Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 37

Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 37 Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Er slökkvitæki og eldvarnarteppi á þínu heimili? Munið að slökkva á kertunum i BALTASAR Kormákur athafnar sig umbúðalaust í hinu fjölþjóðlega umhverfi kvikmyndalistarinnar í þriðju og nýjustu mynd sinni, A Little Trip to Heaven (Skroppið til himna). Myndin skartar alfarið þekktum bandarískum leikurum í aðahlutverkum, þar ber helst að nefna þau Forest Whitaker og Juliu Stiles, og í handritinu og við sköpun söguheimsins er sótt í bandaríska kvikmyndahefð. Við myndina starf- ar bæði íslenskt og erlent fagfólk, en hún er framleidd af Sögn og fram- leiðslufyrirtæki Sigurjóns Sighvats- sonar, Palomar Pictures, en Sig- urjón hefur langa reynslu af því að starfa innan vébanda bandaríska kvikmyndaiðnaðarins. Þessi sam- vinna íslensks kvikmyndagerð- arfólks og reynslubolta úr ameríska kvikmyndaiðnaðinum hefur skilað einstaklega fágaðri kvikmynd með háan gæðastaðal hvað stíl, tækni- vinnslu og umgjörð varðar. En myndin er að sama skapi áhugaverð vegna þess að þar gerir Baltasar Kormákur, leikstjóri og að- alhandritshöfundur myndarinnar, hið landamæralausa eðli kvikmynd- arinnar að sterkum þætti í stíl henn- ar. Grunnurinn sem sótt er til er nokkurs konar amerískur spennu- tryllir með fléttu og stíl í anda rökk- urmyndahefðarinnar (film noir). En sköpun söguheimsins endar ekki þar, ameríski útkjálkabærinn er efniviður í sköpun afgerandi sögu- heims, þar sem einmanaleiki og ein- angrun hafa leikið sögupersónur grátt og knúið þær til örvæntingar. Þessi staður einkennist af nið- urníðslu og útkjálkamennsku og allt að því ljóðrænum berangurshrolli sem upptökulið myndarinnar finnur jafnt efnivið fyrir í afdölum Minne- sota-fylkis í Bandaríkjunum og ís- lensku sveita- og bæjarumhverfi. Frumsamin tónlist Mugisons (sem hljómar stundum eins og hún sé sprottin úr hjarta bandarísks putta- ferðalangs), rammar hinn stílfærða söguheim vandlega inn og verður ómissandi hluti af heildinni. Tónlist Mugisons dregur sömuleiðis fram húmorþátt myndarinnar og áhuga- verðar tilraunakenndar hliðar henn- ar. Í þessum söguheimi kynnumst við Holt (Forest Whitaker), rannsókn- armanni sem starfar fyrir trygging- arfyrirtæki, en hann er sendur út af örkinni til þess að rannsaka bana- slys sem mun kosta fyrirtækið millj- ón dollara. Áfangastaður er út- kjálkabærinn Hastings, sem best er lýst með orðum barafgreiðsludöm- unnar á gistihúsi staðarins: „Sá sem fer frá Hastings kemur aldrei þang- að aftur.“ Systir meints fórnarlambs slyssins, Isold (Julia Stiles) býr þar í niðurníddu húsi ásamt syni sínum og drykkfelldum eiginmanni og grunar Holt að ekki sé allt með felldu í mál- inu. Isold og eiginmaður hennar, Fred (Jeremy Renner), eru ekki öll þar sem þau eru séð en sá síð- arnefndi hefur leitt grandalausan flakkara í gildru og sett á svið bana- slys þar sem látið er líta út fyrir að vandlega líftryggður bróðir Isold, Kelvin, hafi brunnið til ösku inni í bíl sínum eftir harkalegan árekstur. Þó svo að flétta myndarinnar snúist um tilraun Holts til að leysa glæpamálið og afhjúpa blekkingarvefinn sem hann gengur inn í, verður spennu- sagan fyrst og fremst að grunni þar sem unnið er með persónusköpun og áðurnefnda stílfærslu söguheimsins. Þessir þættir eru einkar vel heppn- aðir. Holt glímir við einmanaleika og djúprættan tómleika í sálartetrinu en starf hans hjá sálarlausu stórfyr- irtæki hefur holað hann að innan. Is- old glímir einnig við einmanaleika og lýjandi fátækt, og líkt og í þeirri hefð myrkra glæpasagna, sem myndin sækir í, vekur Isold tilfinningar í brjósti Holt sem verða til þess að hann ákveður að brjóta lögin í stað þess að bara beygja þau eins og hann hefur látið sér nægja hingað til. Þau Forest Whitaker og Julia Stiles eru frábær í hlutverkum hinna tregafullu persóna Holts og Isold. Whitaker grípur áhorfandann frá því að hann fyrst stígur fram og leið- ir hina tregafullu sögu til lykta með sinni einstöku blöndu af alúð og ör- yggi. Julia Stiles er vel valin í hlut- verk Isold, en hin djúpa og hrjúfa rödd hennar og dapurlegt yfirbragð kjarnar vel þá óhefðbundnu út- færslu tálkvendisins sem finna má í úrvinnslu myndarinnar á glæpa- söguminninu. En á meðan styrkleiki myndarinnar liggur í þeim sterku persónulegu einkennum sem Baltas- ar gæðir hefðina sem hann vinnur með, koma veikleikar fram þegar kemur að því að leiða spennufléttuna til lykta á „óvæntan“ hátt og lögmál spennutryllisins taka við án þess að hafa verið fyllilega undirbyggð í að- dragandanum. A Little Trip to Heaven er engu að síður einkar áhugaverð og fáguð kvikmynd sem veitir ferskum straumum inn í ís- lenska kvikmyndagerð. Örvænting í útkjálka KVIKMYNDIR Smárabíó og Regnboginn Leikstjórn: Baltasar Kormákur. Handrit: Baltasar Kormákur ásamt Edward Matin Weinman. Kvikmyndataka: Óttar Guðna- son. Klipping: Virginia Katz og Richard Pearson. Frumsamin tónlist: Mugison. Aðal- hlutverk: Forest Whitaker, Julia Stiles, Jeremy Renner og Peter Coyote. Lengd: 105 mín. Skroppið til himna (A Little Trip to Heaven)  Ljósmynd/Óttar Guðnason „A Little Trip to Heaven er […] einkar áhugaverð og fáguð kvikmynd sem veitir ferskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð,“ segir m.a. í dómi. Heiða Jóhannsdóttir HLJÓMSVEITIN Ullarhattar, sem skip- uð er þeim valinkunnu tónlistarmönnum Stefáni Hilmarssyni, Jóhanni Hjörleifs- syni, Eyjólfi Kristjánssyni, Jóni Ólafssyni og Fritz von Blitz, hélt tónleika síðast- liðið föstudagskvöld á Hótel Borg. Þetta voru sjöundu tónleikar sveitarinnar sem hefur þann háttinn á að koma einungis saman á Þorláksmessu. Hljómsveitin lék bæði íslensk dægurlög og nokkur vel val- in jólalög áheyrendum til mikillar ánægju. Hinn sanni jólaandi sveif yfir vötnum á tónleikunum enda eru Ullarhattarnir engir æsingamenn heldur leggja þeir mikið upp úr frjálslegu og afslöppuðu fasi, til að vega upp á móti annríkinu sem jafnan einkennir Þorláksmessu nútímans. Morgunblaðið/Sverrir Ullarhattarnir klæddust gæðalegum höfuðfötum á tónleikunum. Ullarhattar gegn annríki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.