Morgunblaðið - 27.12.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.12.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 35 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin í dag kl. 10–11.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Mið- vikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 10. Skrifstofa Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður lokuð milli jóla og nýárs. Opn- um aftur mánudaginn 2. janúar kl. 10. Félagið óskar félögum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, hárgreiðsla. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 12.15 ferð í Bónus. Kl. 15 kaffi. Norðurbrún 1 | Opin vinnustofa kl. 9– 16.30, smíði kl. 9, myndlist kl. 9–12, boccia kl. 10, postulínsmálun kl. 13– 16.30 og leikfimi kl. 14. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 postulínsmálun. Kl. 13–16 bútasaum- ur. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kirkjustarf Digraneskirkja | Hin árlega jólagleði aldraðra verður í Digraneskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 14. Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi, syngur undir stjórn Kjartans Sig- urjónssonar. Þuríður Helga Ingadóttir leikur á píanó. Kaffiveitingar í safn- aðarsal. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas | Bænastundir eru á þriðjudagskvöldum kl. 20.30. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrð- arstundir eru hvern þriðjudag í Hjalla- kirkju kl. 18. Spegilskipting. Norður ♠ÁG ♥ÁD983 ♦DG5 ♣KG6 Suður ♠K7 ♥G10742 ♦Á98 ♣Á103 Suður verður sagnhafi í sex hjört- um og fær hagstætt útspil, tígultvist – drottning úr borði og austur lætur kónginn. Hvernig er best að spila? Þrjár svíningar standa til boða: fyr- ir hjartakóng, tígultíu og laufdrottn- ingu. Ef sagnhafi tekur þær allar verða tvær að heppnast … Norður ♠ÁG ♥ÁD983 ♦DG5 ♣KG6 Vestur Austur ♠D983 ♠106542 ♥6 ♥K5 ♦10742 ♦K63 ♣D954 ♣872 Suður ♠K7 ♥G10742 ♦Á98 ♣Á103 … og þá mun slemman velta á hittni hans í laufinu eins og legan er hér. En með vandaðri spilamennsku má komast af með eina vel heppnaða svíningu – í tígli. Best er að spila tíg- ulníu í öðrum slag og svína fyrir tíuna (enda stunguhætta hverfandi eftir tíg- ultvistinn út). Þegar sú svíning heppnast er hjartaás tekinn, tveir efstu í spaða og þriðji slagurinn á tígul. Síðan er trompi spilað. Þá er slemman unnin ef hjartað er 2-1 (78%). Hér er það aust- ur sem lendir inni á hjartakóng og hann verður að spila spaða í tvöfalda eyðu eða finna laufdrottningu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. g3 dxc4 5. Bg2 Rc6 6. 0-0 Hb8 7. Rc3 b5 8. Re5 Rxe5 9. dxe5 Rd7 10. Dd4 c5 11. Df4 Dc7 12. a4 a6 13. axb5 axb5 14. Hd1 Be7 15. Dg4 Kf8 16. Bg5 Rxe5 17. Bxe7+ Dxe7 18. De4 Dc7 19. f4 Rg4 20. Ha8 f5 21. Df3 Kf7 22. Hda1 Kg6 23. Hxb8 Dxb8 24. Dc6 b4 25. Rd5 c3 26. Re7+ Kf7 27. Dxc5 Bd7 28. bxc3 bxc3 29. Ha7 c2 30. Hxd7 Db1+ 31. Bf1 c1=D 32. Rxf5+ Kf6 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Ísraelski alþjóðlegi meistarinn Shi Porat (2.444) hafði hvítt gegn íslenska kollega sínum Héðni Steingrímssyni (2.435). 33. Hf7+! Kg6 svartur hefði einnig orðið mát eftir 33. … Kxf7 34. De7+ Kg6 35. Dg5+ Kf7 36. Dxg7+ Ke8 37. De7#. 34. Hxg7+ Kf6 35. Dd4+! e5 36. Dd6+ Kxf5 37. Hg5+ Ke4 38. Hxe5+! og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 38. … Rxe5 39. Dxe5#. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Viktor Erdos (2.522) 6½ vinning af 10 mögulegum. 2.–5. Max- im Turov (2.546), Denes Boros (2.460), Ivan Farago (2.512) og Hoan Thanh Trang (2.471) 5½ v. 6.–7. Tamas Banusz (2.460) og Laszlo Gonda (2.448) 5 v. 8.–10. Héðinn Steingrímsson (2.435), Zoltan Varga (2.525) og Shi Porat (2.444) 4½ v. 11. David Berczes (2.475) 2 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. ÞAÐ er haft fyrir satt að geð- læknir nokkur í Parísarborg bendi sjúklingum sínum á að lesa bækur Freds Vargas í stað þess að ávísa þunglyndislyfjum. Og ef þær eru allar eins og Kallarinn er auðvelt að skilja hvers vegna. Ekki vegna þess að þetta sé einhver skemmti- saga, langt því frá, heldur vegna þess að hér er á ferðinni óður til lífsins og manneskjunnar þrátt fyrir óhugnanlegan söguþráð. For- tíð og nútíð blandast saman á ein- staklega eðlilegan hátt og spurn- ingin margfræga „höfum við gengið til góðs“ skýtur óhjá- kvæmilega upp kollinum. Hefur manneskjan í raun tekið ein- hverjum breytingum síðan á fimmtándu öldinni? Og hafa tækniframfarir og breytingar á umhverfi einhverja þýðingu þegar óttinn nær yf- irhöndinni í samfélaginu? Við fyrstu sýn virðist söguþráð- urinn ansi langsóttur og erfitt að skilja hvernig þetta sögusvið geti verið sannfærandi; fjöldamorðingi sem hótar endurkomu svarta dauða í París dagsins í dag og not- ar kallara, sem stendur á kassa á götuhorni, til að koma skilaboð- unum áleiðis. En Vargas leysir það snilldarlega. Það verður eng- inn árekstur milli nútíðar og alda- gamallar fortíðarinnar. Kallarinn sem stendur á kassa og les fréttir og tilkynningar úr hverfinu virkar sem algjörlega eðlilegt fyrirbæri í París samtímans og skelfingin sem tilkynning um væntanlega endurkomu svarta dauða vekur virðist fullkomlega skiljanleg á fyrsta áratug nýs árþúsunds. Og maður veltir fyrir sér hvað myndi í raun gerast ef lík með einkenni plágunnar miklu færu að finnast á strætum stórborga samtímans. Persónurnar eru hver annarri betur dregnar og hversdagsleikinn í litla hverfinu lifnar fyrir augum lesandans á sérlega sannfærandi hátt. Löggan Adamsberg er sér- lundaður furðufugl, eins og margir kollegar hans í glæpasagnaheim- inum, en einstaklega viðkunn- anlegur furðufugl, þrátt fyrir óheiðarleika í ástamálunum og til- finningalega bæklun. Lausn gátunnar er að vísu frek- ar klén, en þar sem áherslan er fyrst og fremst á að skoða hvað kemur fólki til að myrða og hvern- ig samfélagið bregst við fjölda- morðum, kemur það ekki svo mik- ið að sök. Nafna mín (já, Fred er stytting úr Frédérique) kann þá list að segja sögu upp á gamla mátann og skapa heim sem les- andinn getur samsamað sig en er um leið framandi og nýstárlegur. Engin furða að Frakkar skuli hafa hana í hávegum og verðlauna bækur hennar. Kallarinn er sann- kallaður hvalreki á fjörur krimma- unnenda og enn ein sönnun þess að gömlu formúlurnar eru hættar að virka. Þýðing Guðlaugs Bergmunds- sonar er vel unnin og rennur eins og rjómi, kjarnmikil íslenska án nokkurs þýðingarkeims. Óskandi að hann haldi áfram að færa okk- ur franska eðalkrimma í íslensk- um sparifötum. Glæsilegt framtak. Svartur dauði – hvítur húmor BÆKUR Skáldsaga Fred Vargas, þýð.: Guðlaugur Berg- mundsson, 343 bls. Grámann bókaút- gáfa, 2005. Kallarinn Friðrika Benónýs Hvers konar samfélagi búum við í? ÉG las um það í Fréttablaðinu 21. desember sl. að laun hæstu embætt- ismanna hækka um 8,15% frá næstu áramótum, hafa þau þá hækkað um 90% frá 1999. Það er 40% hærra en það sem hinn almenni launþegi hef- ur fengið. Þegar ég hætti að lesa Fréttablaðið þennan morgun og opnaði útvarpið þá var þar viðtal á Útvarpi Sögu við son konu sem er öryrki og er í hungurverkfalli vegna sinna aumu kjara. Hún krefst þess að ríkisstjórnin hækki laun eldri borgara, öryrkja og annars lág- launafólks í 150 þús. á mánuði. Þetta er skelfilegt og hvers konar samfélagi býr maður í þegar svona illa er búið að þeim sem minna mega sín, á meðan laun ráðamanna hækka sífellt umfram laun annarra, þar sem láglaunahópar hafa vart ofan í sig né á, hvað þá að þeir geti veitt sér nokkurn tíma nokkurn skapaðan hlut? Fólk þarf að standa í biðröðum við hjálparstofnanir allan ársins hring til að reyna að fá mat og aðrar nauðsynjavörur. Er það svona sam- félag sem við viljum sjá hér? Ég segi nei. Ég vil sjá mannúð og mildi hér í þessu samfélagi. Ef ríkisstjórnin getur ekki staðið sig betur en þetta ætti hún bara að fara frá. Sigrún Reynisdóttir. Aðeins dýrari MÉR datt í hug að „Ríkið“ gæti tek- ið sér til fyrirmyndar Rúmfatalager- inn sem er aðeins ódýrari og orðað sína auglýsingu eitthvað á þessa leið: Áfengisverslun ríkisins, aðeins dýrari. Fjármálaráðuneytið. Halldór Þorsteinsson, skólastjóri Málaskóla Halldórs. Svartur köttur í óskilum ÞESSI svarti köttur hefur verið í Þingholtunum. Hann er með falleg stór augu, ógeltur og ómerktur með smá hvít hár á bringu. Mjög blíður. Hann var tekinn í hús því hann var kvefaður. Þeir sem kannast við kisa hafi samband í síma 691 0539 eða 551 0539. Sunna er týnd KISAN okkar hún Sunna týndist 15. des. frá Laugavegi 63. Hún er sjö mánaða, hvít og bröndótt kisustelpa. Hún er mjög blíð og gæf. Hennar er sárt saknað. Ef einhver hefur orðið var við hana eða séð hana endilega hringið í síma 861 9202 eða 869 7363. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is LJÓSMYNDASÝNINGIN Eftir tsunami verður opnuð í Smáralind í dag kl. 15.00 þegar eitt ár er liðið frá flóðbylgjunni við Indlandshaf. Á sýningunni eru myndir frá Indónes- íu og Sri Lanka sem teknar voru níu mánuðum eftir að flóðbylgjan skall á. Þorkell Þorkelsson ljós- myndari tók myndirnar en hann var í Aceh-héraði í Indónesíu og á Sri Lanka í september. Höfundur texta er Ómar Valdimarsson sendi- fulltrúi sem starfaði að uppbygg- ingu Rauða hálfmánans í Indónesíu. Úlfar Hauksson, formaður Rauða kross Íslands, opnar sýninguna formlega og flytur ávarp. Nálægt 200 þúsund manns týndu lífi í flóðbylgjunni sem skall á lönd- unum við Indlandshaf annan dag jóla 2004. Eyðilegging lands og byggða var meiri en áður hefur þekkst og í kjölfarið hófst umfangs- mesta hjálparaðgerð Rauða kross- ins frá upphafi. Íslendingar brugð- ust vel við neyðarkalli Rauða krossins og alls söfnuðust 110 millj- ónir króna til hjálparstarfsins. Sýningin í Smáralind stendur til 11. janúar 2006 og verður síðan sett upp í verslunarmiðstöðinni Gler- ártorgi á Akureyri 16. janúar. Það var Dikta sem sá um útprentun myndanna, upplímingu og frágang. Morgunblaðið/Þorkell Ein mynda Þorkels Þorkelssonar á sýningunni í Smáralindinni. Eftir tsunami í Smáralind LISTASÝNING stendur nú yfir á Phuket-strönd í Taílandi í tilefni af því að ár er nú liðið síðan flóð- bylgjan mikla gekk yfir staðinn. Á sýningunni, sem helguð er minn- ingu þeirra sem fórust, kennir margra grasa og hér tekur banda- rískur ferðamaður mynd af fram- lagi heimamannsins Paitoon Jong- tong. Reuters Fórnarlamba minnst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.