Morgunblaðið - 27.12.2005, Page 44

Morgunblaðið - 27.12.2005, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. DÆLUR FYRIR FISKELDI Sími 568 6625 SVEITARSTJÓRN Dalabyggðar sam- þykkti á fundi sínum 15. desember sl. drög að samkomulagi við Nýsi hf. um að fyrirtækið taki að sér alla uppbyggingu á fyrirhuguðu frístundasvæði í landi Lauga í Sælingsdal. Að sögn Haraldar L. Haraldssonar, sveitarstjóra Dalabyggðar, felur sam- komulagið í sér að Nýsir muni sjá um að byggja sumarbústaði á öllum 57 lóðunum sem fara undir frístundabyggð auk þess að sjá um allan frágang og gatnagerð. Þá eru uppi hugmyndir um að byggja golfvöll á svæðinu, en um það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun, að sögn Haraldar. Áætlað er að verkið hefjist á næsta ári og því verði lokið í síðasta lagi árið 2010. Haraldur segir að sveitarfélag- ið muni eiga lóðirnar og innheimta leigu, annars vegar með stofngjaldi upp á 500 þúsund krónur og hins vegar með árlegu gjaldi, sem verður 35 þúsund krónur. Eru að laða að fólk Nýsir sér hins vegar um framkvæmdir eins og áður sagði og hefur upp í kostnað með því að selja bústaðina til kaupenda. Haraldur segir að markmiðið með þess- um framkvæmdum sé að laða að sum- arbústaðareigendur. „Markmiðið hjá okkur er einnig að reyna að fjölga íbúum og við sjáum að þetta mun örugglega skapa störf enda er talsvert þjónusta í kringum svona byggð,“ segir Haraldur. Nýsir mun byggja upp frístunda- svæði að Laugum ÞAÐ ríkti sannarlega mikil eftirvænting í Þjóð- leikhúsinu í gærkvöldi þegar aðeins tæpur klukkutími var í frumsýningu Túskildingsóper- unnar eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill. Allt Þeir feðgar stíga einmitt í fyrsta sinn saman á svið í Túskildingsóperunni og leika eina senu hvor á móti öðrum, en Ólafur Egill fer í sýning- unni með hlutverk Makka hnífs. var á fullu baksviðs þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins átti leið um leikhúsið og var Árdís Jóna Bjarnþórsdóttir að leggja lokahönd á förð- un Egils Ólafssonar og Ólafs Egils, sonar hans. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Feðgar saman á sviði Þjóðleikhússins GUNNAR Egilsson pólfari varð fyrstur manna til að fara einbíla og óstuddur á suðurpólinn og aftur til baka í Icechallenger-leiðangrinum, sem nú er lokið. Gunnar setti einnig hraðamet, fyrst þegar hann komst frá Patriot Hills á suðurpólinn á 70 klukkustundum og sló svo eigið met í bakaleiðinni þegar hann var 45 klukkustundir og 35 mínútur að fara þessa 1.170 km löngu leið. Þegar Gunnar var á leið til Suð- urskautslandsins hitti hann Peter Hillary, son Sir Edmund Hillary sem fyrstur kleif Everest-fjall ásamt sherpanum Tenzing Norgay árið 1953. Sir Edmund Hillary tók einnig þátt í leiðangri breska heimsveldisins yfir Suðurskauts- landið 1957–58, undir stjórn Sir Vivian Fuchs. Hillary stjórnaði undirbúningi, sem hófst 1955, og liði Nýsjálendinga sem annaðist birgðaflutninga og flutti vistir leiðangursmanna á ákveðna staði á leið þeirra yfir Suðurskautslandið. Notuðu þeir m.a. Ferguson- dráttarvélar sem Hillary breytti og einnig vélsleða. Voru Hillary og menn hans fyrstir til að komast landleiðina á suðurpólinn í 46 ár og náðu þangað 4. janúar 1958. Þeir voru einnig fyrstir til að komast þangað á vélknúnum farartækjum. Peter Hillary þótti mikið til þess koma að hitta Gunnar Egilsson sem ætlaði nú að aka á pólinn á bíl sem hann hafði sjálfur smíðað. Spurði hann Gunnar mikið út í ferðalagið og undirbúninginn. Þegar Gunnar sneri aftur til Patriot Hills hitti hann aftur Peter Hillary. Þá kom í ljós að Sir Ed- mund Hillary, sem nú er 86 ára, hafði fylgst náið með framgangi Icechallenger-leiðangursins. „Peter Hillary var með gervi- hnattasíma og hringdi í pabba sinn. Sir Edmund var uppveðraður yfir að heyra að okkur hefði tekist þetta og óskaði okkur innilega til ham- ingu með árangurinn. Hann hafði gaman af að heyra að ég hefði smíðað bílinn sem ég fór á á pólinn, líkt og hann breytti traktorunum fyrir leiðangurinn þeirra, um það bil sem ég var að fæðast,“ sagði Gunnar Egilsson pólfari. | 22 Ljósmynd/Gunnar Egilsson Sir Edmund fylgdist með Gunn- ari pólfara Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Peter Hillary, sonur Sir Edmund Hillary, og Gunnar Egilsson við Icechallenger-bílinn á Suðurskauts- landinu. ALLT bendir nú til þess að nýtt framleiðslumet verði sett í álveri Alcan á Íslandi á þessu ári. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa álversins, má ganga út frá að framleidd verði 179.400 tonn í verksmiðjunni á árinu, en það er um 1.000 tonna aukning frá síðasta ári. „Þetta er 20% meiri framleiðsla en verksmiðjan er hönnuð til að fram- leiða,“ segir Hrannar. Þessi árangur næst með ýmsum tæknilegum lausnum sem þróaðar hafa verið og öruggari rekstri, að sögn hans. Álverð hátt en innlendur kostnaður hefur hækkað mikið Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, segir í grein í nýútkomnum Ísal tíðindum að reksturinn á þessu ári hafi að mörgu leyti gengið vel, en andstæðurnar verið miklar. Fram- leiðslan sé meiri en nokkru sinni fyrr og álverðið er það hæsta um árabil. „Á hinn bóginn hefur lágt gengi dollarans valdið miklum vandræðum og í mörgum tilfellum jafnað út góð- an árangur, því allar tekjur fyrir- tækisins eru í dollurum. Innlendur kostnaður hefur einnig hækkað gríð- arlega; kostnaður við flestar fram- kvæmdir hefur farið fram úr áætl- unum og launakostnaður hefur verið í sögulegum hæðum, bæði út af gengi dollarans og kjarasamningi sem gerður var snemma á árinu og hefur kostað töluvert meira en áætl- að var,“ segir hún. Að sögn Hrannars er útlitið á næsta ári gott, þó enginn treysti sér nú frekar en áður til að spá með nokkurri vissu um þróun álverðs á heimsmarkaði. Gengi dollars veldur Alcan á Íslandi miklum vandræðum Framleiðslumet slegið á þessu ári Framleiðslan 20% meiri en hönnun verksmiðjunnar er miðuð við Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.