Fréttablaðið - 15.10.2002, Side 16

Fréttablaðið - 15.10.2002, Side 16
16 15. október 2002 ÞRIÐJUDAGURHVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? UPPÁKOMUR 14.00 Blindrafélagið býður landsmönn- um í heimsókn í Hamrahlíð 17. Starf félagsins og Blindravinnu- stofunnar verður kynnt og fólki boðið upp á hressingu. Opna húsinu lýkur kl. 17. 20.00 Prjónablaðið Ýr heldur tískusýn- ingu í Súlnasal Hótels Sögu í til- efni þess að haustblaðið er kom- ið út. Aðgangur er ókeypis. NÁMSKEIÐ 16.00 Meditations for a happy mind heitir námskeið búddameistarans Ven. Kelsang Lodrö. Kennt er milli kl. 16 og 17 í dag, á morgun og á fimmtudag. Gjald er 600 kr. fyrir skiptið eða kr. 1.500 fyrir öll þrjú skiptin (400 / 1.000 kr. fyrir nema, atvinnulausa og öryrkja). Kennt er í Bankastræti 6, 4. hæð. 20.00 Buddhism for busy people er námskeið búddameistarans Ven. Kelsang Lodrö. Námskeiði stend- ur milli 20 og 21.30 í kvöld og annað kvöld. Gjald kr. 800 fyrir hvort skipti eða kr. 500 fyrir nema, atvinnulausa. Kennt er í Bankastræti 6, 4. hæð. FUNDIR 16.30 Prófastsdæmin í Reykjavík halda málþingið Umburðarlyndi og ólíkar lífsskoðanir í skólastarfi. Framsögumenn eru sr. Sigurður Pálsson og Hanna Ragnarsdóttir, lektor. Málþingið er haldið í Kennaraháskóla Íslands, stofu M-391 og lýkur kl. 19. 17.15 Sverrir Guðmundsson, sérfræð- ingur á Raunvísindastofnun, flytur fyrirlestur sem nefnist: Myndir af þrívíðum yfirborðshreyfingum jarðar út frá samtúlkun á SAR bylgjuvíxl- og GPS mælingum. Fyrirlesturinn er á vegum IEEE í Odda, stofu 101. LEIKHÚS 21.00 Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur er sýnt í Hafnarfjarðarleikhús- inu. Uppselt. TÓNLEIKAR 21.00 Tónleikar Hrólfs Vagnssonar harmónikkuleikara og Bluez Brasil á Kringlukránni. 21.30 Hljómsveitirnar Panik, Suð og Ör- kuml spila á Vídalín við Ingólfs- torg. Aðgangseyrir er 300 kr. SÝNINGAR Sýning á verkum fjögurra eistneskra lista- manna stendur í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þeir eru Jüri Ojaver, Paul Rodgers, Jaan Toomik og Jaan Paavle. Tróndur Patursson, frá Færeyjum, sýnir málverk í aðalsal Hafnarborgar Flökt- Amublatory- Wandelgang er sam- sýning Magnúsar Pálssonar, Erics And- ersens og Wolfgangs Müllers í Nýlista- safninu. Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum Vatnsstígs 10. Svava Björnsdóttir sýnir verk á mynd- vegg Maríellu að Skólavörðustíg 12. Sýn- ingin stendur til 9. nóvember. Sýning á myndskreytingum úr nýútgefnu ritsafni Snorra Sturlusonar stendur yfir í Skála við Alþingishúsið. Sýningin er opin frá klukkan 10 til 12 og 13 til 16 alla virka daga og stendur til 18. október. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Félag trérennismiða á Íslandi stendur fyrir sýningunni Skáldað í tré - skógar- spuni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýndir eru renndir listmunir úr innlendum og inn- fluttum viði. Sýningin stendur til 20. októ- ber og er opið alla daga frá 12 til 18. Þorri Hringsson sýnir olíu- og vatnslita- myndir í Listasafni Borganess. Sýningin er opin frá 13 til 18 alla virka daga og til klukkan 20 á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum. Sýningin stendur til 30. októ- ber. Tvær sýningar, Gallerí Hlemmur og Unn- ar og Egill/Ný verk, standa yfir í Gerða- safni, Kópavogi. Sýningarnar standa til 21. október og er opið frá 11 til 17. Óli G. Jóhansson sýnir í galleríi Sævars Karls. Harpa Karls sýnir á Kaffi Sólon. Sýningin stendur til 18. október. Annu Wilenius, Karla Dögg Karlsdóttir og Sólrún Trausta Auðunsdóttir sýna í listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Yfirskrift sýningarinnar er, Hugmyndir um Frelsi / Theories of Freedom. Sýningin stendur yfir til 20. október. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. ÞRIÐJUDAGURINN 15. OKTÓBER TÓNLIST Hrólfur Vagnsson harm- onikkuleikarinn góðkunni frá Bolungarvík, sem hefur verið búsettur í Þýskalandi undanfar- in 20 ár, hefur verið drjúgur við að halda tónleika hér heima, ýmist einn eða með tónlistar- mönnum frá ýmsum þjóðlönd- um. Hrólfur er enn kominn til landsins og ætlar að spila í Reykjavík og á landsbyggðinni í dag og næstu daga með hjómsveitinni Blue Brazil. „Þetta er fjölþjóðahljómsveit, en meðlimirnir búa allir í Þýskalandi,“ segir Hrólfur. Hann segir tónlist sveitarinnar aðallega brasilíska, mest lög eftir Carlos Antonio Jobim, og allt prógrammið bera keim af suður-amerískri sveiflu. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í að spila svona létta tónlist,“ segir hann. „Ég hef fram til þessa komið til landsins með nú- tímatónlist eða klassík í hinum og þessum framsetn- ingum.“ Aðspurður hvernig samstarf Hrólfs og hljómsveitarinnar hafi komið til segir Hrólfur: „Ég rek hljóðver í Hamborg og Blue Brazil komu til mín í stúdíóið fyrir tveimur árum til að taka upp. Við spjölluðum um heima og geima, meðal annars um hljómasamsetningu, sem endaði svo með að ég fór á æfingu til þeirra og spilaði með. Okkur þótti þetta svo gaman að við ákváðum að taka upp disk og halda áfram saman.“ Hrólfur segir hljómsveitarmeðlimi ákaflega ánægða með að vera komna til Íslands. „Mér finnst auðvitað sjálfum alltaf mjög gaman að koma heim, nema hvað ég er hálfdeprímeraður að sjá hvað mikið er um að vera í svona lítilli borg eins og Reykjavík. Deprímeraður í þeim skilningi að í Hamborg, sem er tuttugu milljóna manna borg, gera menn listalífinu skil á einni síðu í dagblöðunum. Hér er ég að fletta að minns- ta kosti tutt- ugu síðum á dag um menningar- lífið. Eiginlega ætti maður bara að drífa sig heim og taka þátt í gamninu. En kannski ég ætti frekar að vinna að því að flytja íslenska bjartsýni með mér aft- ur til Þýskalands,“ segir hann hlæjandi. Hrólfur og félagar verða á Kringlukránni í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 21. Á mið- vikudagskvöld verða þeir í Ing- hól á Selfossi klukkan 21 og á fimmtudagskvöldið í fæðingar- bæ Hrólfs, Bolungarvík, í Vík- urbæ klukkan 21. edda@frettabladid.is Suðræn sveifla í skammdeginu Hrólfur Vagnsson harmonikkuleikari er kominn til landsins ásamt hljómsveitinni Blue Brazil. Meginmarkmiðið með Íslandsreisunni er að fylgja eftir nýútkomnum geisladiski, en þeir félagar ætla að lífga upp á skammdegið með suðrænni sveiflu. HRÓLFUR VAGNSSON OG BLUE BRAZIL Iris Kramer, sem er þýsk, spilar á trompet, Marc André Krikula er þýskur og spilar á gítar, Cesar Ferreira er frá Brasilíu og leik- ur á slagverk, Gros Ngolle Pokossi er frá Kamerún og spilar á bassa, og Guido Schmidt, sem er þýskur, leikur á slagverk. Ópera Rossinis um rakarannráðagóða er léttleikandi og skemmtileg í uppfærslu Ís- lensku óperunnar. Það er óhugs- andi annað en að koma út í góðu skapi. Og svo er maður líka ríg- montinn eftir sýninguna yfir því hvað litla Ísland státar af frá- bærum listamönnum. Þrátt fyr- ir aðstöðuleysið rennur sýningin hnökralaust áfram og það er al- veg hægt að gleyma því hvað húsið er lítið og ófullkomið. Ólafur Kjartan gerði Fígaró, sem er afar frjáls í andanum frá hendi höfundar, að ómótstæði- legum „sjarmör“ með frábær- um leik og söng. Aðrir söngvar- ar í sýningunni voru að sama skapi góðir. Það er algengt í óp- erum að aðalsöguhetjurnar deyi í kvöl í lok sýningarinnar og elskendur séu dæmdir til að vera aðskildir um eilífð, nema auðvitað þeir nái saman á himnalendunum. Í Rakaranum frá Sevilla er gamanið í al- gleymingi og ekkert sem blasir við ástfangna parinu í lokin ann- að en hamingjan ein. Og allir eru sáttir við málalokin . Meðal ann- ars þess vegna er maður svona glaður í hjartanu eftir sýninguna og marga daga á eftir. Edda Jóhannsdóttir Ómótstæðilegur og ráðagóður rakari ÓPERA RAKARINN FRÁ SEVILLA Aðalhlutverk: Gunnar Guðbjörnsson, Sess- elja Kristjánsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðar- son, Davíð Ólafsson, Stanisav Shvets, Signý Sæmundsdóttir, Hrólfur Sæmundsson, Jón Leifsson og Sigurjón Guðmundsson. Hljómsveitarstjóri: Helge Dorsch. Sigríður Arnardóttir dagskrárgerðarmaður Ég mæli með BBC á FM 90,9 og að menn fái sér lítið útvarpstæki í eyrað, fari í göngutúr og hlusti á þetta frábærlega skemmtilega útvarp. Svo mæli ég líka með nýja diskinum hans Bubba, Sól að morgni. Grettissaga –saga Grettis Hafnarfjarðarleikhúsið frum-sýndi leikritið Grettissaga - saga Grettis, síðastliðið laugar- dagskvöld. Hilmar Jónsson leik- stýrir verkinu, en leikarar sem koma að sýningunni eru meðal annarra Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhannesson, Jón Páll Eyjólfsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Gísli Pétur Hinriksson.  Vísurnar fóru fram hjá mörgum Mér fannst efnisval úr bókinni gott og leikararnir skila sínu vel. Helsti gallinn var of mikill flutn- ingur á drótt- kvæðum án þess þær væru skýrð- ar. Það hefði kom- ist betur til skila fyrir þá sem þekkja lítið sög- una ef til dæmis efnið hefði verið á skiljanlegra máli og sönglað, þannig að menn hefðu vitað að þetta væru vísur. Þessar vísur fóru fram hjá mjög mörgum. En í heildina tekið fannst mér vel að verki staðið.  Frábær sýning Mér fannst mjög gaman. Þetta er frábær sýning og furðulegt að þetta skuli ekki hafa verið gert fyrr. Þetta er okkar Shakespeare.  Nýr Shake- speare Mér fannst sýn- ingin mjög skemmtileg og finnst eiginlega að við höfum eignast nýjan Shakespe- are.  JÓN BÖÐVARSSON GUÐMUNDUR ANDRI THORS- SON, RITHÖF- UNDUR LINDA VILHJÁLMS- DÓTTIR, RIT- HÖFUNDUR HVERNIG FANNST ÞÉR? FRÉTTABLAÐIÐ/BILLI TÓNLIST Hádegistónleikaröð Ís- lensku óperunnar á haustmisseri 2002 hefur göngu sína í dag og munu tónlistarunnendur geta gengið að hádegistónleikum vís- um annan hvern þriðjudag í októ- ber og nóvember. Umsjón með há- degistónleikaröð haustsins hefur Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Tónleikarnir í dag bera yf- irskriftina La Traviata – á hálf- tíma. „Þetta er í raun annað og meira en tónleikar,“ segir Jóhann Friðgeir. „Við ákváðum að hafa þetta bara flott og tökum allar flottustu aríurnar og dúettana úr óperunni fyrir sópran og tenór. Kári Halldór leiklistarstjóri sér um að leikstýra og Clive Pollard er á píanóinu allan tímann, frábær píanisti. Það er óhætt að segja að um hálftíma sviðsetningu á verk- inu sé að ræða.“ Hlutverk Violettu syngur Alda Ingibergsdóttir sópran og Jóhann Friðgeir fer með hlutverk Al- fredos. „Við biðjum fólk að koma tímanlega svo við getum byrjað á réttum tíma og svo að enginn verði of seinn í vinnuna eftir flutninginn,“ segir Jóhann, og lof- ar dýrðlegri hádegisstund sem enginn verður svikinn af. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa í um 40 mínútur. Að- gangseyrir er 1.000 kr.  ÞAÐ BESTA ÚR LA TRAVIATA Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Alda Ingibergsdóttir, Clive Pollard og Kári Halldór bjóða til tónlistarveislu í Íslensku óperunni í hádeginu í dag. Íslenska óperan: La Traviata – á hálftíma FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.