Morgunblaðið - 27.12.2005, Síða 31

Morgunblaðið - 27.12.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 31 Húsnæði óskast Tilboð/Útboð ÚU T B O Ð * Nýtt í auglýsingu. Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrif- stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík: 13950 Skógarplöntur fyrir Suðurlands- skóga. Opnun 17. janúar 2006 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr. 3.500. *13988 Ríkiskaup fyrir hönd Trygginga- stofnunar ríkisins, óska eftir tilboð- um í sjúkrarúm, fólkslyftara og fylgi- hluti. Opnun 9. febrúar 2006 kl. 11.00. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 frá og með föstudeginum 30. desember. Raðauglýsingar 42 NEMENDUR voru braut- skráðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði á haustönn 2005. At- höfnin fór fram í Víðistaðakirkju. Í allt voru 39 stúdentar útskrifaðir en þrír nemendur með fjölmiðla- tækni af upplýsinga- og fjölmiðla- braut. Bestum árangri náði Agla Frið- jónsdóttir en hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut með fyrstu ágætiseinkunn. Haukur Týr Guð- mundsson lauk flestum einingum og bæði ljúka þau námi sínu á þremur og hálfu ári eins og raun- ar hátt í helmingur hópsins. Skólameistari gat þess að marg- ir í hópnum hefðu getað lokið í vor sem leið en kusu að vera lengur. Þá voru fjórir íþróttamenn heiðraðir úr röðum nemenda, til að minna á að í hópnum er hæfi- leikaríkt íþróttafólk. Þetta voru, Erna Þráinsdóttir handknatt- leikskona, Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona og Hilmar Rafn Emilsson knattspyrnumaður – öll úr Haukum – og Hjalti Brynjarsson, knattspyrnumaður úr FH. Brautskráning frá Flensborgarskóla Ljósmynd/Lárus Karl Á FUNDI fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Hafnarfirði 15. desem- ber sl. var samþykktur framboðslisti flokksins til bæjarstjórnar 2006. Listann skipa: Haraldur Þór Óla- son, framkvæmdastjóri og bæj- arfulltrúi, Rósa Guðbjartsdóttir framkvæmdastjóri, Almar Gríms- son, lyfjafræðingur og varabæj- arfulltrúi, María Kristín Gylfadóttir, M.A. stjórnmálafræðingur, Bergur Ólafsson forstöðumaður, Skarphéð- inn Orri Björnsson sérfræðingur, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, húsfreyja og varabæjarfulltrúi, Guð- rún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Geir Jónsson mjólkurfræðingur, Hallur Helgason kvikmyndagerð- armaður, Halldóra Björk Jónsdóttir, húsmóðir og ráðgjafi, Magnús Sig- urðsson verktaki, Sólveig Kristjáns- dóttir stjórnmálafræðingur, Árni Þór Helgason arkitekt, Sigurlaug Kristjánsdóttir, markaðs- og bók- haldsfulltrúi, Edda Rut Björnsdóttir háskólanemi, Hrönn Ingólfsdóttir verkefnastjóri, Davíð Arnar Þórsson tölvunarfræðingur, Kristín Ein- arsdóttir iðjuþjálfi, Árni Sverrisson framkvæmdastjóri, Áslaug Sigurð- ardóttir, snyrtifræðingur og ellilíf- eyrisþegi, og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi. Listi sjálf- stæðismanna samþykktur byrjun þessa árs setti mennta- málaráðherra á fót sérstaka heims- minjanefnd sem hefur það hlutverk að vera vettvangur samráðs um framfylgd samnings UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúru- arfleifð heimsins hér á landi og und- irbúa tilnefningu íslenskra staða á heimsminjaskrá. Nefndin vinnur nú að endurskoðun á yfirlitsskrá Ís- lands í ljósi fenginnar reynslu við til- nefningaferli Þingvalla. Á grund- velli þeirrar vinnu og til þess að láta ekki of langt líða á milli tilnefninga Íslands á heimsminjaskrá UNESCO og þar sem enn er talsvert í land með að vinna við tilnefningu Skafta- fells geti hafist, hefur nefndin lagt til við menntamálaráðherra og um- hverfisráðherra að næsti staður sem Ísland tilnefnir verði Surtsey. RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að tilnefna Surtsey á heims- minjaskrá UNESCO í febrúar á næsta ári. Allar nauðsynlegar upp- lýsingar um jarðfræði, lífríki og þró- un Surtseyjar frá lokum gossins fram á þennan dag liggja fyrir og þess vegna er mögulegt að ganga frá umsókn fyrir 1. febrúar á næsta ári til nefndar um arfleifð þjóðanna um að Surtsey verði bætt á heims- minjaskrána. Fyrir fjórum árum samþykkti rík- isstjórnin tillögu menntamálaráð- herra og umhverfisráðherra um að tilnefna Þingvelli og Skaftafell á heimsminjaskrá UNESCO en frá þeim tíma hafa ýmsar forsendur breyst og því þarf mun lengri tíma til að undirbúa tilnefningu Skafta- fells en upphaflega var ætlað. Gert var ráð fyrir að staðirnir færu inn á skrána bæði sem náttúru- og menn- ingarminjar, þ.e sem blandaðir stað- ir, og samþykkti nefnd um arfleifð þjóðanna 2. júlí 2004 að Þingvellir skyldu settir á listann sem menning- arlandslag. Unnið er að undirbún- ingi þess að ljúka tilnefningu Þing- valla sem náttúruminjastaðar. Í Ljósmynd/Sturla Friðriksson Ákveðið hefur verið að tilnefna Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO í febrúar á næsta ári. Surtsey tilnefnd á heimsminjaskrá EIGENDUR Fasteignasölunnar Bakka, þeir Árni Valdimarsson og Sverrir Sigurjónsson, sem stýrir umboðinu í Þorlákshöfn, afhentu nýlega Líknarsjóði Þor- lákskirkju peningagjöf, 250 þús- und kr. Með því vilja þeir leggja lið því góða og óeigingjarna starfi og hjálp sem sjóðurinn veitir. Séra Baldur Kristjánsson og Halla Kjartansdóttir kirkjuvörður tóku við gjöfinni fyrir hönd Þor- lákskirkju og þökkuðu f.h. kirkj- unnar. Á aðventunni er útdeilt úr Líknarsjóði Þorlákskirkju. Gjöf til Líknarsjóðs Þorlákskirkju FIMM ára börn á leikskólanum Núpi komu nýlega færandi hendi í sjálfboðamiðstöð Kópavogs- deildar. Börnin höfðu safnað fatnaði til styrktar Rauða kross- inum í tengslum við fræðsluefnið „Hjálpfús heimsækir leikskólann“ sem notað er á Núpi en markmið námsefnisins er að kenna nem- endum hversu mikilvægt það er að rétta fólki hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á. Börnin á Núpi söfnuðu fötum undir yfirskriftinni „Að gleðja um jól“. Í heimsókninni í sjálf- boðamiðstöðina fengu börnin af- hent eintak af geisladisknum „Úr vísnabók heimsins“ sem hefur verið sendur til allra leikskóla á landinu. Geisladiskinn er hægt að nota í tengslum við námsefnið um Hjálpfús, segir í fréttatilkynn- ingu. Á myndinni eru börnin af Núpi með pokana af fötum sem þau söfnuðu. Börnin á Núpi hjálpa SIGÞÓR Samúelsson, fram- kvæmdastjóri Teymis, afhenti ný- lega Margréti M. Ragnarsdóttur, formanni Neistans, jólakortastyrk. Fjárhæðin jafngildir þeim kostnaði sem Teymi hefði annars haft af að senda viðskiptavinum sínum og vel- unnurum jólakveðju. Með þessu vill Teymi styrkja starfsemi Neistann í að hlúa að hjartveikum börnum og aðstandendum þeirra. Neistinn, styrktarfélag hjart- veikra barna, var stofnað 9. maí 1995. Á vef Neistans, www.neist- inn.is, er að finna frekari upplýs- ingar um félagið og starfsemi þess. Á myndinni eru Sigþór Sam- úelsson, framkvæmdastjóri Teymis; Margrét Ragnarsdóttir, formaður Neistans; Sandra Franks, Neist- anum og Ólafur Tryggvason, þjón- ustustjóri Teymis. Teymi styrkir Neistann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.