Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 41
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4539-8618-0017-6940
4741-5200-0012-5404
4507-4500-0029-0459
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
ANGURVÆRT, lágstemmt, ein-
lægt, melódískt – orð sem virðast
hafa verið sérsniðin til lýsingar á
tónlist Sigga Ármann. Þau halda
líka vel hvað varðar þessa aðra
hljóðversplötu hans sem er bæði
vandað og fallegt verk – nánast að
forminu til. Þú þarft að vera ansi
kaldur til að nema ekki áreynslu-
lausa fegurðina sem býr í þeim
lögum sem hér hljóma. Fyrsta
plata Sigga, Mindscape, kom út
fyrir fjórum árum og þá sáu þeir
Jóhann Jóhannsson og Sigtryggur
Baldursson einnig um upptökur.
Lítið bar á plötunni lengi vel eða
þar til meðlimir Sigur Rósar tóku
að hampa henni í gríð og erg.
Ekki nóg með það, heldur tóku
þeir Sigga með sér í tónleikaferð
og síðastliðin tvö ár hafa þeir ver-
ið Sigga innan handar við gerð
þessarar plötu ásamt fleiru góðu
fólki. Þá gengust fulltrúar list-
miðstöðvarinnar T Í M I fyrir því
að fyrir réttu ári kom út tónleika-
plata með Sigga, titluð Siggi Ár-
mann í Listasafni Reykjavíkur.
Þar má heyra hrárri útgáfur af
þeim lögum sem hér er að finna,
eina lagið sem er nýtt hér er
„Dinosores“ en einnig eru bæði
ósungið inngangs- og útgangsstef
á plötunni. Tónlist Sigga er eins-
lags trúbadúratónlist og á tón-
leikaplötunni var hann mestanpart
einn með gítarinn. Tónlistin því
allsnakin og á tímum óbærilega
einlæg. Á þessari plötu nýtur
Siggi hins vegar aðstoðar hinna og
þessara tónlistarmanna sem í öll-
um tilfellum lyfta lögunum smekk-
lega upp. Í engu er ofgert; streng-
ir, píanó og slagverk liggja
snoturlega á bak við rödd og gít-
arleik Sigga sem hefur gott lag á
því að semja grípandi gítarlínur,
bæði fallegar og melankólískar.
Yfir þeim eru svo sungnir textar
þar sem allt er lagt á borð. Sárs-
aukinn jafnan rétt undir niðri og
oft og tíðum gapir hann við manni.
Rödd Sigga fellur ekki í flokk
hinna hefðbundnu, ljúfþýðu raddar
söngvaskáldsins. Hún er hvíslandi
og blíð en fer sínar eigin leiðir er
hentar. Gítarleikurinn er þá ekki
heldur alltaf kórréttur en ef svo
væri er ég hræddur um að sjarmi
plötunnar færi forgörðum. Það eru
einmitt þessir eiginleikar sem
gera Sigga Ármann eftirtekt-
arverðan og hífir hann upp úr
meðalmennskunni. Siggi virðist
vera að glíma við erfiða hluti í
tónlist sinni. Þetta er m.a. undir-
strikað í bæklingi þar sem platan
er tileinkuð minningu bróður hans
og fallnir vinir fá auk þess kveðju.
Þetta verður svo augljóst í einu
áhrifamesta lagi plötunnar, „Big
boys cry“. Þar segir: „Even big
boys cry/when their friends die/
when their brothers die …“. Hér
er komið beint að efninu, eitthvað
sem gerir texta plötunnar sterkari
en ella. Tónninn er strax sleginn í
upphafslínum fyrsta lagsins,
„Elephant Man“ en þar segir
„Sorrow is the name/for my emo-
tions“. Lögin búa þannig yfir
hreinskiptum, einkar tregafullum
línum en við og við sprettur þó
vonin upp. „We’ll conquer the the
world/We make it easy/We’ll make
it …“ segir í „I dive into you“. Við
finnum einatt fyrir glatað fólk og
Siggi reynir hvað hann getur til
að tosa það upp. En síðan segir
hann í „My own Messiah“: „Would
you like to be my own Mes-
siah … hold your arms around me/
Make your warmth surround me/
You’re wanted/To love me/To free
me“. Í raun er ekkert út á þessa
plötu að setja. Sigga og hans fólki
tekst svo gott sem fullkomlega að
ná fram því sem auðheyranlega
var lagt upp með – að búa til plötu
sem er laus við allt pjatt og pját-
ur. Það er vissulega drungi yfir
plötunni en um leið skín í vilja og
von. Þessi togstreita gefur verkinu
mikla vigt. Fyrst og fremst er það
þó tónlistin ein, hrein og tær, sem
öllu skiptir á Music for the Addic-
ted. Túlkun hennar er það sönn og
innileg að það er ómögulegt annað
en að hrífast að fullu með.
Ljúfsvört fegurð
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Siggi Ármann syngur og leikur á gítar.
Honum til aðstoðar eru Jóhann Jóhanns-
son (píanó, Casio, stofuorgel, klukku-
spil), Örnólfur Kristjánsson (selló), Sig-
tryggur Baldursson (trommur, slagverk),
Davíð Þór Jónsson (bassi, píanó), Kjart-
an Sveinsson (píanó), Orri Páll Dýrason
(trommur), Steingrímur Guðmundsson
(tabla) og Amina (strengir). Jóhann Jó-
hannsson og Sigtryggur Baldursson
hljóðrituðu og -blönduðu. Orri Páll Dýra-
son og Kjartan Sveinsson tóku þá upp
parta í Sundlauginni. Platan var hljóm-
jöfnuð af Birgi Sundlaugarverði en einnig
fór hljómjöfnun fram í Klink og Bank. Um
hana sá Einar Hákonarson. Smekkleysa
gefur út.
Siggi Ármann – Music for the Addicted
„Sigga og hans fólki tekst svo gott sem fullkomlega að ná fram því sem
auðheyranlega var lagt upp með – að búa til plötu sem er laus við allt pjatt
og pjátur,“ segir m.a. í dómi.
Arnar Eggert Thoroddsen
Miðasala á tónleika LisuEkdahl sem fara fram í
Háskólabíói föstudaginn 24.
mars nk. hefst í dag kl. 10 á vef-
síðunni midi.is og í verslunum
Skífunnar og BT um allt land.
Lisa Ekdahl kom hingað til
lands og hélt tvenna tónleika
fyrir troðfullu húsi í Austurbæ
fyrir einu og hálfu ári síðan.
Miðar á þá tónleika seldust upp
á tveimur klukkutímum og er
því ljóst að Lisa á marga aðdá-
endur á Íslandi.
Fólk
folk@mbl.is
400 KR MIÐAVERÐ
Á ALLAR MYNDIR KL. 11
MILLI JÓLA OG NÝÁRS Í
SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
MORGUNBÍÓ
Stattu á þínu og
láttu það vaða.
Mark
RuffaloReese Witherspoon
Ástin lífgar þig við.
SAMBÍÓ KRINGLUNNI
CHRONICLES OF NARNIA kl. 3 - 6 - 9
KING KONG kl. 5.30 - 9 B.i. 12 ára.
HARRY POTTER OG ELDBIKARINN
kl. 2.45 B.i. 14 ára.
SAMBÍÓ KEFLAVÍK SAMBÍÓ AKUREYRI
CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 5 - 8 - 10.30
KING KONG kl. 5 - 9 B.i. 12 ára
HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 2 B.i. 10 ára
CHRONICLES OF NARNIA kl. 11 - 2 - 5 - 8
KING KONG kl. 2 - 5.40 - 9 - 11 B.i. 12 ára
JUST LIKE HEAVEN kl. 8 - 10.30
HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 11 - 2 - 5 - 8 B.i. 10 ára
Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 11 - 12.30 Sýningartímar gilda 26.des. - 29.des. 2005
UPPLIFÐU STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
BYGGÐ Á SÍGILDUM ÆVINTÝRABÓKUM C.S. LEWIS SEM HAFA KOMIÐ ÚT Á ÍSLENSKU.