Fréttablaðið - 15.10.2002, Side 4

Fréttablaðið - 15.10.2002, Side 4
4 15. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 87.23 -0.10% Sterlingspund 136.26 -0.07% Dönsk króna 11.6 0.10% Evra 86.2 0.10% Gengisvístala krónu 129,62 0,04% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 258 Velta 3.180 m ICEX-15 1.315 0,05% Mestu viðskipti Bakkavör Group hf. 153.364.000 Búnaðarbanki Íslands hf. 82.311.443 Flugleiðir hf. 51.393.198 Mesta hækkun Íslandssími hf. 9,89% SÍF hf. 8,89% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 4,00% Mesta lækkun Össur hf. -0,99% Kaupþing banki hf -0,79% Bakkavör Group hf. -0,49% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7874,3 0,30% Nsdaq*: 1216,6 0,50% FTSE: 3931,6 -0,60% DAX: 2880 -1,70% Nikkei: 8529,6 1,10% S&P*: 840,8 0,70% *Bandarískar vísitölur kl 17.00 HEILBRIGÐISMÁL „Það er ljóst að kostnaður við kerfi sérfræðinga hefur aukist það mikið að heil- brigðisþjónustan stendur ekki lengur undir því óbreyttu,“ segir Bolli Héðinsson, formaður trygg- ingaráðs. Hann segir að með um- mælum sínum á ársfundi Trygg- ingarstofnunnar ríkisins hafi hann verið að opna á að sérfræðingar geti starfað áfram með sama hætti og þeir hafi gert. „Ef við hættum að greina á milli heimilislækna og sérfræðinga hvernig ætla læknar þá að koma á móts við yfirvöld með þann kostnað sem vaxið hefur svo gríð- arlega.“ Bolli segir að læknar verði að átta sig á að þeir verði að skipta kökunni á milli sín því ótæmandi fjármagn sé ekki fyrir hendi. „Tilvísanakerfið vofir alltaf yfir og ef sérfræðingar vilja losna endanlega við það hvað er þá þeirra útspil. Kannski er lausnin að læknar selji sína þjónustu á sama verði burt séð frá hvort þeir eru heimilislæknar, sérfræðingar eða eitthvað annað,“ segir Bolli. Sigurður Björnsson formaður félags sérfræðilækna segir þessa umræðu mjög gamla. „Ríkið veit- ir læknum starfsleyfi til að selja sína þjónustu og mér finnst þurfa býsna sterk rök til að segjast ætla kaupa af einum þjónustu en ekki öðrum. Það á við um alla lækna sem vilja stunda sjálfstæðan at- vinnurekstur. Í því felst ekki jafnræði né frjáls samkeppi. Hins vegar má spyrja hversu mikla þjónustu ríkið treysti sér til að kaupa af læknum og greiða fyrir úr almannatryggingum.“ Hann telur umhugsunarefni hvort við séum að veita meiri læknisþjón- ustu en við höfum efni á. Varla vilji menn að hún sé takmörkuð um of því þá lengist biðlistar eins og gerst hefur á spítölunum. Sigurður segir að ef verið sé að tala um aukinn kostnað verði að skilgreina ástæðurnar. „Menn gleyma því að mikið hefur breyst undanfarin ár. Spítölunum hefur fækkað og hluti þeirra aðgerða sem áður fóru þar fram eru nú unnar af sérfræðingum á stofu. Sá kostnaður skrifast á þá. Ekki má gleyma því að með aukinni tækni hefur aðgerðum fjölgað. Nú gefst tækifæri til að hjálpa fjölmörgum sem áður áttu ekki möguleika á bót meina sinna.“ bergljot@frettabladid.is HELSINKI, AP Nítján ára Finni, Petri Gerdt að nafni, er talinn vera mað- urinn sem sprengdi sjálfan sig í loft upp með heimatilbúinni sprengju í verslunarmiðstöð í Helsinki á föstudaginn. Hann er talinn hafa aflað sér upplýsinga um sprengjugerð á spjallþráðum á Netinu. Ekkert er vitað um ástæður þess að hann framdi þetta ódæði. Ekki er vitað til þess að hann hafi átt við áfengis- eða fíkniefna- vandamál að stríða. Ekki er heldur talið að hann hafi haft öfgaskoðan- ir í stjórnmálum. Lögreglan segir að Gerdt hafi ekki verið á sakaskrá. Talið er að hann hafi verið einn að verki. Sex manns létu lífið auk Gerdts. Áttatíu manns særðust og liggja þrjátíu þeirra enn á sjúkrahúsi. Nágrannar og skólasystkini Gerdts segja að hann hafi verið hlédrægur og átt fáa vini. Hann hafi stundað körfubolta og jafnan verið prúður í framkomu. Þau sögðust eiga erfitt með að trúa því að hann hafi skipulagt jafn skelfi- legt ódæði sem þetta. Hann er sagður hafa haft mik- inn áhuga á flugeldum og sprengiefnum frá því snemma í bernsku.  Svæðið norðan Vatnajökuls: Þjóðgarðs- nefnd skipuð STJÓRNMÁL Siv Friðleifsdóttir, um- hverfisráðherra, hefur skipað fimm manna nefnd til að móta til- lögur um stofnun verndarsvæðis eða þjóðgarðs á svæðinu fyrir norðan Vatnajökul. Formaður nefndarinnar er Magnús Jóhann- esson, ráðuneytisstjóri í umhverf- isráðuneytinu. Tveir þingmenn tilnefndir af stjórnarflokkunum sitja í nefndinni: Arnbjörg Sveins- dóttir og Magnús Stefánsson. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar eru Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson.  UPP LISTANN Fisksölufyrirtækin verma fyrsta og annað sætið yfir stærstu fyrirtækin á Íslandi. Baugur er kominn í þriðja sætið, en var í því fimmta í fyrra. Stærstu fyrirtæki Íslands: Fisksalarnir ennþá stærstir FYRIRTÆKI Fisksölufyrirtækin SÍF og SH eru sem fyrr stærstu fyrir- tæki landsins, ef horft er til veltu. Tímaritið Frjáls verslun hefur birt lista yfir 300 stærstu fyrir- tæki landsins. Tekjur SÍF eru um 60 milljarðar og SH rúmir 55 milljarðar. Lítil breyting hefur orðið á röð veltumestu fyrirtækj- anna. Baugur sem var í fimmta sæti í fyrra er nú í því þriðja. Velta Baugs var rúmir 42 millj- arðar á síðasta ári. Tekjur Baugs uxu um 59% og skýrist sá vöxtur af útrás fyrirtækisins. Búnaðar- bankinn stekkur úr 13. sæti á list- anum upp í það 8. Þegar litið er til hagnaðar bera Alcan á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík, og Íslandsbanki höf- uð og herðar yfir önnur fyrirtæki. Hagnaður Alcan var rúmir fjórir milljarðar og hagnaður Íslands- banka 3,7 milljarðar. Næst á eftir þessum fyrirtækjum koma útrás- arfyrirtækin Pharmaco og Baug- ur hvort um sig með rúmlega tveggja milljarða hagnað.  BALTIMORE, AP Launmorðinginn í Bandaríkjunum tók sér frí um helgina, líkt og hann gerði helgina þar áður. Lögreglan segir þetta gefa sér nokkuð betri mynd af morðingjanum, sem undanfarnar tvær vikur hefur myrt átta manns og sært tvo. „Meira að segja leyniskyttur þurfa að vinna,“ segir Jack Fox, afbrotafræðingur við háskóla í Boston. „Þeir þurfa að finna sér tíma til þess að drepa, og hann hefur greinilega ekki tíma um helgar.“ Lögreglan hefur verið gagn- rýnd fyrir hve lítið hún hefur lát- ið uppskátt um rannsókn morð- anna við fjölmiðla. Í gær sagði lögreglan það vera vegna þess að hún vilji ekki að morðinginn viti hve mikið hún veit. „Við viljum ekki senda frá okk- ur neitt sem getur valdið því að einhver telji sig liggja undir grun,“ sagði Mike Bouchard, rann- sóknarmaður hjá bandaríska skot- vopnaeftirlitinu. Lögreglan leitar nú að hvítum sendibíl sem sést hefur í grennd við morðstaðina.  fordmondeo Keyrðu ... og upplifðu Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • Brimborg Akureyri sími 462 2700 • brimborg.is Pantaðu núna. Nýr Ford Mondeo kostar frá 1.995.000 kr. Komdu og keyrðu nýjan Ford Mondeo. Vertu undir það búinn að vilja ekki láta hann frá þér. HÆTTUSPIL Á BENSÍNSTÖÐ Monique McNamara lét ódæðisverk launmorðingjans í Bandaríkjunum ekki koma í veg fyrir að hún tæki bensín. Fjórum sinnum hefur hann myrt fólk sem var að setja bensín á bílinn sinn í Washington og nágrenni. Launmorðinginn hefur ekki tíma um helgar: Lögreglan vill ekki upplýsa fjölmiðla AP /E VA N V U C C I FINNSKA LÖGREGLAN RÁÐÞROTA Lögreglan í Finnlandi segist ekki geta ímyndað sér hvers vegna nítján ára piltur framdi fjöldamorð í Helsinki á föstudaginn. Nítján ára fjöldamorðingi í Finnlandi: Ekkert vitað um ástæðuna AP /L EH TI KU VA , M AR JA A IR IO Útrás Plastprents: Gengið frá kaupum í Lettlandi VIÐSKIPTI Plastprent hefur gengið frá áreiðanleikakönnun vegna kaupa á lettneska plastfram- leiðslufyrirtækinu Unifleks. Samningar um kaupin voru undir- ritaðir um miðjan september og hefur hann nú verið staðfestur. Gengið hefur verið frá fjármögn- un vegna kaupanna og jafnframt því endurfjármögnun á Unifleks. Forsvarsmenn Plastprents telja að þessi fjárfesting geti styrkt félagið og skapað mögu- leika á hagræðingu. Þeir eru með- vitaðir um að fjárfestingin er áhættusöm.  SJÚKRAHÚSUM HEFUR FÆKKAÐ Fleiri og fleiri aðgerðir eru gerðar af sérfræðingum á stofu. Kostnaðurinn skrifast nú á þá í stað þess að vera inni í rekstri spítalans. Tilvísanakerfið vofir yfir sérfræðingum Bolli Héðinsson segir að ótæmandi fjármagn sé ekki til. Ef læknar vilji losna endanlega við umræðuna um tilvísunarkerfið verði þeir að koma sér saman um hvernig þeir skipti með sér kökunni. Menn gleyma því að mikið hefur breyst undanfarin ár. KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 54% Ætlar þú að kjósa í prófkjöri hjá einhverjum þeirra stjórn- málaflokka sem viðhafa þau? Spurning dagsins í dag: Hefjum við hvalveiðar í vísindaskyni á næsta ári? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Veit ekki 14% 32%Já ÞRIÐJUNGUR VILL VELJA FRAMBJÓÐENDUR Þriðjungur segist ætla að kjósa í prófkjöri. Það þýðir að tugir þúsunda leggi leið sína í prófkjör til að velja frambjóðendur. Nei

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.