menntunina og það menningarrof sem varð í sögu stéttarinnar. Úr- vinnsla þeirra átaka reyndist þó mikilvæg og farsæl. Því varð það Þorbjörgu mikið gleðiefni þegar Há- skóli Íslands heiðraði hana á 25 ára afmæli hjúkrunarfræðinnar í skólan- um. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands heiðrar minningu fallins leið- toga og frumkvöðuls háskólamennt- unar í hjúkrunarfræði og flytur ástvinum Þorbjargar og frændgarði samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Þorbjargar Jónsdóttur. Guðrún Kristjánsdóttir. Heimsborgarinn úr Skagafirðin- um, húmoristinn, fagurkerinn, fram- farasinninn í menntun hjúkrunar- fræðinga og mentor minn í hjúkrun Þorbjörg Jónsdóttir, skólastjóri frá Veðramóti, hefur kvatt okkur á jóla- föstunni eftir langa ævi og heldur nú til nýrra starfa. Minningarnar lifna og ég sé fyrir mér þessa brosmildu fallegu konu sem tók á móti mér er ég sótti um inngöngu í Hjúkrunarkvennaskóla Íslands haustið 1955. Hún var í fal- legum stífstraujuðum drifhvítum búningi hjúkrunarkvenna, með fag- urrauðan klút í brjóstvasanum og ljóst hárið undir kappanum í réttum skorðum. Sérstaklega hlý, brosandi og bar með sér framandi strauma enda búin að dvelja langdvölum við nám í Bandaríkjunum, Englandi og Skot- landi. Þess gætti í öllu hennar fari, mál- flutningi og skoðunum að hún var víðlesin og hafði unnið og numið víða. Mér er sérstaklega minnis- stætt hvað hún lagði mikla áherslu á að fólk heilsaði með handabandi. Vitnaði í Bandaríkjamennina sem vildu bæta samskipti fólks og sögðu – takist í hendur – og þetta minnti hún okkur einatt á. Í öllum okkar samskiptum var myndin af henni eins, hlý og glöð, talaði mikið og stundum hratt og var lifandi og áhugasöm um alla hluti. Hún reyndist nemendum sínum og kennurum við skólann einstaklega vel og hvatti til frekari menntunar við æðri menntastofnanir. Þorbjörg vildi hjúkrunarstéttinni mikinn framgang og var óþreytandi við að koma þeim málum áleiðis og var m.a. formaður nefndar sem undirbjó það, að nám í hjúkrunarfræðum flyttist inn í Háskóla Íslands og var manna ánægðust þegar það tókst. Ég var nemandi hennar og síðar kennari og kennslustjóri við skól- ann, ferðafélagi, vinur í leik og starfi. Sérstaklega vil ég þakka þá velvild og þá framsýni sem Þorbjörg sýndi þegar ég veiktist á síðasta ári í hjúkrunarnáminu og var lengi frá námi. Þá bjuggu nemar í heimavist og nálægðin við sjúkrahúsið gerði það að verkum að ekki þótti ástæða til að taka rúm undir veikan hjúkr- unarnema heldur skyldi hugsað um hann á heimavistinni og lét hún hugsa sérlega vel um mig. Reglur voru strangar hvað snerti heimsókn- ir sem annað en þó gerði hún eina undantekningu er foreldrar fengu að koma. Svona var þetta þá en samt var einatt sanngirni til staðar. Enn- fremur bauð hún mér að aðstoða við kennsluna í skólanum, meðan ég var ófær um að standa vaktir á spítalan- um og var þessi tími metinn til námseininga. Þetta var einstakt á þessum tíma. Þorbjörg kom úr stórum systkina- hópi og elskaði að vera í margmenni. Hún var mjög ættrækin og það fór ekki hjá því að við sem unnum náið með henni þekktum til allra í fjöl- skyldunni. Hún var mikill prakkari og stríðin og sýndi hún það oft í ná- vist bræðra sinna og okkar á kenn- arastofunni. Ef eitthvað var öðruvísi en venjulega vissi maður að þar var Þorbjörg á ferðinni. Og þegar það var borið upp á hana var prakkara- svipurinn á henni óborganlegur. Hún var vinnuþjarkur hinn mesti og ósérhlífin og því gleymdi hún oft matartímanum. Það var því orðinn einskonar vani að stinga höfðinu inn um dyragættina hjá henni til að minna á og alltaf kom brosið bjarta. Hún hafði jólaböll í skólanum og nutu kennarar og börn þeirra þess og hún þekkti börnin okkar öll með nafni. Og sjálf hafði hún mest gaman að sprella við jólasveininn. Þorbjörg Jónsdóttir var fyrir- mynd annarra hjúkrunarfræðinga og náði langt, alltaf að leita eftir meiri þekkingu, benda hjúkrunar- fræðingum á ný tækifæri og hvetja til dáða. Oft hélt hún sér nokkuð til hlés, sérlega í seinni tíð. Hún var ávallt mjög smekkleg, vel til höfð og glæsileg kona sem hafði skoðun á öllu og það munaði um hana hvar sem hún kom. Minning hennar mun lifa. Ég drúpi höfði í virðingar- og þakklætisskyni um leið og ég kveð fyrirmynd mína og leiðtoga. Ættingjum öllum sendi ég sam- úðarkveðjur. Hertha W. Jónsdóttir. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Faðir minn, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og bróðir, STEINGRÍMUR KRISTJÁNSSON, Árnatúni 3, Stykkishólmi, áður Öckerö, Svíþjóð, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju fimmtu- daginn 29. desember kl. 14.00. Britta og Sune, Kristina og Kristian, Monica og Bertil og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.