Fréttablaðið - 19.02.2003, Page 24

Fréttablaðið - 19.02.2003, Page 24
Loksins kom að því hjá Skattinumað þeim hugkvæmdist að það gæti verið framfaraspor að hætta í smáfiskadrápinu og snúa sér að há- karlaveiðum. Skatturinn hefur löng- um verið haldinn þeirri ámátlegu þráhyggju sem virðist þjaka ís- lenska glæpamenn að forsmá banka og staði þar sem peningar eru geymdir en ráðast þess í stað inn í sjoppur og vídeóleigur og pizzustaði með sokkabuxur á hausnum og heimta með frekju og ofbeldi pen- inga þar sem engir eru fyrir. FYRIR UTAN þá ógæfu að gerast forfallinn spilafíkill er vísasta leiðin til að verða gjaldþrota á Íslandi sú að stunda kvikmyndagerð, og viti menn, þessa blönku stétt kvik- myndagerðarmanna hefur Skattur- inn lagt í einelti og ofsótt af þvílíku grimmdaræði að manni kemur helst í hug hinn geðveiki keisari Neró sem kenndi kristnum friðsemdarmönnum í Rómaborg um alla skapaða hluti og krossfesti þá sér til glaðværðar. EINYRKJAR, lausavinnufólk, ræstitæknar og allir sem verða að komast af án þess að geta verið í verkalýðsfélagi af því að þeir hafa ekki fasta vinnu og verða að skrá sig sem verktaka hafa verið sjálfsögð fórnarlömb Skattsins sem vinnur samkvæmt ævafornum starfsreglum Hins heilaga Rannsóknarréttar, þan- nig að hver sá sem er grunaður er sekur þar til búið er að brenna hann á báli og sanna sakleysi hans. Og því minni peninga sem einhver á þeim mun grunsamlegri er hann á mæli- kvarða Skattsins. ÞAÐ ER ÞVÍ fagnaðarefni að Skatturinn skuli loksins hafa tekið þá stefnu að leita að peningum þar sem peninga er von í stað þess að ofsækja unglinga, láglaunafólk og svokallaða verktaka. Ennfremur væri kannski athugandi að grynn- ka aðeins á því eyðublaðafargani og endurskoðunarskyldu sem er lögboðinn fylgifiskur smárekstrar á Íslandi, með þeim afleiðingum að nýsköpun verður sáralítil í fá- breyttu atvinnulífinu En batnandi manni er best að lifa. Húrra fyrir Skattinum - sem héðan í frá hættir vonandi að ofsækja aumingjana og læðist eins og höggormur að þeim sem hafa búið um sig í Skatta- paradís. ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Þráins Bertelssonar Höggormur í Skattaparadís

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.