Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Þegar við fórum úr Súðavíkinni í sumar sló ég því fram við Sigga að hann kæmi suður fyrir jólin og yrði í nokkrar vikur hjá okkur. Það var svo ítrekað í haust og seinnipartinn í nóvember var ákveðið að hann kæmi um miðjan desember. Hann hafði að vísu kvartað um mæði, en hélt nú að þeir á sjúkrahúsinu myndu geta ,,hresst eitthvað uppá hann“ eins og hann sagði, svo hann kæmist suður. Ekki grunaði okkur að hann væri orðinn svona veikur fyrr en allra síð- ustu dagana, enda þrekskrokkur, ✝ Sigurður Guð-mundur Krist- jánsson fæddist á Tröð í Súðavík 24. ágúst 1924. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði mánudag- inn 5. desember síð- astliðinn og var hans minnst í Súða- víkurkirkju 6. des- ember. Útför hans var gerð frá Foss- vogskirkju 16. des- ember. þótt lungun væru farin að gefa sig. Hann hef- ur kannski grunað þetta, hver veit? En síðast í vikunni áður en hann dó talaði hann um að koma og við trúðum því. Og víst kom hann suður í des- ember, en það verður hjá Soffu sem hann heldur jólin, hjá okkur verður hann bara í anda. Þegar við Jón fórum að draga okkur saman tók Siggi mér strax sem einni af fjöl- skyldunni og við áttum ágætlega skap saman, enda bæði grúskarar. Mér fannst svolítið merkilegt hvern- ig bókum hann hélt að sonum sínum, en Rúnar var þá að æfa sig í lestri á Þúsund og einni nótt. Það var mér líka nýtt að seint á kvöldin var yf- irleitt kvöldkaffi hjá þeim og oft setið lengi fram eftir og spjallað. Þar gat Siggi alveg blómstrað í sögunum, en hann hafði líka ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og var ekkert að fela þær. Siggi og Soffa bjuggu á Grettis- götu 73 nær alla sína búskapartíð. Síðustu sambúðarárin bjuggu þau í þjónustuíbúðum aldraðra á Lindar- götu 57 því heilsa Soffu var orðin lé- leg og Siggi ekki of hraustur heldur. Þegar Soffa dó, fyrir nær 8 árum, flutti Siggi austur í Hveragerði til okkar og kynntumst við honum þá eiginlega upp á nýtt. Siggi hafði annað gildismat en margir nú á dögum. Hafði verið mik- ið til sjós og vanist einföldum lifn- aðarháttum og fannst ekki alltaf skipta máli eitthvert pjatt með fatn- að og húsmuni. Það væri nóg að hafa í sig og á, eiga góða að og hafa nóg af bókum að grúska í. Og svo að geta fengið sér tár öðru hvoru. Þetta kom enn frekar fram í honum eftir að Soffa dó, hún sem alltaf vildi hafa allt svo fínt og fallegt í kringum sig. Hann var ákaflega stoltur af afkom- endum sínum og fannst það meira virði en veraldlegar eigur. Siggi var sannur Súðvíkingur. Þrátt fyrir hálfrar aldar búsetu í Reykjavík var hann jafn mikill Súð- víkingur og hefði hann aldrei flutt þaðan. Hann talaði oft um þá tíma þegar hann ólst þar upp og um fólkið sem bjó þar og sagði sögur þaðan. Stundum fannst okkur þessi áhugi hans dálítið yfirdrifinn, en hann not- aði hvert tækifæri til að fylgjast með því sem þar var að gerast og safna myndum og heimildum þaðan, aðal- lega frá upphafi byggðar. Það var því mjög ánægjulegt að hann fékk tæki- færi til að vera í Súðavík á sumrin, fyrst í leiguhúsnæði og síðan í eigin húsi. Og auðvitað fylgdum við svo á eftir og uppgötvuðum þessa töfra sem Vestfirðirnir búa yfir. Mér finnst ég þurfa að fara vestur á hverju sumri og vera a.m.k. í nokkra daga til að hlaða batteríin. En það verður skrítið að fara vestur næsta sumar og Siggi verður ekki í húsinu. Í vor sagði ég honum að ég kæmi vestur síðast í maí og myndi sækja hann til Flateyrar og við gætum ver- ið í húsinu í nokkra daga. En hann gat ekki beðið og var mættur á und- an mér, fékk Hönnu systur sína til að keyra sig og hjálpa sér að koma sér fyrir. Hann fór ekki aftur á Sólborg fyrr en í október. Siggi var fylginn sér í því sem hann tók sér fyrir hendur. Vilja- sterkur og þrautseigur og hafði yf- irleitt sitt í gegn á endanum. Þegar Siggi var 75 ára ákvað hann að stofna sjóð til minningar um afa sína í móðurætt, Þórð Magnússon og Hjalta Sveinsson sem voru frumbýl- ingar í Súðavík og vildi hann nota féð til gróðursetningar þar. Sl. sumar kom hann því svo fyrir að þessir pen- ingar yrðu notaðir til að gera trjá- lund við Raggagarð, fjölskyldugarð í gömlu byggðinni í Súðavík. Þess vegna höfum við fjölskyldan mælst til þess að þeir sem vilja minnast Sigga leggi dálítið í sjóðinn sem er í vörslu Sparisjóðs Vestfjarða í Súða- vík. Í febrúar sl. flutti Siggi vestur á Flateyri og bjó þar á Sólborg. Hann var þá kominn aftur til Vestfjarða og nú í nábýli við hálfsystkini sín, Jó- hönnu og Einar Odd. Jóhanna var honum stoð og stytta. Hann undi sér vel á Sólborg og þar var einstaklega vel hugsað um hann. Þegar hann var í Súðavík í sumar kom starfsfólkið meira að segja til að vitja um hann þar og færa honum lyf. Við fjölskyld- an sendum okkar bestu þakkir til starfsfólks og íbúa á Sólborg, sem og til Lýðs læknis á Flateyri og alls starfsfólks á öldrunardeild Sjúkra- húss Ísafjarðar. Takk fyrir samfylgdina, elsku Siggi minn. Hlíf. Hann Sigurður Kristjánsson, vin- ur minn og frændi, er látinn. Þegar húsin í gömlu Súðavík voru sett á sölu, keypti hann gamla bárujárns- húsið í Tröðinni sem einhvern veginn passaði svo einkar vel við hann. Það var mér dýrmætt að fá að vera sam- ferða honum þessi sumur sem hann bjó hér í þorpinu. Það var gott að kíkja til hans í eitursterkt kaffi og spjall um sögu Súðavíkur, eða næla sér í rabarbara úr garðinum og tylla sér á tröppurnar á lognværum sum- armorgnum og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Og alltaf var nóg um að spjalla því Sigga lá svo margt á hjarta og mikil var gleði okkar þegar ákveðið var að stofna safn um mynd- irnar og greinarnar sem hann hafði safnað á langri ævi. Siggi hafði lunkinn húmor og ég minnist með hlýju andlitsins, með rúnum langrar og viðburðaríkrar ævi, og hugsa um sumarið þegar hann lék í kvikmynd og mátti hvorki skera hár sitt né skegg og var orðinn ansi mikilúðlegur um haustið. Hann hafði fullt af hugmyndum um fram- tíð Súðavíkur og fagnaði hverju framfaraskrefi í sínu gamla heima- þorpi. Við munum öll sakna þessa góða vinar og sendum fjölskyldu hans hlýjar kveðjur. Dagbjört Hjaltadóttir. SIGURÐUR GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR BERNHARÐSSON fv. bankaútibússtjóri, síðast til heimilis á Dalbæ, Dalvík, lést þriðjudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30. Friðrik Steingrímsson, Bergur Steingrímsson, Þóra Ragnheiður Þórðardóttir, Sigurbjörg Steinþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JÓNA RAGNARSDÓTTIR Blikahöfða 5, Mosfellsbæ, lést á Líknardeild Landspítalans Kópavogi jóla- dagsmorgun 25. desember. Úlfhildur Guðmundsdóttir, Sveinn Val Sigvaldason, Sigrún Guðmundsd. Fenger, Pétur U. Fenger, Jóhannes Guðmundsson, Björg Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Anna Björk Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Móðir okkar, VILBORG SIGFÚSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, lést 25. desember. Börn hinnar látnu. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLI BJÖRGVINSSON, Sandbakka, Höfn, verður jarðsunginn frá Djúpavogskirkju miðviku- daginn 28. desember kl. 11.00. Erlendur Ólason, Þórey Dögg Jónsdóttir, Kristín Óladóttir, Ingólfur Guðni Einarsson og barnabörn. ✝ Einar Haralds-son fæddist á Ísafirði 16. maí 1987. Hann lést í Reykjavík hinn 14. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Katrín Jóns- dóttir, f. 13.11. 1955, og Haraldur Hansson, f. 20.11. 1960. Bróðir Einars er Hans Haralds- son, f. 3.7. 1981. Foreldrar Katrínar eru Ólöf Erna Guð- mundsdóttir og Jón Hjörtur Jó- hannesson, búsett á Ísafirði, en foreldrar Haraldar eru Þóra Gestsdóttir og Hans W. Haralds- son, búsett í Reykjavík. Einar átti heima á Ísafirði fyrstu æviárin en fluttist síðan til Reykjavíkur. Hann bjó í Frakklandi um nokkurra ára skeið með móður sinni og þar hóf hann skóla- göngu sína. Eftir heimkomuna bjó hann hjá föður sín- um. Hann gekk í Háteigsskóla og síðan í Menntaskól- ann við Hamrahlíð. Útför Einars verður gerð í dag frá Háteigskirkju og hefst at- höfnin klukkan 13. Ungur, fallegur og elskulegur drengur hverfur skyndilega og óvænt af sjónarsviðinu. Við sitjum eftir, harmþrungin og dofin og leit- um skýringa sem aldrei fást. Sonarsonur okkar, Einar Har- aldsson, var okkur sérlega náinn. Hann bjó hjá okkur um allnokkurn tíma og var okkur sannur gleðigjafi og ávallt boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd. Hann auðgaði líf okkar og gaf því aukinn tilgang. Við þessi óvæntu leiðarlok getur fátt linað þungan harminn. Huggun okkar er þó sú að hafa mátt eiga átján yndisleg ár með Einari okkar. Minningin verður aldrei frá okkur tekin og hún mun lýsa upp skamm- degismyrkrið. Guð geymi þig, elsku drengurinn okkar, hjartans þökk fyrir allt sem þú gafst okkur. Amma og afi í Geitlandi 8. En víst er það gott að geta gefið þann tón í strengi, sem eftir að ævin er liðin, ómar þar hlýtt og lengi. (Sigurjón Friðjónsson.) Minningar um ljúfan dreng með fallegt bros munu ylja okkur um ókomna tíð. Heiðdís. Elsku Einar, ein af sterkustu minningum mínum um þig eru fyrstu kynnin okkar. Ég átti afmæli og við fórum að ræða saman. Ég bað þig um einhverja góða lífsspeki í afmælisgjöf, og næst þegar við hittumst varst þú búinn að skrifa mér ljóð sem ég geymi enn. Eftir þetta áttum við margar góðar stundir saman sem ég mun aldrei gleyma. Nú þegar við kveðjumst, mun fyrr en ég hefði viljað, vildi ég gefa þér ljóð sem byggt var á því sem þú samdir. En ég er nú engin ljóða- smiður, og Morgunblaðið birtir víst ekki frumsamin ljóð í minningar- greinum. Því læt ég þessar línu nægja: Lýðurinn látlaust öskraði nei, hann fyrirleit frumlegt með fussi og svei, en Einar, þrjóskur hann ósnertur kaus, úr viðjum sam- félagsins að vera laus. Einar minn, farðu heill, og þegar mín ferð er komin að enda þá býður þú mér í myntute. Heiður. Við í Háteigsskóla vorum harmi slegin vegna fráfalls Einars Har- aldssonar og það er sorglegt að skrifa minningarorð um fyrrverandi nemanda sinn. Einar Haraldsson var nemandi í umsjónarárgangi okkar Ásgríms Inga Arngrímssonar á unglingastigi Háteigsskóla 2001–2003. Þar kom strax í ljós að hann var úrvals námsmaður og gekk vel í þeim fög- um, sem hann hafði áhuga á að læra og náði góðum árangri á lokaprófi. Bekkjarfélagar hans báru virðingu fyrir honum og þótti vænt um hann. Einar var einn af þeim nemendum, sem ég hafði á tifinningunni að hefði alla burði til að standa sig mjög vel í framhaldsnámi, en um leið bar ég ákveðinn kvíðboga fyrir því hvernig myndi ganga hjá honum í framtíðinni. Það er oft þannig að þeir nemendur, sem hefur þurft að hafa fyrir, verða manni minnisstæð- ari en aðrir, en Einars minnist ég af góðu einu. Ég votta aðstandendum og vinum innilega samúð. Helgi Baldursson. Nú er góður vinur okkar Einar Haraldsson látinn. Við fylgdumst að í gegnum skólagöngu okkar, fyrst í Háteigsskóla, svo áfram í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Við minn- umst hans sérstaklega fyrir ein- staka góðmennsku. Einar hugsaði vel um vini sína, oft jafnvel betur en sjálfan sig. Hann hafði alltaf áhuga á því sem maður hafði að segja, hafði ávallt skoðanir á hlutunum og talaði hreint út. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað einn mað- ur hefur mikil áhrif á líf manns fyrr en eftir á og Einar skilur eftir sig stórt skarð í vinahópi okkar. Við vottum fjölskyldu Einars innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Hjalti Geir Erlendsson, Óli Vernharður Ævarsson. EINAR HARALDSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.