Fréttablaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 21
Guðmundur Oddur Magnússon,prófessor í grafískri hönnun, og
Jón Ólafsson heimspekingur flytja í
kvöld erindi um sovésk veggspjöld
frá sjöunda og áttunda áratugnum í
tengslum við sýningu á þessum
veggspjöldum í Listasafni Reykja-
víkur, Hafnarhúsinu.
Guðmundur og Jón eru sýningar-
stjórar. Jón segir að þeir hafi skipt
veggspjöldunum upp í nokkra flok-
ka eftir efni. „Í einum flokknum eru
til dæmis veggspjöld sem stefnt er
gegn spillingu og skrifræði. Þar er
verið að hæðast að hinum spillta
embættismanni.“
Annar efnisþráður er vinna og
uppbygging. „Þar er dregin upp
mynd af Sovétborgaranum sem hin-
um hugumstóra einstaklingi sem er
reiðubúinn að leggja sitt af mörkum
til að byggja upp réttlátt samfélag.“
Alþjóðamál og heimsvaldastefna
er þriðji flokkurinn, sem hefur ver-
ið ráðamönnum hugstæður.
„Á sjötta og sjöunda áratugnum
var alltaf þessi beitti áróður, en þeg-
ar komið er fram á áttunda áratug-
inn eru menn frekar farnir að fagna
hátíðisdögum eða hefja upp ákveðn-
ar framkvæmdir.“ ■
MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2003 21
!"#$%&'()*+,)-
.
$/&-#0
1 /&&& 2
!"#$%%
$&'()*+
!"#),-.
$&'()*+
!"#),..
%+/
0+1+2
/ ++3
4+1 /5
* -
3.4
5
#*&&"678
%+ 9:;
$%'(&&&&)-
.
$/&-#'* #0
1 <&&&
7="#$,&&)+&&)-
.
$/&-0
1 /&&& 2
!
Við höfum oft verið mjögáræðin í efnisvali fyrir tón-
leika,“ segir Haraldur Árni Har-
aldsson, stjórnandi lúðrasveit-
arinnar Svans. „Við höfum notið
þess að vera með mjög færa
hljóðfæraleikara, þannig að við
höfum getað tekið fyrir mjög
krefjandi verkefni.“
Á tónleikum lúðrasveitarinn-
ar í Loftkastalanum í kvöld
verður meðal annars boðið upp á
Hornkonsert nr. 2 eftir Mozart,
þar sem Ella Vala Ármannsdótt-
ir leikur einleik á horn. Einnig
leikur Styrmir Barkarson ein-
leik á xylofon í Czardas. Þau
Ella Vala og Styrmir eru bæði
meðlimir í sveitinni.
Haraldur er að kveðja lúðra-
sveitina í kvöld eftir að hafa
stjórnað henni í tíu ár. Við hon-
um tekur Rúnar Óskarsson, sem
um árabil spilaði með Svani en
hætti til að fara í framhaldsnám
í tónlist í Hollandi.
„Það hefur einkennt Svan að
fólk byrjar gjarnan ungt að
spila með sveitinni. Meðalaldur-
inn er í kringum tvítugt, en stór
hluti meðlimanna er tónlistar-
nemar sem margir eru langt
komnir í námi. ■
LÚÐRASVEITIN SVANUR
Kveðjur stjórnanda sinn, Harald Árna Haraldsson, á tónleikum í Loftkastalanum klukkan átta í kvöld.
■ TÓNLEIKAR
Lúðrar þeyttir í
Loftkastalanum
Sýning á málverkum Maríu Svan-
dísar stendur yfir í Listhúsinu við
Engjateig.
Þorbjörg Höskuldsdóttir er með
málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs,
Skólavörðustíg 5.
Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús-
inu, stendur yfir sýning á sovéskum
veggspjöldum úr eigu safnsins, sem
hafa ekki komið áður fyrir almennings-
sjónir. Heilbrigði, hamingja og friður er
yfirskrift sýningarinnar.
Í Hafnarhúsinu stendur yfir einka-
sýning Patrick Huse sem nefnist
Penetration. Sýningin er síðasti hluti
trílógíu sýninga listamannsins, sem fjalla
um samband manns og náttúru á norð-
urslóðum.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Sovéskur áróður
krufinn til mergjar
JÓN ÓLAFSSON
Í Hafnarhúsinu ætla þeir Guðmundur Odd-
ur Magnússon og Jón Ólafsson að flytja er-
indi um sovésk áróðurspjöld, sem nú eru
sýnd í safninu.
■ FYRIRLESTUR