Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
SALKA VALKA
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20
WOYZECK
Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20
Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20
KALLI Á ÞAKINU
Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14
Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20
CARMEN
Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Fi 19/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20
Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20
Nýja svið/Litla svið
MANNTAFL
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT
Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT
BELGÍSKA KONGÓ
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20
Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20
GLÆPUR GEGN DISKÓINU
EFTIR GARY OWEN.
Í SAMSTARFI VIÐ STEYPIBAÐSFÉLAGIÐ STÚT
Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20
Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20
ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV
NEMENDALEIKHÚSIÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR!
Í kvöld kl. 20 Mi 28/12 kl. 20.
Jólaævintýri
Hugleiks
- gamanleikur með
söngvum fyrir alla
fjölskylduna.
Fim. 29.12.
Fös. 30.12.
Allra síðustu sýningar!
Sýnt í Tjarnarbíói,
sýningar hefjast kl. 20.00.
Miðapantanir í síma 551 2525
og á www.hugleikur.is .
FIM. 29. DES kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
FÖS.20. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
LAU.21. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Gleðileg jól
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
Fullkomið brúðkaup - heldur áfram!
Mið. 28.des. kl. 20 UPPSELT
Fim. 29.des kl. 20 UPPSELT
Fös. 30.des. kl. 20 UPPSELT
Ósóttar pantanir seldar daglega!
Aukasýningar í jan og feb í sölu núna:
Lau. 7.jan. kl. 19 Örfá sæti
Fös. 13.jan. kl. 20 Nokkur sæti
Lau. 14.jan. kl. 19 Laus sæti
20/1, 21/1, 27/1, 28/1
Gleðilega hátíð!
Miðasala opin
kl. 13-17 23., 28.,
29., 30. des og allan
sólarhringinn á netinu.
Allir
norður!
Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar.
GJAFAKORT - TILVALIN JÓLAGJÖF
MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700
uppselt
örfá sæti laus
uppselt
laus sæti
laus sæti
laus sæti
þriðjudagur
miðvikudagur
fimmtudagur
fimmtudagur
föstudagur
laugardagur
27.12
28.12
29.12
05.01
13.01
14.01
eftir Thomas MEEHAN, Charles STROUSE & Martin CHARNIN
- DV
Vegna gífulegrar aðsóknar
Sun. 8. jan. kl. 14
Lau. 21. jan. kl. 14 - Uppselt
Sun. 22. jan. kl. 14
Miðasala Austurbæjar opin alla daga frá kl. 13-17 í síma 551 4700
www.annie.is • www.midi.is
Síðustu sýningar
Frábær fjölskylduskemmtun!
- Fréttablaðið
fj l l t
r tt l i
HARALDUR S. Magnússon er
margra bóka höfundur. Einyrkinn
er sjöunda eða áttunda ljóðabók
hans, safn tæplega tvö hundruð
ljóða. Stutt eru þau flest sem að lík-
um lætur. Haraldur
grípur yrkisefnin upp
úr hversdagslífinu,
veltir fyrir sér því sem
fyrir augu og eyru ber
og efst er á baugi
hverju sinni, dregur af
því sínar ályktanir og
kemst oftar en ekki að
niðurstöðu. Hvorki
eru landsmál né
heimspólitík þá undan
skilin. Á hvoru tveggja
hefur hann skoðanir
og liggur ekki á þeim.
Landslaginu í Skaga-
firði lýsir hann í fáum
en skýrum dráttum;
tekur sér stöðu í miðju héraði og
bendir á helstu kennileiti sjón-
hringsins. Heitin á slíkum útvörðum
byggðarlagsins geta sagt meira en
mörg orð. Örnefnin eru ekki aðeins
til glöggvunar. Þau eru jafnframt –
og ekki síður – nátengd sögunni og
þjóðlífinu. Ljóðið er einmitt vett-
vangurinn til að lýsa landslagi með
örnefnin að leiðarljósi. Haraldi tekst
líka vel upp þegar hann fléttar íhug-
anir sínar saman við létta og auð-
skilda orðaleiki. Sem dæmi má taka
ljóðin Kekkir, Kóngurinn, Hvalreki,
Í hundana, Sætabrauðsdrengurinn
og Kvíslin svo fáein dæmi séu nefnd.
Eða Í nýju ljósi sem hljóðar svo:
Hann var svo svartsýnn,
að hann sá ekki
út úr augunum.
Svo rofaði til.
Nú sér hann
allt í nýju ljósi.
Fyrir kemur að Haraldur segi of
mikið, taki af lesandanum ómakið og
ánægjuna að geta í eyðurnar. All-
mörg ljóðin hefðu hitt
betur í mark ef brott
hefðu verið felld sein-
ustu orðin. Oftar en
ekki felur síðasta línan í
sér yfirlýsingu eða nið-
urstöðu. Þá getur ljóðið
farið að minna á pre-
dikun. Hvort slíkt eigi
að vera eða fara er þó
jafnan álitamál eins og
annað sem stíl við kem-
ur. Ljóð sín yrkir Har-
aldur á daglegu mæltu
máli, forðast tilgerð og
sýndarmennsku, rækt-
ar þess í stað einfald-
leikann, kemur beint
að efninu, stundum þráðbeint og
krókalaust, en stöku sinnum þó í
dæmisagnastíl. Honum er einkar
lagið að tengja tilfinningalífið við
hliðstæður í náttúrunnar ríki. Eft-
irfarandi ljóð má vera tilvalið sýn-
ishorn þess. Þyrnarnir heitir það:
Þyrnarnir eru að hverfa
úr hjarta mínu,
vegna þess að ég er
að tína þá í burtu.
Samt stinga þeir á ný
þegar ég horfi á þig.
Haraldur býr ennfremur yfir
einkar næmri söguvitund. En sagan
er þó alltént fleira en fólk og atburð-
ir. Hún er samsafn alls þess sem
skilningarvitin geta meðtekið, jafnt
þess sem seint eða aldrei verður með
orðum tjáð. Lífið er sífellt að end-
urnýja sig með þeim afleiðingum að
hið liðna fyrnist og gleymist. Höf-
undur orðar það vel í ljóði sem hann
nefnir Skiptir það máli?
Í hyldýpi gleymskunnar
reyni ég að muna.
En hvað?
Þá rann það upp fyrir mér
að það er ekki eitt,
heldur allt sem skiptir máli.
Bókin endar svo á texta sem höf-
undur nefnir slétt og fellt: Prósaljóð.
Þar hverfur hann aftur til berns-
kuára og bregður upp raunsæjum
smámyndum af hversdagslífinu í
sjávarþorpi á stríðsárunum. Og þar
eru aftur ítrekuð þau margföldu
sannindi »að það er ekki eitt, / held-
ur allt sem skiptir máli. Kápuna
prýðir kómísk teikning eftir þann
ágæta og bráðlíflega bóhem, Stein-
grím Sigurðsson.
Allt skiptir máli
BÆKUR
Ljóð
eftir Harald S. Magnússon. 80 bls. Gefin
út af höfundi. 2005
Einyrkinn
Erlendur Jónsson
Haraldur S. Magnússon
UM tilorðningu og tilhögun þessa
rits segir höfundur í formála:
,,… hér er aðeins ágrip útvarps-
erinda minna fyrr á árum … rit-
gerða og ræðuflutninga, margt að
öllu frumsamið á liðnu sumri …
Forðast hef ég fastmótaða tímaröð
og einsleita skrásetningu. Er þá val-
ið það sem í hugann kemur, líkt og
stæði á kirkjugólfi og ræki minn-
ingar fyrir fólki á ferð um Vestfirði.“
Í riti þessu segir frá kirkjustöðum
í Barðastrandarsýslu. Höfundur
ráðgerir fjögur sams konar rit og
segir síðasta ritið munu fjalla um
Strandasýslu.
Nú er byrjað á Garpsdal við Gils-
fjörð og endað á Otradal eða Bíldu-
dal, eins og síðar varð. Það leynir sér
ekki að höfundur er mikill fræða-
brunnur um allt sem viðvíkur
kirkjum, kirkjustöðum, eignarhaldi
kirkna og bújarða; búendur getur
hann rakið margar aldir aftur, svo
og presta að sjálfsögðu. Margt hefur
hann að segja um eignir kirkna,
hlunnindi, viðhald þeirra, endingu,
flutning, nýsmíði og sjálfsagt margt
fleira, sem ég man ekki að telja í
svipinn. Stundum er hann firnaná-
kvæmur, liggur við að hver nagli sé
talinn. Í önnur skipti er hraðar farið
yfir sögu. Söguna virðist hann hafa á
hreinu og kemur þar mörgu fróðlegu
á framfæri, ekki öllu beint fallegu.
Eins og segir í formálanum hefur
höfundur ekki fastmótaða tímaröð á
frásögn sinni. Því er það að stundum
byrjar hann á nútíðinni og hverfur
aftur til fortíðar eða hann hefur
þveröfugan hátt á.
Fyrir kemur að nútíð
og fortíð skiptast á.
Þetta er líklega það
sem hann á við, þegar
hann segist hafa ,,valið
það sem í hugann kem-
ur“. Verð ég víst að
játa að það ruglaði mig
stundum. Skipulegri
frásögn hefði ég kosið.
Þá er ekki því að neita
að stundum ber frá-
sögnin merki er-
indaflutnings og er
eins og höfundur hafi
ekki alltaf gætt þess að stundum
hattar fyrir.
Þessi höfundur hefur afar sér-
stæðan stílsmáta eins og þeir vita
sem lesið hafa fyrri bækur hans
(Forn frægðarsetur). Maður rekst
hér á mörg orð sem maður hefur
ekki heyrt áður og notkun sumra
orða og samsetningur er óvanaleg,
svo sem sumarhaust og vetrarvor.
Ekki veit ég hvað það er annað en
haust og vor. Þá er oft erfitt að
fylgja setningaskipun
hans, svo að lesturinn
kostar meiri áreynslu en
annars þyrfti að vera.
Nú er rit þetta öðrum
þræði um landafræði, því
að farið er um alla Barða-
strandarsýslu úr Gilsfirði
í Arnarfjörð. Það er
óneitanlega nokkuð flókið
og margbrotið landsvæði.
Þykir mér líklegt að les-
endur, sem eru ekki vel
kunnugir, sakni þess að
ekki skuli fylgja yfirlits-
kort. Væri ekki rétt að at-
huga það í næstu ritum?
Nafnaskrá þarf að fylgja riti sem
þessu, en hún er boðuð í lok fjórða
heftisins.
Þessi litla bók er snyrtilega útgef-
in og prýdd fjölda svarthvítra
mynda. Ég lærði margt af henni, þó
að ekki væri ég alls kostar sáttur við
framsetninguna eins og fram hefur
komið.
Vestfirskar kirkjur
BÆKUR
Kirkjur
Ágúst Sigurðsson:
Kirkjustaðir á Vestfjörðum. Barðastrand-
arsýsla.152 bls.
Vestfirska forlagið, 2005.
Í manns minni
Sigurjón Björnsson
Ágúst Sigurðsson
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn